Íslendingur - 15.02.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 15. febrúar 1950
ISLENDINGUR
Fiskfsíofuiíin.
Framh. af 2. síðu
helgislínuna, í öðru lagi að friða
hrygningarstöðvarnar fyrir boln-
vörpuveiðum um hrygningartímann
bg ennfremur framkvæma sjávar-
fiskaklak með sameiginlegum stuðn-
ingi allra, sem stunda veiðar á hin-
um íslenzku fiskimiðum um hrygn-
ingartímann. — -
Þetta virðist vera ærið verkefni.
En það verður að annast.
Varðandi sjávarfiskaklak má
benda á, að þar sem sannað er, að
ástæðan fyrir rýrnun fiskistofnsins
er að verulegu leyti sú, að hrygning-
in truflist og hrognin frjóvgist ekki á
eðlilegan hátt vegna stöðugt vaxandi
. togveiða á hrygningastöðvunum,
virðist skipulegt fiskiklak vera eðli-
leg og nauðsynleg mótvægisregla.
Hrygningatími þorskfiskitegund-
anna er aðallega mánuðirnir m'arz-
apríl, og ætti gerviklak að fara fram
á þeim tíma.
Islenzkir sjómenn geta tæplega
einir tekið þelta verk að sér. Állir
erlendir sjómenn, er stunda yeiðar á
miðunum, ættu að laká þáttí verk-
inu.
¦ Það sjávarfiskaklak, sem hér er
um að ræða, mundi fara fram á þann
hátt, að skip, sem eru á veiðum við
suðurströnd íslands á tímahilinu frá
15. rmirz til apríllöka, annast ffjóvg-
un fullþroskaðra hrogna, eftir því
sem lækifæri géfast. Aðferðm er ein-
faldlega þessi:
að kreista þroskuð hrogn úr" kven-
fiskinum ofan í bala eða kar, sem
hreinþvegið hefir verið úr sjó, bæta
síðan nokkrum' drópum af frjó-
mjólk ká'rlfiskjaf af 'sömu tégurid
saman við, sem er nægilegt í 1 lítra
' af hrognum. Frjóvgun hrognanna
fer strax fram. Síðan skal hella
hreinum sjó í ílátið, og ,að 5 mínút-
um liðnum hella innihaldinu í sjó-
inn.
Menn verða að rétta náttúrunni
hjálparhönd, þegar þess er þörf, og
jafnframt skírskota til fiskimanna
að hefjast handa vegna sameigin-
legra hagsmuna þeirra. Mun þá brátt
koma í ljós, að þeir munu telja það
sem skyldu, er enginn megi látá und-
ir höfuð leggjast.
Framhald.
Grænmeti
Byggkórn
Hveitikorn
til félagsmanna í Náttúrulækningafé-
lagi Akureyrar, væntanlegt með „Sel-
foss" . .
Verzlunih BJÖRK.
GOTT HERBERGi
...... ;>.. ... ¦ til leigu, — A. v. á.
TILSÖLU
í Bókabúð Rikku: Æskan 1921
—1928 og Manndáð é. Wagn-
er. — I Bókaverzl. Björns Árna-
sonar: Skúli landfógeli og Dag-
renning eftir Aðils. Skírnir
1919. Dáðir voru drýgðar. Um
loftin blá e. Sig. Thorl. •
Eigandi.
STÚLKA
, óskast til hreingerninga og
. i afþurrkunar 5—6 tíma á.
dag.
ÆuiceymcAptíiJz
O. C. THOBAREN.SEN
HflFNARSTRÆTÍ 10-4 SIMÍ 32
Skjaldborgar-bíó
Gulina borgin
(Die gojdene Stadt,).
Hrífandi falleg og áhrifa-
mikil þýzk stórmynd i'rá
Bæheimi. — Tekin í hinum
undurfögru, Agfa4itum.
Aðalhlutverk.:. ...
KRISTINA SÖDERBAUM,
f ræg, 'sænák' leikkóna.
Myndin er með sænskum
texta.
- NYJA BIÓ -
Sýrrir í kvöld:
SJÓLIÐSFÖRINGJA-
EFNI
.. :; .Frönsk mynd með .
JEAN PIERRE.
Næsta mynd:
FYRIRMYNDAR
EIGINMAÐUR
Ensk stórmynd í eðlilegum litum
með hinum frægu amerísku leik-
urum:
PAULETTE GODDARD
og
Sir Aubrey Smith
Hugh Williams ¦
Michael Wilding.
immmmáBmmmaaa^mMmmsma
KÚLUPENNI
fundinn á götunni. Vitjist á af-
sreiðslu blaðsins.
Jarðarför
Sigursteins Steinþórssonqr,
Geislagötu 37, Akureyri, sem lézt 9. febr. s.L, fer fram að Möðru-
völlum í Hörgárdal mánudaginn 20. þ. m. kl. 2 e. h.
Eiginkona og b'órn.
Jarðarför móður okkar . .
Sigríðar Sigurðardóttur,
sem andaðist 8. þ. m., fer fram frá AkureyrarkirkjUj laugar-
daginn 18. þ. m. kl. 1 e. h.
Jóhanna Sigurðardóttir. Marteinn Sigivrösson.
Veturliði Sigurðsson.
-5'Æíir-: -£-¦.. . ¦
Jarðarför mannsins míns,
Steinþórs Sigurðssonar,
Oddagötu 1, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 17. febr. n. k., kl. 1,30 e. h. — Blóm og kranzar af-
beðnir.
Aðalbjörg Ólafsdótiir.
Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur
hjálp og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins
míns og föður okkar,
Sigtryggs Sigurðssonar, trésmiðs.
Anna Lýðsdóttir og synir.
FundarboO
Hið nýkjörna Iðnráð Akureyrar er hérmeð kvatt saman
að Hótel Norðurlandi sunnudaginn 19. þ. m. kl. 2 e. h.
Fulltrúar leggi fram kjörbréf sín á fundinum.
Sigurður Hannesson,
fulltrúi Trésmiðafélags Akureyrar.
GREIPAR GLÉYMSKUNNAR
þessa fögru urígu stúlku, náði ástum henhar, kvæiitist
henni og flutti hana með sér til ættlands síns. Ceneri
gat aldrei.til fulls fyrirgefið systur sinni þetta tiltæki,
en þetta hjónaband bauð henni svo glæsilega framtíð,
að hann beitti sér lítt gegn því. March vaf mjög auðug-
ur maður. Hann var einkaerfingi föður síns,sem einn-
ig hafði verið einkabarn, o'g átti Pauline því enga ná-
komna ættingja í föðurætt. I nokkur ár lifðu ungu
hjónin mjög hamingjusömu lífi saman og þau eignuð-
ust tvö börn, son og dóttur. Þegar sonurinn var tólf
ára gamall ög dóttirin tíu, þá dó faðirínn. Ekkjan,
sem hafði eignast fáa nákomna vini í Englandi, og(
sem hafði aðeins sýnt landiriu ræktarsemi vegna eigin-
manns síns, flutti afrtur til heimalands síns. Þar var
henni hjartanlega fagnað af hinum gömhi vinum henn-
ar. Hún var taliri mjög auðug. I fyrstu ástarvímunni,
þá hafði maður hennar gert erfðaskrá, þar sem hann
arfleiddi hana að öllum eigum sínum, og þótt þau
eignuðust síðar börn,.þá bar hann svo mikið traust til
hennar, að hann taldi enga ástæðu til þess að breyta
erfðaskránni. Þannig réði hún því yfir mjög miklum
auðæfum og var því heiðruð og tilbeðin af öllum, sem
hana þekktu.
Hún hafði allt til þess, að hún kynntist eiginmanni
sínum elskað bróður sinn meira en nokkurn annan.
Hún hafði hrifizt með af föðurlandsást hans, haft
samúð með áformum hans og hlýtt á hinaf furðulegu
ráðagerðir háns. Hann var nokkrum árum eldri en
húri, og er hún kom 'áftur til ítalíu, þá kom hann henni
fyrir sjónir sem hæglátur, illa launaður en önnum
kafinn læknir. Hún undraðist breytinguna, sem orðin
var á hinum unga, skarpgáfaða, fífldjarfa draumóra-
manni, sem hún hafði áður þekkt. Það var ekki fyrr
en Cenefi hafði fullvissað sig um, að hún hafði ekki
glatað ræktarseminni til lands síns, að hann leyfði
henni að skyggnast undir rólyndishjúp læknisins og
sjá, að þar leyndist sami ákafinn, ágætir hæfileikar
og einbeittur vilji til þess að vinna að frelsun Italíu.
Þá varð samband þeirra hið sama og áður. Hún dáð-
ist að honum og tilbað hann næstum. Hún hefði eins
og hann-verið reiðubúinn til þess að fórnahverju sem
vera skyldf, þegar þar að kærtii. . '.
Hvað hún hefði gert, ef til hennar hefði verið leif-
að í þeim'erindum, er erfitt að fullyrða, en það er
lítill vafi á því, að hún hefði fúslega látið af hendi
éigur sínar og barna sinna. Það atvikaðist hins vegar
þannig, að hún dó, áður en tími var kominn til þess
að hef jast handa, eii hún bar svo mikið traust til bróð-
ur síns, að hún fékk honum í hendur öll fjárráð barna
sinna og gerði hann að einkafjárhaldsmanni þeirra.
Vegna hins enska uppruna föður barnanna gerði hún
á banasænginni ráðstafanir til þess að tryggja það, að
þau hlytu menntun í Englandi. Síðan dó hún og börn-
in voru alveg háð náð og miskunn fjárhaldsmannsins.
¦. Hann fylgdi í öllu fyrirmælum hennar. Anthony og
Pauline!voru send í enska skóla, en þar sem þau áttu
enga vini þar í landi, eða þá a'ð öll slík bönd höfðu
slitnað meðan þau dvöldu með móður sinni á ítalíu,
þá dvöldu þau á Italíu í skólaleyfum sínum. Þau ólust
þannig jafnt upp á ítalíu og í Englandi. Ceneri réði
yfir eignum þeirra og ávaxtaði þær af gætni og skyn-
semi, og það riiá fullyrða, að lengi vel gerði hann það
af fyllstu ráðvendni.
Þá var það loks, að hið langþráða augnablik rann
upp. Teningunum hafði verið kastað. Ceneri hafði
haldið sér utan við öll ótímabær og illa undirbúin
uppþot, en nú var hann fullviss um, að annað hvort
var að hrökkva eða stökkva. Hann fann það, að Gari-
baldi mundi verða frelsishetja hinnar kúguðu ítalíu.
Fyrsta skrefið hafði þegar verið stigið og það hafði
heppnazt. Stundin var komin og mennirnir reiðubún-
ir. Nýliðar hópuðust þúsundum saman til vígstöðv-
anna og nú var þörfin brýnust fyrir peninga. Peninga
fyrir vopnum og skotfærum ¦— peninga fyrir birgð-
um, matvælum og fatnaði — peninga til ,þess að múta
með —- til alls þurfti peninga. Þeir sem þannig sáu
fyrir þörfum hersins voru hinir raunverulegu bjarg-
vættir landsins.
Hví skyldi hann nú hika? Ef systir hans hefði lif-
að, þá hefði hún fórnað eigum sínum" af jafn fúsum
vilja og hún hefði fórnað lífi sínu fyrir frelsi ítalíu.
Voru svo ekki börn hennar að hálfu ítölsk? Trúnaðar-
brot voru smámunir einir, þegar frelsið var annars
vegar.
Hann fórnaði því öllum eigum bamanna að undan-
teknum fáum þúsundum punda. Hann jós út þúsund-
um á þúsund ofan til þeirra, sem kölluðu eftir fénu.
Því var öllu eytt til brýhustu nauðsynja og Ceneri hélt
því fram, að hann hefði með því bjargað ítalíu. Ef til
vill hefir það riðið baggamunimi — hver veit?,
Honum voru seinna boðnir titlar og heiðursmerki
fyrir þessa miklu en leynilegu hjálp. Eg met hann
meira fyrir það, að hann hafðnaði öllum þeim boðum.
Má vera, að samvizka hans hafi sagt honum, að hann
hefði ekki verið að fórna sínum eigum. Áð minnsta
kosti hélt hann áfram að vera óbreyttur læknir og sleit
sambandinu við sína gömlu vini og foringja, þegar