Íslendingur - 22.02.1950, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR
miðvikudaginn 22. febr. 1950
Útgefandi: Útgáfufélag íslendings.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Jakob Ó. Pétursson.
Auglýsingar og afgreiðsla:
Svanberg Eínarsson.
Skrifstofa Gránufélagsgata 4.
Sími 354.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f.
Meöieröin á
verzlunarstéttinni
Við allar svonefndar dýrtíðarráð-
stafanir, sem gerðar hafa verið síð-
asta'áratug, hefir alltaf kveðið við
sama tón: Það þarf að hnekkja
gróða verzlunarstéttarinnar. Og und
ir niðri hefir verið hugsað á þann
hátt, að þá „örmu stétt" yrði að
troða niður í svaðið, ef mögulegt'
væri. Sérstaklega hefir þetta verið
túlkað í blöðum sósialista og Fram-
'sóknar. Verzlunarstéttin hefir í aug-
um þeirra flokka verið einskonar
átumein á þjóðarlíkamanum, sem
guðsþakkavert væri að koma fyrir
kattarnef. Og ekki hef ir staðið á lög-
gjafanum né heldur forráðamönnum
innflutningsmála að vinna markvisst
að þessu. Flestar hinna svonefndu
dýrtíðarráðstafana hafa beinzt að
því að lækka álagningu smásölu-
verzlana, leggja á þær veltuskatt eða
söluskatt, — og síðan eru forráða-
menn innflutningsmálanna látnir
svifta þær innflutningi. Þetta eru
svipaðar ráðstafanir og að lækka
kaup manna, — leggja um leið sér-
stakan skatt á árstekjur þeirra auk
venjulegs tekjuskatts og svifta þá um
leið nokkrum vinnudögum á ári.
Hvernig mundu launamenn snúast
við slíkum aðgerðum? Mundu þeir
þegja við því eins og verzlunarstéttin
hefir gert?
Hin sífelda árás ríkisvaldsins á
verzlunarstéttina er með þeim ein-
dæmum, að furðulegt má teljast, að
slíkt skuli vera látið lítt átalið. Af-
greiðslufólk í verzlunum mun nú
vera einria verzt launað af öllu starf-
andi fólki í landinu, og mundi þó
ekki standa á verzlunareigendum að
greiða því hærri laun, ef verzlanirn-
ar þyldu það. En það gefur lítið í
aðra hönd að halda fólk til að segja
viðskiptavinum, að ékkert sé til að
selja þeim, af því sem þeir óska.
Ef einhver heldur, að hér sé um
ástæðulausan barlóm að ræða, er
rétt að upplýsa, að hér á Akureyri
fékk ein verzlun, sem hefir 3 starfs-
menn í þjónustu sinni, innflutnings-
leyfi s. 1. ár fyrir vörum að upphæð
kr. 3250.00 í ísl. krónum. Meðal-
álagning á vörum þessum er 30—
33%, og getur því hver meðalgreind
ur maður reiknað út, hve glæsilegur
atvinnuvegur það er, að reka slíka
verzlun.
Verzlunarstéttin er e. t. v. eina
stéltin í landinu, sem möglunarlaust
hefir tekið sífelldum kjaraskerðing-
um, samtímis sífelldum ofsóknum og
svívirðingum þeirra stétta, er með
samtakamætti sínum knýja fram
kjarabætur sér til handa einu sinni
eða tvisvar á ári. Á sama tíma og
fleslar stéttir þjóðfélagsins fá bætt
kjör, er þrengt að öllum þeim, sem
hætthafa fé sínu í verzlun, með nýj-
um sköttum,' lækkaðri álagningu og
stórminnkuðum innflutningi. Það
er meira að segja komið svo, að
framkvæmdastjóri stærsta samvinnu
félags landsins skýrir nýlega frá því
í sínum hóp, að afkoma slns félags,
sem þó þarf ekki að greiða veltu-
útsvar til bæjarfélagsins nema af litl-
um hluta vörusölu sinnar (utanfé-
lagsverzlun), fari versnandi með
averju ári, og kemst í því sambandi
að orði á þessa leið:
„Allur kostnaður við verzlun-
arreksturinn vex hröðum skref-
am vegna hækkandi dýrtíðar og
jar af leiðandi hækkandi kaupgjalds
og óteljandi nýrra skatta og álaga
irá ríkisins hálfu. Á sama tíma er
álagningu haldið niðri í lægsta lág-
marki og allri verzlun gert eins örð-
ugt fyrir eins og framast má verða."
Þetta er réttilega mælt, og þar
sem hér á í hlut forstjóri kaupfélags,
geta menn farið nærri um, hvernig
ástandið muni vera í einkaverzlun-
um, sem búa við allt aðrar og óhag-
stæðari skattgreiðslur en kaupfélög-
in, sem þó hafa fengið ríflega sinn
nluta af innflutningnum undanfarin
ár.
Við vitum, að fyrir dyrum standa
aðgerðir, sem eiga að bjarga fram-
leiðslu þjóðarinnar frá stöðvun, og
þær hljóta óhjákvæmilega að rýra.
iífskjör almennings. Verkalýðsfélög-
in segja nú upp kjarasamningum
hvert af öðru til að mæta hugsan-
legri líf skj araskerðingu meðlima
sinna. Verzlunarstéttin segir ekki
neitt, þótt hún viti fyrirfram, að
minnkaður innflutningur, sem óhjá-
kvæmilega hlýtur að leiða af núver-
andi gjaldeyrisörðugleikum, muni
enn rýra kjör hennar. Hún hefir því
sýnt þann þegnskap, er aðrar stéttir
mættu læra af, og hún mun ekki ætl-
ast til annars, en að henni sé gert
kleyft að lifa, ekki sízt þar sem á
henni hefir sérstaklega verið níðst
við allar fyrri „dýrtíðarráðstaf-
anir
Eyðing íiskistofnsins
Framh. af 1. síðu
sjávarmiðunum kærkomna hvíld,
þannig að stofninn hafði vaxið
ríkulega aftur, en á þrem fyrstu
árunum að þeirri styrjöld lokinni
hafði rányrkja útlendinganna
aftur eyðilagt veiðina, oe
danskir fiskimenn u'rðu að 'sjálf-
sögðu áhyggjufullir.
Hina bofnlausu plægingu mið-
anna á hrygningatímanum sam-
fara þýðingarlausu drápi smá-
fiskjarins verður að stöðva. Sér-
hver fiskfróður maður getur séð
fyrir komandi vandræði, og því
verður nú þegar að sjá um, að
bindandi samþykktir verði gerð-
ar milli þeirra þjóða, er í þessu
máli eiga hagsmuna að gæta,
svo að ófarirnar verði umflúnar.
Tillaga Matthíasar Þórðarsonar
virðist miða að lausii gátunnar.
Höskuldiir Egilsson
Þágufallsvillan.
skortinum.
Ein vísa í vísna-
Öskudagur.
ÞÁGUFALLSVILLAN er að ' verða
ískyggilegur sjúkdómur í ísl. talmáli og
bókmenntum og kemur fram á ólíklegustu
stöðum. Nýlega var ég-að lesa þýdda skáld
sögu eftir viðurkenndan þýðanda og ís-
lenzkumann, og rakst þar á fyrstu síðu á
þessa setningu: „Anna hafði fengið venju-
legt vorkvef og strauk nú vesaldardropum
frá nefinu á sér méð vísifingrinum." —
Maður hefir heyrt talað um að þurrka eða
strjúka dropa en ekki dropum. Eða hvern-
ig myndi okkur þykja að sjá einhversstað-
ar skrifað: Hún þurrkaði tárunum úr aug-
uniiin á sér.
ÞAÐ virðist svo, sem ísfenzkir hagyrð-
ingar séu hættir að láta ljós sitt skína.
Vísur sjást varla í blöðunum (nema ein
í Degi síðast, sem að rétlu var heiguð
mér, og þótti mér gaman að) og þótt vísna
safnarar hafi átt eina blaðsíðu í syrpu
sinni óskrifaða fyrir ári síðan, er hún jafn
eyðiieg enn þann dag í dag. JTg segi fyr-
ir mig, að fari í ...... að ég hafi heyrt
nema eina vísu nú í marga mánuði, sem
ég hef getað lært með því að heyra hana
þrisvar, og er það þó — því miður ekki
ferskeytla. En maðurinn, sem þykist vera
höfundur hennar, kallar sig „Háska", og
segir, að tildrög hennar séu þau, að hann
hafi hlýtt á ræðu eins „framsóknarfram-
bjóðanda" fyrir bæjarstjórnarkosningarn-
ar, sem hafi verið illorðari en livað hún
va-r gagnorð. M. a. hafi hann líkt konum
Sjálfstæðismanna við „trússmerar". —
Kveðst „Háski" hafa tekið ræðuna saman
í rímað rnál, og hafi hún þá litið þannig
út:
„Trússmerar íhaldsins teyma um bæinn
taglsperrtir „hverfisstjórar" á daginn,
með lygar um okkur í annarri klyf
en einkisverð loforð og rógburðarskrif
í hinni, — svo botna ég braginn."
I DAG er öskudagurinn. i katólskri
tíð rann „langafastan upp í raun og veru"
þann dag, segir í Þjóðháltum Jónasar frá
Hrafnagili. Og „engar skemmtanir mátti
um hönd hafa; menn máttu ekki giftast
og fátt annað gera en vinna og sækja
kirkju. I katólskri tíð var fcjónum bannað
að sænga saman, en ekki mun það hafa
lengi elt eftir." (Sem betur fer).
Við'erum ekki pápiskir. Og hvernig
mundu menn una því nú, að fá engin
önnur viðfangsefni en að „vinna og sækja
kirkju." Eða ef hjón fengju ekki að
„sænga saman". Ætli þau þyrftu þá ekki
að fara í boð eða „klúbb"? Ekki veit ég
það. En hitt er víst, að enn eru margar
venjur öskudagsins í heiðri hafðar, svo
sem pokarnir. Þeir hanga enn þann dag
í dag af tan í mörgum manni og. gera hon-
um ýmist gramt eða_ iétt í geði, eftir því,
hvort maðurinn kann að taka gamni eða
lítur á allt gaman se.m nióðgun. 0g sér-
skrifar bréf.
Höskuldur Egilsson hefir lagt það
á sig að skrifa mér „prívat"-bréf í
„Verkamanniitn" 10. febrúar s. 1.,
þar sem hann meðal annars svarar
nokkrum spurningum, er ég lagði
fyrir hann um störf og verkefni á
skrifstofu þeirri, er hann stundar
fyrir verkalýðsfélögin á Akureyri.
Telur hann .sig hafa þar ærið verk
að vinna, enda sé vinnulími sinn 14
stundir á dag, þegar mest er að gera.
Þessi 14 stunda vinnutími H. E.
spáir engu góðu um kostnaðinn við
rekstur skrifstofunnar framvegis,
því að líklegt er, að H. E. örmagnist
innan skamms, og verði að fá sér að-
stoðarmann!
Meðal annarra starfa kveðst hann
hafa skrifað 50 bréf og reikninga
fyrir einstaka félagsmenn. Það eru
margir þannig gerðir, að vilja frek-
ar krota bréfin sín sjálfir, og koma
til dyranna eins og þeir eru klæddir.
En þeir sem vilja vera „diplómatisk-
ari" en efni standa til, verða að láta
aðra skrifa fyrir sig. Það ætti H. E.
sjálfur að gera, ef hann skrifar mér
fleiri bréf. En fyrst skrifstofan er
fyrir hendi, er vel til fallið að húh
skrifi fyrir þá, sem þess þurfa með,
þó að ég sjái ekki að nauðsyn beri
til að halda opinni skrifstofu 14 tíma
á dag til þeirra hluta. Þessi verka-
upptalning H. E. sýnir, að skrifstof-
an hefir tekið við innheimtu árgjalda
fyrir félögin, og sér einnig um skatt-
greiðslu fyrir þau til A. S. I. Þó eru
gjaldkerar í stjórnum félaganna, og
er því skrifstofan búin að yfirtaka'
-störf þeirra. Er því ekki Ijóst, til
hyers þeir eru kosnir í gjaldkera-
starfið.
Einu sinni á ári kveðst H. E. gefa
skýrslu til A. S. í. Þar hefir hann
tekið að sér verkefni formanna fé-
laganna.
Auk alls þessa hefir hann svo sýnt
framkvæmdastjóra A. S. I. — og
meira að segja erindreka þess, þá
æru, að eiga „samtal við þá!"
Eg held nú, að það hefði eins get-
að lánast fyrir stjórnendum félag-
anna að eiga sjálfa þessi samtöl við
þá úr A. S. í. og skrifstofan hefði
getað sparað sér þar vinnu, enda
munu þau samtöl ekki hafa verið
það mörg né löng, að þau hafi slitið
vinnuafli H. E. langan tíma af árinu,
og ekki er það sennilegt að halda
þurfi uppi skrifstofu til þeirra við-
ræðna.
Þessi skýrsla H. E. hefir sannfært
mig enn betur um, að komast mætti
staklega mun honum móðgunarhætt, ef
hann hefir étið yfir sig í gærkvöldi — á
sprengikvöld — eða verið hýddur í rúmi
sínu í íyrraniorgun fyrir birtingu — á
flengingardaginn — sem nú er illu heilli
að fá nafnið „bolludagur".
af með að hafa skrifstofuna opna
aðeins frá 5—7 hvert kvöld. Enda er
bað sá tími, sem verkafólk hefir
hentugastan til að hafa samband við
skrifstofuna.
H. E. segir í bréfi sínu:
„Eg hefi hér að framan verið að
eltast við að svara fyrirspurnum, sem
ér raunar bar siðferðileg skylda til
að kunna skil á."
Eg skil vel, að H. E. hafi þurft
nokkurn eltingaleik til að finna nægi-
legt verkefni handa sér að setja á
appírinn, en að öðru leyti erum
við H. E. ekki sammála í þessu efni.
Þveri á móti skoða ég það sem
siðferðilega skyldu mína að koma
:kki á skrifstofuna, á meðan hún er
þannig rekin, að dregin eru til henn-
ar lögboðin skyldustörf stjórnenda
félaganna og notuð til ómagafram-
dráttar handa fullvinnufærum
manni.
Ofan á þetta bætist svo það, að
skrifstofan er látin útbreiða áróðurs-
rit fyrir kommúnista, en neita að
annast afgreiðslu tímarits A. S. í.
Meira að segja neituðu kommúnist-
ar að láta af hendi kaupendaskrá
„Vinnunnar", en skrifstofan hafði á
hendi afgreiðslu tímaritsins fyrir A.
S. L, þangað til sósíalistar hrökkluð-
ust úr stjórn þess, á slðasta þingi, og
höfðu þeir á braut með sér nafn
límaritsins og kaupendaskrá.
Þessi viðbrögð kommúnista gefa
þeim ófagran vitnisburð, en þó er
hér ekki allt upp talið, er þeir gripu
með sér frá A. S. L, er þeir voru ekki
'engur kosnir í stjórn.
Þeir tóku einnig allgildan sjóð —
útgáfusjóð „Vinnunnar" traustataki
— vægast sagt, og mun þetta vera
dæmalatist, að fráfarandi stjórn
stofnunar hafi á brott með sér sjóði
hennar, og notfæri sér þá til baráttu
gegn stofnuninni sjálfri.
Þegar svo H. E. ætlar að þvo af
skrifstofu verkalýðsfélagánna þann
dökka blett, að hún hefir afgreiðslu
á tímariti kommúnista, en neitar að
útbreiða rit A. S. í., farast honum
orð á þessa leið:
„. .. . Hins vegar neita ég því, að
skrifstofan annist afgreiðslu þessa
tímarits fyrir Sósíalistaflokkinn,
heldur er útgefandi þess Alþýðusam-
band Islands og fulltrúaráð verk-
lýðsjélaganna í Reykjavík." (Lbr.
mín.)
Hér er staðfesting á því, að komm-
únis'ar skrá Alþýðusamband íslands
meðútgefanda að tímariti sínu. Ekki
mátti það minna kosta!
Ef svo er, að A. S. í. er meðútgef-
andi og meðeigandi þessa tímarits
og gefur þannig út tvö undir sama
naíni, er augljós skylda skrifstofu
verkalýðsfélaganna á Akureyri að