Íslendingur


Íslendingur - 22.02.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 22.02.1950, Blaðsíða 3
miðvikudaginn 22. fébr. 195Ö útbreiða bæði þessi rit fyrir Alþýðu- sambandið. En annað tímaritið flytur ekki kommúnistaáróður, og skrifstofa verkalýðsfélaganna á Akureyri neit- ar að afgreiða það! - Af því að H. E. er haldinn póli- tískri blindu, er tilgangslaust að spyrja hann. En lesendur íslendings vil ég spyrja: Finnst ykkur það pólitískt hlut- laus skrifstofa, er þannig hagar störf- um? Það er „að bæta gráu ofan á svart,“ að bendla þe'.ta kommúnista- rit við A. S. í., og skora ég hér með á Höskuld Egilsson að afla sér vott- orðs frá A. S. í. um, að það sé með- útgefandi þess tíinarits, er hann út- breiðir frá skrifstofu verkalýðsfélag- anna á Akureyri. Annars verður hann að kingja þessari fullyrðingu. Hér er rétt lýst baráttuaðferðum kommúnis'a, og er leitt til þess að vita, að nokkrir þeir, er telja sig til lýðræðissinnaðra flokka, skuli láta hafa slg til þess, að sitja í stjórn með sósíalistum í Verkamanriafélagi Akureyrarkaupstaðar aðeins til þess, að kommúnistar geti hampað því á yfirborðinu, að samstjórn og góð samvinna ríki í stjórninni. Allir skynbærir menn sjá, að þeir eru með öllu áhrifalausir undir meiri- hlutavaldi kommúnis'a. Það hefir að undanförnu verið eftirtektarverð áleitni kommúnista við að fá jafnaðarmenn til samfylk- ingar. Augu manna eru nú æ betur að opnast fyrir því, að tilgangurinn með þessu er ekki fyrst og fremst sprottinn af umhyggju fyrir hag launasléttanna, heldur skipulögð starfsemi, til að nísta hinn pólitíska þrótt lýðræðisflokkanna undir hæl sósíalismans. Þegar kommúnistar mynduðu al- þjóðasamband (Komintern) 1919, var tilgangur þeirra sá að vinná með þessu sambandi að heimsbyltingu. Arið 1921 var þessi hugsjón þeirra orðin vonlaus. Þá var sú stefna tek- in, að kommúnistar hætlu að berjast við jafnaðarmenn á yfirborðinu og leituðu eftir samfylkingu við þá. Um það sagði Lenin þá, að samfylkingin -ætti að styðja jafnaðarmenn ,,á sama liátt og snaran styður hengdan mann.“ Annar kommúnistaleiðtogi, Ra- dek, sagði einnig á 4. þingi komin- tern í Moskvu: „Samfylkingaraðferðin er miklu erfiðari en sú aðferð, er við ákváð- um 1919, er við sögðum: „Rifið allt til grunna.“ En fyrst við erum ekki nógu öflugir til að rífa allt til grunna og verðum þessvegna að beita þessari aðferð, þá beitum við henni, sannfærðir um að hún verður okkur ekki til tjóns, heldur jafnaðarmanna- flokkunum, þar eð við treystum því, að okkur muni takast að kremja þá til dauða í faðmi okkar.“ Svo er að sjá, að kommúnistar hér á Akureyri hafi lært þessa trúar- játningu þeirra Lenins og beili nú öllum ráðum til að draga lýðræðis- ÍSLENDIN GUR sinnaða verkamenn til minnihluta samstarfs við sig, með pólilískt morð í liuga. H. E. spyr mig í bréfi sínu: „Er það meining þín, að ekki lægju pólitísk spor út frá þessari skrifstofu, ef starfsmaður hennar væri Sjálfstæðismaður?“ Svar: Sjálfstæðisflokkurinn hefir — einn flokka -—• lialdið j>ví fram, að verkalýðsfélögin í landinu eigi að vera ópólilísk sættarfélög, sem vinni markvisst að hag launastéttanna, neð hliðsjón af alþjóðarhag. Að lokum hnoðar svo II. E. rúsínu endann á bréfi sínu, þar sem hann skorar á mig að segja hitt og annað, bvo að hann geli „talað við mig á öðrúm vettvangi.“ Ef hann er með jjessu að panta hjá mér rakalaus stóryrði, er því til að svara, að ég er ófáanlegur til að verða við þessari bón. Eg hef heldur enga löngun til að gera hlul H. E. og annarra kommún- ista lakari en hann er, enda treysti ég mér ekki til þess. En II. E. getur sótt mig að lögum, ef honum Jjóknast, fyrir að halda Jiví fram, að skrifstofa sú, er hann starfrækir, hafi áróðurs- og út- breiðslustarf fyrir sósíalista, og skyldi það mál verða rekið fyrir opnum tjöldum. Að öllu Jiessu athuguðu, sé ég svo ekki ás'æðu til að negla þennan skrifstofustjóra fastar niður, með háns eigin hortittum. E. Einarsson. Efnahagssamviimu ráú Evröpu hefir ákveSið enn meiri rýmkun verzlunurhafta. Efnahagssamvinnuráð Evrópu hefir ákveðið að rýmka enn að ir.un þær kvótatakmarkanir, sem eru á innflutningi til Vestur-Ev- íópuríkja þeirra, sem þátt taka í endurreisnarstárfi Evrópu. Þetta er annar áfanginn, sem náðst hefir í viðleitni ríkja þess- ara í því að koma á frjálsri verzl un og þannig stuðla að bættum lífskjörum almennings. Efnahagsráðið, sem að mestu er skipað ráðherrum efnahags- samvinnuþjóðanna (Europen Rec overy Program), steig stórt spor i áttina til þess að losa um verzl- unárhöft,, þegar það tók þá á- kvörðun. i nóvember 1949 að af- létta kvóta-takmörkunum af 50% mnfl. Vestur-Evrópuríkjanna. Ráðinu hefir nú tekizt að tryggja enn 10% afléttingu af kvóta-takmörkunum þessum, jafn skjótt sem nýju greiðslukerfi hef- ir verið komið á milli Evrópu- ríkjanna. Ráðið hefir ennfremur ákveðið að taka til íhugunar þegar eftir 30. júní, þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að af- létta talímörkunum af 75% af innflutningi Vestur-Evrópu. » NYJA mó - Sýnd á dag kl. 5 og 9 FLUGVÉLIN BAMBOO BLOND Söngvamynd ineð FRANCES LAGGORD Næsta mynd: KONA BISKUPSINS >ary úMátfa ................. GRANT-YOUNG • NIVEN Samuel Goldwyn-kvikmynd. Afar spennandi amerísk kvik- mynd. Aðalhlutverk: Cary Grant Loretta Young David Niven Skjaldborgar-bíó Sýning í kvöld: NÓTT í FENEYJUM Skrautleg og skemmtileg þýzk söngvamynd með lögum eftir JÓHANN STRAUSS. KLÚBBURINN „ÁLLIR EITT" heldur dansleik að Ilótel Norð- urlandi laugardaginn 25. febr. n. k. kl. 9 e. h. — Þeir félagar, sem ekki hafa aðgöngumiða geta fengið þá við innganginn. Borð ekki tekirr frá. Stjórnin. BARNLAUS HJÓN óska eftir 1—2 herbergjum ásamt eldhúsi eða aðgang að eldhúsi, 14. maí eða fyrr. — Eins árs fyrirframgreiðsla kemur til greina. A. v. á. ATVIN N A Á komandi vori vantar fólk á Elliheimilið í Skjaldarvík. — Uplýsingar gefur STEFÁN JÓNSSON, Skjaldarvík (símastöð). S TULKA óskast í verzlun. Upplýsingar um fyrri störf eru æskileg. —- Tilboð sendist til afgreiðslu Islendings fyrir 28. febrúar, merkt: „Verzlunarstörf“. Jarðarför Guðrúnar JónsdóHur, frá Vegamótum, sem andaðist að Elliheimilinu Skjaldarvík 19. febrúar, er ákveðin þriðjudaginn 28. febrúar frá Akureyrarkirkju kl. 1 e. h. Vandamenn Hjartans þakkir fyrir auSsýnda samúS og hluttekningu, viS andlát og jarðarför, Steinþórs Sigurðssonar, Oddagötu 1, Akureyri. Aðalbjörg Ólafsdóttir. Kristbjörg Steinþórsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, Sigríðar Sigurðardóttur. Jóhanna Sigurðardóttir. Marteinn Sigurðsson. Veturliði Sigurðsson. Uppboð Eftir kröfu útibús Landsbanka íslands hér og að undang-engnu fjárnámi, fer fram opinbert uppboð hjá Niðursuðuverksntiðjunni Síld h.f. á Oddeyrartanga þriðjudaginn 28. febrúar n.k. kl. 14 og verða þá seldar ýnisar vélar efniviður og umbúðir tilheyrandi vérk- smiðj-unni, auk þess innrétting í skrifstofu, þilofnar, borð, bekkir stólar o. fl. — Greiðsla við hamarshögg og uppboðsskilmálar að öðru leyti samkvæmt 39. gr. laga nr. 57, 1949. Bæjarfógetinn á Akureyri 16. febrúar. 1950 TILKYNNING í fjarveru minni, annast Guðni Friðriksson, Lundargötu 2, alla afgreiðslu á gas- og súrefni til notenda á Akureyri og nágrenni. — Afgreiðslutími er frá kl. 1—4 e. h. alla virka daga, nema laug- ardaga frá kl. 1—2 e. h. Virðingarfyllst, Steingrímur G. Guðmundsson. Utgerðarmenn! Ef þér hafið í hyggju að koma upp HRING- NÓTUM, þá talið við okkur sem fyrst. Höfum fyrirliggjandi nótastykki sérstaklega hentug fyrir hringnótir. Verðið mjög hagstætt. Allar nánari upplýsingar hjá I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN A K U R E Y R I

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.