Íslendingur - 22.02.1950, Blaðsíða 3
'miðvikudagihn 22. fébr. 19ÍSÖ
ÍSLENDINGUR
útbreiða bæði þessi rit fyrir Alþýðu-
sambandið.
En annað tímaritið flytur ekki
kommúnistaáróður, og skrijstofa
verkalýðsfélaganna á Akureyri neit-
ar að afgreiða þaðl" -
Af því að H. E. er haldinn póli-
tískri blindu, er tilgangslaust að
spyrja hann. En lesendur íslendings
vil ég spyrja:
Finnst ykkur það pólitískt hlut-
laus skrifstofa, er þannig hagar störf-
um?
Það er „að bæta gráu ofan á
svart," að bendla þe'.ta kommúnista-
rit við A. S. I., og skora ég hér með
á Höskuld Egilsson að afla sér vott-
orðs frá A. S. I. um, að það sé með-
útgefandi þess tímarits, er hann út-
breiðir frá skrifstofu verkalýðsfélag-
anna á Akureyri. Annars verður
hann að kingja þessari fullyrðingu.
Hér er rétt lýst baráttuaðferðum
kommúnis'a, og er leitt til þess að
vita, að nokkrir þeir, er telja sig til
lýðræðissinnaðra flokka, skuli láta
hafa sig til þess, að sitja í stjórn
með sósíalistum í Verkamanriafélagi
Akureyrarkaupstaðar aðeins til þess,
að kommúnistar geti hampað því á
yfirborðinu, að samstjórn og góð
samvinna ríki í stjórninni. Aílir
skynbærir menn sjá, að þeir eru
með öllu áhrifalausir undir meiri-
hlutavaldi kommúnis: a.
Það hefir að undanförnu verið
eftirtektarverð áleitni kommúnista
við að fá jafnaðarmenn til samfylk-
ingar. Augu manna eru nú æ betur
að opnast fyrir því, að tilgángurinn
með þessu er ekki fyrst og fremst
sprottinn af umhyggju fyrir hag
launas:éttanna, heldur skipulögð
starfsemi, til að nísta hinn pólitíska
þrótt lýðræðisflokkanna undir hæl
sósíalismans.
Þegar kommúnistar mynduðu al-
þjóðasamband (Komintem) 1919,
var tilgangur þeirra sá að vinná með
þessu sambandi að heimsbyltingu.
Árið 1921 var þessi hugsjón þeirra
orðin vonlaus. Þá var sú stefna tek-
in, að kommúnistar hættu að berjast
við jafnaðarmenn á yfirborðinu og
leituðu eftir samfylkingu við þá. Um
það sagði Lenin þá, að samfylkingin
-ætti að styðja jafnaðarmenn „á
sama hátt og snaran styður hengdan
mann."
Ánnar kommúnistaleiðtogi, Ra-
dek, sagði einnig á 4. þingi komin-
tern í Moskvu:
„Samfylkingaraðferðin er miklu
erfiðari en sú aðferð, er við ákváð-
um 1919, er við sögðum: „Rlfið
allt til grunna." En fyrst við erum
ekki nógu öflugir til að rífa allt til
grunna og verðum þessvegna að beita
þessari aðferð, þá beitum við henni,
sannfærðir um að hún verður okkur
ekki til tjóns, heldur jafnaðarmanna-
flokkunum, þar eð við treystum því,
að okkur muni takast að kremja þá
til dauða í faðmi okkar."
Svo er að sjá, að kommúnistar
hér á Akuveyri hafi lært þessa Uúar-
jálningu þeirra Lenins og beili nú
öllum ráðum til að draga lýðræðis-
sinnaða verkamenn til minnihluta
samstarfs við sig, með pólitískt morð
í huga.
H. E. spyr mig í bréfi sínu:
' „Er það meining þín, að ekki
lægju pólitísk spor út frá þessari
skrifstofu, ef starfsmaður hennar
væri Sjálfstæðismaður?"
Svar:
Sjálfstæðisflokkurinn hefir —
einn flokka — haldið því fram, að
verkalýðsfélögin í landinu eigi að
véra ópólitísk s éttarfélög, sem vinni
markvisst að hag launastéttanna,
neð hliðsjón af alþjóðarhag.
Að lokum hnoðar svo H. E. rúsínu
' endann á bréfi sínu, þar sem hann
skorar á mig að segja hitt og annað,
3vo að hann geti „talað við mig á
öðrúm vettvangi."
Ef hann er með þessu að panta
hjá mér rakalaus stóryrði, er því til
að svara, að ég er ófáanlegur til að
verða við þessari bón. Eg hef
heldur enga löngun til að
gera hlut H. E. og annarra kommún-
ista lakari en hann er, enda treysti
ég mér ekki til þess.
En H. E. getur sótt mig að lögum,
ef honum þóknast, fýrir að halda
því fram, að skrifstofa sú, er hann
starfrækir, hafi áróðurs- og út-
breiðslustarf fyrir sósíalista, og
skyldi það mál verða rekið fyrir
opnum tjöldum..
Að ölíu þessu athuguðu, sé ég svo
ekki ás'æðu til að negla þennan
skrif átof ustj óra f astar niður, með
hans eigin hortittum.
E. Einarsson.
- NÝJA B8Ó -
• Sýnd á dag kl. 5 og 9
FLUGVÉLIN
BAMBOO BLOND
Söngvamynd með
FRANCES LAQGORD
Efnahagssamvinnu
ráö Evröpu
hefir ákveðið enn meiri rýmkun
verzlunarhafta.
Efnahagssamvinnuráð Evrópu
hefir ákveðið að rýmka enn að
mun þær kvótatakmarkanir, sem
eru á innflutningi til Vestur-Ev-
rópuríkja þeirra, sem þátt taka í
endurreisnarsiarfi Evrópu.
Þetta er annar áfaíiginn, sem
náðst hefir í viðleitni ríkja þess-
ara í því að koma á frjálsri verzl
un og þannig stuðla að bættum
lífskjörum almenniugs.
Efnahagsráðið, sem að mestu
er skipað ráðherrum efnahags-
samvinnuþjóðanna (Europen Rec
oyery Program), steig stórt spor
í áttina'til þess að losa um verzl-
unárhöft,, þegar það tók þá á-
kvörðun. í nóvember 1949 að af-
létta kvóta-takmörkunum af 50%
ínnfl. Vestur-Evrópuríkjanna.
Ráðinu hefir nú tekizt að
tryggja enn 10% afléttingu a*
kvóta-takmörkunum þessum, jafn
skjótt sem nýju greiðslukerfi hef-
i'r verið komið á milli Evrópu-
ríkjanna.
Ráðið hefir ennfremur ákveðið
að taka til íhugunar þegar eftir
30. júni, þær ráðstafanir, sem
nauðsynlegar eru til þess að sS-
létta takmörkunum af 75% af
innflutningi Vestur-Evrópu.
Næsta mynd:
KONA BISKUPSINS
ÍM.
¦¦'*'Cwy '¦¦¦¦•¦ toretta
GRANTYOUMG-NiVEN
ISHOPS
w
Samuel Goldwyn-kvikmynd.
Afar spennandi amerísk kvik-
mynd.
Aðalhlutverk:
Cary Grant
Loretta Young
David Niven
Skjaldborgar-bíó
Sýning í kvöld:
NÓTT í FENEYJUM
Skrautleg og skemmtileg þýzk
söngvamynd með lögum eftir
JÓHANN STRAUSS.
KLÚBBURINN
„ALLIR EITT"
heldur dansleik að Hótel Norð-
uriandi laugardaginn 25. febr.
n. k. kl. 9 e. h. — Þeir félagar,
sem ekki hafa aðgöngumiða
geta fengið þá við innganginn.
Borð ekki tekin' frá.
Stjórnin.
BARNLAUS HJÓN
óska eftir 1—2 herbergjum
ásamt eldhúsi eða aðgang að
eldhúsi, 14. maí eða fyrr. —
Eins árs fyrirframgreiðsla
kemur til greina. A. v. á.
ATVIN NA
Á komandi vori vantar fólk á
Elliheimilið í Skjaldarvík. —
Uplýsingar gefur
STEFÁN JÓNSSON,
Skjaldarvík (símastöð).
STULKA
óskast í verzlun. Upplýsingar
um fyrri störf eru æskileg. —
Tilboð sendist til . afgreiðslu
Islendings fyrir 28. febrúar,
merkt: „Verzlunarstörf".
Járðarför
Guðrúnar Jónsdóffur,
frá Vegamótum, sem andaðist að Elliheimilinu Skjaldarvík 19.
febrúar, er ákveðin þriðjudaginn 28. febrúar frá Akureyrarkirkj u
kl. 1 e. h.
Vandamenn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu, við
andlát og jarðarför,
Steínþórs Sigurðssonar,
Oddagötu 1, Akureyri.
Aðalbjörg Ólafsdóttir. Kristbjörg Steinþórsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför móður okkar,
;
Sigríðar Sígurðardórtur.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Marteinn Sigurðsson. Veturliði Sigurðsson.
Uppboð
Eftir kröfu útibús Landsbanka fslands hér og að
undangengnu fjámámi, fer fram opinbert uppboð hjá
Niðursuðuverksmiðjunni Síld h.f. á Oddeyrartanga
þriðjudaginn 28. febrúar n.k. kl. 14 og verða þá seldar
ýmsar vélar efniviður og umbúðir tilheyrandi verk-
smiðj-unni, auk þess innrétting í skrifstofu, þilofnar,
borð, bekkir stólar o. fl. — Greiðsla við hamarshögg og
uppboðsskilmálar að öðru leyti samkvæmt 39. gr. laga
nr. 57, 1949.
Bæjarfógetinn á Akureyri 16. febrúar. 1950
Mfáfc&í* ^CL^p^ZM^mi
TILKYNNING
í fjarveru minni, annast Guðni Friðriksson,
Lundargötu 2, alla afgreiðslu á gas- og súrefni til
notenda á Akureyri og nágrenni. — Afgreiðslutími
er frá kl. 1—4 e. h. alla virka daga, nema laug-
ardaga fró kl. 1—2 e. h.
Virðingarfyllst,
Steingrímur G. Guðmundsson.
Útgerðarmenn!
Ef þér hafið í hyggju oð koma upp HRING-
NÓTUM, þá talið yið okkur sem fyrst. Höfum
fyrirliggjandi nótastykki sérstaklega hentug fyrir
hringnótir. Verðið mjög hagstætt.
Allar nánari upplýsingar hjá
l; BRYNJÓLFSSON & KVARAN
AKUREYRI