Íslendingur


Íslendingur - 22.02.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 22.02.1950, Blaðsíða 4
Endurminningar Culbertsons, i.—II. bindi, er tvímælalaust ein skemmti- legasta bók, er út hefir komið á íslenzku. Bókaverzlun Björns Árnasonar. Miðvikudaginn 22. febrúar 1950 STULKA óskast, hálfan daginn eða tvo daga í viku. — Upplýs- ingar í Hafnarstræti 104. — unn kl. 8,30 e. h. Kirkjan. ■ Messað' í kapellunni næstkom- andi sunnudag kl. 2 e. h. F. J. R. Æskulýðsfélag Akur- eyrarkirkju. 1. deild, fundur n. k. sunnu• dngslcvöld í kapell- — Klúbbarnir: Spila- klúbbur 1. deild í Rotarysalnum í kvöld kl. 8,30. Tennisklúbbur 3. deild fimmtudag kl. 7,30 e. li. 2. deild kl. 9 e. h. fundarsal Í.B.A. Handbolti drengir allar deildir föstudag kl. 5—6, sama dag Taflklúbbur- inn kl. 7,30 e. h. fundarsal Skjaldborgar- bíós, sania dag blaðamannaklúbburinn kl. 8,30 e. h. í kapellunni. Biblíulestrarklúbb- urinn laugardag kl. 5—6. Nú eiga fuglarnir erfitt með að afla sér fæðunnar. — Munið eftir að gefa þeim. Öskudagsfagnað heldur Kvenfél. Fram- tíðin að Ilótel Norðurland í kvöld. Höfnin. Skipakomur síðustu viku: 15. febr. Svalbakur, 16. Selfoss, 17. Arnarfell, 18. Hekla, 19. Skjaldbreið, 20. Kaldbakur. Skákfnng Norðlendinga hófst hér á Ak- ureyri í fyrrakvöld. Þátttakendur eru 19, 6 í. meistaraflokki, 6 í I. flokki og 7 í II. fl. Eru 17 þátttakenda úr Skákfél. Ak- ureyrar. Telft er í bæjarstjórnarsalnum. í meistaraflokki keppa: Júlíus Bogason, núv. Norðurlandsmeistari, Jón Ingimars- son, Jón Þorsteinsson, Margeir Steingríms son, Steinþór Helgason og Unnsteinn Stef- ánsson. í 3. umferð vann Margeir Jón Þor- steinsson, Unnsteinn Jón Ingimarsson, en biðskák varð milli Júlíusar og Steinþórs. Skákstjóri er Guðbrandur Illíðar, form. Skákfélags Akureyrar. Nýr héraðsdómslögmað'ur: Nýlega hefir Tómas Árnason lögfr. lokið héraðsdóms- lögmannsprófi við bæjarþing Akureyrar. Menntaskólaleikurinn 1950. Um næstu helgi hefjast sýningar á Menntaskólaleikn- um 1950 að forfallalausu. Að þessu sinni hafa nemendur tekið til sýningar þýzkan gamanleik, „Geðveikrahælið" eftir Carl Laufs. Leikrit þetta var leikið í Reykjavík fyrir all-Iöngu síðan, og bar þá nafnið „Dvölin hjá Schöller". Leikstjóri er Jón Norðfjörð. — Að þessu 6Ínni verður sú nýbreytni tekin upp í sambandi við sýn- ingarnar, að hljómsveit skólans leikur með. Leikendur í leikritinu eru upp undir tuttugu talsins, þar af eru all-mörg smá- hlutverk. Föstumessa verður í kapellunni á mið- vikudagskvöldið kl. 8.30 e. h. Fólk er beð- ið að hafa með sér passíusálma. F. J. R. ■ Hjúskapur. Petra Kristjánsdóttir og Hannes Halldórsson, Akureyri. Gift 16. febr. F. J. R. Áheit á Strandarkirkju kr. 5.00. Sent áleiðis. GOTT HERBERGI til leigu með ljósi, hita og að- gang að baði, gegn húshjálp hálfan daginn. — Uppl. í Rán- argötu 20. líróttasambainLJslands heiðrar aíreksmenn og methaía s.l. árs. Framhald úr síðasta tbl. Að ræðunni lokinni afhenti hann afreksmönnum metmerki í S í, Noröuriandameisturunum fagra silfurbikara og Finnlands- íörunum (sundmönnunum) heið- urspeninga, með áletrun fyrir hina giæsilegu þátttöku þeirra í Norræna sundmótinu 1949. Þeir sem í S í heiðraði voru þessir: Kolbrún ólafsdóttir (Á) met- merki úr eir, fyrir eitt sundmet. Þórdís Árnadóttir (Á) metmerki úr eir, fyrir eitt sundmet. Hörð- ur Jóhannesson (Ægir) met- merki úr eir, fyrir eitt sundmet. Sigurður Jónsson (H.S.Þ.) met- inerki úr silfri, fyrir þrjú sund- met. Hann vár einnig sæmdur silfurbikar, sem fyrsti Norður- landameistari vor íslendinga í i sundi. Þessi íþróttafélög fengu silfur- bikar, fyrir boðsundsmet: Glímufélagið Ármann, fyrir tvö boðsundsmet kvenna. Sund- félagið Ægir, fyrir tvö boðsunds- Merkilegt ritsafn selt með mánaðarleg- um ajborgunum. Auglýsir Árni Bjarnarsou á öðrum stað hér í blaðinu, þar sem liann býður ritsafn- Jóns Trausta með hagkvæm- um greiðslu8kilmálum. met karla og íþróttafélag Reykja víkur fyrir þrjú boðsundsmet karla. Norðurlanda-meistararnir í frjálsum íþróttum 1949, fengu fagra silfurbikara, áletraða: Finnbjörn Þorvaldéson (Í.R.) Haukur Clausen (í.R.) Torfi Bryngeirsson (K.R.) og Örn Clausen (f.R.) Ennfremur fengu áletraða silfurbikara: Guðmund- ur Lárusson (Á) og Óskar Jóns- on (Í.R.) Þátttakendur íslands í norræna sundmeistaramótinu í Helsinki fengu áletraða heiðurspeninga: Ari Guðmundsson (Ægir) Atli Steinarsson (f.R.) Hörður Jó- hannesson (Ægir) ólafur Dið- riksson (Á) Sigurður Jónsson (HSÞ) Sigurður Jónsson (KR) Eftir að forseti ÍSÍ ltafði afhent afreksmönnunum ofangreind verðlaun, og heiðursgjafir, sýndi Sigurður Norðdal, kvikmyndir frá Lingiaden 1949 og fleira og skýrði þær. Hófinu lauk um mið- nætti og þótti skemmtilegt. ÍSf hefur nú í þrjú ár haft for- ustu hinnar frjálsu íþróttahreyf- ingar hér á landi. Nú í dag eru sambandsfélög ÍSÍ 235 að tölu, með um 23 þús. félagsmenn um allt land. Þá eru 28 héraðssam- bönd innan vébanda íSf og 4 sérsambönd. rRitsafn Jóns Trausta selt með mánaðarlegum afborgunum Ég undirritaður hefi keypt allt það af ritsafni Jóns Trausta, I.-VIII. bindi, er samstætt var hjá útgefandanum. Framvegis þurfa því allir hér norðanlands, er eignast vilja ritsafnið að snúa sér til mín. Ritsafnið er 8 bindi í stóru broti, samtals 4170 bls. Mest af upplaginu, sem verið er að binda, og verður afhent um næstkomandi mán- aðamóta, verður í svörtu, fallegu skinnbandi, gyllt á kjöl og verðið er kr. 640,00. Einnig mun ég hafa nokkur eintök í rexinbandi, er kosta kr. 496,00, í skrautbandi á kr. 896,00 og óbundin á kr. 384,00. Til þess að gera sem flestum auðvelt að eign- ast þetta stórmerkilega ritsafn, hefi ég ákveðið að selja það framvegis með mánaðarlegum af- borgunum. En þar sem upplagið var mjög lítið, en fjölda pantanir hafa þegar borist, er nauð- synlegt að væntanlegir kaupendur snúi sér til mín sem alira fyrst. Ritsafnið er til sýnis í Bókaverzlun Björns Arnasonar, Gránufélagsgötu 4, Akureyri, og þar er tekið á móti áskrifendum. Virðingarfyllst, ÁRNI BJARNARSON. FÉLAGSLÍ F I. O. O. F. = 1312248Mí = □Rún: 59502227 — 2. Fundur verður í Skjaldborg næstkom- andi sunnudag hjá barnastúkunni Sakleys- ið og hefst kl. 1 e. h. Sjónarhœð. Sunnudagaskóli kl. 1, al- nienn tamkoma kl. 5 á sunnudögum. — Allir velkomnir! Samkoma næsta laugardagskvöld kl. 8,30 í Sjónarhæðarsal. Allir velkomnir, en ungu fólki sérstaklega boðið. Sœmundur G. Jóhannesson, Frá starfinu i kristniboðshúsinu Zíon næstu viku. Sunnud. kl. 10,30 f. h. sunnu- dagaskólinn, kl. 2 drengjafundur (eldri deild), kl. 8,30 almenn samkoma, séra Jóhann Illíðar talar. Þriðjud. kl. 5,30 fundur fyrir telur 7—13 ára. Miðvikud. kl. 8,30 föstuprédikun (takið passíusálm- ana með). Fimmtud. kl. 8,30 fundur fyrir ungar slúlkur. Laugard. kl. 5,30 drengja- fundur (yngri deild). Eldri dansa klúbburinn heldur dansleik í Verkalýðshúsinu næstkomandi laugar- dagskvöld, 25. þ. m., kl. 10 e. h. Þvottaduft, Geysir, Flik-Flak, Primo Kristalsápa Sólsápa Stangasápa Handsápa Verzlunin Hrísey Gránufélagsgötu 18. Aluminium Pönnukökupönnur, Eggjapönnur, Vöflujárn, Skaftpottar, Glerpönnur, Búrhnífar, Brauðsagir. Verzlunin Hrísey Gránufélagsgötu 18. BARNARÚM til sölu í Ásgarði 2, Glerár- þorpi. Hér með þakka ég inuilega öllum þeim, sern glöddu mig með blómum, gjöfum og heillaskeytum hinn 14. þ. m., er mér var afmælt 70. aldursárið, sérstaklega þakka ég börnum okkar hjóna stóra, kœrkomna gjöf. Bið ég Guð og góða vœtti að greiða götu ykkar allra og óska ykkur árs og friðar. Jón Bergsson. SkemmtikvAld Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður að Hótel Norðurlandi n. k. sunnudagskvöld og hefst kl. 8,30. - Skemmtiatriði: Söngur, gamanþættir ('eftirhermur o. fl.) oo- dans. Aðgöngumiðar seldir í Byggingavöruverzlun Akureyrar föstudag og laugardag og við inn- ganginn. LJÓSBÖÐ Rauðakrossdeild Akureyrar opnar ljósbaðsstofu í Hafnarstræti 100. (Gullfoss) III. hæð 22. þ. m. (í dag). Opin fyrst um sinn kl. 1-5 e. h. Frá Vatnsveitunni: AKUREYRINGAR! Eins og fyrr á þessum tíma árs fer vatnið minkandi í fjallinu. Er því fólk ámynnt um, að láta ekki renna að óþörfu. Hafið það hugfast, að slæmt er að vera vatnslaus mikinn hluta dags, vegna hirðuleysis annarra. Vatnsveitan.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.