Íslendingur - 01.03.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg.
Miðvikudagur 1. marz 1950
ifmsmt
Bjargr áðatillögur ríkisstjórn-
arinnar komnar fram á Alþingi
Fyrir síðustu helgi lagði ríkisstjórnin fram ó Alþingi
frumvarp til laga um gengisskráningu, launabreyting-
ar, stóreignaskott, framleiðslugjöld o. fl. Hefir þesso
frumvarps verið vænzt undanfarnar vikur og beðið með
all-mikilli eftirvæntingu af öllum landslýð.
Frumvarpi þessu fylgir hagfræði-^
leg álitsgerð Benjámíns Eiríkssonar
og Ólafs Björnssonar hagfræðinga,
en þeir hafa unnið að tillögum þess-
um um langt skeið fyrir ríkiss^jórn-
ina, og er álitsgerðin ein yfir 50 bls.
í Alþingistíðindabroti.
Frumvarpið sjálft er í 16. grein-
um. í 1. grein þess segir svo: „Gengi
íslenzkrar krónu skal breytt þannig,
að einn Bandaríkjadollar jafngildi
16.2857 ísl. krónum, og skal gengi
alls annars erlends gjaldeyris skráð
í samræmi við það .. .."
I 3. gr. segir: „Gengishagnaður
sá, sem myndast við það, að hrein
(nettó) gjaldeyriseign íslenzkra
banka verður seld hærra verði ef.ir'
gengislækkunina, skal renna í geng-
ishagnaðarsjóð, er Landsbanki Is-
lands varðveitir. Ur sjóði þessum
skal 10 miljónum króna varið til að
' bæta rýrnun, sem orðið hefir á síð-
arnefndum tíma á sparifé einstakl-
inga, þ.e. einstakra manna, en ekki
félaga, stofnana, sjóða eða annarra
ópersónulegra aðila....."
I 4. gr. segir: „Vísitala fram-
færslukostnaðar í Rvík skal reiknuð
fyrir marz 1950 á sama hátt og hing-
að til, þó með þeim breytingum, að
miðað skal við húsaleigu í húsum,
sem fullgerð eru eftir árslok 1945,
svo og við útsöluverð á kjöli án frá-
dráttar á kjötstyrk . .. ."
7. gr. fjallar um fyrirkomulag
launagreiðslna, og er birt hér í heild:
„Vísitala framfærslukostnaðar,
sbr. 4 .gr., skal reiknuð mánaðar-
lega, og skal hækka laun frá því sem
greitt var næsta mánuð á undan, ef
vísilalan sýnir hækkun á framfærslu-
kostnaði um minnst 5%. Þetta tekur
þó ekki til launa, sem reiknuð eru á
grundvelli verðmætis afurða, sem
sem aflahlutar og lifrarpeninga.
Skulu hærri laun, ef til kemur, greidd
fyrsta skipti fyrir maí 1950 sam-
kvæmt þeirri breytingu, sem vísitala
fyrir apríl s. á. sýnir. Laun skulu
lækka með sama hætti, ef vísitála
sýnir lækkun á framfærslukostnaði
um rhlnnst 5%. Síðari launahækkun
skal veitt, ef vísialan sýnir hækkun
framfærslukostnaðar um minnst
5%, frá því laun breyttust síðast
samkvæmt þessum ákvæðum. Laun
skulu lækka með sama hætti, ef síð-
ari vísitala sýnir lækkun framfærslu-
kostnaðar um minnst 5%, frá því
laun breyt'.ust síðast samkvæmt þess-
um ákvæðuni.
Laun skulu breytast samkvæmt
framangreindum ákvæðum fram í
júlí 1950, en frá þeim t'má til árs-
loka skulu laun ekki breytast vegna
breytinga á vísitölu íramfærslukostn-
aðar.
Nú sýnir vísltala fyrir desember-
mánuð 1950 hækkun eða lækkun
framfærslukostnaðar um 5% eða
meira, frá því launahækkun eða
launalækkun var síðast ákveðin, og
skulu þá laun fyrir janúar 1951
hækkuð eða lækkuð samkvæmt þeirri
breyiingu á framfærslukostnaði, er
vísitalan sýnir. Við ákvörðun launa-
hækkunar eða launalækkunar skal
þó ekki tekið tillit til þeirrar breyt-
ingar á framfærslukostnaði, sem
vísitalan sýnir og á rót sína að rekja
til breytts verðlags á landbúnaðar-
afurðum samkvæmt 4. gr. laga nr.
94/1947 vegna hækkunar eða lækk-
unar á launum bónda og verkafólks
hans, þeirrar er leitt hefur af ákvæð-
um þessarar greinar um breytingar
á launum.
Laun, sem ákveðin verða fyrir
janúar 1951, skulu ekki breytast
vegna breytinga á vísitölu fram-
færslukostnaðar til júníloka 1951.
Nú sýnir vísitala fyrir júní 1951
hækkun eða lækkun framfærslukostn-
aðar um 5% eða meira, frá því
hækkun eða lækkun launa var síðast
ákveðin, og skulu þá laun fyrir júlí
1951 hækkuð eða lækkuð samkvæmt
þeirri breytingu á framfærslukostn-
aði, sem vísitalan sýnir, en frá 1.
ágúst 1951 skulu laun ekki taka
breylingum samkvæmt ákvæðum
þessara laga.
Skilyrði launahækkunar samkvæmt
þessari grein er, að launagreiðslur
hækki ekki af öðrum ástæðum en
lög þessi mæla, frá því sem þær voru
31. janúar 1950 eða samkvæmt síð-
asta gildum kjarasamningi fyrir
þann dag.
9. gr. er svohljóðandi:
„Verð vöru, sem framleidd er og
seld innanlands, má hækka sem nem-
ur hærri erlendum kostnaðarliðum
og sem nemur innlendum kostnaðar-
liðum, öðrum en launum. Tillit má
þó taka til þeirra breytinga á laun-
um, sem verða í júlí 1950 og janúar
og júlí 1951 samkvæmt þessum lög-
um ,vegna breytts framfærslukostn-
aðar samkvæmt vísilölu.
Ákvæði gildandi laga um verð-
lagningu landbúnaðarafurða skulu
haldast. Þó má mjólkurverð ekki
hækka vogna launahækkunar sam-
kvæmt þessum lögum fyrr en í júlí
1950.
Til ársloka 1950 skal ekki leyft við
álagningu á verzlunarvörur að leggja
á þá krónutölu, sem vörurnar hækka
um vegna gengislækkunarinnar.
Verðlagsyfirvöldum skal þó skylt að
leyfa hækkun álagningar vegna
hækkunar á launum verzlunarfólks
samkvæmt 7. gr."
Og 10. grein:
„Verðtollur samkvæmt lögum nr.
62/1939, sbr. 1. gr. laga nr. 2/1950,
skal heimtur með 45% álagi í stað
65%."
12. gr. fjallar um mathækkun á
fasteignum. Er þar gert ráð fyrir að
hækka fasteignamat í Rvík 5 sinnum,
í öðrum bæjum (svo sem Akureyri)
sem hafa yfir 4000 íbúa, 4 sinnum
og annars staðar 3 sinnum.
Og síðar í söniu grein segir:
„Frá þeirri eign, sem þannig kem-
ur fram, mega skattaðilar, að hluta-
fél. og samvinnufél. fráteknum,
draga kr. 300.000, áður en skattur
er lagður. Skatturinn skal nema 10%
af eign einstaklings umfram nefndar
300.000 kr. en ekki fram yfir kr.
1.000.000. Af því sem er umfram kr.
1.000.000 skal greiða 12%.
Hlutafélög og samvinnufélög skulu
greiða 8% af hreinni eign samkv.
framansögðu upp að kr. 1.000.000
og 10% af því sem umfram er ...."
Gengislækkun sú. sem hér er gert
anir, sem sumpart felast í greinum
þeim, sem hér hafa verið birtar, en
aðrar í öðrum greinum frumvarps-
ráð fyrir, nemur 42.6%. En til þess
að slík gengislækkun krónunnar
komi ekki of hart niður á neytend-
um, eru gerðar ýmsar gagnráðstaf-
ins, sem hér er ekki rúm til að birta
í heild.
Framsögu fyrir framannefndu
frumvarpi hafði Björn Olafsson
fjármálaráðherra á Alþingi í fyrra-
dag. Fyrsti andmælandi var Eysteinn
Jónsson. Annar Stefán Jóh. Stefáns-
son. Þriðji Einar Olgeirsson.
Hér er um að ræða frumvarp, sem
líklegt er að valdi nokkrum deilum,
en þar sem það barst ekki blaðinu
fyrri en rétt áður en það fór í prent-
un, verða því ekki gerð frekari skil
að sinni.
Umræður um frumvarpið stóðu
yfir á Alþingi til kl. 3 í fyrrinótt.
Virtust Framsóknarmenn vera frum-
varpinu fremur hlynntir en vildu
koma fram á því breytingum. Al-
þýðuflokkurinn og kommúnistar
héldu uppi þjóðnýtingarskrafi en
bentu ekki á nein ráð, er að gagni
mættu verða.
Menntaskúialeikurinn:
Geðveikrahæiið ettir C. Lauís
Síðastliðið laugardagskvöld hafði
Leikfélag M. A. frumsýningu á leik-
ritinu „Geðveikrahælið" eftir Carl
Laufs. Er þetta gamanleikur í þrem-
ur þá:tum, sem gerist í Berlín og á
búgarði í nágrenni hennar. Þar
sem þetta er léttur gamanleikur, þá
er þess ekki að vasnta, að hann skilji
eftir djúpstæð áhrif í hugum manna,
enda er hann ekki til þess saminn
heldur hins að gera mönnum glatt
í geði eina kvöldstund. Þeir sem
unna léttum gleðihlátrum, þurfa
heldur engan veginn að iðrast þess
að sjá þeLta leikrit. Þeim, sem kynnu
að fælast nafnið, skal aðeins bent á
það, að hér er alls ekki um að ræða
geðveikrahæli í þeirri mynd, sem
menn almennt hugsa sér, en samt
sem áður á nafnið fullan rétt á sér.
Leikstjóri er Jón Norðfjörð, en
leikendur allir eru úr M. A. Baldur
Hólmgeirsson leikur aðalhlutverkið,
Klapproth búgarðseiganda, roskinn
piparsvein, sem hefir býsna skrýtnar
hugmyndir um það, hvað helzt sé
hægt að gera sér til skémmtunar í
Berlín, enda ratar hann í harla und-
arleg ævintýri. Leikur Baldur vel,
og gervi hans er gott. Aldís Frið-
riksson leikur systur Klapproths,
miðaldra ekkju, en Erna Her-
mannsdóttir og Margét Sigþórsdótt-
ir leika dætur hennar Idu og Frans-
isku, ungar stúlkur, sem þykir ein-
manalegt á búgarði frænda síns og
vilja komast í meira fjölmenni, þar
sem meira sé' um skemmtanir og
auðveldara að ná í eiginmann.
Einar Pálsson leikur bróðurson
Klapproths, Alfred, fremur vílgjarn-
an, ás'.fanginn ungling. Þegar þess
er gætt, að Einar varð að taka að
sér hlutverkið á síðustu stundu í
forföllum annars, þá verður ekki
annað sagt, en að hann geri hlutverki
sínu góð skil, þótt nokkuð sé leikur
hans misjafn að vonum. Ágúst Þor-
leifsson leikur Ernst Kirzling, ung-
an og hvatvísan mann, sem þykist
hafa ráð undir rifi hverju, þótt mis-
jafnlega reynist ráðin. Haraldur
Bessason leikur Fritz Bernhardy,
óþreytandi ævintýramann, sem ekki
unir kyrr stundinni lengur. Hólm-
fríður Sigurðardóttir leikur Jósefínu
Kriiger, rithöfund, óþreytandi að
reyna að sækja efnivið í sögur sínar
í llfsreynslu þeirra, sem hún nær
tali af. Jón B. Ásmundsson leikur
Schöller gestgjafa, prúðan mann og
hæglátan. Þórný Þórarinsdóttir leik-
ur Amalíu mágkonu hans, sem lætur
sér annt um það eitt að gifta dóttur
sína, Friðriku, sem leikin er af Hildi
Hansen. Indriði H. Einarsson leik-
ur Eugen Rympfel, einkennilegan
listamann, sem nýtur ekki skilnings
hjá neiniim nema sjálfum sér. Gylfi
Pálsson leikur Gröber, tilfinninga-
næman, móðgunargjarnan, afdank-
aðan majór, en Björn Þórhallsson
leikur þjón. Leikendur fóru yfirleitt
vel með hlutverk sín, einkum þegar
tillit er tekið til þess, að flestir eru
þeir nýliðar á leiksviði. Leikendun-
um var- vel fagnað og leikstj óranum
bárust blóm, en áhorfendur voru
alltof fáir, og mun það hafa stafað
af því, að frumsýningar Leikfélags
M. A. hafa venjulega fyrst og fremst
Framh. á 2. síðu.