Íslendingur


Íslendingur - 01.03.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 01.03.1950, Blaðsíða 4
Endurminningar Culbertsons, I.—-II. bindi, er tvímælalaust ein skemmti- legasta bók, er út hefir komið á íslenzku. Bókaverzlun Björns Árnasonar. Miðvikudagur 1. rnarz 1950 Rúðuhitarar fyrir bíla — nýkomnir. Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f. Messað í kapellunni kl. 2 á sunnudag- inn. — P. S. Sunnudagashóli Akureyrarkirkju verður ekki á sunnudaginn kemur vegna máln- ingar á kirkjunni. Æskulýðsjélag Akureyrarkirkju. 2. deild fundur n.k sunnudagskvöld 5. marz kl 8.30, 3. deild fundur n.k. m-'nudagskvö.tf kl. 8.30 e. Sextugur varð s.l. sunnudag Magnús Pétursson, kennari. Menntaskólaleikurinn 1950. Um síðustu helgi voru tvær sýningar á gamanleiknum ..Geðveikrahælið", eftir Carl Laufs. Leik- stjóri var Jón Norðfjörð. Vegna skólasýn- inga verður leikritið ekki sýnt bæjarbúum aftur fyrr en á laugardagskvöld í þessari viku. Næstkoinandi sunnudag er ákveðið að hafa tvær sýningar, aðra klukkan 3 og verður hún aðallega ætluð börnum, en hina kl. 8. í ráði er einnig að hafa tvær sýningar sunnudaginn 12. marz, en það er seinasti dagurinn, sem Leikfélag M. A. hefir Samkomuhúsið á leigu, vegna þess, að eftir það hefst - undirbúningur að skemmtun Barnaskólans. Föstuhugleiðing verður á hverju mið- vikudagskveldi í Zíon kl. 8.30 (takið pass- íusálmana með). Séra Jóhann Hlíðar tal- ar. Allir velkomnir. □ Rún: 5950316 — Atg.: — 1. Tunnuefnið á leiðinni. Efni í 5000 síld- artunnur til tunnuverksmiðjunnar á Ak- ureyri er nú á leiðinni til landsins, en annar álíka stór farmur er væntanlegur síðar í vetur. Frá skákmótinu. Eflir 3 umferðir í meistaraflokki er Margeir Steingrímsson hæstur, með 2Vs vinning og Unnsteinn Stefánsson með 2. Konungur konunganna er mynd, sem allir þurfa að sjá. Hún er sýnd hér á veg- um Templara. — I dag verður sýning í Nýja Bíó kl. 5 e., h. fyrir Menntaskólann og Gagnfræðaskólann. — Næsta sýning fyrir almenning verður næstk. sunnudag kl. 2 e. h. í Nýja Bíó. Aðgönguntiðar seld- ir þar frá kl. 1. Hjónaejni: Fanney Kristjánsdóttir,, skrifstofustúlka hjá Alþýðublaðinu og Valdimar Jakobsson, námsmaður, Lækjar- götu 4, Akureyri, opinberuðu trúlofun sína 18. þ. m. Nýlátin er hér í bæ frú Anna Jósefsdótt- ir, ekkja Sigurðar heitins Bjarnasonar út- gerðarmanns. Barnaverndarfélag var stofnað hér í bæ í síðustu viku. Nánari frásögn bíður vegna þrengsla. Hestamannajélagið Léttir heldur fund að Hótel KEA fimmtudaginn 2. marz kl. kl. 8 e.h. — Aríðandi að félagsmenn mæti. SÓFASETT Tveir stólar og sófi, út- skornir og póleraðir armar. Bólstruð húsgögn h.f. Hafnarstræti 88, sími 491. FÉLÁGSLÍF Arsþing Í.B.A. verður sett í fundarsal Bandalagsins í KVÖLD (miðvikud. 1. þm.) kl. 8.20 e. h. Fulltrúar eru beðnir að mæla stundvíslega, og með kjörbréf. Akureyringar. Enn býður unga fólkið ykkur að koma n.k. laugardagskvöld kl. 8.30 í Sjónarhæðarsal og hlusta þar á söng og hljóðfæraslátt, stuttar ræður eða vitnisburði. Frá starjinu í kristniboðshúsinu Zíon næstu viku. Sunnud. kl. 10.30 f.h. sunnu- dagaskólinn; kl. 2 drengjafundur (eldri deild); kl. 8.30 almenn samkoma (fórnar- samkoma) séra Jóhann Hlíðar talar. I’riðjudag kl. 5.30 fundur fyrir telpur 7— 13 ára. Fimmtudag kl. 8.30 fundur fyrir ungar stúlkur. Laugardag kl. 5.30 drengja- fundur (yngri deild). Stúdentar! Munið stúdentafélagsfund- inn annað kvöld kl. 8,30 f Bæjarstjórnar- salnum. St. Brynja nr. 99 heldur fund í Skjald- borg mánud. 6. marz n. k. kl. 8,30 e. h. — Venjuleg fundarstörf. Inntaka. Upplestur. Kvikmynd o. fl. Hjálprœðisherinn, Strandgötu 19 b. — Fimmtud. 2. marz kl. 8,30 Norsk forening. Föstudag kl. 8,30 Almenn samkoma. (Kvik mynd). Sunnudag kl. 11 Helgunarsam- koma, kl. 2 Sunnudagaskóli, kl. 8,30 Iljálp ræðissamkoma. Mánudag kl. 4 Heimila- sambandið, kl. 8,30 Æskulýðssamkoma. — Barnasamkomur á hverju kvöldi kl. 6. — Verið velkomin! Aðaljundur Skipstjórajél. Norðlendinga var haldinn að Hótel KEA sunnud. 5. febr. Stjórn fél. var endurkjörin, en hana skipa: Aðalsteinn Magnússon, formaður, Steindór' Jónsson, gjaldkeri og Egill Jóhannsson, ritari. Varastjórn: Þorsteinn Stefánsson (form.), Björn Baldvinsson og Ottó Snæ- björnsson. Sleipnir, félag Sjálfstæðisverkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna, hélt aðalfund nýlega. I stjórn voru kjörnir: Jón Þor- valdsson trésmíðameistari, formaður. Ei- ríkur Einarsson gjaldkeri og Sigurður Guðlaugsson ritari. Varaformaður Benja- mín Jósefsson. Teskeiðar Verð kr.'/.55. VÖRUHÚSIÐ h.f. Fjölmenn kvöldskemmtun Sjólfstæðisfélaganna S.l. sunnudagskvöld héldu Sjálfstæðisfélögin hér í bæ kvöld- skemmtun að Hótel Norðurlandi og buðu þangað hverfisvörðum og skrifstofufólki við Alþingis- kosningarnar s.l. haust og bæjar stjórnarkosningarnar í vetur, er var yfir 100 manns. ,Svo mikil að sókn var að þessari kvöldskemmt un, að fjöldi varð frá að hverfa. Hófst samkoman með því, aö formaður Sjálfstæðisfélags Akttr eyrar, Helgi Pálsson, flutti stutt ávarp. Þá söng Henning Kond- rup nokkur íslenzk lög með und- irleik Árna Ingimundarsonar. Því j næst söng Hjáhnar Júlíusson kosningav.'sur með undirl. Árna og stældi síðan raddir þekktra bæjarbúa. Þá fór Þórir Guðjóns- son með nokkrar gamanvísur og annál í gamanstíl. Loks var dans- að. Samkoman fór mjög vel fram þótt þrengsli væru mikil. KOLAOFN stór kolaofn úr setuliðsskála til sölu. — A. v. á. Tómar flöskur til sölu. (Stórir kassar.) Heiidverzlun Valg. Stefánssonar Sími 332. Skóáburðar brúnn — svartur — nýkominn. VÖRUHÚSIÐ h.f. Stunguskóflur kr. 10.50 Kolaskóflur kr. 13.15 Saitskóflur kr. 13.15 Malarskóflur kr. 13.15 VÖRUHÚSIÐ h.f. Skuldabréi 5% handhafa skuldabréf landssímans eru tii sölu á skrifstofu minni kl. 10—12 og 13—16 daglega. Athugið, að með því að kaupa þessi skuldabréf ávaxtið þér fé yðar á hagkvæman og tryggan hátt. Símastjórinn. Þrjár skiöakeppnir Fyrra sunnud. fóru fram þrjár skíðakeppnir hér við bæinn. í Búð- argili fór fram svigkeppni á Drengja- móti Akureyrar. Sá Þór um keppn- ina. Keppt var í tveim aldursflokkum með þessurn úrslitum: Eldri jlokkur 13—15 ára: 1. Haukur S. Jónsson KA 26.5 sek. 2. Haukur Árnason ÍMA 26.6 — 3. Jón Bjarnason Þór 27.1 — Beztu brautart.'nia höfðu Haukur Jónsson og Haukur Árnason 13.0 sek. Yugri flokkur 10—12 ára: 1. Skjöldur Tómass. KA 33.7 sek 2. Hálfdán Helgason KA 36.8 — 3. Sveinn R. Pálmas. KA 37.0 — Beztur brautartími 15.3 sek. hjá Skildi Tómassyni. Á innanfélagsmóti Þórs var keppt í svigi karla í Búðargili. Allir flokk- ar kepptu í sömu braut og urðu úr- slit þessi: 1. Birgir Sigurðsson A-fl. 36.0 sek. 2. Herm. Ingimarss. B-fl. 36.9 — 3. J. K. Vilhjálmss. A-fl. 40.2 — 4. Kr. Kristjánsson C-fl. 40.4 — 5. E. Gunnlaugsson C-fl. 41.0 — Beztan brautartíma hafði Jón Kr. Vilhjálmsson 16.7 sek. Á innanfélagsmóti KA var keppt í skíðastökki við Miðhúsaklappir. Er þetta fyrsta stökkkeppni hér í 2 ár og vel gert að koma slíkri keppni á þótt stökk hafi lítið verið æft en nægur snjór hefir aðeins verið í brekkunni nokkra síðustu daga. Hver keppandi stökk fjögur stökk en þrjú reiknuð til úrslita þar eð dómarar voru aðeins tveir. Urslit urðu þessi: B-jlokkur: 1. Baldvin Haraldsson 160.3 stig 2. Bergur Eiríksson 155.3 — 3. Pétur Þorgeirsson 150.7 — Yngri flokkur: 1. Guðm. Guðmundsson 159.3 stig 2. Höskuldur G. Karlss. 153.5 — 3. Sigtr. Sigtryggsson 144.9 — Lengsta staðið slökk átti Guðm. Guðmundsson 26.5 m. Þessar skíða- keppnir bera vott um ánægjulegan áhuga skiðamanna hér. Munu 50— 60 manns hafa tekið þátt í þessum keppnum um helgina. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar, Sigursteins Sfeinþórssonar, Geislagötu 37, Akureyri. Septína Friðfinnsdóttir og börn. Móðir okkar, Anna Jósefsdóttir, sem andaðist 25. febr., verður jarðsett þriðjudaginn 7. marz, og hefst athöfnin með bæn að heimili hennar Oddeyrargötu 5, kl. 1 e.h. Börn hinnar látnu. m SAUMUR 5/8”, li/2”, 13/4”, 2i/2”, 3%”, 45“, 6“ ÞAKSAUMUR 2l/2” BLÁSAUMUR 3/8”. Verzl. Eyjafjörður h.f. TILKYNNING I fjarveru minni, annast Guðni Friðriksson, Lundargötu 2, alla afgreiðslu á gas- og súrefni til notenda á Akureyri og nágrenni. — Afgreiðslutími er frá kl. 1—4 e. h. alla virka daga. nema laugar- daga frá kl. 1—2 e. h. Virðingarfyllst, Sfeingrímur G. Guðmundsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.