Íslendingur


Íslendingur - 08.03.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 08.03.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg. Miðvikudagur 8. marz 1950 ¦Mlfc—MB—WM—IMIII IIIIIIM.....Illllll 12. tbl. iissiÉ liefir beðizl í. Er ríkisstjórn Ólai's Thors lagði frunivarpið uni geng- isbreytingu o. fl. framá Aiþingi litlu fyrir s.l. mánaðamót, iögöu Framsóknarþingmennirnir, Her- mann Jónasson og Eysteinn Jóns son fram þingsályktunartiliögu um vantraust á ríkisstjórnina. Var það tekið til meðierðar á kvöldí'undi í Samein. þingi 1. marz, og var umræðunni útvarp- að. Af hálfu Framsóknarílokks- ins töluðu báðir tlutningsmenn vantraustsins, af hálfu Aiþýðufl. Stefán Jóhann og Emil, en Ás- mundur Sigurösson og Einar 01- geirsson íyrir - kommúnista. Bjarni Benediktsson utanr.kis ráðherra talaði einn fyrir Sjáif- stæðisílokkinn, og hélt uppi svör- um fyrir stjórnina, þar sem for- sætisráðherra, Ólafur Thors var veikur af kvefi. Umræður voru öllu hógværari en útvarpsumræð- ur frá Aiþingi eru vanar að vera, og áttu áheyrendur erfitt með að skilja, hvað fyrir flutningsmönn- um vakti með vantraustinu á þessum tíma, einmitt þegar stjórnin leggur fram þær tillögur sem Framsóknarflokkurinn læzt í meginatriðum vera fylgjandi og telur vonum seinna fram komn- ar. Sú skýring, að flutningsmenn hafi viljað láta stjórnina segja af sér, áður en tillögurnar voru lagðar fram, án þess að til stað- ar væri önnur ríkisstjórn til að fylgja þeim eftir, er í senn furðu leg og óviturleg, enda gerði utan r.kisráðherra glögga grein fyrir, hvers vegna stjórnin féllst ekki á það. Vantrauststillagan var sam- þykkt méð 33 atkvæðum gegn 18. Greiddu allir Framsóknar og AI- þýðuflokksmenn og kommúnist- ar henni atkvæði, en Sjálfstæðis- menn á móti. ólafur Thors var jarverandi, eins og áður var sagt. Daginn eftir, eða 2. marz, baðst Ölafur Thors lausnar fyrir stjórn sína, en íorseti kvaddi til viðtals við sig formenn stjórn- málaflokkanna. Að þeim viðræð- um loknum fól hann Hermanni jónassyni að gera tilraun til að rríynda stjórn, er hefði nægileg- an þingstyrk að baki, og til- kynnti H.J. forseta í fyrradag, að hann myndi ekki geta myndað slíka stjórn að svo stöddu. Framkoma Framsóknar á Alþingi vekur íurðu og gremju Síðustu atburðir, sem gerzt hafa á Alþingi, hafa vakið almenna undr- un og talsverða gremju ábyrgra Framsóknarmanna. Þegar ríkisstjórn in leggur fram á Alþingi síðustu dag ana í febrúar frumvarp til laga um gengisskráningu o. fl. til að bjarga við útflutningsverzluninni og at- vlnnulífinu í landinu, leggja tveir fremstu menn í þingflokki Fram- sóknar fram á þinginu vantraust á ríkisstjórnina og fá það samþykkt með tilstyrk krata og kommúnista. En þessir frómu menn höfðu enga stjórn tiltæka daginn eftir, er ríkis- stjórnin, sem vantraustið hafði verið samþykkt á, baðst lausnar. Forseti felur þá Hermanni Jónassyni að reyna að mynda nýja s'.jórn, er nyti nægilegs þingfylgis. Hermann tekur að sér tilraunina til málamynda, snýr sér til Sjálfstæðisflokksins og býður honum samstjórn, ef hann samþykkti dýrtíðartillögur, sem Framsókn hefði á boðstólum og tæki við stjórn þeirra mála í ríkisstjórn- inni, er Framsókn þar með byði þeim. Og er Sj álfstæðisflokkurinn hafnar þessu „stórhöfðinglega" boði, iilkynnir Hermann forseta, að hann sjái sér ekki fært að gera frekari til- raunir til stjórnarmyndunar að sinni, og virðist hann því ekki hafa reynt við þá flokka, er studdu hann í van- traustsbröltinu á dögunum. Dagur reynir s. 1. miðvikudag að klóra yfir hina undarlegu framkomu Framsóknarforustunnar að undan- förnu, Hefur hann mál sitt á því, að reyna að sýna fram á, hve allt hafi gengið vel á árunum fyrir stríðið (þangað til Sjálfstæðisflokkurinn varð að koma inn í ríkisstj órnina til að bjarga atvinnuvegunum ÞÁ, með gengislögunum). Næst hælir hann Framsókn fyrir það, að hafa sífellt varað við dýrtíðarhættunni á stríðs- árunum (eftir að Framsókn hafði haft forgöngu um að hleypa dýrtíð- inni lausri með því að fleyga gengis- lögin). Og þannig heldur hann á- fram að vegsama Framsókn, og ekki minnst fyrir það að hafa slitið stjórn arsamslarfið s. 1. sumar og hrint þjóðinni út í ótímabærar kosningar, Telur hann „hreinar L'nur" hafa myndast við kosningarnar, þar eem Framsókn hafi unnið 3 þingsæti. Og því hafi Hermanni af eðlilegum á- sla»ðum verið falið að reyna stjórn- armyndUn. En allt hafi þetta endað með því, „að heildsalar Reykjavíkur hafi knúið Sjálfstæðisflokkinn til þess að taka völdin!" — Að þessum gáfulegu ályktunum loknum fer blað ið að ræða undirbúninginn að sam- stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokksins, og tekst þá ekki betur til um að halda sig við sannleikann en áður. Dagur minnist ekki á þá kröfu Framsóknar, að ríkisstjórn Ólafs Thors segði af sér, ÁÐUR en gengið væri til samninga um málefnagrund- völl nýrrar stjórnar óg ÁÐUR en Framsókn hafði fengist til að lýsa afstöðu sinni til frumvarpsins um gengisskfáningu o. fl. En Framsókn- arflokkurinn vildi ekki láta í ljós álit sitt á tillögunum, þótt efdr því væri leitað. Kom þá til tals að mynda stjórn, án þess að semja um úrlausn mála fyrirfram, en það sáu Sjálf- stæðismenn, að verið gat að tjalda til einnar nætur. Febrúarmánuður var að verða liðinn, en ríkisstj órnin hafði áselt sér að koma tillögunum inn í þingið fyrir mánaðamót af á- stæðum, er áður hefir verið gerð grein fyrir. Dagur getur ekki hreinþvegið Framsóknarforingjana af því vand- ræðaástandi, sem nú er að skapast, jafnvel þótt hann stækki um hehn- ing. Öllum er ljóst, að á því á Fram- sókn alla sök. Hvað nú tekur við, verður ekkert um sagt að svo stöddu. Líklegast má telja, að utanþings- stjórn verði mynduð til bráðabirgða en Alþingiskosningar fari fram í vor. Framsókn má þá eiga heiðurinn af því að hafa neytt þjóðina á alvar- legustu tímum út í tvennar kosning- ar á fám mánuðum, og mun hún reikna skakkt, ef hún hyggst með því að vinna sex þingsæti á ári. Miklu líklegra mun hitt, að hún tapi ekki aðeins í næstu kosningum þeim sæt- um, er hún bætti við sig í haust sem leið, heldur og nokkrum í viðbót. Visitalan 347 stig Vísitala framfærslukostnaðar í febrúar vaf 347 stig, hafði hækkað um 5 frá næsta mánuði á undan. Stafar hækkunin mest af verðhækk- un á benzíni, olíum og brauðum (vegna hækkunar á hveitiverði), og er það afleiðing af gengislækkun ísl. krónu gagnvart dollar í haust sem leið. Frá bæjarstjúrn ATHUGUN A HERMANNASKÁLUM. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 16. f. m. að fela bæjar- verkfræðingi og byggingafulltrúa að athuga alla »bragga« sem iengið hafa bráðabirgðastöðu- leyfi, og gera skrá yfir eigendur þeirra, ásigkomulag íbúðar- bragga, og til hvers geymslu- braggar eru notaðir. Þá gera þeir og tillögur um, hvaða braggar ættu að fá framlengingu á stöðu- leyfi, með tilliti til ásigkomulags þeirra og hvort þeir eru fyrir væntanlegum vegagerðum og skipulagningu. LAUNAUPPBÓT STARfSMANNA BÆJARINS. Á sama fundi samþykkti bæj- arráð tillögu um það til bæjar- stjórnar, að laun starfsmanna verði greidd fyrstu 3 mánuði árs ins með 10% álagi, miðað við gildandi launareglugerð frá jan- úar 1949, og var það samþykkt í bæjarstjórn, en stjórn Starfs- mannafélagsins hafði farið fram á 20% álag, eins og greitt er i Reykj'avík og víðar. LAXÁRVIRKJUNIN NÝJA 30 MILJ. KR. Lögð var fyrir bæjarstjórn á siðasta fundi hennar áætlun um kostnað við viðbótarvirkjun Lax- ár. Samkvæmt henni er heildar- kostnaður áætlaður 30 milj. kr. þar af 10,4 milj. í $ og 3 milj. kr. í pundum, og er þá ráðgert að verkið sé unnið af innlendum að- ilum. Þá er gert ráð fyrir að hefja byggingavinnu við virkjtm .ina af fullum krafti, á næsta vori. Ætti þá að vera unnt'að taka á móti túrbínunni vorið 1951 og rafalnum það sama sumar, og ætti þá virkjuninni aögeta ver- ið lokið um áramót 1951 — 52. Þess ber að sjálfsögðu að gæta, að mikil gengislækkun raskar eðlilega nefndri áætlun, ef til hennar kemur. VERKLEGAR FRAMKVÆMDIR Bæjari'áð heimilaði á fundi sínum 9 febrúar bæjarverkfræð- ingi og bæjarstjóra að láta vinna I að þeim vegagerðum og öðrum j verklegum framkvæmdum í vetur , sem veður og önnur aðstaða I leyfði. S.'ðar heimilaði það að hefja vinnu við grjótpúkkun á neðsta hluta Strandgötu, ef gjör legt væri að brjóta götuna upp vegna frosta. Sviplegt sjóslys við. Reykjanes Stærsta sjóslys, sem orðið hefir hér við land um margra ára bil, varð við Reykjanesvita 28. febrúar, er brezka olíuflutningaskipið Clam, rak þar upp í brimgarðinn með 51 manns áhöfn. Skip þetta hafði bilað í Reykjavík, og var brezkur dráttar- bátur á leið með það til Bretlands í eftirdragi. Slitnuðu dráttarvírarnir um morguninn, en brim var mikið og álandsvindur, og rak skipið stjórnlaust uþp í brimgarðinn und- an Reykjanesvita. Er skipið tók niðri, virðist felmtri hafa slegið á skips- höfnina, því að hún setti þegar út tvo björgunarbáta, sem telja mátti hið mesta glæfraverk, enda brotnuðu bátarnir þegar við skipshlið, og fóru allir, sem í þá voru komnir, í sjóinn. Rak 4 mennina lifandi í land, en 28 drukknuðu. Voru um 20 þeirra Kín- verjar en hitt Bretar. Þá voru 23 eftir í skipinu og biðu átekta. Björgunarsveitinni í Grindavík var strax gert aðvart um strandið, og kom hún á staðinn fullum 3 klst. eftir að skipið tók niðri. Náði hún öllum í land í björgunarstól, er eftir voru í skipinu. Líklegt er talið, að sveitinni hefði tekizt að bjarga allri áhöfninni, ef hún hefði verið um kyrrt í skipinu. MAÐUR DRUKKNAR "I óveðrinu fyrir helgina lentu margir bátar í Faxaflóa í hrakning- um, eða urðu fyrir áföllum. Einn bátanna, v.b. Fylkir á Akranesi var mjög hætt kominn, er stórsjór reið yfir hann og skolaði flestu lauslegu útbyrðis en hálffyllti bátinn. Tók 2. vélstjóra, Kristján Kristj ánssön, út, og sökk hann mjög fljótt. Er álitið, að hann hafi fengið höfuðhögg og misst meðvitund. Bróðir hans, Ein- ar, sem einnig var á bátnum, hlaut allmikil meiðsli. Kristján var heit- bundinn og átti eitt barn. SKÁKÞING! NORÐLEND- INGA AÐ VERÐA LOKIÐ I meistaraflokki er einni biðskák ólokið, og í II. flokki er eftir ein eða fleiri umferðir. í I. fl. varð hæstur Kristinn Jónsson með 3*4 vinning. I meistaraflokki er röðin þessi: Unnsteinn Stefánsson 3Yi vinning Margeir Steingn'msson 3 v. og biðs. Jón Þorsteinsson 3 vinninga Júlíns Bogason V-k vinning Steinþór Helgason 1 v. og biSs. Jón Ingimarsson 1 vinning

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.