Íslendingur


Íslendingur - 08.03.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 08.03.1950, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 8. marz 1950 Úlgefandi: Útgáfuíélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Brezku kosningarnar AUur heimurinn hlýddi meS sér- stakri athygli á fregnir af úrslitum brezku þingkosninganna, sem fram fóru seint í febrúar. Síðast þegar kosið var, árið 1945, náði Verka- mannaflokkurinn mjög sterkum meiri hluta, og hefir síðan farið einn með stjórn þar í Jandi. Hefir hann á valdatímabili sínu framkvæmt ýms i stefnuskráratriði sósíalismans, svo sem þjóðnýtingu atvinnuvega og ein- stakra iðngreina. Kosningaúrslitin leiddu skýrt í ljós, að brezku þjóSinhi geðjast ekki aS of mikilli íhlutun ríkisvaldsins um málefni borgaranna, eftir að þeir hafa reynt hana í nokkur ár. Ihalds- flokkurinn vann um 100 þingsæti, en allir aðrir flokkar töpuðu. Verka- mannaflokkurinn náði nauðulega meiri hluta, en sá meiri hluti er svo veikur, að ekki þarf nema kvefpest gangi meðal þingmanna, svo að stjórnin geti fallið, eins og kunnur Breti komst að orði, er úrslitin voru kunn. Það hefir jafnvel verið látið í veðri vaka, að þingkosningar kunni að fara fram á nýjan leik í Bretlandi innan nokkurra mánaða, þar sem aldrei hafi verið þar svo veik ríkis- stjórn sem nú. Kommúnistaiy sem áður höfðu 2 þingmenn í neðri málstofunni, þurrkuðust nú alveg út, eins og við hafði verið búizt eftir hrakfarir þeirra við kosningar í öðrum frjáls- um löndum, og frjálslyndi flokkur- inn, sem áður hafði aðeins 12 þing- menn, hlaut nú ekki nema 8. Sýnir þetta, að smáflokkarnir, sem sums staðar geta ráðið, hvaða stjórnar- stefna er ríkjandi með því að ná oddaaðstöðu, eru nú að þurrkast út í Bretlandi, en í þess stað að komast á tveggja flokka kerfi, sem á allan hátt er heilbrigðara. AlþýðumaSurinn hér lætur lítt bera á hinum gífurlega kosninga- ósigri brezku jábræSranna. I þriggja dálka fyrirsögn segir hann 28. febr. s. 1.: „Verkamannaflokkurinn hlaut meira kjörfylgi en nokkur annar flokkur hefir áSur hlotiS þar." Út af fyrir sig er hér rétt skýrt frá. En þar er ekki sagður nema hálfur sannleikur. Til viðbótar mætti benda á þau sannindi, að af hverjum 43 atkvæSum, sem stóru flokkarnir í Bretlandi bæta við sig í kosningun- um," fær Verkamannaflokkurinn 10 en íhaldsflokkurinn 33. Af þeim Reiðilestur út af prentvillu. — Leyfi fyrir knattborðsstofu synjað. — Ný blöð í pappírsskortinum. — Bílstjóri skrifar um .snjóhreinsun af gölunum. KONRÁÐ VILHJÁLMSSON hefir fundið hvöt hjá sér til aff skrifa mér opið bréf í síðasta Degi út af fáum línum, er ég rit- aði nýlega vegna þágufallsvillu, er ég rakst á í ónefndri bók. Kveður hann til- fæiða þágufallsvillu vera prentvillu, og hef ég enga ástæðu til að rengja það, enda miklu líklegra, þegar þess er gætt, hver jókina hehr íslenzkað. En fyrst þetta er ekki annað en prent- /ilia, hví þá allan þennan reiðilestur? K. /. segir, að engu sé líkara, en að ég hafi vitjað veita sér eða áminnstri bók ein- hverja „bakslettu". Ég get fullvissað K. V. um það, að æði margir munu þá hafa fengið slíkar bakslettur írá mér, því að ég hef árum saman rætt í dálkum minum um þágufallsvillu og aðrar málvillur í prent- uðum ritum og tilfært dæmi, þó að hann verði þess fyrst var nú (e. t. v. af skiljan- iegum ástæðum). Þá ráðleggur K. V. mér að taka heldur í lurginn á „héraðsmönn- um" mínum fyrir þolfallsvillu í bæjanöfn- um, sem hann réttilega bendir á, svo sem „Vallni" og „Hlaðni" (mætti einnig nefna „fram í Tjarni"), en að eyða tíma mínum í að elta málvillur sínar. Tónninn í þessu er þannig, að engum getur dulizt, úr hvaða „héraði" hann muni upprunninn. Hann er ekki frá „héraðs- mönnum" mínum með þolfallsvillurnar. Hann er ættaður þaðan, sem fólkið býr yfir meiri þekkingu og menntun, meiri málvöndun, að mjög margra áliti (og eigi sízt þess sjálfs). En þó að ég hafi leyft mér að ympra nokkrum sinnum á því, sem mér hefir þótt miður fara í rituðu og mæltu máli, ætla ég mér ekki þá dul, að telja mig íslenzku- mann á borð við bréfritara, sem ég tel standa þar í fremstu röð. FYRIR skömmu var hér í dálkunum fyrir- spurn frá einum bæjarbúa um það, hvort bæjaryfirvöldin hefðu veitt leyfi fyrir rekstri knattborðsstofu þeirrar, sem opnuð hefir verið í miðbænum, og aðallega er sótt af unglingspiltum, m. a. úr skólum bæjarins. Fyrir síðasta bæjarstjórnarfundi lé samanburði verSur ljósast, hvert straumurinn liggur. At^lee forsætisráSherra hefir nú endurskipað stjórn sína, enda féll einn ráSherranna í kosningunum. Vegna þess, hve stjórnin er veik, mun eitthvaS draga úr þjóSnýtingar- áformum stjórnarinnar. JarSvegur fyrir sósíaliskar athafnir er ekki sem beztur meSal elztu lýSræSisþjóSar heims. beiðni um samþykki bæjarstjórnar fyrir rekstri stofunnar, en henni var synjað. ÚTVARPIÐ hefir að undanförnu birt til- kynningar öðru hverju um útkomu „nýrra" mánaðarrita eða blaða. A sama tíma og elztu og þekktustu útgáfufyrirtæki lands- ins telja sig neýdd til að minnka upplög bóka sinna, hlaupa „Heimilispósturinn", „Allt", „Vikublaðið", „Annáll erlendra tíðinda" og enn fleiri af stokkunum. Menn eru að vonum hissa á því, hvar ný blöð fá pappír til að hefja útkomu á sama tíma og flestar pappírsvörur "eru ófáanlegar, svo sem skrifblokkir, teikniblokkir, teikniark- ir, reikningsbækur o. s. frv. BÍLSTJÓRI NOKKUR hefir beðið blað- ið að koma því áleiðis til réttra aðTja, að þegar götur bæjarins séu hreinsaðar þá sé þess gætt, að skafið sé ekki mikið út fyrir vegbrúnina eins og komið hefir oft fyrir. Segir bílstjóri þessi, að hann hafi tvívegis ekið út af veginum nú nýlega vegna þess, að sknfið hefir verið út fyrir brautarkantinn og hafi hann ekki varað sig á því að svo var. Engin slys hlutust þó af útafkeyrslu þessari — Munu fleiri dæmi þess að bifreiðastjórar hafi ekið út af veginum af framangreindri ástæðu. fi a ;i Þegar dr. Matthías Jónasson var á ferS hér á Akureyri í vetur, ræddi hann viS nokkra menn um s'.ofnun Barnaverndarfélags hér í bænum, en þá hafSi nýlega veriS stofnaS barna- verndarfélag í .Reykjavík fyrir at- beina hans. Þann 8. febrúar s. 1. var haldinn f undur í Gildaskála Hótel KEA til aS undirbúa stofnun barnaverndarfé- lags. Á þeim fundi skráSu sig sem félaga 29 manns og kosin var undir- búningsnefnd. Framhaldsstofnfundur var svo haldinn aS Hótel Norðurlandi þann 23. þ. m. Fundur þessi var mjög fjölsóttur og mun hafa sótt hann um 200 manns. Hannes J. Magnússon skólastjóri setti fundinn fyrir hönd undirbún- ingsnefndarinnar og skýrSi frá til- gangi hans. Kvaddi hann Snorra Sigfússon námstjóra til aS vera futidarstjóra. Dr. Matthías Jónasson hafSi komiS hingað norður til að sitja fundinn og flutti þarna prýði- legt erindi um afbrigðileg börn í skóla. Lýsti hann því, hve mikil yfir- sjón það væri, að ætla vangefnum börnum sama námsefni í skólum og öðrum börnum, og hver nauðsyn bæri til að þau fengju viðfangsefni við sitt hæfi. Á fundinum var til fullnustu gengið frá stofnun félags- ins með 130 félögum og lög sam- þykkt. Samkvæmt lögunum er mark- mið félagsins: a. Að vinna að almennri barna- vernd. b. Að vinna að verndun og upp- eldi vanheilla og annarra afbrigði- legra barna. c. Að hjálpa börnum og ungling- um, sem framið hafa lögbrot, eða eru á annan hátt á glapstigum. Markmiði sinu hyggst félagið að ] ná: a. Með fræðslustarfsemi í ræðu og riti. b. Með samvinnu við barnavernd- arnefndir, barnaverndarráð, skóla, sóknarpresta og aðra aðila, er að slíkum málum vinna. c. Með því að stuðla að því, að uppeldisheimili verði stofnuð og starfrækt. Formaður var kósinn Eiríkur Sigurðsson yfirkennari. Aðrir í s'.jórn félagsins eru Hannes J. Magn- ússon skólastjóri, séra Pétur Sigur- geirsson, Elísabet Eiríksdóttir, bæj- arfulltrúi og Jón J. Þorsteinsson kennari. I varastjórn voru kosnar: Frú Fillippía Kristjánsdóttir, frú Sigríður Oddsdóttir og frú Anna Helgadóttir. Endurskoðendur voru kosnir Þor- sleinn M. Jónsson, skólastjóri, og Guðmundur Karl Pétursson, yfir- læknir. A fundinum barst félaginu 5000,00 kr. gjöf frá hjónunum Sól- veigu Einarsdóttur og Hannesi J. Magnússyni skólastjóra til minning- ar. um dóttur þeirra, Sigríði Jakobínu, er lézt úr mænuveikinni árið 1935. Væntanlega eru margir bæjarbúar, sem ekki gátu mætt á stofnfundin- um, fúsir til að slyðja þetta velferS- armál meS því aS gerast félagsmenn. Geta þeir í því skyni snúiS sér til einhvers úr stjórninni. MeS stofnun Barnaverndarfélags Akureyrar er stigiS nýtt spor í menn ingarmálum þessa bæjar. ;/?///•'////,'/////////'>//;///•//>///'/ •'//> //¦///////?///////>'>'/////////>//;//>-> GENGISLÆKKUN EINA FÆRA ÚRLAUSNIN. Fyrir nokkrum kvöldum hélt Stúdentafélag Reykjavíkur fund í höfuSstaSnum til umræSna um frum- varp ríkisstjórnarinnar um gengis- skráningu o. f]., sem nú er efst á dagskrá, hvar sem tveir eSa fleiri menn hittast. Framsögu í málinu ' hafSi Ólafur Björnsson hagfræSing- ur, er vann aS undirbúningi frum- varpsins ásamt Benjamin Elríkssyni. Auk þess töIuSu hagfræðingarnir: Gylfi Þ. Gíslason, Jónas Haralz, Klemens Tryggvason og Haukur Helgason. ÚtvarpaS var þessum um-. ræSum s.I. sunnudag, en þær höfSu veriS teknar á stálþráð. Við umræður þessar voru þrír hagfræðingarnir: Ólafur, Jónas og Klemens, á einu máli um það, að gengislækkun væri ekki einungis eina færa leiðin til vlðreisnar efnahags- málum þjóðarinnar og til bjargar sjávarútveginum, heldur væri hún og minnst tilfinnanleg fyrir almenn- ing. Hins vegar töldu flestir ræðu- menn, að jafnframt væri ýmissa annarra ráðstafana þörf, sem annað hvort væru ekki teknar með í frum- varpiS, eSa þyrftu þar breylinga viS. KJÖR LAUNÞEGA. NokkuS greindi ræSumenn á um, hvernig frurnvarp þetta kæmi viS lífskjör launþega. Einn ræSumanna taldi þaS ókost á frumvarpinu, aS gert væri ráS fyrir viS útreikning nýrrar vísitölu, aS húsaleiga í nýjum húsum yrSi lögS til grundvallar og kjötverS án kjötstyrks. Ekki verður séð, að slík ráðstöfun rýri lífskjör launþega, þar eð fjöldi þeirra býr við 5—8 falda húsaleigu, miðað við þá, sem vís'talan er nú reiknuð eftir, og menn á miðlungslaunum fá yfir- leilt ekki kjötuppbætur, nema þeir hafi mikla ómegð. Má því segja, að einmitt í þessu ákvæði frumvarpsins felist miklar réttarbætur fyrir laun- þega, sem fyrr hefði mátt veita þeim. LAUNAHÆKKUN YFIRMANNA Á FISKISKIPUM. Þá kom það fram í þessum um- ræðum, að með gengislækkuninni fengju yfirmenn fiskiskipaflotans, er taka mikið af launum sínum í afla- hlut og nú eru einna bezt launaðir allra, er laun taka fyrir störf s'n, s'órkostlega hækkuð laun, meðan aðrar launastéttir ættu að búa við hlutfállslega sömu kjör og áður. Ef til vill er þarna um að ræða helztu veilu frumvarpsins, sem auðveldlega mætti Iagfæra í meðförum Alþingis. Enda ekki við að búast, að svo vel sé frá öllu gengið, að engra umbóta sé þörf á einstökum greinum frum- varpsins. HVAÐA LEIÐ VILL GYLFI FARA? Ræða Gylfa Þ. Gíslasonar gekk út á það eiti, að hann væri undir öllum kringumstæðum á móti gengislækk- un, og skildi þar með honum og öðr- um hagfræðingum, er til máls tóku á fundinum. Yfirleitt var ræða hans í sama tón og annarra flokksbræðra hans, að gengislækkun yrði aldrei gengið til fylgis við af Alþýðuflokkn- um, en þeir eiga eftir að benda á úr- ræðin til bjargar útveginum. Gylfi á enn eftir að segja til um, hvaða leið hann vilji fara út úr ógöngun- um. TÚLKUN ÞJÖÐVILJANS. „Það er verið að leiða fátæktina, sára og beizka, yfir íslenzku þjóðina á ný", segir Þjóðviljinn í aðalfyrir- sögn sinni 28. febr., og á hann þar við gengislækkunarfrumvarpið. ÞaS er einkennileg túlkun, aS ráSstafan- ir til aS viShalda áframhaldandi at- vinnulífi í landinu og fyrirbyggja al- mennt atvinnuleysi, sem reksturs- stöSvun atvinnutækjanna óhjákvæmi- lega myndi hafa í för meS sér leiSi af sér sára og beizka fátækt. At- vinnuIeysiS og reksturshalli atvinnu- veganna er að sjálfsögðu undirrót fátæktar og eymdar en ekki blóm- legt atvinnulíf. íslenzka þjóðin hafði of lengi Iifað um efni fram og var þar með að leiða yfir sig fátækt og eymd, en frumvarpið er stórt spor í þá átt*að firra hana því. Þjóð, sem þannig er ástatt um, getur ekki búizt við aS ré;ta hlut sinn og bæta efna- hag s.nn án þess aS rýra lífskjör sín í bili. Og þótt ÞjóSviljinn treysti ínjög á dómgreindarskort lesenda sinna, má hann ekki ætla þá eintóma blábjána.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.