Íslendingur - 08.03.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. marz 1950
ÍSLENDINGUR
Hagur at frjálsri verzlun
Kafli úr hagfræðilegri álitsgerð Benjamíns Eiríks-
sonar og Ólafs Björnssonar, er fylgir frumvarpi
ríkisstjórnarinnar um gengisskráningu o. fl.
Með frjálsri verzlun var áður fyrr
átt við verzlun, sem var tollfrjáls. I
þessu áliti þýðir frjáls verzlun, að
verzlunin er án innflutnings- og út-
flutningshafta, sem takmarka magn
það, sem verzlað er með, þ. e. verzl-
un án hafta, sem stafa af gjaldeyris-
skorti. Við skulum hér ræða í stuUu
máli þann hag, sem er af frjálsri inn-
flutningsverzlun.
Fyrsti og augljósasti hagurinn af
frjálsri innflutningsverzlun er hið
frjálsa val neytendanna. Þeir fá frelsi
til að velja það af vöruframboðinu,
sem þeir girnast mest. Sá, sem kaupir
hrærivél, hefði e. t. v. annars keypt
útvarp, ef hrærivélar væru ekki á
boðstólum. Hlð frjálsa val gerir, að
neytandinn er ánægðari með það,
sem hann fær fyrir peningatekjur
sínar. Hann fær í raun og veru meira
fyrir þær uppfyllingar þarfa sinna
en ella. Tekjur hans eru honum
drýgri. Hið frjálsa val þýðir hins
vegar ekki, að meira er keypt, þar
sem tekjurnár eru hinar sömu, hvort
valið er frjálst eða ekki. Fái menn
ekki keypt það, sem þeir vilja helzt,
kaupa þeir það, sem er næst á óska-
listanum. Heildarvörumagnið á
markaðinum verður því að vera
hið sama, hvort heldur valið er
frjálst eða ekki, eigi verðlag ekki að
stíga sökum vöruskorts.
Hið frjálsa val gerir kaupmann-
inn háðari neytendunum. Keppnin
um söluna veldur því, að kaupmenn
verða að leitast við að selja sem ó-
dýrasta og vandaðasta vöru og veita
sem greiðust viðskipti. Af því leiðir
aftur, að kaupmanninum er það brýn
naúðsyn að kaupa sem hagkvæm-
ast.
Þetta er einkum þýðingarmikið
fyrir þjóð, sem fær stóran skerf alls,
sem hún þarf til lífsins, erlendis frá.
Kaupmennirnir, sem flytja inn, kom-
ast fljótt að raun um, að allt veltur
á gæðum og verði vörunnar, þar
sem öllum er frjálst að flytja inn
samskonar vörur. Þegar svona stend-
ur á, hefir þjóðin fulltrúa, sem gera
innkaup hennar, er setja afkomu sína
og eignir að veði fyrir hagkvæmum
innkaupum. Fáist að meðaltali 5%
lægra innkaupsverð erlendis sökum
fyrirhafnar innflytjendanna, munar
slíkt þjóðina sennilega um meira en
1—2% af þjóðartekjunum.
Fábreytni atvinnulífsins veldur því,
að fáar tegundir afurða er að selja,
en margar að kaupa. Torvelt er að
fylgjast með hinum margþættu inn-
kaupum, en hagkvæm innkaup eru
jafn nauðsynleg og hagkvæm sala
útflutningsafurða. Innkaupin krefj-
ast sérþekkingar bæði a vörum
og mörkuðum, ef þau eigá að vera
hagkvæm þjóðinni. Sé innflutning-
urinn frjáls og frjáls samkeppni inn-
anlands, rennur ágóðinn af slíkri
verzlun til neytendanna. Undir slík-
um skilyrðum getur verzlunin í land-
inu ekki gert betur en borgað dreif-
ingarkos'naðinn að viðbættum þeim
arði, sem fjármagn í verzluninni
gæti annars aflað annars staðar.
Þjóðartekjurnar eru hejzti mæli-
kvarðlnn á afkomu þjóðarinnar.
Hæð þeirra fer eftir því, hvernig
framleiðsluöflin eru notuð, hvernig
þeim er skipt milli hinna einstöku
greina atvinnulífsins. Neytandlnn
ræður, hvernig þessi skipting fram-
leiðsluaflahna fer fram, þegar mark-
aðurinn er frjáls. Auki hann kaup
sín á heimaframleiddri vöru, er
framleiðslan aukin. Þar, sem neyt-
andinn þannig ræður, hvaða vara er
framleidd, ræður hann einnig,
hvernig fj árfestingunni er hagað,
því að fjárfestingin leitar inn í þær
greinar alvinnulífsins, þar sem eftir-
spurnin eftir vörum og þjónustu er
mest. (Sbr. þó, það sem segir hér á
eftir um innflutning á fjárfestingar-
vöru).
Neytandinn ræður einnig innflutn
ingnum með því að velja á milli inn-
fluttrar og heimaframleiddrar vöru.
Á Islandi má gera ráð fyrir, að
menn verji a. m. k. 30—40% tekna
sinha til kaupa á innfluttri vöru, mið-
að við það verðlag, sem mundi vera
á innfluttri og útfluttri vöru, ef
verzlunin væri frjáls og innlent og'
erleni verðlag sambærilegt, og skipt-
ing framleiðslunnar milli heima-
markaðarins og útflutningsins í sam
ræmi við það. Væri álagn'.ng á inn-
fluttu vöruna reiknuð með verðmæti
hennar, mundi sá hluti teknanna,
sem varið er til kaupa á henni, vera
hærri.
Með frjálsu vali ræður neytand-
inn, hvaða vörur eru fluttar inn til
neyzlu og neyzluvöruframleiðslu, og
hvaða vörur eru framleiddar til
neyzlu í landinu. Að því er snertir
fjárfestingarvörur, ræður hann inn-
flu'.ningnum aðeins, þegar um fjár-
festingu til framleiðslu á vörum til
neyzlu innanlands er að ræða, því
að þá er hann kaupandi afurðanna.
Neytandinn ræður einnig skipt-
ingu innflutningsins í neyzluvörur
og vörur til fj árfestingar. Hugsum
okkur, að neytandinn noti 90% af
tekjum sínum til neyzlu. Ef við ger-
um ráð fyrir, að helmingur allrar
neyzlu séu innfluttar vörur, eða vör-
ur úr innfluttu efni, þá þýðir það,
að hann kaupir innfluttar vörur
fyrir 45% af tekjum sínum. Vinni
hann áð framleiðslu til útflutnings,
eru þannig sem svarar 55% af tekj-
um hans erlendur gjaldeyrir, sem
hann kaupir ekki fyrir. Hinn helm-
ingur neytendanna, sem fær tekjur
sínar úr framleiðslu til notkunar
innanlands, notar svo önnur 45% af
erlenda gjaldeyrinum til þess að
kaupa fyrir sínar neyzluvörur. Eftir
verður þá gjaldeyrir, sem svarar til
þess, sem neylendurnir hafa sparað.
Fyrir hann er hægt að flytja inn fjár
NORÐRA-RÆKUR
Torjhildur Þ. Hólm:
RITSAFN I. BRYNJÓLF-
UR BISKUP SVEINSSON.
Saga Brynjólfs biskups, eftir Torf-
hildi Hólm, hefir verið meðal eftir-
sóttustu bóka undanfarin ár, en mjög
torfengin. Nú hefir bókaútgáfan
Norðri hafið útgáfu á ritverkum
skáldkonunnar í heild, og er Brynj-
ólfur biskup fyrsta bókin í því rit-
safni. Formála að útgáfunni ritar
Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri,
en þetta fyrsta bindi um Brynjólf
Sveinsson, hefir alnafni hans, Brynj-
ólfur Sveinsson, menntaskólakennari,
búið undir prentun. Virðist frágang-
ur bókarinnar eins og Norðra-útgáf-
unni sæmir, góður pappír og prent-
un, en um efni sögunnar teljum yér
ekki ástæðu að rita. Guðm. Kamban
hefir ritað um sama efni í nokkuð
öðrum tón, og hefir sá, er þeita ritar,
ekki haft aðstöðu til að bera saman
heimildir þeirra tveggja höfunda, er
ráðist hafa í að kynna oss manninn
og biskupinn, Brynjólf Sveinsson.
Því ber þó að fagna, að ráðist hefir
verið í heildarútgáfu rita Torfhildar
Hólm, sem er fyrsta sagnaskáldkona
Islendinga, þar sem mörg rit hennar,
svo sem Draupnir, eru nú orðin mjög
torgæt.
GÖNGUR OG RÉTTIR II.
Bragi Sigurjónsson bjó til prent-
unar.
I fyrra kom út fyrsta bindið af
þessu rilsafni, og bjó sami maður
það til prentunar. Fjallaði það um
göngur og fjárleitir frá Eystrahorni
og að og með heiðalöndum Borgfirð-
inga. Geymir það rit margar vel rit-
aðar frásagnir af svaðilförum
gangnamanna á hinum víðlendu af-
festingarvörur, án þess að halli verði
á gjaldeyrisverzluninni. Þannig
myndi í aðalatriðum ástandið vera,
ef atvinnulífið, verzlunin og gjald-
eyrisverzlunin væru í jafnvægisá-
standi. Þær einföldu tölur, sem not-
aðar hafa verið í þessu dæmi, eru þó
að nokkru leyti af handahófi.
Frjáls verzlun tryggir því, að raun
verulegar þjóðartekjur verða hærri
en ella, þar sem framleiðsluöflin eru
þá notuð í þeim greinum, þar sem
þau skila mestum afrakstri. Á þetta
atriði verður minnzt síðar í sam-
bandi við skrif um hinn svokallaða
frjálsa gjaldeyri. En í sem stytztu
máli má segja þetta á þann hátt, að
þótt hægt sé að framleiða útvarps-
tæki í landinu, þá borgi sig samt
ekki að gera það, ef hægt er að fram
leiða fisk með minni tilkostnaði og
fá útvarpstæki í skiptum fyrir fisk-
inn. Hins vegar getur þó borgað sig
að styðja eða efla framleiðslu, sem
styrkir þjóðarbúskapinn og gerir
hann sjálfstæðari á krepputímum,
þ. e. a. s. framleiðslu, sem stendur í
sambandi við höfuðatvinnuvegina,
þótt hún sé ekki fyllilega samkeppnis
fær við erlenda framleiðslu.
réttum Rangæinga og öðrum erfið-
um leilarsvæðum sunnanlands og
vestan. *
I þessu hefti eru afréttalýsingar
og gangnaminningar úr Húna-,
Hegranes- og Vaðlaþingum, eða af
svæðinu frá Hrútafirði að Vaðla-
heiði. Hefst það á grein, er nefnist
„Kindaskraf" eftir Asgeir Jónsson
frá Gottorp. Þá er skýrt frá gangna-
löndum og fjallleitum í Húnavatns-
sýslum, og tekur sá þáttur yfir
nokkru meira en helming bókarinn-
ar. Er hann prýddur fjölda ágætra
mynda af fjallkóngum og leitar-
mönnum, hundum þeirra og hestum,
fjárréttum og fleiru og kryddaður
allmiklum kveðskap, sem kastað hef-
ir verið fram í leitum og við réttir.
Þættirnir frá Skagafirði og Eyja-
firði eru ekki eins myndauðugir.
Flesta þætti Húnvetriinganna skrifa
Ágúst Jónsson á Hofi í Vatnsdal,
kunnur gangnaforingi, Guðmundur
Jósafatsson og Magnús Björnsson.
Skagfirzku þættina: Sigurjón Jónas-
son, Þormóður Sveinsson, Hjörleif-
ur Kristinsson, Siefán Jónsson o. fl.,
en þá eyfirzku Hallur Jóhannesson,
Hjálmar Þorláksson o. fl. Þá eru og
tveir þættir um villur á fjallvegum,
eftir Pálma Hannesson, sem heima
eiga í þessari bók, en báðir komu
þeir' á sama tíma út í annarri bók frá
sama forlagi.
Loks er í bindi þessu viðauki við
hið fyrra, þar sem sagt er frá sam-
leitum Borgfirðinga og Vatnsdæla,
og síðast eftirmáli, efnisskrá og
myndaskrá. í eftirmála getur Br. S.
þess, að í ráði sé, að III. bindi þessa
ritverks komi út í haust, er taki til
meðferðar göngur Þingeyinga og
Austfirðinga og e. t. v. Vestfirðinga.
Ritverk þetta er glæsilegt innlegg í
atvinnu- og þjóðmenningarsögu ís-
lendinga og hið vandaðasta að frá-
gangi eins og flestar Norðra-bækur.
Margit Söderholm:
ALLT HEIMSINS YNDI.
Skáldsaga frá Helsingjalandi í
SvíþjóS. - KonráS Vilhjálmsson
þýddi.
Þetta er fyrirferðarmikil skáld-
saga, 473 bls. í stóru broti, og mun
vera einskonar framhald af sögu
sama höf. „Glitra daggir, grær fold",
sem Norðri gaf út fyrir nokkrum ár-
um, og fjallar um líf og starf sama
fólksins og hún, auk annars nýs. —
Hún snýst um ástir unga fólksins og
samL'f, sem lýst er af fyllsta hispurs-
leysi, þjóðarvenjur sænsks bænda-
fólks og þjóðtrú þess. Stíllinn er
leiftrandi og lýsingarnar víðast hár-
næmar, enda er þýðanda hennar ekki
orðvant. Bók þessi mun vera að
mestu uppseld, þótt hún kæmi ekki
út fyrr en ré'.t fyrir jól í vetur.
Hafin útgáfa á miklu
ritverki um Heklu-
gosið
Blaðinu hefir borizt fyrsta heftið
af riti um Heklugosið síðasta, sem
Vísindafélag íslendinga hefir hafið
útgáfu á með fjárstyrk úr sáttmála-
sjóði. Er ritið á enskri tungu, brotið
Jón Ingimarsson rtö-
nr ór hlaii með
Höskuldarhréf
í næs'síðasta „ísl." ráðlagði ég Hösk
uldi Egilssyni að fá einhvern til að
skrifa fyrir sig, ef hann skrifaði mér
fleiri bréf, og hefir hann tekið þetta
ráð til greina. Jón Ingimarsson hefir
orðið fyrir valinu, þar sem hann
ríður úr hlaði í „Vm." 24. febrúar
s. 1. Aðalefnið í grein hans er, að
það sem ég hafi skrifað um skrif-
stofu verkalýðsfélaganna hafi ég lof-
að sér persónulega að leiðrétta í
„ísl.". Hann hafi þó ekki átt von á
að ég mundi gera það fyrr en eftir
kosningar. „En ekki kom leiðrétting-
in frá Eiríki," segir þessi þolinmóði
Jón!
Þetta fyrsta Höskuldarbréf Jóns er
mislukkað, en „svo mæla börn sem
vilja", og vel má virða Jóni til vor-
kunnar, þó að hann sé það barn að
halda, að einhverjir trúi því, að ég
hafi lofað að éta ofan í mig þá um-
sögn mína um skrifstofuna, sem ég
er búinn að sanna svo rækilega, að
H. E. er algerlega rökþrota. Reiði-
lestur H. E. í síðasta „Vm." ber vott
um svo algera málefnauppgj öf, að
maður hlýtur að undrast vettlinga-
tökin. T. d. má benda á eftirfarandi
setningu:
„Það er ekki af neinni hlífð við
Eirík, þótt ég ekki krefjist, að hann
standi við orð sín á opinberum vett-
vangi, heldur vegna þess, að mér
finnst minnkun að því fyrir samtök-
in, að til skuli vera innan þeirra
maður, sem ber slíkan hug til þeirra,
sem raun ber vitni um . ..."
Þá veit maður það!
H. E. telur ekki rétt af sér að gera
hreina skrifstofu sína vegna þess, að
hún kunni að óhreinkast við þvott-
inn!
H. E. hefir orðið fyrir óhöppum
að undanförnu vegna þess að hann
hafði ekki hæfileika til að velja sér
þann kost að hafa hljótt um sig.
I síðasta „Vm." hefir honum nú
áunnist það, að Jón Ingimarsson fékk
svartan blett á tunguna.
E.E.
stórt og hið fyrsta hefti 70 bls. að
stærð, auk mynda. I því eru tvær
greinar um efnismagnið, sem upp
kom í gosinu, báðar eftir Trausta
Einarsson prófessor, en hann er í
ritstjórn verksins ásamt jarðfræðing-
unum Guðmundi Kjartanssyni og dr.
Sigurði Þórarinssyni. Ritverkið er
áætlað milli 500 og 600 blaðsíður,
og fylgir bví mikill fjöldi ljósmynda,
m. a. nokkrar í eðlilegum litum, og
mun verð til áskrifenda nál. 150
krónur. H.F. Leiftur í Reykjavík hef-
ir söluumboð á ritinu, og geta þeir,
sem óska að eignast það, pantað það
beint, enda mun það ekki verða til
sölu í bókabúðum yfirleitt. Mikið af
upplaginu verður selt erlendis. Hér
verður um að ræða eitt mesta vís-
indalegt ritverk um íslenzk efni, rit-
að af íslenzkum vísindamönnum, og
mun vekja athygli helztu vísinda-
manna og fræðimanna víðs vegar úti
uni heim.