Íslendingur


Íslendingur - 08.03.1950, Page 6

Íslendingur - 08.03.1950, Page 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 8. marz 1950 Grein Júl íusar Havsteen Framhald af 3. síðu. er svo lundu farinn, að þau mál, sem ég tel landi mínu dýrmætust, vil ég sem allra síðast og sízt leggja undir útlönd. „Sjálfs er höndin hollust“ og „hollt er heima hvað“ eru máltæki, sem fæðst hafa á íslenzkri tungu af ís- lenzkri reynslu. í þeim er sama hugs- unin eins og í ákvæði „Gamla sátt- mála“ „Utanstejnur viljum vér eng- ar haja“. Nú er farið að stefna land- helgismáli okkar til utanferðar og gera því þann vafasama heiður, að komast undir úrskurð sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna og þelta er gert úður en Alþingi er búið að láta uppi sköðun sína og vilja á stærð land- helginnar og hvernig og hvar land- helgislínan skuli dregin. Þetta finnst mér í meira lagi óvar- legt. Þegar landhelgismálið okkar er komið út fyrir landsteinana í hend- ur útlendinga til umsagnar og til ákvörðunar má að því vísu ganga, að Bretar sitji fyrir okkur í hverri nefnd og í hverju horni og setji fyrir okkur alls slaðar fótinn, og fóturinn á „Jóni Bola“ hefir reynzt smáþjóð- unuih þungur götuþrándur í land- helgismálum þeirra. ALÞINGI ÁKVEÐI ÞEGAR STÆRÐ HINNAR ÍSLENZKU LANDHELGI. Nú sem fyrr er það óskipt skoðun mín, a ðAlþingi beri að álcveða þeg- ar á þessu ári, án frekari undandrátt- ar, landhelgi íslands með lögum, og sjái svo um, að þingsályhlunartillaga sú, sem borin var fram á Alþingi á óndverðum vetri 1948, homist þegar í jramkvœmd. I landhelgismálinu þarf engu síð- ur hnefann á borðið en í sjálfstæðls- málinu, hnefa Ófeigs í Skörðum, svo að hinir ríku Bretar upp hrökkvi og undan láti. Islenzha þjóðin má elcki lengur vera áhugalaus um landhelgismálið, hún verður að muna og skilja, að stæhkun landhelginnir er nú einhver mihilvœgasti þátturinn í sjálfstœðis- baráttu hennar. Húsavík, 13. febrúar 1950. Júl. Havsteen. STÓ RIR þvottabalar fást hjá Verxl. Eyiafiörður h.f. Amerískir olluotnar mjög hitamiklir, fást ennþá hjá Verzl. Eyjafjörður h.f. Smekklásar Smekklásskrár Skápskrár Kofortsskrár Skúffuhöldur Gluggajárn M iðstöðva rkrana r Handlaugakranar Hilluvinklar Skotlokur Hliðlokur Blaðlamir. Verxl. Eyjafjörður h.f. Bollapör margar tegundir Skipakönnur Fiskhnífapör Gafflar Skeiðar Borðhnífar með hvítu ckafti, mjög vandaðir Verzl. Eyjafjörður h.f. Tölg fæst hjá Verzl. Eyjafjörður h.f. Sigrlður Sigurðardöttir FRÁ VETURLIÐASTÖÐUM. Fcedd 28. júní 1863. — Dáin 8. febrúar 1950. Lokið er hér langri ævi. Löng er enduð sjúkdómsþraut. Þú varst sterk í straumi lífsins, studdi þig á ævibraut hugarró og trúartraustið; til að standast sjúkdóm binn var það yfir árin mörgu aðal-varnarstyrkurinn. Vitnaði allt þitt ævistarfið um ósérplægni og sanna dyggð. Hlý og einlæg veittir vinum velgjörðir af elsku og tryggð. Þín gleði var að hjálpa og hlúa, þín hamingja að breyta rétt. Sönn í orði, sem í verki, sómi varstu þinni stétt. Börn og vinir beztu kveðjur bera þér með klökkva í dag. Þökkum alla ástúð þína og umhyggju um vina hag. - Mikið starf til enda er unnið. Eftir lifir minning þín. Lifðu heil á hærra sviði heilög þar sem birtan skín. B.í. Aug!ý'ið í í lendingi — GREIPAR GLEYMSKUNNAR enn var kornung og neytti allra ráða til þess að vinna ást hennar. Hann var jafnan mjög blíður og vingjarn- legur við hana, og hún hafði enga ástæðu til þess að vantreysta honum, en hún fékk alls enga ást á hon- um og vísaði honum jafnan á hug. Hann hélt þó upp- teknum hætti árum saman og var hinn staðfastasti. Þótt Pauline fullvissaði hann margoft um, að hún gæti aldrei fengið ást á honum, þá reyndi hann eigi að síður að ná ástum hennar. Ceneri hvatti hann ekkert til þessa. Hann vildi ógjai'nan styggja hann, og þar sem hann sá, að stúlk- an lét sig ekki, þá lét hann þetta afskiptalaust og von- aði að Macari þreyttist á því að fá sífelld hryggbrot. Hann trúði því þó, að Macari sæktist eftir Pauline hennar sjálfrar vegna, en ekki vegna þeirra eigna, sem hún að réttu lagi hefði átt að fá. Macari vissi þó um hinar miklu'fjárhæðir, sem Ceneri hafði lagt fram, og gat sér þess til, hvaðan þær hefðu komið. Pauline var í skóla þar til hún var nær átján ára, en eftir það dvaldi hún í tvö ár hjá frænda sínum á Ítalíu. Það var dapurlegt líf fyrir liana og hún þráði ákaft að komast til Englands. Henni þótti mjög vænt um bróður sinn, þótt hún hitti hann sjaldan. Fagnaði hún því mjög yfir því, er Ceneri sagði henni, að hann ætti erindi til Englands, og að hún mætti fara með honum. Hún var orðin þreytt á áleitni Macaris og þráði mjög að hitta bróður sinn. Fór hún því með Cen- eri til London. Ceneri, sem þuríti að taka á móti og ræða við póli- tíska vini og samstarfsmenn á hvaða tíma sólarhrings- ins sem var, tók sér á leigu heilt hús til skamms tíma. Pauline til mikilla vonbrigða var Macari fyrsti gest- urinn, sem heimsótti þau. Nærvera hans var Ceneri svo nauðsynleg, að hann settist að og bjó hjá þeim í Horace stræti. Þar sem Teresa gamla, þjónustukona læknisins, hafði fylgt með þeim og leit nú eftir öllu saman, þá voru viðbrigðin þannig harla lítil fyrir Pauline. Macari reyndi enn árangurslaust að ná ástum stúlk- unnar. Þegar hann var að lokum orðinn mjög örvænt- ingarfullur, afréð hann að reyna að vinna bróður hennar á sitt mál. Hann taldi að ást Pauline á Ant- liony væri svo mikil, að hún myndi gera næstum því hvað sem hann bæði hana um. Macari var enginn sér- stakur vinur unga mannsins, en hafði eitt sinn gert honum mikinn greiða, og áleit því réttmætt að vænta liðsinnis hans í staðinn. Þar sem hann vissi, að syst- kinin voru blásnauð, þá taldi hann sér auðveldara að bera fram þessa málaleitun. Hann heimsótti því Anthony og bað hann liðsinnis. Anthony, sem virðist hafa verið hrokafullur og frem- ur óviðfelldinn ungur maður, hló að því sjálfsáliti, sem fólst í bónorði Macaris og rak hann síðan á dyr. Hann vissi ekki þá, hve sá hlátur átti eftir að verða honum dýr. Sennilega hefir Macari, er hann yfirgaf Anthony í ofsabræði, hreytt einhverju í hann, er opnaði augu hans fyrir því, hvernig fjárhag hans myndi komið. Að minnsta kosti reit hann þegar frænda sínum bréf, þar sem hann krafðist skuldaskila þegar í stað. Ef ein- hver dráttur yrði þar á, þá hótaði hann að fara þegar til lögfræðings og ef á þyrfti að halda að hefja máls- sókn til þess að koma fram fullri ábyrgð á hendur fj árhaldsmanninum. Stundin, sem Ceneri hafði svo lengi óttast og dregið á langinn, var nú komin, en í stað þess, að hann hafði ætlað sér að gefa fulla játningu af fúsum vilja, þá var hann nú krafinn sagna. Hann vissi ekki, hvort hann var heldur brotlegur við ensk eða ítölsk lög, en hann var þess fullviss, að Ant- hony myndi þegar gera ráðstafanir til þess að fá hann handtekinn og dæmdan. Jafnvel þótt hann yrði aðeins fangelsaður nokkurn tíma, þá myndi það alveg koll- varpa þeim framkvæmdum, sem hann var nú að ráð- gera. Hann yrði því hvað sem það kostaði að þagga niður í Anthony um stundarsakir. Hann fullvissaði mig hátíðlega um það, að hann hefði elcki látið sér til hugar koma að framkvæma þann hræðilega verknað, sem síðar var framinn. Hann hafði hugleitt mörg úrræði og að lokum komizt að niðurstöðu, sem að vísu var mjög hæpin og fífldjörf, en virtist þó fullnægja tilgangi hans bezt. Ætlun hans var sú, að taka Anthony fastan með hjálp vina sinna og undirmanna, flytja hann úr landi og loka hann inni á geðveikrahæli í nokkra mánuði. Hann fullyrti, að sú innilokun hefði aðeins átt að vara um stundar- sakir, en þótt hann játaði það ekki, þá er ég næstum fullviss um það, að Anthony hefði orðið að kaupa frelsi sitt aftur með því að lofa hátíðlega að fyrirgefa það, hvernig fjármununi hans hafði verið eytt. Macari var þegar fús til að veita alla mögulega að- stoð við framkvæmd þessa 'verks, til þess þannig að hefna fyrir móðgun þá, sem hann hafði orðið fyrir. Petroff, maðurinn með örið á andlitinu, var reiðu- búinn að hlýða Ceneri í einu og öllu, og Teresa gamla hefði framið livaða glæp sem var, hefði húsbóndi hennar skipað henni það. Það myndi verða hægt að

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.