Íslendingur


Íslendingur - 08.03.1950, Blaðsíða 7

Íslendingur - 08.03.1950, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. marz 1950 ÍSLENDINGUR 7 ÍÞRÓTTAÞÁTTUR Frá SkíDaráði Akureyrar r- Sunnudaginn 26. febrúar s. 1. kl. 14 var haldið áfram Stórhríðar- móti 1950 og keppt í skíða-stökki í stökkbrautinni við Miðhúsaklappir. Auk einstaklingskeppninnar fór fram sveitakeppni um nýjan bikar, „Nafn- lausa bikarinn“ sem Magnús Bryn- jólfsson og Sigurður Steindórsson höfðu gefið til að keppa um á mót- inu og það félag skyldi hljóta, sem ætti bezta fjögurra manna stökk- sveit í keppninni. Úrslit urðu þessi: A-—B flokkur karla 20—32 ára: 1. Magnús Ágústsson, MA 218,8 stig; stökk tvisvar 25.0 metra. 2. Þórarinn Guðmundsson, MA 218,3 stig; stökk 27,0 og 25,5 metra. 3. Bergur Eiríksson, KA 207,0 stig; stökk 25,0 og 24,0 metra. 4. Vígnir Guðmundsson, KA 201,2 stig; stökk tvisvar 24,0 metra. 5. Baldvin llaraldsson, KA 200,5 stig; stökk 24,0 og 22.5 metra. Karlar 17—19 ára: 1. Hermann Ingimarsson, Þór 220,5 stig; stökk tvisvar 25,5 metra. 2. Þrúinn Þórhall son, KA 204,6 stig; stökk 24.0 og 23,5 metra. 3. Jón Hallsson, MA 202,2 stig; Btökk 23,5 og 23,0 metra. 4. Guðmundur Guðmundsson, KA 201,1 stig; stökk 24,0 og 22,0 metra. Unglingar 15—-16 ára: 1. Höskuldur Karlsson, KA 211,6 stig; stökk 24,5 og 22,5 metra. 2. Bjarni Sigurðsson, MA 210,6 stig; stökk 24,0 og 22,5 metra. 3. Sigtryggur Sigtryggsson, KA 201,6 stig; stökk 23,5 og 22,0 metra. í sveitakeppninni um „Nafnlausa- bikarinn“ sigraði sveit lþró'.tafélags Menntaskólans á Akureyri með 849,9 stiguin. í sveitinni voru: Magnús Ágústscon 218,8 stig Þórarinn Guðmundsson 218,3 — Bjarni Sigurðsson 210,6 — Jón Hallsson 202,2 — Önnur varð A-sveit Knattspyrnu- félags Akureyrar með 824,8 stig. Þriðja varð sveit íþróttafélagsins Þór með 803,9 stig. Veður og færi var mjög ákjósan- legt og áhorfendur margir. Nykomin: Þ U N N FRAKKAEFN I Saumasfofa Páls Lútherssonar Hafnarstrœti 86. FORD-útvarpstæki (innbyggt) til sölu. — A. v. á. ÝMSAR FREGNIR Ásgrímur Hartmannsson hefir ver- ið kjörinn bæjarstjóri í Ólafsfirði en Jón Kjartansson á Siglufirði. Samkvæmt fregn í Vísi nýlega hafa uin 120 ínanns verið sviptir ökuréttindum í Reykjavík einni árið 1949 vegna ölvunar við akstur, og eru.það þó færri en árið 1948. Siglfirzkir skíðamenn hafa komið sér upp nýrri stökkbraut, þar sem hægt er að stökkva allt að 70 metra. Stökkva þeir þar nú þegar yfir 50 metra. Norskur skíðakennari hefir slarfað að þjálfmi siglfirzkra skíða- manna í vetur. LÉREFTSTUSKUR kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h * TIL SÖLU vandaður bókaskápur. Afgr. v. á. 15-20 púsund l\m lán óskast gegn tryggingu í nýju liúsi. Þeir sem vildu sinna þessu sendi nöfn sín í lokuðu umslagi afgr. blaðsins fyrir 12. þ. m. merkt „Lán“. Jarðarför konu minnar, Sigurlaugar Þorláksdóttur, Gilsbakkaveg 1, sem andaðist 4. þ. m. fer fram frá Akureyrarkirkj u 10. þ. m. kl. 1,30 e. h. Þorsteinn Stefánsson. Tilbofl ðskast í húseign mína Hafnarstrœti 105 (syðri helming). Lysthafendur snúi sér til undirritaðs eða Stefáns Vilmundssonar, Akureyri. — J. S. KVARAN, Villa „Hytten“ Kirkevej, Drangór, Danmark. oooooooo»ooooooa»»ooo»oo»oooooooooo»»ooooooooooo»oopo< KARLMANNASKÓR með leður, svamp- og gúmmísóla. KVENSKÓR ATH.: gömlu skómiðarnir frá fyrra ári eru úr gildi. VERZLUN PÉTURS H. LÁRUSSONAR TILK YNNING Þeir, sem ætla að sækja um lán úr Byggingasjóði Akureyrar- kaupstaðar til húsagerðar á þessu ári, sendi umsóknir á skrifstofu bæjarstjóra fyrir marzlok. Umsóknum þurfa að fylgja ýtarlegar upplýsingar um fjárhag umsækjanda, heimlisástæður, lántökumöguleika, fjárfestingarleyfi og annað, sem máli skiptir. Akureyri, 7. marz 1950. Bæjarstjóri. útvega nauðsynleg skilríki eða þá að falsa þau. Ef samsærismennirnir gætu aðeins fengið Anthony til þess að koma heirn til þeirra í Horace stræti, þá skyldi hann ekki fara þaðan aftur öðruvísi en sem talinn geðveikur og undir umsjá læknis síns og gæzlumanna. Þetta var svívirðileg fyrirætlun og tvísýnt um að hún niyndi heppnast, þar sem orðið hefði að fara með fangann alla leið til Ítalíu. Ceneri skýrði ekki frá því, hvernig hann hefði ráðgert að koma því í framkvæmd — hefir ef til vill ekki verið búinn að fullgera þannig ráðagerðina í öllum atriðum. — Má vera að ætlunin hafi verið að gefa honum svefnlyf, eða þá að Ceneri hefir treyst því, að raunveruleg hræði hans yfir svik- unum og handtökunni yrði næg til þess að hann virt- ist vera brjálaður. Hið fyrsta, sem þurfti að gera, var að fá Anthony til þess að koma til þeirra á heppilegum tíma. Ceneri undirbjó allt, gaf samstarfsmönnum sínum fyrirskip- anir og skrifaði síðan frænda sínum og bað hann að koma til þeirra um kvöldið, til þess að hann gæti þá gefið honum fulla skýringu á fjárreiðunum. Sennilega hefir Anthony vantreyst frænda sínum og samstarfsmönnum hans meira en þá hefir grunað. Að minnsta kosti þá neitaði hann að koma í heimsókn- ina, en stakk upp á því, að Ceneri skyldi heimsækja hann. Þá lagði Macari á ráðin til þess að láta Pauline í sakleysi sínu fá hann til þess að koma. Ceneri sendi Anthony boð um, að honum væri alveg sama, hvar þeir hittust, en þar sem hann kvaðst mjög önnum kaf- inn, þá skaut hann fundi þeirra á frest um einn eða tvo daga. Hann sagði síðan Pauline, að þar sem hann vegna viðskiptaerinda gæti ekki komið heim fyrr en mjög seint kvöldið eftir, þá væri nú ágætt tækifæri til þess fyrir hana að vera með bróður sínum. Hún skyldi senda honum boð um að koma og heimsækja sig, með- an hann væri fjarverandi. Þar sfem hann þó langaði einnig sjálfan til þess að hitla Anthony, þá yrði hún að sjá svo um, að hann yrði ekki farinn, er hann kæmi aftur. Pauline grunaði ekkert, skrifaði hún því bróður sínum, sagði honum að hún yrði ein heima þar til seint um kvöldið eftir og bað liann því að koma til sín eða fara með sig á einhvern skemmtistað. Þau fóru sam- an í leikhúsið, og það var komið miðnætti, er Anthony fylgdi henni heim aftur. Vafalaust hefir hún beðið hann að dvelja lijá sér stundarkorn, þótt honum hafi ef til vill verið það á móti skapi. Svo alvarlegt áfall, sem það var fyrir hana að sjá það, sem á eftir kom, þá hlýtur það að hafa verið stórum þungbærara vegna vitundarinnar um það, að hún sjálf hefði þannig vald- ið því, sem dró til dauða hans. Systkinin sátu tvö ein saman stundarkorn, en síðan kom Ceneri og vinir hans tveir inn. Anthony virtist óánægður yfir komu þeirra, en reyndi þó að dylja það og heilsaði frænda sínum kurteislega. Hins vegar virti hann Macari ekki viðlits. Ceneri hafði ekki ætlast til þess að nokkru ofbeldi yrði beitt í viðurvist Pauline. Hvað svo sem gert yrði, þá skyldi það gerast er Anthony væri að fara úr hús- inu. Þá skyldi hann gripinn og færður niður í kjall- ara og óp hans kæfð ef með þyrfti. Pauline átti ekki að fá neina vitneskju um þetta. Það hafði verið svo búið um hnútana, að hún færi daginn eftir lil vinar Ceneris og dveldi þar, án þess að fá nokkra vitneskju um það, sem væri orsök í hinni skyndilegu brottför þeirra félaga. „Pauline,“ sagði Ceneri, „þú ættir að fara að hátta. Við Anthony þurfum að tala sarnan um ýms málefni.“ „Ég ætla að bíða þangað til Anthony fer,“ sagði hún, „en ef þið viljið ræðast við, þá skal ég fara inn í hitt herbergið." Að svo mæltu fór hún inn fyrir, settisl við píanóið, lék á það og söng fyrir sjálfa sig. „Það er orðið alltof framorðið til þess að ræða fjármál okkar í kvöld,“ ságði Anthony, er systir hans fór inn fyrir. „Þetta er þó eina tækifærið að sinni. Ég verð að fara af landi brott í fyrramálið.“ Þar sem Anthony vildi ekki láta frænda sinn sleppa, án þess að gera fulla grein fyrir fjárreiðum sínum, þá settist hann aftur. „Þá er að taka því,“ sagði hann. „En það er óþarfi, að hafa ókunnuga menn við.“ „Þeir verða varla taldir ókunnugir. Þeir eru vinir mínir, sem munu staðfesta sannleiksgildi frásagnar minnar.“ „Ég vil ekki ræða einkamál mín í áheyrn svona manns,“ sagði Anthony og benti fyrirlitlega í áttina til Macari. Samræðurnar höfðu farið fram í hálfurn hljóðum. Pauline var skammt frá, og hvorugur kærði sig um að trufla hana, eða láta hana komast að því, að deila væri í aðsigi, en Macari heyrði unnnælin og sá bend- inguna. Augu hans leiftruðu og hann hallaði sér áfram í áttina til Anthonys. „Vel má vera,“ sagði hann, „að innan fárra daga viljir þú sárfeginn veita mér það, sem þú synjaðir mér

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.