Íslendingur


Íslendingur - 08.03.1950, Blaðsíða 8

Íslendingur - 08.03.1950, Blaðsíða 8
Æviágrip Guttorms J. Guttormssondr, skálds eftir Richard Beck, prófessor. Fæst aðeins í Bókaverzlun Bjorns Árnasonar. Gránufélagsgötu 4 — Akureyri. kitáíttípir Miðvikudagur 8. marz 1950 ÓSKILAMUNIR: Kúlpupenni. Hæruspangagleraugu, Lyklaveski. Reiðhjól. LÖGREGLUVAÐSTOFAN. Kirkjan. Messað í kapellunni kl. 2 n. k. sunnudag. F. R. Föstumessa í kapellunni í kvöld kl. 8,30. Fólk er vinsamlega beðið að taka með sér passíusálmana. — P. S. ¦Eskulýðsfélag Akur- lyrarkirkfu. 1. deild, fundur n. k. sunnu- dagskv. kl. 8,30 e. h. Æskulýðskórinn hefir æfingu í kvöld kL 7,30 — áríðandi að allir mæti. — Munið eftir klúbhunum. Brúðkaup: 4. marz s. 1. voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Hólmfríður Þ. Hallgrímsdóttir og Bragi Árnason. Heimili þeirra verður fyrst um sinn Klettaborg 3, Akureyri. Huld 5950386 — IV/5 — 2 I. O. O. F. = 1313108V2 = Höjnin. Skipakomur: 28. febr. Herðu- breið, 2. marz Fjallfoss, 1. Jörundur, 4. Svalbakur (af veiðum), 5. Þyrill, 6. Hvassafeli, 7. Esja, 7. Thuringia (enskur togari) með bilað spiL Áheit á Akureyrarkirkju. Frá S. S. kr. 100.00. Móttekið á afgr. íslendings. Áheit á Strandarkirkju frá S. H. krónur 100.00. Serit áleiðis. SjálfslœSiskonur! Munið fundinn ann- að kvöld. Sjá augl. á öðrum stað. Áheit á Strandarkirkju frá ónefndum kr. 50,00. Móttekið á afgr. íslendings. — Sent áleiðis. Menntaskólaleikurinn 1950. Sýningar á gamanleiknum „Geðveikrahælið" eftir Carl Laufs eru nú alls orðnar 7, og fara þær nú senn að hætta. 8. sýning leiksins er í kvöld ((miðvikudag) og eru þá aðeins eftir 3 sýningar, sökum þess að Leikfélag M. A. hefir Samkomuhúsið ekki lengur á leigu. Ákveðið er að hafa sýningu næst- komandi laugardagskvöld og tvær sýning- ar næstk. sunnudag, og verður önnur sýn- ingin aðallega ætluð börnum. Sýningin á sunnudagskvöld verður síðasta sýningin á leiknum. Húsmœðraskólafélag Akureyrar hélt að- alfund sinn mánudaginn 27. febrúar síð- astliðinn. Mikill áhugi er fyrir byggingu heimavistar við skólann hér, og margar nefndir kosnar á fundinum í fjáröflunar- skyni til þeirra framkvæmda. Stjórnin var endurkosin: Frk. Jóninna Sigurðardóttir, formaður, frú Laufey Pálsdóttir, ritari. og frú Sigríður Baldvinsdóttir, gjaldkeri og frú Asta Sigurjónsdóttir og frk. Ingibjörg Eiríksdóttir meðstjórnendur. I skólanefnd Húsmæðraskólans voru kjörnaf frk. Jón- inna Sigurðardóttir og frú Sigríður Bald- vinsdóttir. ¦— Fundurinn var fjölmennur og ríkti áhugi og eining. PÉLAGSLIF TEK HULSÁUM og ZIG-ZAG RAGNHEIÐUR SÖEBECH, Holtagötu 12. — Sími 451. Ferðafélag Akureyrar heldur fund i Rotarysal Hótel KEA annað kvöld (9. marz) kl. 8.30. Fíladelfía. Samkomur verða í Verzlun- írmannahúsinu, Gránufélagsgötu 9. — A niðvikudögum kl. 5.30 e. h.: Saumafundir fyrir ungar stúlkur. — Á. fimmtudögum 'd. 8.30 e. h.: Almennar samkomur. — A 'augardögum kl. 5.30 e. h.: Drengjaíundir. — Á sunnudögum kl. 1.30: Sunnudaga- skóli, og kl. 8.30 e. h.: Almennar sam- komur. — Söngur og hljóðfærasláttur. — Verið hjartanlega velkomin. Almennur kvennajundur verður haldinn 3. marz að Hótel Norðurlandi kl. 8,30. — Þar verður minnst hins alþjóðlega bar- áttudags kvenna fyrir friði og á móti stríði. Ræður verða þar fluttar, kvennakór syngur og lesið upp. Ferðafélag Akureyrar heldur fund n. k. fimmtudagskvöld kl. 8,30 í Rotarysalnum á Hótel KEA. — Stjórnin. Barnaverndarfélag Akureyrar heldur fund á Hótel Norðurlandi fimmtudaginn ). marz næstkomandi klukkan 8,30 e. h. Frk. Gunnhildur Snorradóttir, magister, 'ytur erindi: Greindarprófin og mikilvægi þeirra. — Rætt um framtíðarstarfsemi fé- lagsins. — Óskað eftir nýjum félögum. Stjórnin. Eldri dansa klúbburinn heldur dansleik í Verkalýðshúsinu n. k. laugardagskvöid 11. þ. m. kl. 10 síðdegis. Skemmliklúbburinn „Allir Eilt" heldur dansleik að Hótel Norðurland á föstudags- 'ívöldið kl. 9. 15 ára afmælisfagnaður Kvennadeildar Slysavarnajélagsins verður að Hólel KEA augard. 18. marz kl. 8,30 e. h. Félagskon- um er heimiit áð laka ineð sér geát. A- kriftalistar liggja frammi í Brauðbúð KEA og Verzlun B. Laxdals. — Félagskon- ur! Vinsamlegast skrifið ykkur fyrir 12. marz. — Stjórnin. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar heldur fund í Verkalýðshúsinu í dag kl. 8.30. Rætt verður um atvinnumálin. Stúkan Ísafold-Ffallkonan nr. 1 heldur fund í Skjaldborg mánudaginn 13. marz n. k. kl.,8.30. Fundarefni: Venjuleg íund- arstörf og inntaka nýrra félaga. Blað stúk- unnar verður lesið upp, þá bögglauppboð og síðan dans. Félagar! Fjölmennig og gleymið ekki að koma með böggla á fundinn. Allir templarar velkomnir. Æðsti- templar. Föstuhugleiðing verður á hverju mið- viðudagskvöldi í Zíon kl. 8.30. Takið pass- íusálmana með. Séra Jóhann Hlíðar tal- ar. Allir velkomnir. Frá starfinu i kristniboðshúsinu Zíon næstu viku. Sunnudag kl. 10.30 sunnu- dagaskólinn; kl. 2 drengja fundur (eldri deild); kl. 8.30 almenn samkoma, séra Jó- hann Hlíðar talar. Þriðjudag kl. 5.30 fund- ur fyrir telpur 7—13 ára. Miðvikudag föstuhugleiðing. Fimmtudag kl. 8.30 fund- „Vörflur" í öruni vexti 90 nýir félagar síðan í janúar. Fundur var haldinn í „Verði", félagi ungra Sjálf- stæðismanna s. I. mánudag. Var hann fjölsóttur, og all-fjörugar umræður um aðalefni fundarins, tillögur ríkisstjórnar Ólafs Thors í atvinnu- og fjár- málum þjóðarinnar. Framsögumaður var Jón Sól- nes, bæjarfulltrúi. í fundarbyrj un voru lesin upp nöfn 47 nýrra meðlima, er óskað .íöfðu eftir inngöngu i félagið, og hafa þá alls gengið í félagið síðan í janúar 90 nýir meðlimir, og er það greinilegur vottur þess trausts, sem æskan ber til Sjálfstæðisflokksins, og fylgi hennar við stefnu hans. Síðan flutti Jón Sólnes snjalla ræðu um viðreisnartillögur ríkisstj órnarinn- ar einkum með tilliti til launamál- anna og sjávarútvegsins. Vakti hann athygli á þeirri staðreynd, að ef 18% gengislækkunin hefði verið framkvæmd fyrir stríð, hefðu dag- laun verkamanns jafngilt aðeins hálfu ensku pundi, en þrátt fyrir gengislækkun þessa, er nú væri á prjónunum, myndu daglaun þeirra jafnast á við eitt og hálft enskt pund, og sæist hér á hver munur væri á af- komu manna'. Einnig rakti hann á- standið í gjaldeyris- og afurðasölu- málunum og ræddi starfsgrundvöll útvegsins og þá feykilegu erfiðleika, sem hann ætti við að stríða ef ekkert væri að gert. Taldi hann það stórt óhappasþor, er ríkissjóður tók að sér að greiða ábyrgðarverð á út- ur fyrir ungar stúlkur. Laugardag kl. 5.30 drengja fundur (yngri deild). Major Fetlersen yfirforingi Hjálpræðis- hersins á íslandi kemur til Akureyrar í vikulokin og heldur hér almennar sam- komur: Laugardag 11. marz kl. 8.30 al- inenn samkoma, sem Æskulýðsfélagið stendur að. Ungt fólk syngur, spilar og vitnar. Sunnudag kl. 11 helgunarsamkoma; kl. 2 sunnudagaskóli; kl. 8.30 hjálpræðis- samkoma. Major Petlersen talar á öllum samkomunum. Mikill söngur og hljóð- færasláttur. Verið velkomin. Barnastúkan „Samúð" nr. 102 heldur fund í Skjaldborg sunnudaginn 12. marz kl. 10 f. h. — Upplestur, sjónleikur, kvik- mynd. — Mætið öll! Barnastúkan „Sakleysið" heldur fund í Skjaldborg næstkomandi sunnudag kl. 1 e. h. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga, upplestur, leikrit o. fl. Mætið vel og stundvíslega. • Sjónarhœð. Sunnudagaskóli kl. 1 og al- menn satnkoma kl. 5 e. h. á sunnudögum. Allir velkomnir. Samkoma n. k. laugardagskvöld kl. 8.30 í Sjónarhæðarsal. Ungu fólki sérstaklega boðið, en allir velkomnir. — Sæmundur G. Jóhannesson. flutningsafurðir sjávarútvegsins og hefði æ hallað undan fæii síðan. Haftafargan það og sú skriffinnska, sem við ættum nú við að búa legð- ist einnig á eitt í því að hindra frjálst framtak og kæfa framfara- viðleitnina í brjóstum einstakhng- anna, svo illmögulegt væri nú að halda uppi nokkrum sjálfsíæðum atvinnurekstri sökum hinna æ vax- andi afskipta ríkisvaldsins. Lýsti Jón það skoðun sína, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði á sumum sviðum þegar gengið of langt í tilslökunum sínum við kröfum þjóðnýtingaflokk anna, er ættu hér sök að rháli. Að lokum hvatti hann unga Sjálfstæðis- menn til þess að s'anda sem fastast saman um stefnu Sj álfstæðisflokks- ins og hvika hvergi, þótt á væri leit- að, heldur berjast ótrauður fyrir ó- hindruðu framtaki einstaklingsins, sem væri undirstaðan undir fram- förum og velmegun þjóðarinnar. Gunnar G. Schram, formaður fé- lagsins, þakkaði Jóni komuna og ræddi lítillega einstök atriði frum- arpsins, svo sem uppbæ'ur á spari- fé, útreikning vísitölunnar, stóreigna ikatt o. fl. Einnig tóku til máls þeir Sigurður Steindórsson og Vígnir Guðmundsson, er ræddu um við- skiptamálin. Formaður félagsins skýrði þá og frá stjórnmála- og mælskunámskeiði því, sem mun hefj ast nú í vikunni á vegum „Varðar" og mun standa yfir í um viku til tíu daga. — „Vörður" er 'nú fjöl- mennasta stjórnmálafélagið hér í bæ, og sýndi á áþreifanlegan hátt hvers það er megnugt við nýafstaðn- ar kosningar. Á hverjum fundi bæt- ast tugir nýrra félaga í hópinn, svo sem sagt er frá hér að framan, enda hefir verið haldið uppi fjölbreyttu félagslífi nú í vetur sem endranær, fundir, dansleikir, spilakvöld og kvöldvökur verið haldnar með stuttu millibili. Það er augljóst að æska Akureyrar kýs Sjálfstæðisstefnuna öðrum stefnum framar, og hún veit- ir henni bezt fylgi sitt með því að fjölmenna undir merki „Varðar". Kvennadeild Slysavarna- félags íslands hér á Akureyri verður 15 ára 10. apríl næstkomandi. Aðals^arf deildarinnar hefir verið fjársöfnun til slysavarnamála. Fyrstu árin sendi deildin allt það fé, er hún aflaði til aðalfélagsins í Reykjavík. AIls hefir hún sent suður um 50 þús. króna. Síðastliðin sex ár hefir deildin lagt í sjóð hér, það fé, er hún hefir á þeim aflað, utan lögboðin gjöld til Slysavarnafélagsins, og á nú í sjóði um 100 þús. króna. Þessu fé er ó- ráðstafað, en deildin hyggst leggja það í hverjar þær slysavarna-ráð- stafanir hér norðanlands, sem taldar verða mest aðkallandi á næstunni. Elnnig hefir deildin gefið samúð- argjafir til bágstaddra á þessum ár- um, er nemur tæpum 20 þús. kr. Samstaifið við bæjarbúa hefir alltaf verið svo sem bezt verður á kosið, og vill deildin þakka það nú við þessi tímamót í starfi hennar. — Félagar og ævifélagar eru nú 282. Olíukðpnr Barna- unglinga- og karlmanna fást í BRAUNS-verzlun Páll Sigurgeirsson. TILKYNNING TIL RAFMAGNSNOTENDA A AKUREYRI Ef rafmagn fer af, vegna bilunar í stofnvari eða einhverra truflana á útikerfi rafveitunnar, eru notendur vinsamlegast beðnir að tilkynna það til verkstæðis rafveitunnar við Skipagötu, sími 414, frá kl. 7,20 til 17, en á öðrum tímum sólarhringsins til lögreglu- varðstofunnar. ' ¦ . Rafveita Akureyrar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.