Íslendingur


Íslendingur - 22.03.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 22.03.1950, Blaðsíða 4
Vestur-íslenzkar bækur. Ilöfum nvlega fengið dálíliS af veslur-ísl. bókum, er byrjað verður að selja í dag. Bókaverzlun Björns Arnasonar. Gránufélagsgötu 4 — Akureyri. tcndumuv Sunnudagaskóli Ak- ireyrarkirkju. ®skulýSsblaðið cemur út á sunnu- daginn kemur, og eru sunnudagaskóla- börnin, sem vildu selja blaðið, vinsamleg- ast beðin um að mæta í kapellunni á sunnudaginn kl. 10.30 f. h. Almennur æskulýSs- fundur verður hald- inn að Hótel Norður- land kl. 8.30 e.h. n.k. sunnudag. Fundarskráin verður auglýst seinna í vikunni. Æskulýðsblaðið kemur út sama dag. Allir eru velkomnir á þennan fund. Akureyringar! Munið eftir að gefa fugl- unum. Messað í Glerárþorpi n. k. sunnudag kl. 5 e. h. P. S. — Á Akureyri kl. 5. F. R. □ Rún — 59503227 — 1 — Atg:. Aheit á Strandarkirkju kr. 100.00 frá J. Frá Barnaskúia Akureyrar. Skólabörnin þakka bæjarbúum kærlega fyrir ágæla að- sókn að ársskemmtun skólans. Sérstáklega þakka þau mörgum foreldrum, er veittu ýmis konar aðstoð við undirbúning hennar. Carðyrkjuráðunuutur bæjarins hefir beð- ið blaðið að minna garðleigjendur á að sækja um endurnýjun leyfa fyrir görðum sínum innan 25. þ. m. Eftir þann tíma verða engin leyfi endurnýjuð. Aheit á Akureyrurkirkju. Kr. 160.00 frá Fjólu. Kr. 100.00 frá S. S. og kr. 100.00 frá S. J. — Þakkir. Á. R. Hjúskapur: Polly Jóhannsdóttir og Júl- íus Jóhánnesson starfsmaður bjá Rafv. Akureyrar. Gift 11. marz. — F, J. R. í. O. O. F. = 1313248% = Föslumessa verður í kapellunni í kvöld kl. 8,30. Fólk er beðið að hafa með sér Passiúsálma. — F. J. R. Jónas Snœbjörnsson, kennari varð sex- tugur í gær. Basar heldur Kvenfél. Alþýðuflokks- ins sunnudaginn 27. þ. m. kl. 4, að Tún- götu 2. Ymsir góðir munir. — Stjórnin. Aheit: Eins og stóð í síðasta tbl. Is- lendings bárust Elliheimilinu í Skjaldar- vík eftirfarandi áheit og gjafir: Áheit frá konu kr. 500,00. Áheit frá Eiríki Stel'ánssyni 100,00. Gjöf frá konu kr. 100,00. Áheit frá konu kr. 100,00. Hjartans þakkir, Stefán Jónsson. Gengi erlendrar myntar, eins og það var skráð við gildistöku gengisskráning- arlaganna: Sterlingspund ísl. kr. 45,70 Dollar — 16,32 Canada dollar — 14,84 Dönsk kröna Í100) — 236,30 Norsk króna (100) — 228,50 Sænsk króna (100) — 315,50 Tókknesk króna (100) . — 32,64 Franskir frankar (1000) — 46,63 Belg. frankar (100) — 46,63 Svissn. frankar (100) — 373,70 KristnibofisviLd í Zíon 26. marz tll apríl. Frásöguþætl ir af kristniboðinu og prédikun á live.ju kvöldi. Ræðumenn: Bjarni Eyjólfsson, rit tjóri, og séra Jóhann Hlíðar. Hjalti Þorsteinsson hljóp 1500 m. á met- tínia. 1 síöasln íþróltaþætti varð sú prent- villa í t'rásiign af móti Skaulafélags Akur- eyrar, að sagt var að Jón D. Armannsson hefði unnið 1500 m. hl. Það var lljalti Þorsteinsson, sem vann það á 3:13.0 sek. eða 7 sek. betri tíma en íslandsmetið. En 500 m. hlaupið vann Jón á 56.2 sek. eða 7 sek betri tíma en Islandsmetið. Miðvikudagurinn 22. marz 1950 KAU'PUM GAMLAR fí Æ KU R Bókaverzl. EDDA h.f. FELAGSL I F Innanjélagsskíðamót drengja 6-8 ára, 8-10 ára og 10-13 ára fer fram n.k. laugardag kl. 5 e.h. á Bæringstúninu við Helgamagrastræti. -— Keppt verður í göngu og stökki. — Þátttakendur tilkynni þátttöku sína Gunnari Árnasyni í Sport vöruverzlun Brynjólfs Sveinssonar h.f., fyr ir hádegi á laugardaginn. -— Skíðadeildin Ilestamannafélagið Léttir hefir félags vist og dans í Samkoinuhúsinu sunnudag inn 26. þ. m. kl. 8 e. h. Illjómsveit húss- ins leikur. Eldri dansa klúbburinn heldur dansleik í Verkalýðshúsinu n. k. laugardagskvöld, 25. þ. m., kl. 10 síðdegis. ' Hjálprœðisherinn, Strandgötu 19 b. Al- mennar samkomur föstudaga og sunnu- daga kl. 8,30. Concertína, Guitar og Man- dolinspil. Mánudag kl. 4 heimilisamband- ið; kl. 8.30 æskulýðssamkoma. Fimmtudag kl. 8.30 Norsk Forening. Barnasamkomur: Sunnudaga kl. 2 sunnudagaskóli. Miðviku- d'aga kl. 6 saumafundur (kærleiksbandið). Verið hjartanlega velkomin á hersamkomu. Stúkan lsafold-FjaUkonan nr. 1 heldur íund í Skjaldborg máuudaginn 27. marz n. k. kl. 8,30. Fundarefni: Venjuleg fundarstörf og inntaka nýrra félaga. Kosning embættisnjanna. Blaðið lesið upp. Teikningar af fyrirliúgaðri æskulýðs- höll ljggja frammi á fundinum. Æðstitemplar. Æsktilýðssamkoma n. k. laugardags- kvöld kl. 8,30 á Sjémarbæð. Ungu fólki sérstaklega boðið, en allir vélkomnir. • Sæmundur G. Jóhannesson Skíðalandsmót á Sigl/ufirSi. Við skála Skíðafélags Siglufjardar Barnastúkan „Sakleysið“ heldur fund f Skjaldborg næstkomandi sunnudag kl. 1 e. b. — Venjuleg fundarstörf. — Eftir fundinn verður dausa'ð.. Komið stund- víslega, og fjölmennið. lleslamannafélagið Léttir efnir til boð- reiðar á hestum á í num framan við Gróðr- arstöðina ri. k. sunnudag, ef veður leyfir. Nánar í göiuauglýsingum síðar í vikunni. Sjónarhœð. Sunnudagaskóli kl. 1 og almenn samkoma kl. 5 á sunnudögum. Allir velkomnir. A Ð A l. F I J N D U R Rauðakrossdeildar Akureyrar verð- tir að llólel R. E. A. (Rotarysal) sunnudaginn 26. marz kl. 1,30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Samriingstilboð er togaraeigendur á Akureyri lögðu fyrir háseta á Akureyrartog- ui'unum, var fyrir skömmu féllt við leyrtilega atkvæðagreiðslu í Sjó- Karlakór Akureyrar heíur samsöng í tiiefni af 20 ára af- mæli í Nýja Bíó kl. 2 e.h. næstkom- andi sunnudag. Söngstjóri er Askeli Jónsson og við hljóðfærið frú Þyri Eydal. Á söngskránni eru 12 lög eft- ir íslenzka og erlenda höíunda. ^ Einsöng og tvísöng syngja þeir Jóhann Konráðsson, Jósteinn Kon- ráðsson og Sverrir Magnússon. Auk þess syngur þarna Einar Sturluson óperusöngvari, sem nú er nýkom- inn til kórsins sem þjálfari hans. Styrktarfélagar kórsins vitji að- göngurniða til Valdimars Baldvins- sonar í skóbúð K. E. A. á fösludag og laugardag. Aðgöngumiðar verða seldir í bókabúð Páls Axelssonar, sömu daga. mannafélagi Akureyrar með 44 at- kvæðum gegn 11. Auðir voru 2 seðl- ar. Nánar verð'ur sagl frá þessu í naista blaði. GREIPAR GLEYMSKUNNAR um fyrir skömmu.“ Ceneri tók eftir því, að Macari hafði hægri liönd- ina undir jakkanum, en þar sem það var vani hans, þá veitti hann því ekki frekari athygli. . Anthony virti hann ekki svars, heldur sneri sér frá honum með 'frábærum fyrirlitningarsvip, sem gerði Macari óðan af reiði. „Aður en við ræðum nokkuð. annað,“ sagði Ant- hony við frænda sinn, „þá krefst ég þess, að mér verði þegar fengið forræði systur minnar. Hvorki hún eða eignir hennar skulu lenda í klónum á ættsmáum ítölsk- um flækingi og ævintýramanni eins og þessum vini U mum. „Þetta voru síðustu orð þessa ógæfusama unga manns. Macari gekk einu skrefi nær honum, hann rak ekki upp reiðióp né heldttr hrökk honum blótsyrði af vörum, sem gæti aðvarað- fórnarlamb hans. Hann hafði gripið hægri hendi urn skaftið á hinum langa, blikandi rýtingi sínurn, brá lionum nú upp, og er Ant- hony March leit upp, og kastaði sér síðan aftur á liak í stólnum, lil þess að forða sér, þá reið liöggið af og því var fylgt eftir af öllum mætti þessa rammeflda manns. Rýtingurinn stakkst inn rétt neðan við við- beinið og gekk í gegnum hjartað. Anthony March var þagnaður að eilífu. Um leið og liann féll hætti söngur Paulme og hið nístandi skelfingaróp hennar kvað við. Hún gat séð það, sem gerzl hafði, þaðan sem hún sat við píanóið. Það er engin furða þótt þessi sýrt hafi svipt hana réttu ráði. Macari stóð yfir fórnarlambi sínu. Ceneri var högg- dofa yfir þessum glæp, seru á svipstundu gerði óþarf- ar allar ráðagerðír hans um brottnámið. Petroff virt- ist sá eini, sem var með sjálfum sér. Það var áríðandi að þagga niður í Pauline til þess að óp hennar vektu ekki nágrannana og kölluðu þá á vettvang. Hann þaut því til hennar, kastaði þykku ullarteppi yfir hana, lagði hana niður á legubekk og hélt henni þar með valdi. A þessu augnabliki var það að ég ruddist inn, blind- ur og hjálparvana, en að því er þeim öllum fannst, sem sendiboði hefndarinnar.- Jafnvel hinum kaldrifjaða Macari brá mjög, er ég óð þannig inn. Það var Ceneri, sem af sjálfsvarnar- hvöt dró upp skammbyssu og spennti hana. Það var hann, sem skildi ltina áköfu bæn tnína um miskunn, það var hann, sem fullyrti, að ég hefði rétt fyrir mér, ;ig það var hann, sem bjargaði lífi mínu. Jafnskjótt og Macari hafði áttað sig, krafðist hann þess, að ég yrði látinn síeta sömu örlögum og Ant- liony. Hann Jyfti aftur rýtingi símiin til þess að svipta niann lífi, en Petroff, sem nú hafði neyðst til þess að sleppa Pauline, hélt mér niðri, þar sem ég hafði dott- ið. Ceneri sló rýtinginn til hliðar og hjargaði þannig lífi mínu. Hann rannsakaði augu mín og fullyrti, að ég væri blindur. Hann kvað nú engan tíma til að vera tneð ásakanir eða deilur, en hann sór, að hér skyldi ekki annað morð framið. Petroff studdi hann og Macari lét þá að lokum und- an með því skilyrði að með mig skyldi farið svo sent áður hefir verið Jýst. Hefðu deyfilyf verið við hend- ina, þá hefðu mér þegar verið gefin þau, en svo var nú ekki, og því varð að vekja gömlu þjónustukonuna, sem til þessa hafði enga vitneskju íengið um glæpirm og senda ltana eftir svefnlyfjum. Sökudólgarnir þorðu elcki að líta af mér, og ég var því neyddur til þess að sitja þarna og hlusta á allar þeirra athafnir. Hvers vegna afneitaði Ceneri ekki morðinu? Hvers vegna hélt liann áfram félagsskapnum eftir að glæpur- inn var framinn? Eg get ekki álitið annað en að hann ltafi verið verri maður en hann þóttist vera. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá hafði hann verið búinn að ráðgera að fremja annan glæp næstum eins sví- virðilegan, og ef hið sanna hefði komið í ljós um það, hvernig hann fór með eignir systkinanna, þá liefði eng- inn dómstóll í heiminum sýknað hann. Sennilega hafa þeir Petroff ekki metið mannslííið mikils, hendur þeirra hafa þá vafalaust verið flekkaðar af pólitísk- um morðum. Þar sem þeim hefir verið ljóst, að dóm- stólarnir myndu verða þeim þungir t skauli, þá hafa þeir iagzt á sveií með Macari og þegar hafizt kapp- samlega handa um að afmá öll merki þess, að glæpur hefði verið framinn. En upp frá því var líka lítill munur á sekt þessara þriggja manna. Þar sem þeir voru þannig allir undir sömu sök seld-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.