Íslendingur


Íslendingur - 29.03.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 29.03.1950, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 29. marz 1950 Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: / Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Við hlið kommúnista Alþýðuflokkurinn hefir snúizt gegn bjargráðalöggjöf ríkisstjórnar- innar, og tekið sér vígstöðu við hlið kommúnista í andstöðu gegn efna- hagslegri viðreisn þjóðarbúskapar- ins. Hann hefir talið sig fylgjandi því, að viðhalda hinu falska gengi krónunnar en halda áfram uppbóta- kerfi því, sem undanfarin ár hefir verið ríkjandi, enda þótt með því væri stefnt í ógöngur. Með þessu til- tæki hefir hann farið inn á aðrar brautir en bræðraflokkar hans í Bretlandi og á Norðurlöndum og gengur sýnilega ekki annað til en að reyna að keppa við kommúnista um atkvæði þeirra, sem óánægðir eru með þær ráðstafanir, er gerðar hafa verið til bjargar afkomu atvinnuveg- anna og fjárhag ríkissjóðs. Alþýðumaðurinn í síðustu viku tekur upp kafla úr grein í ísl. frá s.l. hausti, þar sem bent er á, að einhliða gengislækkun komi hart niður á „gegnu og góðu fólki“, sem sparað hefir saman nokkurt fé til öryggis á elliárunum. Þetta er ennþá skoðun blaðsins, þótt það hafi viðurkennt nauðsyn þeirrar löggjafar um geng- isskráningu o.fl., sem nýlega er geng- in í gildi. Þegar Verkamannastjórn- in brezka lækkaði gengi pundsins gagnvart dollar á s.l. ári, hlaut það að koma hart niður á slíku fólki, enda var þar um einhliða gengis- lækkun að ræða, og sama má segja um þær gengislækkanir, er Alþýðu- flokksstjórnirnar á Norðurlöndum hafa gengist fyrir. Gengislækkunarlöggjöf sú, er sam- þykkt var á Alþingi nýlega, er ann- ars eðlis. I hana eru sett margvísleg ákvæði til að draga úr áhrifum henn- ar á afkomu launafólks og sparifjár- eigenda. Gert er ráð fyrir hækkun launa, er svarar beinni verðhækkun af völdum löggjafarinnar og uppbót- um á því sparifé, er rýrnar af sömu orsökum. En þegar brezka Verka- mannastjórnin lækkaði gengið í fyrra, voru engar slíkar gagnráðstaf- anir gerðar, og lét stjórnin þau orð lylgja, er málið var samþykkt, að nún liti á allar launahækkunarkröf- ur sem tilræði við uppbyggingu efna- hagsmálanna. Slagorð kommúnista um að geng- islækkunin sé hjálp til handa efna- mönnum þjóðarinnar á kostnað al- þýðu, eru jafn fráleit, þótt þau end- urómi í dálkum Alþýðuflokksblað- anna. Með því að taka upp óábyrga afstöðu í þessu máli og skipa sér í fylkingu við hlið þess flokks, er miðar alla afstöðu sína við að koma efnahag þjóðarinnar í kaldakol, hef- ir Alþýðuflokkurinn fyrirgert því litla trausti, er hann enn naut meðal nokkurra hugsandi manna. Ætli hann sér að laka forustuna í því að gera tilætluð áhrif gengisskráning- arlaganna að litlu eða engu, hefir hann valið sér ógæfusamlegt hlut- verk í þjóðmálunum. Er mjög vafa- samt, að hann nái nokkru teljandi fylgi frá kommúnistum á því, þegar tilgangur andstöðu hans er jafn auð- sær, en hitt er aftur á móti einsætt, að álit hans út á við bíður við það varanlegan hnekki. Vonbrigði Alþýðuflokksins yfir úrslitum Alþingiskosninganna s.l. haust hafa mjög ruglað ráð hans. Hann hefir nú tekið upp neikvæða stefnu, einhvers konar hefndarpóli- tík, að hætti vonsvikinna biðla. Sú afstaða er í senn óþjóðholl og lítil- mannleg. fslandi ætlað 5 millj. dollarar af Marshallfé á næsta f járhagsári Marshall aðstoð til íslands á fjár- hagsárinu 1. júlí 1950 fram til 30. júní 1951 hefir til bráðabirgða ver- ið áætluð að upphæð 5.200.000 dal- ir, samkvæmt upplýsingum, er Paul G. Hoffman forstjóri stjórnar Efna- hagssamvinnunnar (ECA) lét utan- ríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í té. Hoffman, sem hefir flutt fjárveit- ingabeiðni stjórnar Efnahagssam- vinnunnar fyrir ýmsum nefndum Bandaríkjaþings undanfarið, en þessi beiðni nemur að upphæð 3.100.000.000 dölum fyrir næsta fjár hagsár, tilkynnti einnig við sama tækifæri eftirfarandi bráðabirgða- tölur yfir fjárveitingar til þátttöku- ríkja Efnahagssamvinnu Evrópu: Austurríki 124.400.000 dalir Belgía Danmörk Tríeste Frakkland 142.800.000 65.100.000 10.000.000 502.800.000 V. Þýzkaland 552.900.000 Grikkland írland Ítalía Holland Noregur Portúgal Svíþjóð Tyrkland Bretland 148.800.000 33.500.000 290.600.000 192.800.000 67,100,000 23.500.000 34.300.000 44.100.000 687.100.000 í þessum upphæðum til hinna ein- stöku þátttökuríkja Efnahagssam- vinnunnar eru fólgnir 600.000.000 dalir, sem ekki verða veittir í fyrstu, en munu verða dregnir undan, á sér- stökum hundraðshluía grundvelli, fyrir hina fyrirhuguðu sameiningu greiðslukerfa Evrópu, en stjórn Efnahagssamvinnunnar mun síðar hefja beinar fjárveitingar til ríkja þeirra sem uppfylla viss skilyrði þar að lútandi. Seinagangur leyfisveitinga. — Tvœr skemmtanir. ÉG ÁTTI nýlega tal við mann, sem fæst við iðnrekstur og heldur uppi atvinnu fyr- ir margt fólk. Meðal annars barst tal okk- ar að því, hversu öll afgreiðsla á innflutn- ingsleyfum gengi seint og illa hjá hinum vísu ráðum og nefndum. Kvaðst hann hafa sótt um framlengingu á leyfum og fengið hana, en nú væru leyfin kölluð suður aft- ur vegna gengisbreytingarinnar í stað þess að gefa út viðbótarleyfi sem næmi gengis- muninum. Myndi þessi ráðstöfun óhjá- kvæmilega tefja afgreiðslu leyfanna um langa hríð, e.t.v. vikum saman, og valda því, að iðnfyrirtæki neyddust til, vegna hráefnaskorts, að segja upp starfsfólki og stöðva reksturinn til óbætanlegs tjóns, ekki aðeins fyrir fyrirtækin sjálf og það fólk, sem við þau vinnur, heldur og fyrir þjóðarheildina. Þegar spurzt hefði verið fyrir um nauðsyn þess í opinberu blaði, hefði því verið svarað, að ekki hefði verið unnt að fara aðra leið af „tæknilegum ástæðum". Kvaðst hann ekki vita til, að vart hefði orðið sérstakrar „tækni" við af- greiðslu innflutningsleyfa, a.m.k. ekki tækniiegs hraða! ÉG FER sjaldan á samkomur, sem von- legt er. Inngangseyrir er nú orðinn svo hár, að hinar ódýrustu samkomur mundu kosta mig það, að afhenda einn bezta lambhrútinn, sem ég átti, meðan ég bjó í sveitinni, eða öllu heldur andvirði hans. Góð kunningjakona mín bauð mér þó ný- lega á barnaskemmtunina, og síðar á söng Karlakórs Akureyrar, og kann ég henni þakkir fyrir. Barnasamkoman þótti mér um margt eftirtektarverð. Það var reglu- lega ánægjulegt að sjá og heyra hinn unga „kynni", er ávarpaði okkur í upphafi skemmtunarinnar og tilkynnti dagskrár- atriðin á röggsamlegan hátt. Og margt fór hinum ungu skemmtikröftum svo vel úr hendi, að unun var að. Fánaþátturinn var vel upp byggður, en í hann vantaði þá al- vöru, er efnið gaf tilefni til, og mun þar æfingaskortur hafa mestu ráðið. Söngur- inn var góður, og þótti mér í mikið ráðizt að taka Kirkjuhvol Bjarna Þorsteinssonar til meðferðar, en þó tókst hann engu mið- ur en annað, sem léttara var. Naut ég þessa alls vel, þrátt fyrir allmikinn hávaða Að meðtöldum þelm 5.200.000 dölum, sem er bráðabirgðafjárveit- ing til íslands á næsta fjárhagsári, nemur áætluð Marshallaðstoð til ísl. á tímabilinu frá apríl 1948 til júní 1951, að upphæð 18.400.000 dölum. A fimmtán mánaða tímabili, þ. e. frá því í apríl 1948 og fram til í júní 1949 fékk ísland samtals 8.300.000 dali, en efnahagsaðstoð á yfirstandandi ári er áætluð 7.000.000 dalir á tímabilinu júlí 1949 til júní 1950. Ludvig David KAFFIBÆTIR fyrirliggjandi í heildsölu hjó I. BRYNJÓLFSSON fr KVARAN. A k u r e y r i. IÞRÓTTAÞÁTTUR Sunnudaginn 26. þ. m. var Skíða- móti Akureyrar 1950 haldið áfram og keppt í bruni og svigi. Brunbraut- in var í Vaðlaheiði sunnan til, lengd brautarinnar mismunandi eftir flokk- um, en fyrir A- og B-flokk um 2.5 km. löng og hæðarmismunur um 500 metrar. Úrslit urðu þessi: Fyrst í kvennaflokki og þar með brunmeistari Akureyrar 1950 varð Unnur Arnadóttir K.A. á 54 sek. 2. Dóra Bernharðsdóttir Þór 74 sek. 3. Margrét Sigþórsdótíir M.A. 76.4 sek. A-flokkur karla: Fyrstur og brun- meistari Akureyrar 1950: Magnús Brynjólfsson K.A. 129 sek. 2. Jón K. Vilhjálmsson Þór 151 sek. 3. Birgir Sigurðsson Þór 160 sek. B-flokkur karla: 1. Hermann Ingi- marsson Þór 149 sek. 2.-3. Bergur ungviðisins á svölum og voðalega hás kvenhatts skammt fyrir framan mig, sem var í laginu eins og páfuglsstél og virtist sérstaklega sniðinn fyrir aftasta bekk í leikhúsi. Ég vil láta banna framleiðslu á slíkum höfuðbúnaði. Kunnugur maður sagði mér, að flest fólkið í salnum sæist þar ekki nema einu sinni á ári, nefnilega á samkomum barnanna. Var roskið kven- fólk þar í áberandi meiri hluta. Þetta fólk stundar hvorki kaffihúsasetur né knatt- borðsstofur, eins og allt of margt ungra manna gerir nú til dags. En það nýtur þessarar dægrastyttingar með sérstakri ánægju og er þakklátt litlu leikurunum og kennurum þeirra fyrir þessa sérstæðu skemmtun. Ég hafði líka mjög gaman af að hlusta á Karlakórinn. Ég hef alltaf haft gaman af söng, þótt ég komi varla upp bofsi nú orð- ið. Og þó ekki hefði verið annað en ein- söngur Einars og Jóhanns, mundi ég ekki hafa talið eftir mér að rölta þenna spöl í góðviðrinu til að hlusta á þá. En ég hefði kunnað vel við það, af því hér var um sér- staka afmælistónleika að ræða, að einhver fulltrúi bæjarstjórnar eða söngkóra í bæn- um hefði flutt kórnum afmæliskveðju að loknum söng. Ef til vill hefir þetta verið gert á öðrum vettvangi, þótt ég viti það ekki, en þarna fannst mér það hlýða. Eiríksson K.A. og Halldór Ólaísson K.A. 151 sek. C-flokkur karla: 1. Sigtr. Sigtr.ss. K.A. 102 sek. 2. Haukur Jakobsson K.A. 103 sek. 3. Pétur Þorgeirsson K.A. 105 sek. í svigi kvenna varð fyrst og þar með svigmeistari Akureyrar 1950: Unnur Árnadóttir K.A. 42.1 sek. 2. Margrét Sigþórsdóttir M.A. 52.0 sek. 3. Dóra Bernharðsdóttir Þór 54.7 C-flokkur karla: 1. Sigtryggur Sig- tryggsson K.A. 54.8 sek. 2. Haukur Jakobsson K.A. 56.1 sek. 3. Björn Ólsen K.A. 56.5 sek. í aukakeppni allra flokka karla: 1. Magnús Brynjólfsson K.A. 68.7 sek. 2. Jón K. Vilhjálmsson Þór 73.3 sek. 3. Birgir Sigurðsson Þór 74.5 sek. Veður og færi var hagstætt. — Aformað er að skíðamótinu ljúki um næstu helgi með 4 sinnum 10 km. boðgöngu á laugardag kl. 4 og svigi í A- og B-flokkum karla kl. 11 á sunnudag í Vaðlaheiði. Úfgarðsgangan, hin árlega skíðagöngukeppni ÍMA fór fram sl. föstudag. Var gengið frá Útgarði niður að fimleikahúsi M.A. Þátttaka var geysimikil og sýnir bezt áhuga nemenda fyrir göngunni að meðal keppenda voru rúmlega' 20 stúlkur. Úrslit göngunnar urðu þau að A-sveit III. b. sigraði. Fyrstir urðu: 1. Jónas Jónsson IV. b. 2. Jó- hannes Sölvason III. b. 3. Gunnlaug- ur Helgason III. b. 4. Ólafur Einars- son III. b. Fyrst af stúlkunum var Sigríður Helgadóttir IV. b. 2. Margrét Sig- þórsdóttir IV. b. Vann IV. b. sveita- keppni kvennanna. VEGNA leiðinlegra mistaka í frá- sögn af keppni Skautafélags Akur- eyrar eru hér hin réttu úrslit í flokki fullorðinna: 500 m. hl. 1. Hjalti Þorsteinsson 56.2 sek. — 1500 m. hl. 1. Jón D. Ár- mannsson 3:13.0 mín. íslandsmet þessara hlaupa átti Einar Eyfells Í.R 57,2 sek. og 3:20.0 mín.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.