Íslendingur


Íslendingur - 29.03.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 29.03.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. marz 1950 ÍSLENDINGUR Jarðarför Unu Kristjánsdóttur, sem andaðist að Elliheimilinu Skjaldarvík 23. marz, er ákveðin þriðjudaginn 4. apríl frá Akureyrarkirkju kl. 1 e. h. Vandamenn. Hjartans bakkir til allra þeirra, er auðsýndu mér vinarhug og sendu mér hlýjar kveðjur á sex- tugsafmceli mínu þann 21. þ. m. Jónas Snœbjörnsson. Nr. 5/1950. TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið, að óheimilt sé að selia kringlur í stykkjatali á hærra verði en sem samsvarar kr. 4.50 pr. kg. Reykjavík, 22. marz 1950. Verðlagsstjórinn. Atvinna Tvær stúlkur geta fengið vinnu í Gróðrarstöð- inni á Akureyri frá 1. maí til 1. október við mat- reiðslu og garðyrkju. ÁRNI JÓNSSON. - NYJA BI0 - 9 I dagkl. 5og9: KATRÍN KEMST Á ÞING! (The farmer's daughter) Aðalhlutverkin leika: Loretta Young Joseph Cotton Ethel Barrymore. Skjaldborgor-bíó Aðalmynd vikunnar: Bæjarstjórafrúin baðar sig (Das Bad auf der Tenne) Gáskafull og glettin þýzk gam- anmynd, er gerist í Flandern á miðöldum. Myndin er tekin í hin- um undurfögru Agfalitum. Ibúð öskast 2—3 herbergi og eldhús ósk- ast til leigu í sumar eða haust. Þeir, sem vildu sinna þessu gjöri svo vel að hringja í síma 24, Prentsm. Björns Jónssonar Höpter^ til Sigluíjarðar Ferðaskrifstofart :fnir til hópferðar um páskana til Siglufj arðar. Ef nægileg þátttake fæst verður farið til Siglufjarðar miðvikudag- inn 5. apríl kl. 5—5 e. h. með m.s. Drang og frá Siglufirði þriðju- dagsnótt. — Þeir, sem hafa hug á að taka þátt í þessari ferð, eru vin- samlegast beðnir ið tilkynna þátttöku sína sem fyrst og ekki síðar en fyrir hádegi rránudaginn 3. apríl. — Séð verður fyrir gistingu og mat fyrir þá sen þess óska. Ferðaskrifstofan. Búkameno, takið ettir! Frá og með deginum í dag, seljum við ýmsar bækur og tímarit GEGN MÁNAÐARLEGUM AFBORGUNUM. Af miklu bókaúrvali má nefna: Ritsafn Jóns Trausta, ritsafn Guðmundar á Sandi, Islend- ingasögurnar, tímaritið Sögu, tímarit Bókmenntafélagsins, Náttúru- fræðinginn, bækur H. K. Laxness, Þórbergs, Kristmanns, Kambans, Endurminningar Culbertsons, Nýja penna (10 bindi), þjóðsögur og þjóðleg fræði, leikrit, Ijóðabækur, ævisögur merkra manna o.fl. o.fl. Bókamenn og bókaunnendur! Notið þessi einstöku kostakjör, sem engin bókaverzlun norðanlands hefir áður boðið. Komið strax í dag og lítið á úrvalið. Virðingarfyllst. BÓKAVERZLUN BJÖRNS ÁRNASONAR Gránufélagsgötu 4 . Akureyri. Forstoðukonu og tóstni vantar á dagheimili Kvenfélagsíns Hlífar á Akureyri frá 15. júní til 15. sept. n. k. Skriflegar umsóknir ásamt kaupkröfum sendist til for- manns félagsins, frú Elinborgar Jónsdóttur, Munkaþverárstræti 38, Akureyri, fyrir 15. apríl n. k. Þeir, sem hafa í hyggju að senda börn sín á dagheimilið í sumar, skili umsóknum á sama stað fyrir 15. maí n. k. STJORNIN. GREIPAR GLEYMSKUNNAR ir, þá voru allar líkur til þess að þeim tækist að leyna glæpnum. Teresa var þegar látin vita allt saman, en þeir treystu henni fullkomlega, enda hafði Ceneri svo mikið vald yfir henni, að hún hefði framið mörg morð til viðbótar, ef hann hefði óskað þess af henni. Hið fyrsta, sem þau þurftu að gera, var að losna við mig. Þar sem Ceneri trúði Macari ekki fyrir mér, þá fór Petroff út og náði í leiguvagn. Vagnstjórinn léllst á það, að leigja honum vagninn í um eina og hálfa klukkustund, er Petroff hafði boðið honum allríflega fjárhæð. Þetta var um hánótt, svo að það var auðvelt að bera meðvitundarlausan líkama minn út í vagninn, án þess að það vekti nokkra eftirtekt. Petroff ók nú af stað, og er hann hafði látið mig út úr vagninum í afskekktri hliðargötu fjarri morðsaðn- um, þá skilaði hann vagninum og hélt aftur til félaga sinna. Af Pauline er það að segja, að stunur hennar dóu smám saman út og hún lá nú sem í dauðadái. Af henni stafaði sökudólgunum mesta hættan, en við hana var ekkert að gera, meðan hún lá þannig, annað en að bera hana til herbergis- síns og fela hana umsjá Ter- esu. Þegar hún svo vaknaði aftur yrðu þeir að ákveða, hvað til bragðs skyldi taka. En nú var mjög áríðandi fyrir þá að losna við lík hins myrta. Ymsar leiðir voru ræddar og að lokum ein valin, sem var svo fífldjörf, að hún hefir þess vegna ekki vakið grun. Þeir voru nú á barmi örvæntingar- innar og því reiðubúnir að eiga mikið á hættu. Snemma morguninn eftir sendu þeir bréf heim til Anthonys, þar sem sagt var, að hann hefði skyndilega orðið mjög veikur kvöldið áður og að hann dveldi hjá frænda sínum. Þetta nægði til þess að koma í veg fyrir allar eftirgrennslanir úr þeirri átt. Þeir höfðu áður lagt líkið sem vandlegast til og gerðu allt sem þeir gátu til þess að láta líta svo út sem um eðlilegan dauð- daga væri að ræða. Síðan fölsuðu þeir dánarvottorð frá lækni. Ceneri sagði mér ekki hvernig þeir hefðu náð í eyðublað undir það, en maðurinn, sem hann fékk það hjá, vissi ekkert um til hvers ætti að nota það. Þá sneru þeir sér til útfaraumsjónamanns og báðu hann um að láta þá fá líkkistu og umbúðir um hana samdægurs. Líkið var síðan, í viðurvist Ceneris, kistu- lagt án allrar venjulegrar viðhafnar, og sögðu þeir um- sjónarmanninum, að það væri vegna þess að líkið ætti að flytjast til útlanda og að þar færi allur venjulegur útfararundirbúningur fram. Umsjónarmaðurinn var mjög undrandi, en þar sem honum var vel borgað, þá sagði hann ekkert. Með hið falsaða dánarvottorð í höndunum útveguðu þeir sér svo öll nauðsynleg skil- ríki, og að tveim dögum liðnum héldu þremenning- arnir af stað til ítalíu með líkið, allir klæddir sorgar- klæðum. Enginn sá neitt grunsamlegt við atferli þeirra eins og á stóð og var því engin tilraun gerð til þess að stöðva þá. Þeir fluttu líkið raunverulega alla leið til Italíu, til borgarinnar þar sem móðir Anthonys hafði dáið, þar var hann jarðaður við hlið móður sinnar og nafn hans og ártöl sett á legsteiiiinn. Nú töldu söku- dólgarnir sér ekki lengur stafa hættu af neinum nema Pauline. Þeir þurftu ekki heldur að óttast hana. Þegar hún loks vaknaði úr dáinu, þá gat jafnvel Teresa gamla séð, að alvarleg breyting hafði orðið. Hún minntist ekkert á atburðinn, sem hún hafði séð, og hún spurði einskis. Fortíðin var alveg horfin sjónum hennar. Sarri- kvæmt fyrirmælum Ceneris flutti Teresa gamla hana til hans til ítalíu jafnskjótt sem henni var það mögu- legt, og Ceneri sá þá, að Macari hafði með glæp sín- um ekki aðeins svipt bróðurinn lífinu heldur og syst- urina heilbrigðri skynsemi. Engar eftirgrennslanir voru gerðar vegna Anthony March. Ceneri hafði framkvæmt hina djörfu áætlun sína út í æsar og þá einnig sent mann til þess að sækja eignir Anthonys. þangað, sem hann hafði búið, og lét jafnframt segja frá því, að Anthony hefði dáið á heim- ili sínu og að hann yrði flyttur til Italíu til þess að jarðast við hlið móður sinnar. Nokkrir vinir söknuðu hans um stund sem félaga og þar með var það búið. Þar sem ekkert hafði heyrzt frá blinda manninum, þá gerðu þeir félagar ráð fyrir því, að hann hefði haft vit á því að þegja. Mánuðirnir liðu og ástand Pauline hélst óbreytt. Teresa annaðist um hana og þær bjuggu í Torino unz ég sá þær í San Giovanni kirkjunni. Cenéri, sem hafði engan fastan samastað, sá frænku sína sjaldan. Nær- vera hans vakti engar kveljandi endurminningar hjá henni, en hann gat ekki þolað að sjá frænku sína. Sú sjón minnti hann óþægilega á það, sem hann var ákaf- ur í að reyna að gleyma. Hún virtist aldrei hamingju- söm á ítalíu og var sem hún þráði England óljóst. Þar sem Ceneri vildi losna við hana frá augum sér, þá hafði hann fallizt á, að Teresa skyldi fara með hana til London, og hann hafði enda einmitt komið til Tor- ino þennan ákveðna dag til þess að undirbúa brottför þeirra. Macari var í fylgd með honum, en hann skoð- aði Pauline jafnan að nokkru leyti sem sína eign, þótt hendur hans væru flekkaðar af blóði bróður hennar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.