Íslendingur


Íslendingur - 05.04.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 05.04.1950, Blaðsíða 1
XX XVI. árg. Miðvikudagur 5. apríl 1950 16. tbl. Framiög ríkisins til verk- legra franikvæmda á Akureyri. milj. kr. bankalán, og auk þess hefir bæjarsjóöur lánað höfninni 300.000,00 kr., og greitt til bráða birgöa 200.000,UO kr. Þaö er Ijós., aö bæjariélaginu er nieð öllu ofviða að standa undir þessuni lánurn, ef rikissjóður leggur ekki verulega af mörkum til nafnarinnar á þessu ári. Margt hvílir á bæjarsjoði og ekki sízt í sumar, er franikvæmdir hefjast við Laxá, sein allir vonast til. Þess má geta,að Vitamiálaskrif stofan heíir áætlað, að þær fram- kvæmdir, sem þegar er byrjað á, muni kosta alls um 5.364.000,00 kr. Hætt er við, að áætlun þessi raskist í verulegum atriðum og þá til liækkunar. í fjárlagafrumvarpi 1950 eru 4t/2 milj. kr. áætlaðar til hafnar- rnannvirkja og lendingarbóta. Skiptist þessi upphæð niður á milli hinna einstöku hafna. Hversu mikið Akureyrarhöin fær í sinn hlut er ekki unnt að ráða í, að svo komnu máli, þar sem Vitamálaskrifstofan hefir enn ekki skilað tillögu um skiptingu íjárins til Fjárveitinganefndar. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning er rétt að taka það fram að mörg bæjar- og sveitarfélög eiga nú inni stórfé hjá rikissjóði vegna hafnarframkvæmda, og er Akureyri því síður en svo noklc ur undantekning. í fjárlagafrumvarpi 1950 eru 300.000,00 kr. áætlaðar til sjúkra hússins. Er það sama upphæð og verið hefir á fjárlögum. Af 300.000,00 kr. fjárveitingu árið 1948 hafa 100.000,00 kr. enn ekki verið greiddar. Verður ef til vill ástæða til þess að v.kja að því atriði síðar. Viðbygging barnaskólans. Fyrir nokkru var lokið við stækkun á barnaskólahúsinu, Þær framkvæmdir munu hafa kostað sem næst 811.000,00 kr. í lögum frá 1946 um fræðslu barna er gert ráð fyrir því, að ríkissjóður greiði allt að lielm- ingi slofnkostnaðar heimangöngu skóla. Nú mun bæjarsjóður ekki hafa fengið meir en 72.500,00 kr. upp í framlag ríkissjóðs. Efti'- samtali sem ég átti við fræðslu- málastjóra er vonlaust, að aukið íramlag fáizt fyrr en fjárlög hafa verið afgreidd, þar sem þegar er búið að nota heimildir, sem veittar voru fyrir s. I. ár. Þá voru veittar 3,8 milj. til allra skólabygginga, kennarabústaðir þar með taldir. Þegar litið er á þessa upphæð er augljóst, að Akureyri hefir verið sett frekar hjá víð úlhlutun mennntamálaráðuneytisins á styrkjum til skólabygginga. Fær Akureyrarbær vonandi leiðrétt- ingu á þessu ári. í grein þessari vil ég lei'.ast við aö gefa nokkurt yíinit yfir það, hvað rikissjóöur hefir aö undanförnu lagt af mörkum til hinna ýmsu iramkvæmda á Akur eyri. Undirbúningur að af- greiðslu fjárlaga yfirstandandi árs er enn skammt á veg kominn enda þótt fjárlagafrumvarpið hafi verið tilbúið fyrir áramót. Er því erfitt að gera sér grein fyrir því, hvers vænta megi um fjárframlög á þessu ári. Munu fjárveitingar að sjálfsögðu fara eftir afkomu ríkisms, sem óhjá- kvæmiiega byggist á gagnsemi þeirra ráðstaiana, sem gerðar kunna að verða í efnahags. og atvinnumálum þjóðannnar. Hafnarframkvæmdir. Samkvæmt lögum um hafnar- gerðir og lendingarbætur frá 1946 greiðir ríkissjóður íil hafn- argerðar á Akureyri % kostnað- ar enda séu áætlánir um fram- kvæmdir allar samþykktar af samgöngumálaráðuneytinu, eign- ii- og tekjur hafnar og lendingar bótasjóðs ekki fullnægjandi til þess að stánda undir byggingu hafnarinnar eða lendingarbót- anna og fé veitt til þess í fjár- lögum. Eins og bæjarbúum er kunn- ugt hefir mikið verið unnið að alls konar framkvæmdum við höfnina að undanförnu og þá sérstaklega á s. 1. ári.(Hafríar- mannvirkin á Oddeyrartanga, endurbygging Torf une fsbry ggj u og Torfunefsgranda). Samkvæmt upplýsingum Vita- málaskrifstofunnar hefir heildar- kostnaðurinn við þessar fram- kvæmdir numið við síðustu ára- mót rúmum 3.300.000,00 kr. Þar af hefir ríkissjóður greitt upp í framlag sitt um 580.000,00 Virð- ist ríkissjóður því hafa átt van- greitt til hafnarinnar um s ðustu áramót um 740.000,00 kr. Til þess að standa straum af þessum framkvæmdum hefir orð- ið að leggja fram allt reiðufó hafnarinnar. Einnig að taka 1 Fj órðungss júkrahúsið Svipuðu máli gegnir um fjórð- imgssjúkrahúsið og höfnina, að ríkissjóður á ógreiddan veruleg- an hluta af framlagi sínu. Sam- kvæmt lögum frá 1945 ber ríkis- sjóði að greiða allt að % bygg- ingarkostnaður sjúkrahússins, þar sem það hefir verið viðurkennt af ráðherra sem fjórðungssjúkra- hús. Gunnar Jónsson, framkvæmd- arstjóri, he-'ir gefið þær upplýs- ingar, að byggingarkostn. nemi nú um 3.730.000,00 kr. Þar af hefir ríkissjóður greitt 1.610. 000,00 kr. Virðist slculd ríkisins því nema um 630.000,00 kr. Viðbygging sundlaugar og nýja iþróttasvæðið. Samkv. upplýsingum Þorsteins Einarssonar, íþróttafulltrúa, mun kostnaðurinn við þær endur- bætur, sem gerðar hafa verið á sundlauginni til siðustu áramóta hafa numið um 360.000,00 kr. Þar af hafa verið greiddar á þessum vetri úr íþróttasjóði kr. 60.000,00. í íþróttalögum frá 1940 er gert ráð fyrir framlögum úr íþrótta- s.ióði m. a, til hvers kon- r mann- virkja, sem miða að bættuni skil- yrðum til íþróttaiðkana Til íþróttasjóðs er áætluð upphæð á fjárlögum og nam hún á s.l. ári y2 niilj. kr. Iþróttafulltrúi taldi líklegt að j á þessu ári myndu fást úr íþrótta ! sjóði um 80.000,00 kr til sund- laugarinnar, ef samþykkt yrði sama fjárveiting til sjóðsins og veitt hefir verið. Til íþróttasvæðisins, neðan Brekkugötu, munu nú vera komn ai um 130.000,00 kr. þar af hefir íþróttasjóður lagt fram 29.750,00 kr.. Á þessu ári má gera ráð fyr- ii verulegu framlagi úr sjóðnum til þessara framkvæmda. Það mun láta nærri, að Akur cyrarbær hafi um síðustu áramót átt um 1,7 miljónir kr. inni hjá ííkissjóði, vegna framkvæmda þeirra, sem hér hefir verið drep- ið á. Flest, ef ekki öil bæjarfélög, eiga nú verulegar fjárupphæðir hjá rikissjóði vegna löggjafar siðari ára um framlagsskyldu ríkisins til ýmislegra verklegra framkvæmda. Hvernig ríkissjóði tekst að ynna þær skyldur af hendi, er ekki unnt að segja eins og stendur. Hins vegar er það Ijóst, að bæjarfélögin fá ekki ein til langframa risið undir þeim framkvæmdum, sem hafnar hafa verið í trausti þess, að ríkissjóð- ur legði sitt lögákveðna framlag af mörkum. Reykjavik 11/3 1950 JÓNAS G. RAFNAR. Viðbóta’ virkjanir Laxár og Sogs framkvæmdar samtímis Itafveilunefnd Akureyrar, ásamt I bæjarstjóra og rafveitustjóra, er ný- komin heim frá Reykjavík, en þang- að fór hún fyrir skömmu til við^als við ríkisstj órnina og raforkumála- stjóra um viSbótarvirkjun Laxár. Rafveitur ríkisins hafa tekiS aS sér undirbúning málsins, m. a. að gera útboðslýsingu og annast útboð, og eru þær í þann veginn að ganga frá útboðslýsingu. Marshallféð, sem til þessara fram- kvæmda var ætlað, er nú fyrir hendi, og mun ganga til þeirra, ef ríkis- sljórnin telur sér fært að ganga að Undirréttardómur fallinn í mólum upphlaupsmanna við Alþingishúsið 30. marz í fyrra. Hinn 25. marz s.l. kvaS sakadóm- arinn í Reykjavik upp dóma í mál- um þeirra manna, er ákærðir höfðu verið vegna uppþotsins við Alþingis- húsið 30. marz 1949, og öllum lands- mönnum er í fersku minni. — Alls höfðu 24 menn verið kærðir, og hlulu 4 þeirra sýknudóm. Þyngs an dóm hlaut Stefán Ögmundsson, 18 mánaða fangelsi og svipting kosn- ingaréttar og kjörgengis. Þrír hlutu 12 mánuði og sama réttindamissi og Stefán. Þrír hlutu 6 mánuði, fimm 4 mánuði og átla þrjá mánuði. Sakborningar munu hafa ’áfrýjað dómunum. skilyrðum þeim, er fylgja kunna. En því hefir ríkisstjórnin lofað, að láta báðar stórvirkjanirnar, við Laxá og Sog, fylgjast að. Svo getur farið, að skjót fram- kvæmd málsins velti á því, að bæj- arbúar og aðrir, sem virkjunarinnar eiga að njóta, kaupi skuldabréf í henni, hver eftir sinni getu. Verðm- nánar skýrt frá gangi málsins innan skamms. 142 þús. dollarar til Islands Efnahagssamvinnustofnuniii í Washington liefur tilkynnt, að innkaupaheimildir til íslands liafi numið alls 142.000 dollurum í febrúarmánuði. Langsíærsti lið- urinn í þessum heimildum voru vélar og tæki fyrir síldarverk- smiðjuna í Örfirisey, er náðu að verðmæti 121.000 dollurum. í þessari upphæð eru ekki með taldar fyrri heimildir fyrir kaup a vélum, sem þegar eru komnar í verksmiðjuna. Efnahagssam- vinnustjórnin hefur einnig veitt 21.000 dollara heifnild fyrir kaup um á grasfræi frá Kanada, fyrir íslenzkan landbúnað. Aö meðtöldum innkaupaheim- iidum þeim, er veittar voru ; febrúar, nema innkaupaheimildir til fslands alls 10.948.000 dollur- um frá því er efnahagssamvinn- an hófst í apríl 1948.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.