Íslendingur


Íslendingur - 05.04.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 05.04.1950, Blaðsíða 2
I ÍSLENDINGUR Sigurður Hliðar 65 ára 2 Útgefandi: Útgáfuíélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pélursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Cránufélagsgata 4. Sími 354. Prcnlsmiðja Björns Jónssonar h.j. GBiigisskráningar' frumvarpið orðiö að lijgum. Gengisskráningarfrumvarp það, er r.'kisstjórn Ólafs Thors lagði fyrir Alþingi í lok febrúarmánaðar, og svo mjög hefir verið um deilt síðan, var afgreitt sem lög frá Alþingi 18. marz s. 1. og staðfest af forseta daginn eftir. Á frumvaipinu voru gerðar nokkrar breytingar, einkurn um eignaskattinn og framleiðslu- gjöldin. Breytingar þær, sem orðið hafa á frumvarpinu, munu að miklu leyti runnar undan rifjum Framsóknar- flokksins, því að um þær mun hafa verið samið milli núverandi stjórnar- flokka, áður en samsljórn Sjálfstæð- ismanna og Framsóknarmanna sett- ist í stóla fráfarandi stjórnar. Eink- um eru fingraför Framsóknar þekkj- anleg á því, að milljónafyrirtæki, sem rekin eru í félagsskap, þ. e. hlutaféiög og samvinnufélög, eiga ekki að greiða stóreignaskatt, held- ur jafna eignunum niður á einstakl- ingana, sem hluti eiga í félögunum. Þetta ákvæði tryggir, að milljóna- fyrirtæki eins og Kaupfélag Eyfirð- inga, sem á geysilegar eignir í gisti- húsum og öðrum húseignum, sem að meira eða minna leyti eru leigðar út einstaklingum, getur nú dreift þess- um eignum á 4—5 þús. einstaklinga og þannig sloppið við að greiða stór- eignaskatt. Enda segir Halldór á Kirkjubóli nýlega í Tímanum, að í skattaálagningu á slíkar eignir, þ. e. eignir samvinnufélaga, sé verið „að taka lamb fátæka mannsins fyrir auðmanninn“ (!). Þegar eins er farið með hlutafé- lögin, sem kunna að eiga eignir upp á Y2 milljón króna, komast slíkar eignir í mörgum tilfellum undan skatti, þegar húið er að skipta þeim niður á 5—10 einstaklinga eða fleiri. Á móti þeirri rýrnun, sem þessar breytingar óhj ákvæmilega valda á skatttekjunum, er fasteignamat hækkað úr fimmföldu upp í sexfalt í Reykjavík og hlutfallslega jafnmikið annars staðar. Einnig er s'.óreigna- skatturinn látinn vera stighækkandi, og ætti þar að nást nokkur upphæð að auki. Þá eru og sett sérstök fyrir- mæli um meðferð þess fjár, er nást á með stóreignaskattinum. Blaðið Tíminn hefir tekið undir hinn venjulega söng kommúnista, að með gengisskráningarfrumvarpinu Tíminn líður, ekki hægt og sila- lega, heldur geysist áfxam með risa- skrefum. Svo finnst mér að minnsta kosti, er ég hugleiði það, að nú eru liðin 26 ár síðan ég fyrst kynntist Sigurði Hlíðar cg gisti mína fyrstu nótt ó Akureyri á heimili hans í Lækjargötunni, þar sem ég síðan mátti heiia stöðugur heimagangur í nær 20 ár, eða þar til þau hjónin fluttu til Reykjavíkur 1943. Mér finnst svo örskammt, síðan þessi fyrstu kynni mín urðu af því ágæta heimili, sem vafalaust ótti drjúgan þátt í því, að ég frá upphafi undi hag mínum vel hér á Akureyri, að mér finnst sem þetta hafi gerzt í gær — og nú er Sigurður Hlíðar 65 ára í dag, 4. apríl. Það er í raun og veru óþarfi að kynna Sigurð Hlíðar Akureyringum eða Eyfirðingum. Flestir þeirra muna hann áreiðanlega vel, því að svo er skammt um liðið s.ðan hann flutti héðan og þó eru það sjö ár. En það er aldrei óþarft að minnast góðra manna, því að „þar sem góðir menn fara þar eru guðs vegir“, segir Björnstjerne Björnsson í einni af skáldsögum sínum. Hvers er þá fyrst að minnast á 65 ára afmæli Sigurðar Hlíðar? í einni stuttri blaðagrein er svo örlítið hægt að nefna af því, sem þó væri ástæða til að rekja. Ég held ég kjósi fyrst að nefna prúðmennsku Slgurðar, ósérplægni hans og sam- vizkusemi, en öllum þessum eigin- leikum er hann gæddur í óvenjulega ríkum mæli og einkenna þeir alla hans framkomu og athöfn. Hér af leiðir fyrst og fremst, að Sigurður Hlíðar hefir jafnan verið mjög eftirsóttur félagi og vinsæll maður. Ég held það sé ekki ofmælt, að Sigurður eigi hara vini en enga óvini. Því að þótt hann um langt skeið tæki mjög virkah þátt í opin- berum málum og slæði gjarnan þar, sem skarst í odda, því að honum var aldrei lagið að hlífa sér, þá er samt íafi verið stefnt að því að skerða ;jör ahnennings á kostnað hinna íku. Þetta hafi nauðsynlega þurft að lagfæra, og hess vegna hafi van- traustið verið borið fram á stjórn □lafs Thors, sem Tíminn nefnir í einum svartleiðara sínum „óhjá- kvæmilega þjóðarnauðsyn“. Framsóknarflokkurinn hafði ekk- ert að athuga við 1. grein frumvarps- ins, er ákveður, hversu mikil gengls- lækkunin skuli vera. Ekki heldur við þá grein þess, er kveður á um kjör launafólks í landinu. En honum hef- ir samt tekizt að bjarga „lambi fá- tæka mannsins“. þ. e. milljónafyrir- tækjum, sem rekin eru sem hlutafé- lög eða samvinnufélög, frá eðlilegri þátttöku í efnahagslegri viðreisn þjóðarinnar. /. öllum vel til hans, jafnt skoðana- bræðrum sem andstæðingum. Sjálf- sagt má rekja þetta til þess, að Sig- urður flutti mál sitt ávallt heiðarlega og af fullum drengskap. Ósérplægni Sigurðar leiddi eðli- lega til þess, að hann varð hlaðinn borgaralegum og félagslegum skyldu- s örfum. Yrði allt of langt mál upp að telja allt það, sem Sigurður varð þannlg við riðinn. Skal aðeins drepa á það helzta: Hann sat í bæjar- stjórn Akureyrar í meira en 20 ár og var um skeið forseti hennar. Sæti á Búnaðarþingi átti hann frá 1921— 1931 og alþinglsmaður fyrir Akur- eyri var hann frá 1937—1949. Þótt Sigurður Hlíðar hafi þannig verið mikið viðriðinn opinber mál, sem oft krefjast harðrar og óvægrar bar- áttu, heflr hann aldrei verið nelnn baráltuinaður. Framkoma hans hef- :r ávallt fyrsl og fremst verið mörk- uð af sanngirni, velvilja og sáttfýsi. Kostum, sem líka eru gjaldgengir á vettvangi þjóðmálanna. í stjórn Ræktunarfélags Norður- lands sat Sigurður frá 1912—1943 og var lengst af formaður þess. Auk þess var hann í fjölmörgum öðrum framfara- og menningarfélögum, svo sem leikfélagi, söngfélögum, stúdenta- félagi, taflfélagi svo að nokkur séu nefnd. Venjulega var hann í s'jórn þeirra félaga, sem hann starfaði í, oft formaður, því að hann reyndi aldrei að hliðra sér hjá skyldustörf- unum. Oft hefi ég undrazt það og dáðst að því, hvernig Sigurði tókst að rækja skyldur sínar í öllum þess- um mörgu félögum, en það gerði hann vissulega flestum betur og var oftast mjög virkur þátttakandi í fé- lagss'.arfinu. Vel hefði mátt ætla, að þátttaka Sigurðar í oplnberum málum og fé- lagslífi truflaði höfuðstarf hans, dýralækningarnar, en því fór fjarri. Samvizkusemi hans í þeim efnum var aðdáunarverð. Ávallt lét hann embættisskylduna sitja fyrir öllu öðru og ávallt var hann reiðubúinn í erfiðar sjúkravitjanir, næslum því á hvaða tíma sólarhrings sem var og hvernig sem á stóð. Oft varð hann þá að sæta misjöfnum flutningum og farartækj um, jafnvel ganga, ef sjúklingurinn var í bænum eða ná- grenni hans. Sigurður var ágætur dýralæknir. Hann hefir líka orðið mjög mikla reynslu, en ávalll, fannst mér hand- lækningar honum tamastar. Fór þar saman þekking, æfing og handlagni, en einnig það að Sigurður er mikill dýravinur og hefir einkar gott lag á að spekja skepnur þær, er hann fer höndum um. Venjulega spjallar hann við þær og stundum óþvegið, en allt í þeim tón, að það verkar róandi á sjúklingana. í þessu sambandi kem- ur mér í hug það, er ég heyrði eina greinda konu segja. Henni fórust þannig orð: „Mér flnnst það eiginlega aldrei blót, þótt hann Sigurður Hlíðar tauti eitthvað.“ Ekki heflr Sigurður Hlíðar safnað veraldlegum auði, en ekki hefir hann þó eytt fjármunum sínum í óhófi af neinni tegund, því að þess háttar er mjög f iarri öllu eðli hans. Llfnaða: hæ: tir Hlíðarfj ölskyldunnar munu og jafnan hafa verið mjög óbrotnir og heimilið burðarlaust og blátt áfram. Þrátt fyrir þetta er margt, sem því veldur, að fé hefir elgi orðið Sigurði fast við hendur. Fjölmörg störf hans hafa fremur kostað fjárútlát heldur en þau hafi geflð tekjur. Fyrir lækningar sínar hefir Sigurður of ast tekið mjög lít- ið og oft genglð slælega eftir greiðsl- um. Jafnan hefir hann verið manna fúsastur til að grelða úr vandræðum annarra og stundum orðið að láta sér nægja þakkirnar einar. Börn sín hefir hann kostað til menn a og sum til langs náms og loks eru þau hjón bæði gestrisin með afbrigðum og því var oft gestkvæmt á heimili þeirra. Það er oft örðugt og hæpið að kveða upp dóm um innra líf manna og tilfinningar. Þó held ég að ég þori að teljaSig. Hlíðar barn hamlngjunn- ar og því til staðíestu nefni ég helzt: Hann er vel kvæntur. Guðrún kona hans er að sínu leyti jafnmikill öðl- ingur og jafn vinsæl og bóndi henn- ar og honum mjög samhent. Hún hefir allð honum mannvænleg börn, er virðast hafa erft mannkosti for- eldranna í ríkum mæli, og loks hafa þau hjónin eignast fjölda vlna, sem nú og jafnan senda þeim hlýjar kveðjur og hugsanir. Veit ég eigi, hvort annar auður er betri eða meiri. Þcgar metln cru embættis-, borg- araleg og félagsleg störf Sigurðar Hlíðar mætti ætla, að honum hefði lítlll tími gefizt til ritstarfa og fræði- mennsku, en þvl er þó öðru nær. Um skeið fékkst hann við blaðamennsku, slofnaði t. d. blaðið íslendlng og var ritstjóri þess í nokkur ár. Þá hefir hann ritað og gefið út tvær bækur um búfjársjúkdóma og auk þess rit- að margar greinar um það efni. Síð- ustu árin iðkar hann æltfræðlrann- sóknir í tómstundum sínum af miklu kappi. Ættfræðin virðist honum eins og reyndar mörgum íslendingum, mjög í blóð borin, sem meðal annars lýsir sér í því, að hann er framúr- skarandi mannglöggur og mlnnugur á mannanöfn. Þótt Sigurður Hlíðar sé orðinn 65 ára er það ekki hár aldur, og vafa- laust óska og vona allir hinir mörgu vinir hans, að hann eigi ef.ir að njóta margra og ánægjulegra líf- daga. í huga mínum er Sigurður Hlíðar síungur og mun æ verða svo. Engan þekki ég, sem er hressari í máli, Jéttari í skapi og kann betur tökin á því að lá'.a tímann og aldur- inn gleymast. Nú á þessum límamótum sendi ég Sigurði Hlíðar innilegar kveðjur og árnaðaróskir. Hann er einn þeirra manna, er ég hefi unnið flest með, kynnst bezt og met mest. Veit ég að ég mæli hér fyrir munn fjölmargra annarra vina hans, en það mun sam- Miðvikudagur 5. apríl 1950 Petta eru beztu páskadrykkirnir - NYJA BIÓ - Annan páskadag kl. 5 og 9: HVE GLÖÐ ER VOR ÆSKA Aðalhlulverk leika: June Allyson Peter Lawford Palricia Marshall Joan McCracken Ray McDonald. ÍBÚÐ 1—2 herbergi og eldhús ósk- ast til lelgu nú þegar eða 14. maí næstkomandi. Upplýsingar í síma 24. RAFELDAVÉL sem ný, til sölu í Oddeyrar- götu 12. Til fermingargjafa og tækifærisgjafa: Skrifborð Skatf-hol Bókahillur Stofuborð Stofuskópar Úfyarpsskópar Rúmfataskópar Kommóður Saumakassar Fricörstólar o. fl. BÓLSTRUÐ HÚSGÖGN h.f. Hafnarslrœti 88 . Sími 491. eiginlegt álit allra þeirra, er einhver kynni hafa haft af Sigurði Hlíðar, að hann sé drengur góður. Akureyri 4. apríl 1950. Ólajur Jónsson. !

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.