Íslendingur


Íslendingur - 05.04.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 05.04.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. apríl 1950 ÍSLENDINGUR ÖLLUM, sem heimsóttu mig á 70 ára afmœli mínu 25. marz s. I. og fœrðu mér gjafir, ásamt hamingjuóskum votta ég mitt inni- legasta þakklœti. Einivg þeim, er sendu mér skeyti og glöddu mig á margan hátt. — Guð blessi ykkur öll. * Gilsá 3. april 1950. JÓHANNES FRÍMANNSSON. 5œ^©eee©©o©s©e©e©m^©©€ -— Skjaldborgar-bíó Páskamynd: Astir tönskáldsins Stórfengleg þýzk kvikmynd um ævi og ástir rúss- neska tónskáldsins Tsjaikovskí. Aðalhlutverk leika: ZARAH LEANDER hin heimsfræga sænska leikkona, MARIKA RÖKK frægasta dansmær Þýzkalands og HANS STUWE Hljómsveit ríkisóperunnar í Berlín flytur tón- verk eftir Tsjaikovskí. S œ n s k u r t e x t i Smjörlíkisigerð og Pylsu- gerð K E A. flutt í ný húsakynni Slðastliðinn föstudag bauð fram- kvæmdastjóri KEA tíðindamönnum blaða og útvarps, héraðslækni og heilbrigðisfulltrúa að skoða Smjör- líkisgerð og pylsugerð félagsins, sem nýlega eru fluttar í ný húsakynni. Byggt var yflr Smjörlíkisgerðina eft- ír styrjöld'na við hlið gamla verk- smiðjuhúss'ns og nýtízku vélar fengnar til framleiðslunnar, sem munu vera þær fullkomnustu, sem nú eru í notkun hér 'á landi. Aðalfram- leiðsluvélarnar eru frá Danmörku en pökkunarvélin frá Sviss. Frá því olíurnar fara í bræðslu- og blöndun- arkerin og þangað til pökkunarvélin skilar smjörlíkinu innpökkuðu, snertir engin mannshönd við efninu. Er mjög verklegt að sjá þessar vélar vinna, en þær munu skila af sér ca. 35 stykkjum á mínútu. Þegar Smjörlíkisgerðin tók til starfa fyrir 20 árum, tók danskur maður, Ottó Nielsen, við stjórn hennar og var forstöðumaður henn- ar fram á sumar 1949, er hann flult- ist til Danmerkur, en þá tók við verksmlðjunni Svavar Helgason, er unnið hefir við smjörlíkisframleiðsl- una 8.1. 10 ár. Alls vinna 5 menn í verksmiðjunni. Pylsugerðin, er áður var til húsa að baki kjötbúðarinnar, flutti ný- lega í hin eldri húsakynni Smjörlík- isgerðarinnar, og er það stórum betra pláss en hún hafði áður. Var komið fyrir í húsinu suðu- og reyk- ingaklefum, frysti- og kæliklefar stækkaðir o. fl. Þar er og afgreiðslu- salur, þar sem framleiðsluvörur pylsugerðarinnar eru afgreiddar til útibúanna og tekið á móti afurðum framleiðenda. Pylsugerðin fram- Ieiðír allar tegundir af bjúgum og pylsum, kjöt- og fiskfars og ýmsar áleggstegundir. Ennfiémur annast hún heildsölu fél. til kjötbúða og verzlana í bænum og út úm land á þessum vörum og nýju, frystu, sölt- uðu og reyktu kjöti. Verkstjóri í pylsugerðlnni er danskur pylsumeistari, 0. Jörgensen en forstöðumaður Valdimar Haralds- son, er unnið hefir við kjötbúðina í full 20 ár. Er gestum hafði verið sýnt það markverðasta í smjörlíkis- og pylsu- gerðinni, bauð f ramkvæmdastj óri KEA, Jakob Frímannsson, til dög- urðar í h'num gömlu húsakynnum pylsugerðarinnar. sem nú hefir ver- ið breytt í eldhús og matsal. Er þar um nýja starfsgrein að ræða hjá fé- laginu. I eldhúsinu er matur soðinn og seldur tilbúinn til framleiðslu á matborðið, og er sú vara þegar all- mikið keypt, einkum af þelm, er vinna úti, og hafa því eigi tíma til matseldar um hádegið. Þá eru þar fiamleidd ýms salöt, álegg skorið nlður o.s.frv. Voru eingöngu á borð bornar matvörur, framleiddar hjá Ritgerðarsamkeppni ura neitiHiarvaldið og sameinii&tt þiöð- irnar. Sameinuðu þjóðirnar efna nú til ritgerðasapikeppni um neitunarvald- ið í öryggisráðinu. Ritgerðarefnið er: „Hefir neitunarvaldið í öryggis- ráðinu hindrað starfsemi sameinuðu þjóðanna á stjórnmálasviðinu?" — Höfundar tíu beztu ritgerðanna fá ókeypis námsför til Lake Success. Þó getur aðeins einn frá hverju landi hlotið verðlaun. Hver sem er, á aldr- inum 20—35 ára, getur tekið þátt í samkeppni þessari, og skulu ritgerð- irnar vera um 2000 orð. íslendlngar, sem vilja taka þátt í þessari samkeppni skulu senda rit- gerðirnar til Félags sameinuðu þjóð- anna í Reykjavík fyrir 1. maí n. k. Ritgerðirnar mega vera á íslenzku eða ensku. Skulu þær vélritaðar og sendar í 5 eintökum. Dómnefnd um íslenzku ritgerðirn- ar skipa: Ólafur Jóhannesson, pró- fessor, Hans Andersen, þjóðréttar- fræðingur, og Steingrímur Arason, kennari. Af ritgerðum þeim, sem kunna að berast, velur dómnefndin a. m. k. tvær ritgerðir, sem sendar verða til dómnefndar í Lake Success, er tekur endanlega ákvörðun um úthlutun verðlauna. Með hverri ritgerð skal send grein- argerð, ca. 500 orti, um þá starfsemi S. Þ., sem höfundurinn hefir sérstak- lega áhuga á, og um það hvað hann einkum hyggst að kynna sér í náms- ferðinni. Þessi greinargerð skal skrif- uð á ensku, frönsku eða spönsku. Er gert ráð fyrir að þátttakandi kunni eitthvert þessara mála. Greinargerð þessi á að vera vélrituð og í sama eintakafjölda og ritgerðin. Þeir, sem verðlaun hljó^a, fá eins og áður er sagt, ókeypis för til Lake Success og heim aftur. Ennfremur fá þeir greiddan dvalarkostnað , í 30 daga, 10 dollara á dag. Námsförin verður í haust, annað hvort 5. sept. til 6. okt., eða 25. sept. til 27. okt. — Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá dómnefndarmönnunum eða stjórn Félags S. Þ. í Reykjavík. félaginu og matreiddar í hinu nýja ^eldhúsi, og var þar margvíslegt góð- meti samankomið. Forstöðukona eldhússins er frk. Ingibjörg Júlíusdóttir, en yfirstjórn þess annast Sigmundur Björnsson, kjötbúðarstjóri. KVENMAÐUR óskar eftir atvinnu. Margt kem- ur til greina. — Upplýsingar í Ránargölu 6, III. hæð. Jarðarför móður minnar, Katrínar Hallgrímsdórfur, sem andaðist 1. þ. m., fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 8. apríl kl. 1 e. h. — Blóm og kransar afbeðið, en þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, eru vinsamlegast beðnir að láta Nýja sjúkra- húsið á Akureyri njóta þess. Vegna okkar systkinanna Kristófer Vilhjálmsson. Akureyringar! Höfum opnað brauð- og kökugerð að Ránargötu 14. Reynið viðskiptin! EYRARBAKARÍ J««>^©0§^^^$^$^§í5^^^««^!»§^«^^^^^^^$^S«í Höfum opnað raftækjavinnustotu í Kaupvangsstræti 3, uppi. Önnumst raflagnir í hús, verksmiðjur, skip og uppsetningu á raf- stöðvum fyrir sveltabæi. Viðgerðir á raflögnum og rafiækjum. FLJÓT AFGREIÐSLA. REYNIÐ VIÐSKIPTIN. RÁFORKÁ H.F Kaupvangsstrœti 3. UTSALA Þriðjudaginn 11. þ. m. hefst hin árlega útsala. Allar eldri vörur seldar með mjög niðursettu verði. Rarlmannahattar -r- 20% Karlmannafrakkar -f- 20% Prjónafatnaður *¦ 20% Regnkápur og slög -*- 50% Kvenkápur -5- 20-50% Kventöskur (eitt verð) kr. 50.00 Verzlun B. Laxdal Sjálfsíæðisfélðgin á Akureyri halda fund n.k. þriðjudag 11. apríl kl. 8.30 síðd. í Samkomuhúsinu. Fundarefni: Stjórnmálaviðhorfið (Jónas G. Rafnar alþm.) Félagsmál (Helgi Pálsson bæjarfulltrúi). Önnur mál, sem fram kunna að verða borin. Allt Sj álfstæðisfólk velkomið á fundinn. Stjómir Sjálfstœðisfélaganna.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.