Íslendingur


Íslendingur - 05.04.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 05.04.1950, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 5. apríl 1950 íslendingasagnaútgáfan hefir frá því að hún hóf starfsemi sína ávallt boðið fornrit vor í ÓDÝRUSTU, BEZTU og HANDHÆGUSTU útgáfunum. Á tæpum fjórum árum eru þegar komin út: 1. íslendinga sögur I—XII + Nafnaskrá (Guðni Jónsson). 2. Byskupa sögur I—III, Sturlunga I—III og Annálar ásamt Nafnaskrá (Guðni Jónsson). 3. Riddarasögur I—III (Bjarni Vilhjálmsson). 4. Eddukvæði I—II, Sæmundar-Edda og Eddulyklar, 4 bindi (Guðni Jónsson). Fimmti flokkur ú'gáfunnar verður KARLAMAGNÚSAR SAGA OG KAPPAR HANS, 3 bindi (Bjarni Vilhjálmsson). Allir þeir, er ekki hafa enn eignazt bækur vorar, og hafa áhuga á því, geta nú sem síðast liðna 7 mánuði fengið þær með mjög hagkvæmum afborgunarkjörum. Komið, hringið eða skrifið. TAKMARK: Öll íslénzk fornrif- inn á hvert íslenzkt heimili. r Islendingasagnaútgátan hi Tmigötu 7. — Pósthólf 73. — Símar 7508 - 81244 REYKJAVÍK ÚTHLiJTAÐ STYRKJUM ÚR SÁTTMALASJÓÐI (Frétt frá danska sendiráðinu.) Á fundi hinn 26. janúar sl. úthlut- aði hin danska deild Sáttmálasjóðs eftirfarandi styrkjum til íslenzkra ríkisborgara: 27 hafa fengið úthlutað 300 dönsk- um krónum hver til dvalar við ýms- ar námsstofnanir, 1 hefir fengið 500 kr. styrk til framhaldsnáms í læknis- fræði. 23 stúdentar hafa fengið úthlutað 500 kr. námsstyrk hver. Til eflingar dansk-íslenzkri sam- vinnu var úthlutað: 2 Dönum var ú.hlutað 3000 kr. til námsferðalaga til íslands; 1000 kr. vai úthlutað til vísindalegra athug- an.i á jarðfræðilegum rannsóknum og 500 kr. til fræðiiðkana á íslenzk- forníslenzkri orðabók. Að lokum fékk Árna Magnússonar nefndin 50.000 kr. styrk til útgáfu á um miðalda sagnaritum. LÉREFTSTUSKUR kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h f STÚLKA óskast um mánaðartíma frá 15. apríl. SIGRÚN ÞORMÓÐS Hafnarstr. 107 (Utvegsbankanum). Bækur gegn afborgun íslendingasagnaútgáfan hefir undanfarna mán- uði auglýst og self- bækur gegn afborgun við miklar vinsældir. Nú þegar getið þér fengið allar bækur útgáfunnar með afborgunarkjörum. — Klippið út og sendið útgáfunni auglýsingu þessa. Eg undlrrit. . . . óska að mér verði sendar Islendingasögur (13) bindi), Byskupasögur, Sturlunga og Annálar ásamt Nafna- skrá (7 bindl), Riddarasögur (3 bindi) og Eddukvæði I—II, Snorra Edda og Eddulyklar (4 bækur), sámtals 27 bækur, er kosta kr. 1255.00 í skinnbandi. Bækurnar verði sendar mér í póstkröfu þannig, að ég við mót- töku bókanna greiði 155.00 að viðbættu öllu póstburðar- og kröfugjaldi og afganginn á næs'.u 11 mánuðum með kr. 100.00 jöfnum mánaðargreiðslum, sem greiðast eiga fyrir 5. hvers mán- aðar. Ég er orðln.... 21 árs og er það ljóst, að bækurnar verða ekki mín eign fyrr en verð þeirra er að fullu greitt. Það er þó skilyrði af nunni hendi, að ég skal hafa rétt til að fá skipt bókunum, ef gallaðar reynast að einhverju leyti, enda geri ég kröfu þar um innan e'ns mánaðar frá móttöku verksins. Litur á bandi óskast Svartur Brúnn Rauður Strlkið yfir það, sem ekki á við. Nafn........................... . Útfyllið þetla áskriftarform og sendið það til útgáfunnar. Séuð þér búinn að eignast eitthvað af ofantöldum bókum, en langi til að eignast það, er á vantar, fálð þér þær bækur að sjálfsögðu með ofborgunarkjörum, þurfið aðeins að skrifa út- gáfunni og láta þess getið hvaða bækur um er að ræða. Aldrei hefir íslenzkum bókaunnendum verið boðin slík kosta- kjör sem þessi. ÍSLENDINGASAGNAÚTGÁFAN h.f. Túngötu 7. — Póslhólf 73. — Sími 7508. — Reykjavík. GREIPAR GLEYMSKUNNAR Hann hafði þrábeðið Ceneri að láta hana giftast sér, jafnvel eins og ástand hennar þá var. Hann hótaði að nema hana á brott með valdi. Hann hafði svarið þess dýran eið, að hún skyldi verða konan hans. Hún mundi ekki eftir neinu — hví skyldi hún þá ekki geta gifzt honum? Þó Ceneri væri slæmur, þá hafði hann þó ekki feng- izt til þess að samþykkja þetta hjónaband. Ef hann hefði getað, þá hefði hann líka slitið öllu sambandi við Macari, en þeir voru um of mjög flæktir hvor í annars leyndarmál til þess að jafnvel svona svívirði- legur glæpur gæti skilið þá að. Hann sendi því Paul- ine til Englands, þar sem hún gæti verið' örugg fyrir Macari. Þá var það, að ég bar fram bónorð mitt, og Ceneri varð þegar ljóst, að ef hann samþykkti það, þá myndi hann þannig á minn kostnað losna alveg við alla frekari ábyrgð á Pauline, og þá þyrfti hún ekki framar að óttast Macari. Þetta leiddi til okkar undarlegu giftingar, sem hann nú réttlætti með því að halda því fram, að ef hún yrði hænd að einhverjum, þannig að einhver ástúðartilfinn- ing vaknaði í huga hennar, þá myndi það verða til þess, að andlegt ástand hennar myndi smám saman komast í samt lag aftur. Þannig var saga Ceneris, þótt hún sé ekki sögð með hans eigin orðum. Ég vissi nú allt, sém ég vildi vita. Það má vera, að Ceneri hafi reynt að fegra málstað sinn um skör fram, en hann hafði þó sagt mér alla hina skuggalegu sögu undandráttarlaust og af fúsum vilja, og þrátt fyrir viðbjóð þann, sem ég nú hafði á honum, þá var ég þess fullviss, að hann hefði sagt mér sann- leikann. XIV. KAFLI Það var kominn tími til þess að ljúka viðræðum okkar. Þær höfðu þegar staðið svo lengi, að hinn kurteisi liðsforingi hafði oftar en einu sinni litið inn til okkar með þýðingarmiklum svip, eins og hann vildi gefa til kynna, að jafnvel með þau skilríki, sem ég hafði í höndunum, þá væri hægt að ganga of langt. Ég hafði enga löngun til þess að draga viðræður mínar við fangann frekar á langinn. Ég hafði þegar náð full- um árangri ferðar minnar. Ég hafði fengið að vita allt, sem ég gat fengið að vita. Eg þekkti sögu Pauline. Glæpurinn hafði verið hreinskilnisíega viðurkenndur. Maðurinn, sem sat gegnt mér gat ekki krafizt neinnar llðveizlu af mér. Janfnvel þótt ég hefði haft löngun til þess að bjarga honum, þá hafði ég enga möguleika til þess. Hvers vegna skyldi ég þá tefja lengur? Þó tafði ég enn stundarkorn. Sú hugsun kvaldi mig, að jafnskjótt og ég risi á fætur og gæfi þannig til kynna, að viðtalinu væri lokið, þá yrði fanginn færður aftur í hið sauruga bæli, sef hann hefði sloppið úr um stund. Hvert augnablik, sem hann gat dvalið hjá mér, hlaut að vera honum dýrmætt. Hann myndi aldrei framar sjá nokkurn vin eða kunnugan. Hann var nú þagnaður, sat álútur og horfði niður á gólfið. Þetta var tötralegur, vonlaus vesalingur, svo bugaður eð ekki var hægt að fá sig til þess að ásaka hann. Ég virti hann fyrirmér þegjandi. Allt í einu sagði hann: „Getur þú ekkert fundið mér til afsökunar, herra Vaughan?" „Nei", svaraði ég. „Mér virðist lítill munur á sekt þinni og félaga þinna." Hann stóð þreytulega á fætur. „Heldur þú að Paul- ine muni ekki batna?" spurði hann. „Eg býst við því. Eg vonast til þess að hún verði orðin næstum jafngóð, er ég hitti hana aftur." „Viltu segja henni, hvernig nú sé komið fyrir mér. Það kann að vera, að hún verði hamingjusamari við að vita, að það hefir óbeint orsakazt af dauða Ant- honys." Ég hneygði mig til samþykkis þessari dapurlegu byn. „Nú verð ég að fara," sagði hann, og það fór hrollur um hann, er hann dróst þreytulega til dyranna. Þrátt fyrir öll afbrotin, þá gat ég ekki látið þennan útskúfaða aumingja fara þannig frá mér. „Bíddu augnablik," sagði ég. „Er nokku, sem ég get gert til þess að gera þér lífið ögn léttbærara?" Hann brosti dauflega. „Þú gætir gefið mér ofurlítið af peningum. Það er ekki ómögulegt, að ég geti haldið þeim og keypt mér eitthvað fyrir þá, sem fangar geta náð í." Eg rétti honum nokkra seðla, sem hann faldi á sér. „Viltu fá meira," spurði ég, en hann hristi höfuðið. „Eg býst við, að þessu verði stolið frá mér, áður en ég hefi tækifæri til þess að eyða því." „En er ekki hægt að skilja eftir peninga hjá ein- hverjum þannig að það gæti komið þér að notum?" „Það væri ef til vill reynandi að skilja eitthvað eftir hjá liðsforingjanum. Það má vera, ef hanrí er góðhjartaður og heiðarlegur, að ég kunni að fá eitt- hvað af því, en þó er það vafasamt." Eg lofaði að gera það og fann, að hvort sem það kæmist til skila eða ekki, þá myndi mér þó líða betur fyrir að hafa gert þá tilraun.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.