Íslendingur


Íslendingur - 19.04.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 19.04.1950, Blaðsíða 1
XX XVI. árg. Miðvikudagur 19. apríl 1950 18. tbl. Sextugur: Brynleifur Tobiasson yf/'rkennari. Á morgun, fyrsta sumardag, er Brynleifur Tobiasson mennlaskóla- kennari, sextugur. Hann er fæddur Karlaktírinn Geysirstyrkið bömin Brynleifur Tobiasson. að Geldingaholti í Skagafirði sunnu- daginn 20. apríl 1890. Foreldrar hans voru hjónin Tobias Eiríksson bóndi þar og Sigþrúður Helgadóttir bónda á Syðra-Skörðugili, Jónsson- ar. Föður sinn missti Brynleifur 19. apríl 1899 en móðir hans andaðist 20 árum síðar, 31. ágúst 1919. Orti síra Matthlas ein af sínum fegurstu erfiljóðum eftir hana, enda vár hún talin valkvendi. Brynleifur ólst upp á fæðingarheimili sínu og naut þar alls hins bezía sem íslenzkt sveita- heimili í beztu röð hafði að bjóða. Snemma bar á að pilturinn var vel gefinn, námfús og stórhuga. Fór hann fyrst á búnaðarskólann á Hól- um og útskrifaðist þaðan 17 ára gamall. Kennaraprófi lauk hann í Reykjavík 19 ára og stundaði næstu 5 árin barna- og unglingakennslu í Skagafirði og síðar í Reykjavík. En jafnframt kennslunni kom hann víð- ar við á þessum árum. Búfræðingur- inn var þá enn ríkur í honum. Hann var m./a. formaður Garðyrkj ufélags Seyluhrepps og verkstjóri, haust og vor, við garðræktina við Reykjarhól. Þegar hér var komið var Brynleifur orðinn 24 ára. Hugur hans hafði frá bernsku staðið til langskólanáms en ekki höfðu verið tök á því fyrr en nú. Þá se'.tist hann í hinn Almenna menntaskóla í Reykjavík og lauk þaðah stúdentsprófi vorið 1918. Hef- Framh. á 2. síðu. hélt fyrsta samsöng sinn á árinu s. 1. föstudagskvöld í Nýja Bíó. Söng kórinn þessi lög: Þér landnemar, e. Sig. Þórðarson, Rósin mín fríð (ísl. þjóðlag), Hugrenning (V. Aamodt), Serenade (Romberg), Á Finnafjalls- ins auðn (Björgvin Guðm.), Ro-vise (Torjussen), Allar mínar rauðu rós- ir (Rosenfeld), Ólafur Tryggvason (Reiss'ger), Blökkustúlkan (Speaks), Förumannaflokkar þeysa (Karl. O. Runólfsson), Bæn fyrir föðurlandið (Sigfús Einarsson), Nú hnígur sól (Bortniansky), Þjóðvísa (Sigurður Ágústsson), og Brennið þið vitar (Páll ísólfsson) Einsöngvarar voru Hermann Stefánsson og Kristinn Þors'.einsson, en Sólókvartett í Serenade sungu Jó- hann Guðmundsson, Hermann Stef- ánsson, Sverrir Pálsson og Guð- mundur Gunnarsson. Var því lagi mjög fagnað og endurtekið. Blökku- stúlkan er einnig hið fegursta lag, en í því söng Kristinn Þorsteinsson sóló, og var það endurtekið. Nokk- ur fleiri lög voru tvítekin, og að lok- um söng kórinn aukalag, Nótt, eftir Sigfús Einarsson. Söngstjóri var Ingimundur Árnason en undirleik- ari Árni Ingimundarsoh. Sumt laganna á söngskránni eru gamlir kunningjar frá Geysi, svo sem Kantötusöngvarnir frá 1930 og fleira, en margt var þar nýrra laga, og voru sum þeirra mjög fögur, ekki sízt lag Bortnianskys, Nú hnígur sól. Kórnum bárust margir blómvend- ir frá þakklátum áheyrendum, en að- sóknin var minni en skyldi. O. Firraakeppni Bridgetélags Akureyrar. Firmakeppni Bridgefélags Akur- eyrar hefsí n. k. sunnudag. Alls taka þátt í henni 32 firmu og verður keppni hagað þannig, að sunnud. 23. þ. m. keppa 16 firmu, þriðjud. 25. þ. m. keppa hin 16, og sunnud. 30. þ. m. fara fram úrslit, en þar keppa 8 stighæstu firmu úr hvorum riðli. Það firma, sem flest stig hlýtur í úr- slitakeppninni hlýtur fagran silfur- bikar, sem er farandgripur, og til eignar ljósmynd af honum. Bikarinn er gefinn af Karli Friðrikssyni verk- s'.jóra. Keppnin fer fram á Gilda- skála KEA og hefst á sunnud. kl. 1 e. h. en á þriðjud. kl. 8 e. h. og verð- ur seldur aðgangur meðan húsrúm leyfir. Bikarinn og nöfn firmanna eru til sýnis í sýningarglugga Vefn- aðarverzlunar KEA og verða þar einnig birt úrslit jafnóðum og keppni fer fram. Firmun, sem keppa eru þessi: (I svigum er nafn þess, er keppir fyrir það. — Sunnudaginn 23. apríl: 1. Electro Co. (Jóhann Þorkels- son). 2. Efnagerð Akureyrar h.f. (Ragn- ar Skjóldal). 3. Hótel KEA (Halldór Helgason) 4. Ferðaskrifstofan (Stefán Réykjalm. 5. Brauns-Verzlun (Jóhann Snorrason). 6. Sápuverksmiðjan Sjöfn (Sæ- mundur Jóhannsson). 7. Bifreiðastöðin Bifröst (Jóhann Gauti Gestsson). 8. Flugfélag íslands h.f. (Friðrik Hjaltalín). 9. Bifreiðaslöð Akureyrar h. f. (Jón G. Sólnes)- 10. Hafnarbúðin (Árni Ingimund- arson). 11. Smjörlíkisgerð KEA (Jón Þorsteinsson). 12. ÖI og Gosdrykkir h.f. (Jónas Slefánsson). 13. Nýja Kompaníið (Hjörtur Gíslason). 14. Byggingavöruverzlun Akur- eyrar (Jón Ólafsson). 15. Verzlun Eyjafjörður (Mikael Jónsson). 16. Kaffibætisgerðin Freyja (Her- bert Tryggvason). Þriðjudaginn 25. apríl: 1. Þvottahúsin (Sigtryggur Júlí- usson). ' 2. Prentsm. Björns Jónssonar h.f. (Svavar Zophoníasson). 3. Ragnar Ólafsson h. f. (Indriði Pálmason). 4. Prentverk Odds Björnssonar h.f. (Þórir Leifsson). 5. Brynjólfur Sveinsson h.f. (Björn Einarsson). 6. Vöruhúsið h.f. (Helgi Indriða- son). 7. Olíudeild KEA (Jónas Hall- grímsson). 8. Vörubílastöðin Stefnir s.f. (Axel Jóhannsson). Á morgun er fyrsti sumardagur. Kvenfélagið HL'f. mun þá, eins og undanfarin vor, verja deginum til fjásöfnunar fyrir dagheimili það fyrir börn, sem félagið hefir verið upp á síðkastið að láta reisa hér skammt fyrir ofan kaupstaðinn. Eins og mörgum er kunnugt, er dagheimilið í þann veginn að verða fullgert, enda á það að taka til slarfa um miðbik næstkomandi júnímánað- ar. Vantar því ekki nema herzlumun- inn á, að þessi hugsjón kvennanna komist í fulla framkvæmd. Akureyri er nú orðinn bær með hér um bil sjö þúsundum íbúa. Ys- inn og þysinn fei sívaxandi, þrengsl- in aukast og æ lengra er að verða af mölinni út í guðsgræna náttúruna. | Bitnar þetta mest og tilfinnanlegast á yngstu borgurunum, sem framar öðrum þurfa að eiga friðsælan sól- skinsblett fjarri erli og önn bæjar- lífsins. Það er úr þeirri bráðu nauð- syn, sem Kvenfélagið Hlíf hyggst bæta með byggingu dagheimilisins á hinu rúmgóða erfðafestulandi sínu í útjaðri bæjarins. En framkvæmdirnar hafa kostað mikið fé, og mikla fyrirhöfn, og hafa félagskonur fylgt málinu fram með festu og ósérplægni, enda hafa marg- ir bæjarbúar iðulega sýnt viðleitni þeirra verðugan stuðning. Oss er nú að verða það fullvel Ijóst, hvílík framfaraspor kvenfélögin hér eru að marka í sögu þessa bæjar. A morgun efnir Kvenfélagið Hlíf til merkjasölu, bazars, kaffisölu og skemmtana og rennur ágóðinn óskiptur til dagheimilisins. Heiti ég nú á yður, samborgarar góðir, að þér bregðizt nú vel við sem fyrr og styðjið drengilega dagheimili Hlífar þenna fyrsta sumardag. Gleðilegt sumar! Borgari. 9. Bólstruð húsgögn h.f. (Þórður Björnsson). 10. Vörubílastöðin (Sigurður Steindórsson). 11. Útgerðarfélag KEA (Páll Helgason). 12. Gjafabúðin s.f. (Tómas Stein- grímsson). 13. Rakarastofa Sigtryggs og Jóns (Ottó Jónsson). 14. Nýja Fiskbúðin (Friðjón Karlsson), 15. Málflutningsskrifstofa Björns Halldórssonar (Karl Friðriksson). 16. Pétur & Valdimar h.f. (Snorri Rögnvaldsson). jp^^^^^^^^^lH^^ Blaðið óskar lesendum sínum gleðilegs sumars. I. O. O. F. = 1314218V2 = Áheit á Strandarkirkju. Frá B. S. kr. 100.00. N. N. kr. 20.00. N. N. kr. 10.00. N. N. kr. 100.00. Móttekið á afgreiðslu ís- lendings og sent áleiðis. Hjúskapur. S. 1. laugardag gaf sr. Frið- rik Rafnar saman í hjónaband ungfrú Val- borgu Jónsdóttur Eyrarlandi Akureyri og Lárus Haraldsson pípulagningamann. Misritun var það í EÍðasta blaði, að kaffikvöld Húsmæðraskólafélagsins yrði 21. þ. m. Verður það miðvikudag 26. apríl. Aðaljundur Utgáfufél. Islendings verður í skrífstofu Sjálfstæðisflokksins n.k. mánu- dagskvöld. Sjá auglýsingu á öðrum stað. Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju. Loka- fundur í 1. deild n. k. sunnudagskvöld kl. 8.30. Lokafundur í 3. deild n.k. mánudags- kvöld kl. 8.30 e. h. í kapellunni. Ferming: Fermingarguðsþjónusta verð- ur í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 11 f. h. P. S. — Þessi börn verða fermd: Drenglr. Guðmundur Arnar Antonsson, . Hallgrímur Baldvinsson, Heimir Hannes- son, Jón Aðalsteinn Gunnlaugsson, Jónas Þór Anton Ellertsson, Kristján Isaks Valdemarsson, Magnús Stefánsson, Pétur Eggertsson, Ragnar Hallsson. Stúlkur. Anna María Hallsdóttir, Anna Sigríður Jónsdóttir, Gréta Óskarsdóttir, Guðný Rannveig Pétursdóttir, Hjördís Þorgeirsdóttir, Hrefna Lúthersdóttir, Jakobina Margrét Valmundsdóttir, Lára Svanbjörg Svansdóttir, Sigrid Vigö, Sig- urlína Pétursdóttir. t Lögmannshlíð. Fermingarguðsþjónusta i verður í Lögmannshlíðarkirkju kl. 2 e. h. n. k. sunnudag. F. J. R. og P. S. Fermd verða þessi börn: Drengir. Herbert Bárður Jónsson, Jó- liann Theódór Þórðarson, Sigurjón Þór Benediktsson. . Stúlkur. Anna Þrúður Þorkelsdóttir, Bergrós Sigríður Höskuldsdóttir, Erla Stefánsdóttir, Gunnlaug Heiðdal, Jenný Lind Árnadóttir, Katrín Björnsdóttir, Karólína BernharðsdóUir, Oddný Sigur- björg Oskarsdóttir, Steinunn Vilborg Jónsdóttir, Svanhvít Aðalheiður Jósefs- dóttir. Mikið efni varð að bíða vegna þrengsla, þ. é. m. fregnir frá Skíðaráði. Láðrasveit Akureyrar leikur á Ráðhús- torgi kl. 2 á sumardaginn fyrsta, ef veður leyfir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.