Íslendingur


Íslendingur - 19.04.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 19.04.1950, Blaðsíða 2
2 ÍSLBNDiNQUR Miðvikudagur 19. apiúi 1950 Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Riutjóri og ábyrgðarmaSur: Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðala: Árdís Svanbergsdóttir. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Einkarekstur - rlkisrekstur Það, seru flestu öðru frentur skipt- ir einslaklingunutn í sérstaka stjórn- málaflokka, er viðhorf þeirra til þess, hvort rekstur atvinnuvegnuna er betur kominn í höndum rinstakl- ingsins eða ríkisvaldsins. l’eir, sem aðhyllast einkaframtak cg frjálst at- vinnulíf, fylkja sér undir merki Sj álf stæðisf lokksins, en þeir, sem vilja sem mest afskipti rikisvaldsins af hvers kona: starfsemi fylla hina svo nefndu vinstri flokka. Vér íslendingar höfum gengið miklu lengra í ríkisrekstri en ætla mætti eftir viðhorfi þegnanna til hans. Kynnu því ókunnugir að halda, að hér byggi mjög vinstri sinnuð þjóð, sem smám saman væri að koma sósíalismanum í fram- kvæmd, „þegjandi og hljóðalaust“. Allir kannast við Landsmiðjuna, ríkisbúskapinn á Vífilsstöðum, Kleppi og víðar, Áburðarsölu ríkis- ins og Grænmetisverzlun, svo að eitt- hvað sé nefnt. En það reyndist ekki nóg að „þjóðnýta“ iðnað, verzlun og búskap, heldur varð einnig að ná samgöngunum undir ríkið. Byrjað var með Skipaútgerð ríkisins, en það reyndist ekki nóg verkefni, svo að síðar varð að leggja samgöngur á Iandi undir. Einstakir menn höfðu verið ötulir brauðryðjendur í því að koma á bifreiðaferðum milli fjar- lægra landshluta. Þeir skipulögðu ferðirnar og brutust áfram, meðan fært var, jafnvel þótt þeir töpuðu fé á því nokkurn hluta ársins, meðan minnst var um flutninga og ófærð tafði ferðir og olli ófyrirsjáanlegum kostnaði. En þessir brautryðjendur högnuðust þrótt fyrir allt á rekstrin- um, og þá fannst vinstri öflunum á Alþingi, að svo búi$ mætti eigi líð- ast. Voru þó samgöngur á landi einnig þjóðnýttar. Hver hefir svo reynslan orðið af hinum opinbera rekstri? Á Land- smiðjunni tapaðist árlega stórfé. Ríkisbúin voru rekip með því tapi, að jafnvel efnabændur hefðu flosnað upp á einu til tveim árum, ef afkoma þeirra hefði orðið slík. En út yfir lók þó, þegar ríkið lagði undir sig bifreiðasamgöngurnar. Þótt einstakl- ingarnir hefðu af þeim sæmilegan hag, þrátt fyrir gífurlegar skattaálög- ur, tapar hið skaítfrjálsa „ríki“ stór- fé á rekstrinum. Á einni einustu sér- leyfisleið, milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, hefir reksturhallinn komizt upp í 400 þúsund krónur á Brynleifur Tobiasson sextugur. Framh. af 1. siðu ir honum þá sjálfsagt fundizt hann vera orðinn of gamall til að leggja út í langt háskólanám, og réðist hann því sem settur kennari við Gagn- fræðaskólann ó Akureyri (í stað föður 'míns, sem árið áður hafði hætt kennarastörfum) og var skipað- ur þar fasíur kennari 10. okt. 1919. Þó var ekki námsferli hans þar með lokið. Stundaði hann framhaldsnám við háskólana í Kaupmannahöfn og Leipzig árið 1922—23, en kom svo heim aftur og tók við sínu fyrra starfi. Er kennslugrein hans aðallega mannkynssaga, enda er hann þar gagnfróður og kennari ágætur. ■Eiunig hefir hann lagt mikla stund á íslenzk fræði og ættvísindi. Er 'hann iðinn á það grúsk, enda flest- um betur að sér í þeim efnum. Síðan Brynleifur settist að hér á Akureyri hefir hann átt drjúgan þátt í félags- og menningarmálum. Var hann bæjarfulltrúi samtals í 9 ár, og forseti bæjarstjórnarinnar frá 1938 til 1939. Amtsbókasafnið hefir hann látið sig .miklu skipta og verið formaður stjórnarnefndar þess óslit- ið frá 1931. Kirkjumaður er hann ágætur og hefir setið í sóknarnefnd Akureyrarsóknar síðan 1939. I s'.jórn Ræktunarfélags Norðurlands sat hann 1921—1923, tvívegis hefir hann verið formaður Stúdentafélags Akureyrar og átt sæti í Matthíasar- nefnd Stúdentafélagsins frá 1934. Hann hefir lengi starfað í skóla- nefnd, og nú síðast í fræðsluráði bæjarins. Hann var ritstjóri og eig- andi „fslendings11 1920, ritstjóri ári, eða með öðrum orðum í elleju hundruð krónur á dag. Rekstri þessum er á komið með atfylgi Alþýðuflokksins, og hefir hann fengið þar gott tækifæri til að sýna yfirburði ríkisrekstrar, enda farið með framkvæmd þessara sam- gangna. Þrátt fyrir þessa reynslu láta forkólfar Alþýðuflokksins þá skoðun sína í Ijós, að þjóðnýting verzlunarinnar mvndi ein -— og alein — hafa gert sama gagn í dýrtíðar- málunum og sú leið, er farin var. Fyrir um það bil tveim árum var komið á fót svo nefndri Innkaupa- stofnun ríkisins en það er aðeins smækkuð mynd af landsverzlun. Til forslöðu hennar réðist harðsnúinn Alþýðuflokksmaður, sem að sjálf- sögðu hefir haft fullan Rug á að sýna yfirburði hennar yfir sambærilegan rekstur einstaklings. En þrátt fyrir skattfrelsi ríkisrekstrarins hefir þess- ari „ágætu“ stofnun ekki tekizt að sýna neina arðsemi á tveim árum. Það skiptir engu máli, hvar niður er gripið á sviði ríkisrekstrar. Þar sem einstaklingurinn hagnaðist og skilaði miklum upphæðum í skatti til ríkisins og útsvörum til bæjarfé- laga, þar verður ríkið ómagi á ein- staklingnum, er það seilist inn á verksvið hans. Reynsla íslendinga af þjóðnýtingu atvinnuvega er ekki lík- leg til að auka bjartsýni almennings á hana. „Templars“ 1924—27 og í útgáfu- nefnd „Skagfirzkra fræða“ 1938 og síðan. 12 ára gamall gerðist Brynleifur good-templar og hefir síðan verið einn tryggasti og starfsamasti með- limur reglunnar, enda hlotið þar margar virðingar- og trúnaðarstöð- ur. Var hann m. a. Stórtemplar Stór- stúku íslands I. O. G. T. 1924—27. Hefir hann mætt á mörgum alþjóða- þingum bindindismanna, bæði fyrir hönd stúkunnar og ríkisstjórnarinn- ar. — Brynleifur er prýðilega ritfær maður og hefir skrifað margt í blöð og tímarit og flutt fjölda erinda. En það verk, sem halda mun nafni hans lengst á lofti er ritið: „Hver er mað- urinn?“, sem bókaforlagið „Fagur- skinna“ gaf út 1944 og Brynleifur skrásetti. Er það æviágrip 3740 is- ! lenzkra seinnitíðar- og samtíðar- manna og kvenna, mikið verk og þarft, og fyrsta rit þeirrar tegundar sem gefið hefir verið út hér á landi. Er það hin ágætasta heimild fyrir seinna tíma rannsóknir og furðan- lega tæmandi og nákvæmt, og mun aðeins fáum skiljast, hvílíka vinnu það hefir kostað skrásetjarann. Brynleifur kvæntist 25. sep!ember 1920 Sigurlaugu Hallgrímsdóttur, stýrimanns, Sigurðssonar á Akur- eyri, hinni ágætustu fríðleikskonu, en missti hana eftir aðeins 4 ára hjónaband. Þau hjón eiga 1 son, Siglaug, bókasafnsfræðing, og er hann nú starfsmaður Amtsbóka- safnsins á Akureyri. Eins og sjá má af framansögðu, hefir Brynleifur Tobiasson komið víða við um dagana og lagt gjörva hönd á margt. Á unglingsárum hugði hann að gera ræktun íslenzkr- ar gróðurmoldar að lífsstarfi sínu, en það snerist þannig, að hann plægði annan akur, og ekki óþarf- ari, varð sáðmaður í akur menning- ar og mennta fyrir íslenzkan æsku- lýð. Á báðum stöðum hefir hann sómt sér vel. Sérstaklega er hann til- valinn kennari og æskulýðsleiðtogi. Hann er fróðleikssjór, snyrtimenni og skemmtilegur í umgengni, hæfi- lega íhaldssamur í skoðunum og með öllu ósmitaður af allri lausung þessa tíma og strangur reglumaður í hvívetna. Þannig eiga kennarar að vera. Afköst hans bera þess vott, að hann er síarfsmaður mikill og kann að nota tímann. Þó minnist ég þess aldrei, að asi hafi verið á Brynleifi Tobiassyni, eða að hann hafi afsak- að sig frá störfum vegna annríkis eða tímaleysis. Hefi ég þó unnið með honurn í fjölda nefnda meira en tvo áratugi. Slíkum mönnum er gott að vinna með. í samstarfi er hann íhug- ull, sanngjarn og greiðvirkur. É’g vil nota þessi tímamót í ævi hans til að þakka honum fyrir kynninguna og allt, sem við höfum átt saman að sælda, og sérstaklega fyrir 11 ára starf hans í sóknarnefndinni. Ef fleiri menntamenn okkar og æsku- lýðsleiðtogar væru sama sinnis sem hann til kirkju- og kristindómsmála, væri þjóðin betur á vegi stödd. Bryn- I NORÐLENZKT KENNARAMÓT Norðlenzkt kennaramót verður haldið á Akureyri í vor dagana 4.— 11. jún; að tilhlutun norðlenzkra barnakennara og námsstjórans á Norðurlandi. Á mótinu verður náms- skelð fyrir kennara í ýmsum hagnýt- um greinum, þar á meðal skólavinnu (föndri), vinnubókagerð, reiknings- kennslu, léstrarkennslu og væntan- lega fleiru. Fyriíhugað er að flutt verði er- indi um skóla- og uppeldismál, en ekki er enn fyllilega ákveðið hverjir ; þau erindi flytja og verður skýrt frá því síðar. Erindi þessi verða flutt á kvöldin, svo að þeir bæjarbúar, sem þess óska, geti notið þeirra. í sambandi við mótið er fyrirhug- uð skólavinnusýning af félagssvæði I Kennarafélags Eyjafjarðar. Þar fer } einnig fram aðalfundur Sambands- j ins, og verða þar rædd skólamál af félagssvæðinu. * Frk Barnaverndar- félaginu Fundur var haldinn í Barnavernd- arfélagi Akureyrar þann 6. þ. m. Þar flutti Snorri Sigfússon, námsstjóri, erindi um uppeldi og skóla. Þá var rætt um að velja fyrsta vetrardag fyrir fjársöfnunardag félagsins. Á fundinum voru samþykktar eftirfar- andi iillögur: 1. Fundur í Barnaverndarfélagi Akureyrar, haldirm fimmtudaginn 6. apríl, lýsir ánægju sinni yfir þeirri hugmynd, að stofnaðir verði hér í bænuni vihnuflokkar fyrir unglinga, undir stjórn valinna manna, er vinni að ýmis konar ræktun, 6VO sem mat- jurtarækt, trjárækt og blómrækt. Leggur fundurinn áherzlu á, að gerð verði tilraun með slíka vinnuflokka þegar á komandi sumri. 2. Fundurinn beinir þeirri ósk til bæjarstjórnar, að sem bezt verði bú- ið að barnaleikvöllum bæjarins á komandi sumri Jafnframt séu at- hugaðir í tíma möguleikar á að friða einhver svæði í öllum hverfum bæjarins, þar sem börn geta leikið sér sumar og vetur, enda þótt þau séu ekki öll búin leiktækjum sam- tímis. 3. Fundurinn lýsir vanþóknun sinni yfir opnun knattborðsstofunn- ar í Hafnarstræti 98, þar sem ung- lingum ér gefið mjög eftirsótt tæki- færi til að eyða verulegum fjárupp- hæðum, auk þess sem reynslan af slíkum fyrirtækj um hefir sjaldan verið góð, þar sem þau hafa verið rekin. leifur „fyrirverður sig ekki fyrir fagnaðarerindið“. Þessar línur vil' ég svo enda með því að flytja Brynleifi Tobiassyni hjartanlegar árnaðaróskir á þessu sextugsafmæli hans, með þeim ósk- um, að Akureyrarbær og þjóðin öll fái sem lengst notið hans, og að heilsa og vinnuþrek megi sem lengst | endast honum til meiri þjóðnýtra i starfa. Fríðrik .1. Rafnar. Oaaomst nýlagnir í hús o. fl. Viðgerðir á raflögnum og heimilistækjum. Fljótt og- vel af hendi leyst R A F O R K A h.f. Kaupvangsstræti 3 .uppi (næstu dyr neðan við Nýju Kjötbúðina.) í BÚÐ ÓSKAST 2 — 5 herbergi og eldhús. Fyrirtramgreiðsla ef óskað er. — Tilboð leggist inn á afgreiðslu íslendings, fyrir 30. apr.'l. Merkt: ÍBÖÐ. Hveiti í smápökkum með gamla verðinu fæst ennhjá hjá Eyjafjörður h.f. KARLMANNA Skðr nýkomnir Verxl. EyjafjörÍur h.f. ÚTLENDAR Kartðflur fást nú hjá Ver* I. Eyjafjörður h.f. NtKOMIÐ: Snickklásskrár Skrár og Jiand.föng Yfirf. lamir Smergelskifur Skrúfjárn Smekklásar Lykíaefni Ba&blöndunartæki Blikkfötur Blikkbalar Hitageymar Brauöföt Dósahnífar ■ Lugtir Lugtarglös Vegglampar ... o. fl. Verxl. Eyjafjörður h.f. Síarfsstúlkur vantar á sjúkrahúsið nú þegar og 14. maí. Upplýsingar hjá ráð'hcn unni og Gunnari Jó'.ssyni.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.