Íslendingur


Íslendingur - 03.05.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 03.05.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg. Miðvikudagur 3. maí 1950 20. tbl. riskiiiiii ífiir Narðurlandi fríðlýst Sjhvarútvegsmálarkðuneytið gefar út reglugerð um friðunina Hinn 22. apríl s.l. gaf- sjávarút- vegsmálaráðherra, Ólafur Thors út reglugerð um friðun Lskimiða fyrir Norðurlandi, frá Horni til Langa- ness. Friðunarsvæðið er afmarkað með beinum línum, dregnum milli þessara andnesja: Horns — Iraboða — Drangaskers — Selskers — As- búðarrifs i— Sigluness — Fla'eyjar — Lágeyjar — Rauðanúps ¦— Rifs- tanga — Hraunhafnartanga — Langaness. Skal friðaða svæðið ná 4 sjómílur út frá þessum dregnu lín- um, en auk þess er veiðisvæðið um- hverfis Grímsey friðað á 4 sjómílna svæði. Samkvæmt 1. grein reglugerðar- innar eru allar botnvörpu- og drag- nótaveiðar bannaðar innan hins friðlýsta svæðis, og í annarri grein hennar er tekið fram, að einungis íslenzkir ríkisborgarar megi stunda síldveiðar á svæðinu og megi aðeins nota íslenzk skip til veiðanna. 3. grein reglugerðarinnar er svo- látandi: Utgerðarmenn þeir, er um ræðir í 2. gr., og hafa í hyggju að stunda sumarsíldveiðar fyrir Norðurlandi á tímabilinu frá 1. júní til 1. október, skulu sækja um leyfi til sjávarút- vegsmálaráðuneytisins fyrir 1. júní 1950 og síðan fyrir 15. maí ár hvert og tilgreina í umsókn sinni, hvaða skip þeir ætli að nota til veiðanna og hvers konar veiðarfæri verði not- uð. Nú telur sjávarútvegsmálaráðu- neytið, að um ofveiði verði aS ræSa, og getur þaS þá í byrjun veiðitíma- bilsins eSa síðar takmarkað fjölda veiðiskipa og hámarksafla hvers ein- staks skips. — Aflaskýrslur skulu sendar Fiskifélagi íslands á þann hátt, sem fyrir er mælt í lögum nr. 55 frá 27. júní 1941 um afla- og út- gerðarskýrslur. Alls er reglugerðin í 7 greinum, og öðlast hún gildi 1. júní n. k. SvohljóSandi greinargerS fylgir f rumvarpinu: Eitt aSaláhyggjuefniS í sambandi við nútíma fiskveiSar, er hættan á ofveiSi. Á mörgum alþjóSaráSstefn- um, síSast á Haag fundinum í ágúst 1949, hefir vandamál þetta veriS ítarlega rætt, án þess þó að sam- komulag hafi náðst um viðeigandi ráðstafanir. Þannig hefir t. d. fiski- stofninn í Norðursjónum stórum dregist saman síðan stríðinu lauk, án þess að nokkur rönd hafi veriS viS reist. — ÞaS er alkunnugt um suma 'slenzka fiskistofna (lúSa, ýsa og skarkoli), aS á þá er lögS meiri veiði en þeir þola. Eins og nú er komið,, byggjast fiskveiðar viS ísland aS langmestu leyti á þorski og síld, og er afkoma útgerSar á IslandsmiSunum undir því komin, hvernig aflast af þessum tegundum. ÞaS er því óhj ákvæmileg nauSsyn, aS gerSar verSi virkar ráS- stafanir til aS hindra þaS, að þessir dýrmætu stofnar sæti þeim örlögum sem ýmsar aðrar íslenzkar fiskiteg- undir, er minna þola, hafa þegar sætt eða að sagan um Norðursjóinn end- urtaki sig við ísland. Enda lítur ís- lenzka ríkisstjórnin svo á, að henni Framh. á 2. síðu. LE1K H Ú S1Ð Sjáltvirka tekur til mánuði íslendingur náði í gær tali af Gunnari Schram símastjóra og spurði hann, hvaS sjálfvirku síma- stöðinni liði. KvaS hann vonir standa til, aS hún yrSi opnuS 3. júní n. k. Er nú langt komiS aS. setja nýju tækin inri til símanotenda, en varla verSur lokiS aS leggja inn nýja síma, áSuf en stöSin verSur opnuS, þótt stöSugt verSi aS því unniS. — Nýja stöSin tekur 1000 númer, en sú gamla 660. Nýir símanotendur verða um 300, og er stöðin því inn- an skamms orðin of lítil. Oðrum 1000 númerum er hægt að bæta við, hvenær sem þörf gerist, en vegna gjaldeyrisörðugleika er hætt við, að stækkun hennar dragist nokkur ár. Starfsmenn Landsímans hér í bæ hafa unnið að uppsetningu stöðv- arinnar og innlögn hinna nýju síma- tækja undir stjórn T. Haarde síma- fræðings, er unnið hefir undanfarin 19 ár við Lands'mann í Reykjavík. Byrjað var að vinna að uppsetn- ingu 1. ágúst 1949, og hefir verkið Bærinn fær jorðýfu. Akureyrarbær hefir nýlega fengið gjaldeyris- og innftutningsleyfi fyrir jarðýtu, 40 hestöfl að stærð, og mun kaupverð hennar vera 120—130 þús. kr. Verður ýtan greidd með Mars- hallfé. símstööin starfa ad liðnnm gengið fullkomlega eftir áætlun. Þegar nýja stöðin tekur til starfa, verða 800 bæjarsímtöl innifalin í ársfjórðungsgjaldi því, er notandi greiðir, en 20 aurar reiknast fyrir hvert samtal, sem umfram er og verð ur innheimt ársfjórðungslega. STÓRKOSTLEG HÆKKUN SÍMÁGJALDA Símtöl við Reykjavík hækka yfir 40%. Frá 1. þ. m. hækka öll símagjöld Landssímans að miklum mun, svo sem símtalagjald, skeytagjald, af- notagjald og stofngjald. Verður stofngjaldiS 1100 krónur. Afnota- gjald fyrir einkasíma hækkar úr kr. 137.50 í kr. 180.00 á ársfjórSungi en verzlunarsíma úr kr. 206.25 í kr. 290.00. Símtalagjöld hækka sem hér segir (á 0—25 km. verSa þau óbreytt): 25—100 km. úr kr. 3.50 í kr. 4.00. 100—225 km. úr kr. 4.50 í kr. 6.00. 225—350 km. úr kr. 6.00 í kr. 8.00. Yfir 350 km. úr kr. 7.00—8.00 í kr. 10.00. Einfalt símtal viS Reykjavík héS- an frá Akureyri hækkar því úr kr. 7.00 í kr. 10.00 og er þaS yfir 40% hækkun. Þessi hóflausa skattheimta yfir- Uppstignin Ettir Sigurð Nördal - Leikstfórl Ágúst Kyaran. Lj^ikfélag Akureyrar sýndi í íyrsta sinn s.l. laugardagskvöld sjónleikinn »UPPSTIGNINGU« eftir Sigurð Nordal prófessor. Hefir hann áður verið sýndur af Leikfélagi Reykjavíkur, og þá undir dulnefni höfundarins H. H. En í lok sýninganna þar gaf höf undur sig fram, og kom leikritið síðan út á prenti undir réttu höf undarnafni. Sjónleikur þessi er saminn skömmu efíir lok síðustu heims styrjaldar, og fer fram í meðal stóru þorpi »einhversstaðar á suðurströnd Islands«. Er hann í fjórum þáttum, en fjórði þáttur- inn í tveim sýningum, og fer fyrri hluti hans fram uppi á tindi Arnarfells, sem er liatt fjall í ^rennd við þoipið. Þn'r fyrsíi; þættirnír gcrast í húsi niðri í þorpinu Knanareyri, þar sejn presturinn býr, ungur og ckvæntur, hjá aldraör: frænku .siiiiíi, frú Skagalín prestsekkju. Bregða þeir upp glöggri mynd af venjum og hugsunarhætti fólks ins í smáþorpunum, siðavendni, hneykslunargirni og orðsýki eldri kynslóðarinnar en hispurs- leysi og tilfinningahita hinnar yngri. Fyrri sýning f jórða þáttar, sem gerist uppi á fjallinu, er aftur á móti nýjung á íslenzku leiksviði. Þar talar hinn ungi prestur öðru hverju til áhorfendanna og um þá, og svo gerir einnig »Hæst- virtur höfundur« og Leikhústjór inn, er þar koma fyrst við sögu. í eftirmála er höfundur sjónleiks- ins skrifar með hinni prientuðu útgáfu hans, gefur hann skýringu á þessum óvenjulega viðauka, og eru aðalatriði þeirra tekin upp í leikskránni, og því ekki ástæða til að endurtaka-hana hér. Aðalhlutv'erkið, Helga prest Þorsteinsson, leikur Guðmundur Gunnarsson. Þetta er hvort- tveggja í senn: stærsta hluh/erk leiksins og erfiðasta. Séra Helga dreymir stóra drauma um að skrifa stórkostíegt skáldverk, en örlögin, eða kannske öllu heldu1 ístöðuleysi hans, hafa kviksett stjómar símamálanna er lítt skiljan- leg, og væri ekki til of mikils mælzt, að hún gerði viðhlitandi grein fyrir henni. Ágúst Kvaran, leikstjóri. hann sem sálusorgara ; lillu þorpj, þar sem smáborgariskar)- urinn ríkir í almætti sínu. Hann vill reynast trúr í lífsstarfi sínu, er umhyggjusöm frænka hans, frú Skagalín, virðist hafa valið honum, og hún umgengst hann með móðurlegum umvöndunum og vakir yfir því, að enginn blettur eða hrukka falli á álit hans meðal sóknarbarnanna. Skylduræknin við starfið og hug- sjón hans togast á um hann í sí- fellu og »rugla hann í ríminu« að lokum. Guðmundur hefir lifað sig inn í þetta erfiða hlutverk, og sýnir þarna betri teik en nokkru sinni áður. Fjölbreytilegar og. ólíkleg- ustu tilfinningar toga hann í milli sín. Hæverskan gagnvart hinum virðulegu frúm í »nefnd- inni«, ákafi hans í frásögninni af skáldverkinu, er hann dreymir um að skrifa, ótti hans og undr- un við skriftamál læknisfrúar- innar, og ofsi hans, er hann miss- ir stjórn á tilfinningum sínum gagnvart híenni, — allt er þetta með eðlilegur hætti, og raun- hæft. En þó nýtur hann sín bezt í 4. þætti uppi á Arnarfelli, þeg- ar hann fer »út úr rullunni« eða »Iifir sig of djúpt inn í hlutverk- ið«, eins og leikhússtjórinn kemst að orði. Læknisfrúna, frú Herdísi Bald- vinsson, leikur frú Björg Bald- vinsdóttir. Hún hefir áður sýnt góð tilþrif í leik, en hefir þarna fengið hlutverk, sem glefur ótví- rætt í skyn, að hún sé þegar orð in einn fremsti skapgerðarleik- Framhald á 4. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.