Íslendingur


Íslendingur - 03.05.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 03.05.1950, Blaðsíða 2
ISLENDINQUR Miðvikudagur 3. maí 1950 Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. . Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Árdís Svanbergsdótlir. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Steíaubrejtingar þör! Komúnistar hér á landi eru einna kunnastir fyrir sífelldar kröfur um ný atvinnutæki, sem bæir eða ríki reki á sinn koslnað. Þeir hirða ekk- ert um, hvað tækin kosta, hvort þeirra sé þörf eða hvort þau beri sig. Slíkt varðar kommúnista ekkert um. Yfirboð á yfirborð ofan og kröfur á kröfur ofan er þeirra hfs- regla. Síðasti Verkamaður krefst eins eða tveggja hinna nýju togara fyrir Akureyrarbæ. Þessir nýju togarar er búizt við að kosti 7—8 miljónir króna, eða verði meira en helmingi dýrari en nýsköpunartogararnir, sem jafnvel Lúðvík Jósefsson. einn af þingmönnum kommúnista, játaði í vetur að ekki bæru sig með þáver- andi fiskverði á erlendum mörkuð- um. Síðan hefir markaðsútlit mjög farið versnandi og gengislækkunin hækkað verð togaranna að miklum mun. Þá krefst Verkamaðurinn á Ak- ureyri eins eða tveggja hinna nýju togara fyrir bæinn! Öllum bæjarbúum er kunnugt um, að kommúnistum var mikið kapps- mál að Akureyrarbær keypti Krossa- nesverksmiðjuna. Og þeim er jafn kunnugt um hitt, hvernig kommún- istar vógu að því fyrirtæki, er bær- inn hafði keypt það og var að und- irbúa það undir starfrækslu á síldar- vertíðinni. Þá var það fremsti mað- ur kommúnista hér í bæ og jafnframt einn af stjórnarnefndarmönnum verk smiðjunnar, sem beitti sér fyrir verk falli við hana, og sýndi þar með hið rétta innræti kommúnista á mjög ljósan hátt. Mundu þeir þá ekki vera jafn líklegir til að bregða fæti fyrir útgerð togara, sem búið væri að leggja á hin skattpíndu bök borgar- anna? Offiski er þegar farið að stofna fiskistofninum á íslandsmiðum í hættu. Við höfum nýlega aukið fiski- skipaflota okkar um 30 togara auk margra minni skipa. Þjóðir þær, er hingað til hafa keypt af okkur fisk, auka sjálfar útgerð sína og keppast við að verða sjálfum sér nógar um öflun fiskmetis. Mikil aukning tog- araútgerðar á íslandi er því mjög vafasöm eins og sakir standa. Hins- vegar skortir okkur smjör og garð- ávexti, er við verðum að eyða mikl- um erlendum gjaldeyri fyrir, þrátt fyrir næga möguleika á framleiðslu þeirra neyzluvara innan lands. Það þarf að verða stefnubreyting Fárátileg prófverkefni. MÉR hefir stöku sinnum dottið í hug að stinga upp á umferðáviku hér í hæn- um, og geri það nú hér með. Eftirlil með umferðinni er jafnan lítið, og þótt bíl- stjórar okkar séu yfirleitt varkárir, aki gætilega og slys séu fátíðari en ætla mætti miðað við umferð, þá er ekki hægt að segja það sama um alla þá, er nota önn- ur farartæki, svo sem reiðhjól, reiðhesta eða fæturna, er þeir fæddust með. Margt fólk er tnjög óvarkárt, er það gengur yfir götur eða út á þær, og víða eru gangandi vegfarendur í hættu á gangstéttunum fyrir ófyrirleitnum hjólreiðastrákum. S. 1. laug- ardagskvöld fór hestamaður á J>anstökki eftir götunni og gangstéttunum umhverfis Ráðhústorg í ásýnd margra sjónarvotta, og virtust hílar á ferð standa kyrrir, er itann geystist framhjá. Barn, er hlaupið hefði fram á gangstéttina úr húsasundi í Jtann mund, .... ja, ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda. Ráðhústorg og umhverfi þess er ekki heppilegur skeið- eða stökk- völlur fyrir æfingar undir kappreiðar, hvorki fyrir vegfarendur eða fola Jtann, sem verið er að þjálfa. I umferðarviku, sem hér með er stung- ið upp á, ættu lögreglumenn að æfa sig í umferðastjórn á fjölförnum vegamótum þann tíma dagsins, er umferð er mest. Iljólreiðamenn á gangstéttum eða þá er hjóia í öfuga átt á einstefnugötum, ætti að sekta um nokkrar krónur eða taka farartæki þeirra úr umferð í sólarhring eða svo, fótgangandi fólk, sem ekki virðir umferðareglur ætti að veita ofanígjöf (far- artæki þess er ekki framkvæmanlegt að taka í sérstaka vörzlu), og umferðakvik- myndir Jiyrfti þá helzt að sýna í kvik- myndaliúsum. Og ef slíkri viku yrði kom- ið á, áður en vorskólunum Jýkur, ættu kennarar (eða lögregluþjónn) að hafa eina kennslustund á dag í skólunum. Það er þó ekki meining mín, að ekkert eftirlit eigi að hafa með umferðinni aðra tíma á þessu sviði. í útgerðarmálunum hefir verið gert mikið átak, svo að ekki virðist knýjandi nauðsyn að halda öllu lengra á þeirri braut eins og sakir standa. í landbúnaðarmál- um hefir einnig verið unnið vel, en þó er þar meira ógert. Við verðum að stefna að því, að auka smjörfratn- leiðslu og kartöfluframleiðslu okkar svo, að ekki þurfi að verja erlendum gjaldeyri til kaupa á smjöri og kart- öflum. Kommúnistar virðast ekki hirða um staðreyndir. Þeir hvorki nenna né vilja gera sér ljóst, hvers okkur er mest þörf til þess að lifa mann- sæmandi l.fi í okkar lítt numda en frjósama landi. ársins, því að hennar er dagleg þörf. En slík „umferðarvika“ mundi vafalaust geta opnað augu fólks fyrir því, að það er eng- an veginn sama, hvernig fólk liagar sér á götum úti, og að |iau ákvæði lögreglu- samþykktarinnar, sem að umferðamálun- um snúa, eru sett til öryggis lífi og limum borgaranna. FYRIR um það bil 20—25 árum var oft um það rætt á kennarafundunt, hve kennslubækur þær, er þá voru notaðar í skólum, væru óaðgengilegar íyrir óþrosk- aða nemendur og óhagnýtar fyrir þá til undirbúnings lífsstarfi þeirra. Sérstaklega var mannkynssagan talin óalandi og óferj- andi: Þetta væri fyrst og fremst hernaðar- saga, morandi í nöfnum grískra, róm- verskra og annarra okkur framandi þjóð- höfðingja og herforingja ásamt mýgrút af ártölum, sem okkur íslendingum kæmi aldrei að notum að vila eða kunna. Mann- kynssagan ætti fyrst og fremst að vera MENNINGÁRSAGA, saga þróunar í list- um, vísindum, atvinnuháttum o. s. frv. og skemmtilega rituð, Jiannig að ekki \æri lífsraun að lesa. Ég var þessu öllu eam- mála. En livernig hefir svo tekizt til um hinar nýrri kennslubækur? Hefir þetta sjónarmið verlð ráðandi hjá höfundun- um og þeim, er velja námsbækur fyrir skólana? Maður skyldi ætla, að framfar- irnar í þessu væru mjög örar, svo oft er eldri kennslubók lögð á hilluna til að rýma fyrir annarri nýrri, enda mun sjaldgæft, að yngra barnið geti notað þá námsbók, er foreldrarnir urðu að kaupa dýrurn dóm- um handa hinu eldra, því að svo oft er skipt um námsbækur í sumum greinum unglingaskólanna. Ég var nýlega að blaða í mannkynssögu- bók Jjeirri, er 13—14 ára unglingar eiga nú að læra í a. m. k. sumum þeirra skóla, sem hin nýja skólaskipan neyðir ungling- inn til að hýrast í, hvort sem hann á þang- að erindi eða ekki. Og ég minnist ekki í neinni annarri mannkynssögu fyrir ungl- inga slíkrar eilífðarrunu af mannanöfn- um og ártölum, einkum frá fornöldinni. Þar eru t. d. 3 blaðsíður um púnversku styrjaldirnar, hve lengi liver þeirra stóð yfir og hvaða árabil, hvað liershöfðingj- arnir hétu, hvar þeir unnu sigra eða biðu ósigur o. s. frv. Þegar námsbækurnar eru Jiannig úr garði gerðar, er ekki að furða, þótt próf- spurningarnar beri keim af þeirn. Og að þessir unglingar, sem varla þekkja sund- j ur kú og best og vita tiltölulega lílið um sögusögu sinnar eigin þjóðar, eigi að svara á prófi spurningum eins og þessum: Hvar stóðu og hverir(?) byggðu eftirtaldar borgir: Úr, Karþagó, Knossos, Taranto, Ninive? — Hverir háðu orustur við eftir- talda staði OG IIVENÆR (lbr. mín): Salamis, Cannae, Svoldur, Stiklastaði, Hast ings? — og .... hverir voru þessir menn og um hvaða leyti uppi: Buddha, Sólon, Cicero, Ansgar, Marius? Eg get ekki stillt mig um að taka hér upp smágrein úr síðustu Landvörn, er í eru nefndar 5 prófspurningar írá prófi í unglingaskóla vorið 1949: „1. Hvaða breytingar gerði Diokletianus á stjórn Rómaveldis? 2. Nefnið þrjár breytingar á kirkjumálum, sem Gregorius VII., barðist fyrir. 3. Helztu ákvæði frið- arsamninganna í Veslfalen. 4. Nefnið fjórar styrjaldir í Evrópu á tímabilinu frá 1700—1789. Segið, hvenær þær voru og nefnið helztu ríkin, sem tóku þátt í þeim. 5. Ilvaða þjóðhöfðingjar réðu árið 1900 ríkjum í Bretlandi, Þýzkalandi, Austur- ríki, Rússlandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi? — Allir reyndir kennarar vita, að til að geta fengið viðunandi svör við svo frámunalega heim kulegum spurning- um, þarf að æfa lærisveinana eins og sirkushesta. Oll hugsun er útilokuð. Minn- ið er þvingað til að taka á inóti og geyma um nokkurra daga skeið óteljandi sundur- lausa fróðlelksmola. Hvers vegna eiga ís- lenzkir borgarar að safna í heilann :kýrsl- um um þýðingarlausar skipulagsbreytingar í Rómaveldi eða baráttuefni gleymdra páfa? Hverskonar iðja er að æfa íslenzk ungmenni í því að fylkja baráttuaðilum úr spænska erfðastríðinu? Og hvað er frá- ' leitara en að ætla almenningi á Islandi að hafa í huga nöfn þjóðhöfðingja úti í löndum, nöfn manna, sem hann vildi hvorki heyra eða sjá? Heill hópur af lærðustu kennurum landsins reyndi í gamni að svara spurningum, sem fermingarbörn áttu að geta leyst úr. Þeir urðu að leita í leksi- konum og handbókum og komust samt í : J.rot.“ Spurningar, sem ég hef heyrt að lagðar séu fyrir börn í svonefndum gáfnaprófum nýju v.ppelui fræðinganna, ætla ég að leiða hjá mér að sinni, en sumar, sem ég hefi heyrt, benda til, að amerískar spurn- ingar frá slíkum prófum vestur þar, séu Jiýddar orðrétt á íslenzku, enda þótt sum- ar Jicirra séu fjarri öllu viti á íslandi. Börnin, sem koma út úr skylduskólun- um á næstu árum, munu flest velja sér eitthvert lífs tarf hér heima. Hvort sem leið þeirra liggur að framleiðslustörfum til lands eða sjávar, í einhverja iðngrein- ina, samgöngurnar, verzlunina eða skrif- stofustarfið, kemur þeiin kunnleiki á róm- verskum og púnverskum herforingjum að litlu gagni. En þeim gæti komið vel að kunna eitthvað til verks, geta reiknað með algengum tölum, skrifað villulitlar nótur og sendibréf eða annað það, er krefjast verður af sæmilegum starfsmanni í hvaða atvinnugrein sem er. Á þeim sviðum hefir menntun unglinganna brakað, og virðist þróun kennslumálanna stefna mjög í öfuga átt hin síðustu ár. SNÍÐAKENNSLA Kvöldnámskeið í sníðakennslu hefst að forfallalausu 11. þ. m. Nánari upplýsingar gefnar í saumas'ofunni „Rún“, Hafnar- stræti 100. Stúlkur óskast til starfa í Kristneshæli sem allTa fyrst. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan og skrif- stofa hælisins. Kvennadeild Slysavarnarfélags íslands, Ak., hefir ákveðið að atliuga um stofnun kvennadeildar í Öngulsrtaðahreppi í þing- húsi hreppsins, þriðjudaginn 9. maí kl. 2,30 e. h. Óskað eftir, að konur mæti vel. Kvennadeild Slysavarnarfélags Islands, Akureyri, heldur fund í Lóni, fimmtudag- inn 4. maí kl. 8,30 e. h. Mjög áríðandi mál á dagskrá. Einnig segja fulltrúar fréttir af Landsþinginu. Stjórnin. Fiskimiðin fyrir Norður- landi friðuð Framh. af 1. síðu sé bæði rétt og skylt að sjá um, að slíkar ráðstafanir séu gerðar. MeS vaxandi ugg hefir verið fylgst með því, hvernig sóknin á íslandsmið hefir stóraukizt hin síðari ár, og í kjölfar hennar haja jarið sírýrnandi afköst, einkum að því er varðar síldveiði fyrir Norðurlandi. Á árunum 1945-— 1949 miðað við 1940—1944 eykst skipafjöldinn, sem tekur þált í síldveiðum um ca. 185% og meðalstœrð íslcnzkra skipa vex um 20%, en um leið minnkar heildarveiði við Norðurland um nœrri 44% og afköst íslenzku skipanna miðað við fyrirhöfn (veiði pr. nót) um 77%. Um þorskstofninn er það vitað, að tryggingin fyrir framtíð hans er ungLskurinn, sem eins og kunnugt er, vex upp í kalda sjónum við ís- land. Hinn 5. apríl 1948 voru sett lög, sem heimila ríkissijórninni að á- kveða verndarsvæði við strendur ís- lands til þess að koma í veg fyrir gjöreyðingu fiskimiða. Nú er svo komið, að enn fleiri þjóðir en áður hafa sótt á miðln við Norðurland með síauknum skipa- fjölda og fullkomnari veiðitækni. Er það því lífsnauðsyn, að gerðar verði virkar friðunarráðstafanir þegar í ! stað, hæði til þess að þyrma fiski- stofnum og skapa bætta afstöðu til víslndalegra rannsókna. Hinn 22. apríl 1950 gaf því sjáv- arútvegsmálaráðuneytið út reglugerð í framhaldi af ofangreindum lögum og öðlast hún gildi hann 1. júní 1950. í reglugerðinni er miðað við fjögurra mílna verndarsvæði frá ströndinni, eins og lengi hefir verið miðað við á Norðurlöndum og einn- ig áður á íslandi. A þessu svæði eru með öllu bann- aðar dragnóta- og botnvörpuveiðar íslendinga jafnt sem annarra, og heimild til síldveiða verður einungis veitt íslendingum samkvæmt sér- stöku leyfi og með tilteknum skilyrð- um. S jávarútvegsmálaráð uneytið 24. apríl 1950. Þótt setning þessarar reglugerðar valdi togara- og dragnótaútgerðinni nokkrum óþægindum i bili, verður að ætlast til þess, að úlgerðarmenn og skipsljórar skilji nauðsyn henn- ar, þar sem hún er óhjákvæmilegt spor í þá átt, að vernda fiskistofninn fyrir gjöreyðingu og firra komandi kynslóðir hallæri af aflaskorti. Hér í blaðinu hafa nokkrum sinnum að undanförnu hirzt greinar urn þetta vandamál, sem ekki er aðeins Ijóst orðið íslenzkum sjómönnum, heldur og sjómönnum fjölda annarra fisk- veiðijijóða. Stórþjóðirnar vestan hafs og austan eru þegar teknar að færa út sínar friðunarlínur, og verð- um vér Jslend.ngar að fylgjast þar með, áður en rányrkja íogveiðanna þurreys fiskimiðin.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.