Íslendingur


Íslendingur - 03.05.1950, Síða 4

Íslendingur - 03.05.1950, Síða 4
Menn og minjar I. - VI. skb. 85.00 Sögur og kvæði Gests Pálss. skb. 50,00 Þjóðsögur E. Guðm. I. - V. rex 97,50 Keldur á Rangárvöllum 35,00 og 50,00 Bókaverzlun Björns Árnasonar. Gránufélagsgötu 4 — Akureyri. ) KAUPUM GAMLAR B ÆKU R Bókaverzl. EDDA h.f. Messað í Akureyrarkirkju n. k. sunnu- dag kl. 5 e. h. — P. S. Sunnudagaskóli Akufeyrarkirkju, verður á sunnu- daginn kemur (7. maí) kl. 10,30 e. h. •— 7—13 ára börn í kirkjunni en 5—6 ára börn í kapeflunni. Bekkjastjórar! Mætið kl. 10 f. h. — For- eldrar eru vinsamlega beðnir að benda börnunum á þessa auglýsingu. Hjúskapur: Þann 30 f. m. voru gefin saman í Akureyrarkirkju Anton Krist- jánsson skrifstofumaður hjá KEA og Ester Jóhannsdóttir. fleimili ungu hjónanna er að Þingvallastræti 32, Akureyri. Aheit á Strandarkirkju frá N. N. kr. 30.00. v Áheit á Akureyrarkirkju frá N. N. kr. 30,00. Matjurtabókin, sem Garðyrkjufélag ís- lands gaf út á s. 1. ári og rituð er af 5 kunnum garðyrkjufræðingum er einkar hentug og gagnleg handbók fyrir garð- eigendur, að því er ræktunarráðunautur bæjarins hefir tjáð blaðinu. Bók þessi mun fást hér í bókaverzlunum. Dánardœgur. 1 fyrradag lézt hér í sjúkra- húsinu Kristján Magnússon verkamaður, Ránargötu 17 hér í bæ. Kristján hafði bú- ið hér í bænum um langt skeið og var mjög vinsæll, enda hið mesta ljúfmenni í umgengni. Uppstigning. Fyrirhuguð sýning fellur niður í kvöld af ófyrirsjáanlegum ástæð- um. Næstu sýningar verða á laugardags- og sunnudagskvöld. Aðgöngumiða má panta hjá Birni Sigmundssyni í Trjávið- arhúsi KEA. Nýtt grænmeti A G Ú R K U R S A L A D H V í T K Á L (frosíð) Nýja kjötbúðin Vegna pappírsskorts eru viðskiptavinir okkar vinsamlegast beðnir að koma með umbúðir með sér. Nýja kjötbúðin Dppstip Framh. af 1. síöu ari hér í bæ. »Skriftamálaatrio- ið«, þegar hún reynir að vekja skilning prestsins á konunni »innan í dömunni«, er eitthvert áhrifamesta leikatriðið, en mundi geta misst mai’ks í höndum mið- lungsleikara. Málarann, Jóhönnu Einars, leikur frú Matthildur Sveins- dóttir. Þetta ier eitt af erfiðustu hlutveikum leiksins. Á yfirborð- inu er Jóhanna kæruleysisleg og glannaleg :í tali og háttsemi, en undir niðri slær viðkvæmt hjarta, tilfinningar sterkar og heitar, aem hún beitir valdi, þótt auð- velt sé að ráða í þær, þegar hún ræðir við prestinn í 2. þætti, og sýnir hún þar mjög góðan og óvenjulega sterkan leik. Er ann- ar þátturinn í heild beztur, e.t.v. vegna þUss, að þar er aðeins um samleik tveggja persóna að ræða lengst af, sein báðar eru hlut- verkinu vel vaxnar. Fröken Johnson kennslukonu leikur ungfrú Margrét Stein- grímsdóttir. Sjálfbirgingsskapur og hneykslunargirni þessarar for i'römuðu piparmeyjar er vel og skemmtilega sýndur, e. t. v. lítið eitt ýktur, og þó finnst manni að þetta hljóti einmitt að vera kennslukona, :en þar hefir gerv- ið líka tekist með ágætum. Frú Petrínu Skagalín, frænku prestsins, leikur frú Jónína Þor- steinsdóttir. Er þetta stórt hlut- verk, er frúin leysir af hendi af mestu alúð, oft með skemmtileg- um tilþrifum og nærfærni. Um- vandanir hennar við hinn unga guðsmann og frænda eru jafnan sannar og móðurlegar. Frú Jónínu Davíðsen leikur frú Sigríður Pálína Jónsdóttir. Hefir hún skemmtil|ega persónu í hlutverkið, og segir flestar setn ingar skemmtilega og ágætlega skýrt, svo að ekkert fler fram hjá áheyrandanum. Dúllu leikur Bergrós Jóhann- esdóttir. Er hlutverk hennar lítið í 1. og 3. þætti, en í 4. þættinum Heynir fyrst á það, og tekst henni þar vel upp. Iiún hefir áður sýnt infl laglegan leik og gefur ótvíræð fyrirúeit, enda hefur hún mjög gott útlit. Davíðsen konsúl leikur Þórir Guðjónsson. Konsúllinn er ntesti maðurinn í þorpinu, þ. e. sá sem mest hefur »umvélis« og mestu ræður vegna efnahags og at- hafna. Er það hinn hressilegasti karl, rösklega sýndur og hæfitega aðsópsmikill. Ræða hans ytii prestinuin uppi á Arnarfelli tekst þó bezt. Önnur hlutverk leika: Skjöld- ur Hliðar (Ásbjörn lækni), Vign ir Guðmundsson (Kolbein list- málara), Jóhann ögmundsson (Leikhússtjórann), Ste'fán Jóns- son (Hæstvirtan höfund) og María Sigurðardóttir (Önnu vinnukonu). Flest teru hlutverk þessi lítil, en eiga það sameigin- legt að vera í góðum höndum og misfellulaust af þendi leyst. Það er orðið langt síðan, ef það hefir þá nokkurn tíma skeð, að svo jafngóð meðferð á hlut- verkum hafi sézt hér á leiksviði, en þar með er ekki sagt, að lekki hafi áður sézt hér vel leikin hlut- verk, eða eins vel og mörg hlut- verkanna í Uppstigningu. Eti þjessi samræmda meðferð er íyrst og fremst að þakka vand- virkni og nákvæinni leikstjórans, Árjústs Kvaran. Hann hefur auð- sjáanlega lagt fyllstu rækt við hvern einasta leikanda, jafnt í smáu hlutverkunum og þeim stóru, og ekki hleypt sjónlieik þessum fram á sviðið, fyrr en hann var fullkomlega æfður, og lc-ikendur sýndu það bezta, er þeir gátu. Uppstigning er líka sjónleikur, sem ekki þýðir að kasta höndunum til, ef áhorfend- ur eiga að njóta hans. Og þessi sýning færir okkur uin leið heim sanninn um, að við eigum meðal okkar vel frambærilega leikara á innjendan mælikvarða, — ineira að segja góða leikara, og um leið einhvern bezta leikstjóra, sem völ er á hérlendis, þrátt fyr- ir margra ára hlédrægni hans á því sviði. Vænta allir bæjarbúar að hann haldi áfram að stjórna ' leiksýningum hér í bæ. I i rumsýningin hófst irJrð því | að frk. Ruth Hermanns lék lag á fiðlu. Að endaðri sýningu voru klkendur kallaðir fram, og þa: 'i'. eítir leikstjórinn, og var hor,- Um færður blómvöndur. Fórn rrumsýningargestir heiin glaðir í liugia; óg höfðu margir þeirra viö orð að farn síöar. Leikíjöldiri í 4. þætti og lýsjng cviðsins var hvor.tveggja mcð ágætum. Leiktjaldamálari var Haukur Stefánsson en ljósameist ari Guðjón Eymundsson. Brestir og brak pínubekkj- anna trufluðu nokkuð áhrif sýn- ingarinnar eins og vant er. Þegar fólkið fer að þrleytast, reynir það að hagræða sér, og brakar þá mjög í sætunum. Hve lengi á þetta að ganga? Hafi Leikfélag Akureyrar og Ágúst Kvaran þökk fyrir »Upp- stigninguna«. FÉLÁGSLÍF I.O.O.F. — 131558Í4 — O ASaljundur Kantötukórs Akureyrar verður haldinn í kapellu Akureyrarkirkju miðvikud. 10. maí n. k. kl. 8,30 e. b. Sjónarhœð. Sunnudagaskóli kl. 1. Al- menn samkoma kl. 5 á sunnudag. Æskulýðcsamkoma n. k. laugardagskvöld kl. 8,30 á Sjónarhæð'. Allt ungt fólk vel- komið. Sæmundur G. Jóhannesson. Samkomur í kristniboðshúsinu Zíon miðvikudag kl. 8,30 biblíulestur og bæna- stund. Sunnud. kl. 8.30 almenn samkoma fórnarsamkoma), séra Jóhann lllíðar tal- ar. — Allir velkomnir. Hjálprœðisherinn, Strandgötu 19, b. — Umennar samkomur: Fö.tudag og sunnu- lag kl. 8,30 e. h. A sunnudaginn stjórnar g talar unga fólkið. Söngur og hljóðfæra- sláltur. — Allir velkomnir. — Mánud. 8. naí kl. 4 lleimilasambandið (seinasti :undur. — Fyrir börn: Miðvikudag kl. 6 værieiksbandið. Sunnudag kl. 2 Sunnu- dagaskóli. Filadeljía. Samkomur verða í Verzlun- aimannahúsinu, Gránufélagsgötu 9. Á fimmtudag 4. maí kl. 8,30 s. d. almenn :amkoma, á þeirri samkomu tala þær Kristín Sæmunds og Charlotte Rist. Á sunnudag 7. maí, sunnudaga.kóli kl. 1,30 e. h. (skólaslit) og almenn samkoma kl. 8,30 e. b. Söngur og hljóðfærasláttur. — Allir velkomnir! Stúkan Isajold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund í Skjaldborg mánudaginn 8. maí kl. 8.30. Fundarefni: Venjuleg fundarstörf. Inntaka nýliða. Kosning fulltrúa á Stór- stúkuþing og Umdæmisstúkuþing. Mælt með umboðsmönnum. Lesið stúkublaðið. Bók bændanna. Nýlega er komin út á vegum Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins bók- in „Búvélar og ræktun“, eftir Árna G. Eylands. Er þetta inikil bók, með mörg hundruð myndum af búvélum og vélahlutum o. fl. — Er þetta hin nauðsynlegasta handbók fyrir þá bændur, er keypt hafa dýrar búvélar. Gefur hún leiðbeiningar um notkun þeirra og hirðingu og ætti því að geta orkað miklu í þá átt að auka endingu vélanna, en slíkt er mjög rnikilsvert atriði. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för konunnar minnar. Guðnýjar Árnadóttur. Árni Árnason. 10 manna herbitreið er til sölu. — Upplýsingar gefur Eggert Davíðsson, Möðruvöllum. Hðíuoi tekið að oss útsölu á brauðum og kökum frá Eyrarbrauð- gerð og seljum það í aðalbúðinni. Reynið þessar nvju brauðvörur. Vinsamlegast. Pöntunarfélag verkalýðsins.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.