Íslendingur


Íslendingur - 10.05.1950, Page 1

Íslendingur - 10.05.1950, Page 1
Miðvikudagur 10. maí 1950 21. lb). XX XVI. árg. FISKIMJÖLSVINNSLA HAFIN í KROSSÁNESS í síðustu viku lögðu Logarar Út- gerðarfélags Akureyringa h.f. fyrs.a vorafla sinn upp í Krossanesverk- smiðjuna, og hefir hún nýlega hafið fiskimjölsvinnslu úr aflanum. Um helgina hafði hún unnið úr 82 tonn- um af karfa, 266 tonnum af öðrum fiski og 104 af fiskúrgangi (hausum og belnum). í fyrramorgun konr Kaldbakur inn fullfermdur eftir 5 daga veiði- ferð, og munu um 350 tonn af afl- anurn hafa farið í bræðslu. Svalbak- ur kom í gær. Um 30 menn vinna nú við Krossa- nesverksmiðjuna í tveim vöktum. Er að þessari starfsemi mikil atvinnu- bót, auk þess sem þessi hagnýting aflans verður til að bæta afkomu út- gerðarinnar og verksmiðjunnar í senn. —X— FJÓRIR BÁTAEIGENDUR SÆKJA UM AÐ MEGA STUNDA DRAGNÓTA- VEIÐI í SUMAR Eigendur 4 báta, er stundað hafa fiskiveiðar hér í firðinum til sölu í bænum og nágrenni, hafa leitað full- tingis bæjarstjórnar til að fá undan- þágu frá banni við dragnótaveiði á Eyjafirði á sumri komanda. Lá svo- hljóðandi tillaga í málinu fyrir bæj- arstjórnarfundi í gær frá bæjarráði: „Þar sem fyrirsjáanlegt er, að vandræði verði með að afla neyzlu- fiskjar i bæinn, ef dragnótaveiði verður algjörlega bönnuð í Eyja- firði, leggur meiri hluti bæjarráðs til, að bæjarstjórn mæli með því, að 4 bátum, ekki stærri en 12 brúttó- smálestir hver, verði leyft að veiða neyzlufisk handa bænum og nær- sveitum með dragnót innan land- helgi.“ —X— AÐALFUNDUR KAUPFÉL. EYFIRÐINGA var haldinn í bænum dagana 4. og 5. þ. m. Áttu sæti á honum 178 full- trúar frá 24 deildum félagsins, auk stjórnar, forstjóra og endurskoð- enda. Framkvæmdastjóri kvað af- komu félagsins hafa versnað svo á árinu, að það gæti nú ekki greitt arð af sölu erlendrar vöru né heldur brauðarð, en lyfjabúin mundi greiða arð sem að undanförnu. Ástæður félagsmanna gagnvart félaginu bötn- uðu á árinu 1949 um 1^4 milljón króna. 1 árslok voru í félaginu 5023 menn og konur, þar af í Akureyrar- deild 2154. Iðnskólanum slitifl 30 nemendur ötskritas! Iðnskólanum á Akureyrl var b’itið laugardaginn 29. apr- íl. Alls höfðu 130 nenrcndur inn- ritazt í skólann á skólaárinu, þar af rösklega 100 iðnnemar, en 30 iðnnemar, allir úr 4. bekk skólans luku burtfararprófi og fengu af- hent fullnaðarprófsskírteini sín við þetta tækifæri. Iiæstar ein- kunnir á burtfararprófi hlutu að þessu sinni Kristján Iielgi Bene diktsson, málari, 1. eink. 8,95, Jón Guðmann Albertsson, vélsm. I. eink. 8,90 og Haraldur Ólafs- son, rakari, I. eink., 8,50, en hæstu einkunnir í skólanum öll- um hlutu hins vegar Blængur Grímsson, húsasmiður, 1. ág. tink. 9,10, og Kristján Árnason, íennismiður, I. ág. eink. 9,00, en þeir voru báðir nen<endur í 3. bekk. Verðlaun fyrir beztu iðn- teikningar er gerðar voru í skól- anum á skólaárinu hlutu þeir Matthías Björnsson, húsasmið- ur, og Jón Guðmann Albertsson, vélsm., en Ingólfur Ólafsson klæðskeri, hlaut viðurkenningu fyrir beztu fríhendisteikningu skólans að þessu sinni. Nemendur 4. bekkjar færðu við þetta tækifæri Jóhanni Frí- mann, skólastjóra, fagra og verð mæta bókagjöf, en hann kvaddi brautskráða nemendur með ræðu og sagði skólanum slitið. Margt gesta var viðstatt athöfn þessa, er öll var hin virðulegasta. . f - ' •'■ ■; ;■ ... - -. Einkunnir brottskrdðra nemenda Iðnskólans á Akureyri 1950. Aðalbfcrg Pétursson múrari, II. 6,00, Baldur H. Aspar prent- ari, III. 5.87 (Mestum hluta prófs ins lokið 19.9), Baldvin Har- aldsson, múrari, 111. 5.69, Björn Vilh. Magnússon húsgagna snriður III. 5,44, Einar Bjarg' Helgason bifvélavirki, III. 5,77, Geir Guðl. Jónsson, vélvirki II. 6,80, Halldór Árnason, skósmið- ur, II. 6,26, Hannes Húnfjörð Pálmason, múrari, I. 7,66, Har- aldur Ólafsson rakari, I. 8,50, Hjálmar Pétursson, úrsm., III. 5,42, Hreinn Svavarsson, rafv. II. 6,13, Ingi Einars Árnason, múrari, III. 5,75, Jón Þórisson. múrari, III. 5,80, Jón Bernharðs- son, múrari, III. 5,14, Jón Guð- mann Albei*tsson, vélv., I. 8,90. Jón Guðmundsson, múrari, III. 5.83, Jón Kr. Friðriksson, raf- vélavirki, III. 5.33, Jón Steinar Marinósson, rafvirki, III. 5.88, Jón Viðar Tryggvason, múrari, II. 7.00, Jón Þorsteinsson, bifvéla I virki, III. 5.12, Kristján H. Bene- | diktsson, málari, I. 8.95, Matt- i liías Björnsson, húsasmiður, I. | 8.23(Mestum hluta prófsins lok- ið 1949), Pétur Breiðfjörð Frey- steinsson, gull- og silfursmiður, II. 6.16, Sólveig Hulda Zophon- íasdóttir, hárgreiðslumær, II. 6.17, Svanlaugur ólafsson, bif- vélavirki, I. 7.32, Sverrir Her- mannsson, húsasmiður, Ilrý 6,30, Tryggvi Georgsson, múrari, II. 6.Cv Valgarður Frímann, rafv. T. 7.38, Þorvaldur Skúli Siverts- son, úrsmiður, II. 7.20, Örn Stein þórsson, prentari, I. 7.53. fsland hernumið fyrir 10 árum. Þann 10. maí 1940 gerðust ein mestu stórtíðindi í sögu íslands. Brezkt herlið sté á land í Reykjavík snemma nrorguns, tók bæinn á vald sitt, útvarpið og landsímann og lok- aði vegum út úr bænuin. Var þetta upphaf að hernáini landsins, er eigi linnti fyrr en eftir lok heimsstyrjald- arinnar. I Islendingi, sem út kom þann dag, segir svo frá tíðindum (en engar fréttir voru þá fengnar frá Reykjavík): „Brezka útvarpið skýrði frá því í morgun, að brezk herskip væru kom- in til íslands, og tækju Bretar land- ið undir vernd sína, Hefðu þeir séð, við innrásina í Danmörk, að sama hætta vofði yfir íslandi og því ákvarðað að verða fyrri til. Engurn stjórnarháttum yrði breytt á íslandi og því skilað aftur að styrjaldarlok- urn. Símasambandslaust hefir verið í dag við Reykjavík og lítur út fyrir, að bærinn sé á valdi Breta. Frá Rík- isútvarpinu hefir heldur ekkert heyrst. Frétzt hefir, að Bretar hafi farið inn á Seyðisfjörð og Eskifjörð. Þá liefir einnig heyrzt, að Canada hafi tekið Grænland á sitt vald. Enn- fremur bárust þær fregnir í morgun, að þýzkur her hefði i nótt farið inn í Ilolland og Belgíu og tekið Luxem- burg.“ i Stjórn F. U. S. Varðar a Akureyri Stjórn og varastjórn VárSar. Standandi f. v.: Snorri Kristjánsson, gjaldkeri, Gunnar G. Scliram, jormaðar, 'Gylfi 1‘álsson, Sigurður Steindórsson, ritari. — Sitjandi f. v.: Magnús Oskarsson, varajormaSur, Magnús Björnsson, Vignir GuSmundsson, Ólajur Einarsson. — Á myndina vantar Huga Ásgrímsson og Sigurð Ringsted. Ungir Sjálfstæðismenn hetja úigáíu tímarits Fyrsta hefti „Stefnis" komið út. Samband ungra Sjálfstæðismanna hefir nú ráðizt í úlgáfu tímarits, og heitir það „Stefnir“. Á það að koma út 4 sinnum á ári, 100 bls. í hvert sinn, og kostar árgangurinn 25 krón- ur. Er það mjög lágt verð, miðað við lesmál. Áherzla verður lögð á, að ritið flytji fjölbreytt efni. Verða þar fræðandi greinar um stjórnmál og þjóðmál, en jafnframt margskon- ar efni eingöngu til skemmtunar. — Ritstjórar verða fyrst um sinn Magnús Jónsson lögfr., fyrrv. ritstj. íslendings og Sigurður Bjarnason alþ.m. Magnús Jónsson, prófessor og fyrrv. alþingismaður gaf um eitt skeið út tímarit, er hann nefndi Stefni. Kom það út um nokkurra ára skeið og flutti margar góðar greinar um þjóðmál í anda Sjálf- s'.æðisstefnunnar, en auk þess marg- víslegt efni. Hefir hann nú látið ungunt Sjálfstæðismönnum nafn rits ins í té. Síðar gáfu nokkrir ungir Sj álfstæðismenn út tímaritið „Þjóð- ina“, en frá því eru nú liðin nokkur ár. Hinn nýi Stefnir mun fást í Bóka- verzlun Axels Kristjánssonar, og geta væntanlegir kaupendur skrifað sig þar á lista. Ættu þeir Sjálfstæð- ismenn, er áhuga hafa fyrir að kaupa Stefni. að skrifa sig sem fyrst, því | að upplag ritsins verður ákveðið með hliðsjón af áskrifendafjölda. FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ FYRIR ALÞINGI í byrjun þessa mánaðar skilaði fjárveitinganefnd Alþingis nefndar- áliti sínu um fjárlögin. Samkv. til- lögum nefndarinnar verða niður- stöðutölur frumvarpsins 262.3 milj. krónur tekjumegin en 242,7 milj. kr. gjaldamegin. Rekstrarhagnaður um 19,6 milj. króna. Á sjóðsyfirliti I er hins vegar gert ráð fyrir 13,8 milj. kr. greiðsluhalla. Ilækkuðu gjöldin á rekstraryfirliti um nál. 18 milj. króna í meðförum nefndarinn- ar. Fulltrúi kommúnista í fjárveit- inganefnd skilaði séráliti, en Hanni- bal Valdimarsson skrifaði undir á- lit meirihlutans með fyrirvara. Út- varpað verður 3. umræðu um frum- varpið, væntanlega í kvöld og annað kvöld. Búlasdlt ( Bretlandl Bólusóttar hefir orðið vart í London og víðar í Englandi. Hafa íslenzk heilbrigðisyfirvöld ákveðið strangt eftirlit með því að veikin berizt ekki hingað með skipurn eða flugvélum. Allir, sent fara héðan til Bretlands, verða bólusettir áður.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.