Íslendingur


Íslendingur - 17.05.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 17.05.1950, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 17. maí 1950 Útgefandi: Útgáfufélag íslendinga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Árdís Svanbergsdótlir. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Fjárlögin Jrnría aö lækka. Fjárlögin, sem þessa dagana er verið að setja smiðshöggið á, eru geigvænlega há. Að nokkru leyti stafar það af áhrifum gengislækkun- arinnar, og að öðru leyti af því, að enn hefir Alþingi ekki til fuils átt- að sig á því, að urn leið og almenn- ingur í landinu verður að spara allt við sig, sem spara má, þá hlýtur hann að gera kröfu til löggjafans, að hann fylgist með í öllum sparn. aði. Þegnarnir, sem taka á sig þá erfiðleika, sem gengislækkun hlýtur að hafa í för með sér, geta ekki sætt sig við það, að sjálft ríkisvaldið sýni ekki sams konar sparnaðarviðleitni og það ætlast til af þeim. Það kom að vísu fram í útvarpsumræðunum á dögunum, að stjórnmálamennirnir gerðu sér fulla jyein fyrir því, að alla aðgæzlu yrði að hafa við af- greiðslu fjárlaga og reyna að af- greiða tekj uhallalaus fjárlög. En hitt játuðu þeir jafnframt, að Alþingi hefði gengið skemmra í sparnaðar- átt, en þurft hefði, miðað við efna- hag þjóðarinnar og gjaldgetu þegn- anna. Og öllum er í fersku minni, hvernig því var tekið í fyrra, er tveir Sjálfstæðismenn á þingi lögðu til, að ríkið hætti að reka fyrirtæki, sem alltaf væru rekin með halla. Þeir voru úthrópaðir sem örgustu aflur- haldssálir, og jafnvel þeirra eigin flokksmenn virtust ekki hafa mikinn áhuga fyrir að fylgja þeim að mál- um. Vitaskuld eru allar tillögur til niðurskurðar á opinberri eyðslu óvinsælar af vissri tegund fólks, en það er ekkert annað en kjarkleysi að fylgja þeim ekki eftir, þrátt fyrir það. Þótt kommúnistar fylgi svo að segja hverri hækkunartillögu við fjárlög á Alþingi og fjárhagsáætlan- ir bæja, mega ábyrgir menn ekki láta slíkt hafa áhrif á afstöðu sína til slíkra tillagna. Allur sparnaður á útgjöldum ríkissjóðs hlýtur að verða óvinsæll af einhverjum, og þýðir ekki um slíkt að fást. Utanríkisþjónustan er orðinn þungur baggi á ríkissjóði. Vafalaust mætti spara þar nokkurt fé. Ef það er rétt, sem fram er haldið, að kostn- aðinn við sendiráð í Moskva megi nú fara að telja í milljónum, þá er full ástæða til að taka til yfirvegun- ar, hvort það megi ekki missa sig. Utanríkisráðherra gaf þær upplýs- ingar í útvarpsumræðunum á dög-“ unum, að síðan rússneska rúblan Þingvallaför ð hestai I snmar Þcmn 8. júlí n. k. verður á Þingvöllum landssýning á reiðhrossum. Þann 9. júlí landskappreiðar á skeiði og stökki. Einnig dregið í happdrættí um 5 góðhesta Þann 8. júlí n. k. verður á Þing- völlum landssýning á reiðhrossum. Þann 9. j úlí landskappreiðar á skeiði og stökki. Einnig dregið í happdrætti um 5 góðhesta. Landssamband Hestamannafélaga hefir ákveðið að halda landsmót á Þingvöllum dagana 8. og 9. júlí 1950. Verða verkefni mótsins í aðal- atriðum þessi: 1. Sýning á stóðhestum, sem eru tamdir til reiðar. 2. Sýning á tveggja og þriggja vetra stóðhestum, bandvönum, sem taldir eru álitleg reiðhestaefni. 3. Sýning á hryssum, sem eru tamdar til reiðar. 4. Sýning á reiðhestum, sem tald- ir eru úrvalsgæðingar. 5. Kappreiðar fyrir skeiðhesta og stökkhesta. 011 hross, sem taka eiga þátt í sýningunni á Þingvöllum skulu skrá- sett á sérstök eyðublöð. Skulu hesta- mannafélögin sjá um skrásetningu hvert á sínu svæði. Verður skrásetn- ingu að vera lokið fyrir 1. júní 1950. Peningaverðlaun verða veitt fyrir tamda stóðhesta og tamdar reið- hryssur, er dæmd verða eftir sliga- töflu reglugerðar Búnaðarfélags ís- lands. Gæðingakeppni verður þannig, að tveir úrvalsgæðingar frá hverju hestamannafélagi innan sambands, fá að keppa um heiðursverðlaun, var hækkuð og íslenzka krónan lækkuð, kostaði kaffikílóið þar þrjú hundruð tuttugu og þrjár krónur, strásykurinn fjörutíu og sjö krónur og mjólkurlítrinn fimmtán krónur. Væri nú ekki nær að nota þann er- lenda gjaldeyri sem fer til kaupa á svo rándýrri vöru handa sendiráð- inu í Moskva, til þess að greiða fyrir því, að íslenzkar húsmæður geti hag- nýtt rabarbarann sinn og berin í landareign sinni, með því að veita þeim aukaskammt af strásykri ein- hvern tíma að sumrinu? Það hafa auðugri þjóðir en vér íslendingar alið öll tormerki á því að hafa sendiráð í Rússlandi eftir hækkun rúblunnar, og virðist það því vera óþarfur „lúxus“ af þjóð, sem er að loka hjá sér iðnaði og verzlun vegna skorts á gjaldeyri og svo ósvífnum takmörkunum á álagningu, að hvergi á sinn líka í víðri veröld. Gjaldeyrisskortur þjóðarinnar er nú kominn á það stig, að ekki lítur út fyrir annað, en að fjöldi iðn- verkafólks og verzlunarfólks gangi atvinnulaust um hábj argræðistím- ann vegna hráefna- og vöruskorts at- vinnurekandans. En á sama tíma er haldið uppi erlendis rándýrum sendi- sem veitt verða fimm beztu gæðing- unum. Kappreiðar verða: A. Fyrir skeiðhesta á 250 m. Lág- markshraði til fyrstu verðlauna 24 sek. 1. verðlaun 3000 kr. 2. verðlaun 2000 kr. 3. verðlaun 1000 kr. 4. verðlaun 600 kr. 5. verðlaun 400 kr. B. Fyrir stökkhesta á 350 m. Lág- markshraði til fyrstu verðlauna 26 sek. 1. verðlaun 2500 kr. 2. verðlaun 1500 kr. 3. verðlaun 1000 kr. 4. verðlaun 600 kr. 5. verðlaun 400 kr. Auk þessara verðlauna verða veitt flokksverðlaun í hverjum flokki, 300 kr. fyrir fyrsta hest og 100 kr. fyrir þann næsta. Landssamband hestamannafélaga hefir stofnað til happdrættis. Eru vinningarnir fimm, hver þeirra góð- hestur með nýjum reiðtygjum. Dreg- ið verður 9. júlí. Heppnir þátttak- endur í þeim leik geta svo stígið á bak sínum eigin gæðing, og riðið um Þingvöll og áleiðis heim, þó þeir hafi farið hestlausir að heiman. f tilefni af móti þessu á Þingvöll- um hefir Hestamannafélagið „Létt- ir“ á Akureyri ákveðið Þingvallaför á hestum. Einnig hefir Ferðafélag Akureyrar tekið á sína áætlun Þing- vallaför á bílum. Er gert ráð fyrir að félögin hafi að einhverju leyti samvinnu um þessar ferðir. Líklegt er að þátttaka Eyfirðinga í mótinu geti orðið sæmileg. í Eyja- ráðum, skemmtiferðir til útlanda skipulagðar o. s. frv. Það verður að vísu að taka með í reikninginn, að markaðir vorir eru nú hrynjandi og verðfall á ýmsum útflutningsvörum vorum. Það eru utanaðkomandi og óviðráðanleg vandamál. En gagnvart slíkum vandamálum verður Alþingi og rík- isstjórn að snúast með því að spara sem mest í opinberum rekstri. Það á fullkomlega að daufheyrast við áleitni „grenjaskyttanna", sem sí og æ reyna að komast ofan í hinn hálf- tóma ríkiskassa til að hirða síðustu skildingana, jafnvel þótt það sé gert í nafni menningar og lista. Þing- mennirnir eiga að hafa þau „bein í nefinu“ að þeir Ijái ekki fylgi sitt ólímabærum kostnaði við ný og ný uppátæki, og eiga aldrei að hugsa um, hvað Pétur eða Páll segi við því, heldur standa og falla með sæmd. Alþingi má ekki ganga á undan almenningi í eyðslusemi. Það er tilgangslitið og um leið árangurs- lítið að heimta sparnað af þegnun- um, ef ekki er sýnd áberandi við- leitni þeirra, er löggjöfinni ráða, til ýtrasta sparnaðar. firði hafa lengi verið falleg hross, eigi síður en í öðrum sveitum. Hefir oft farið saman fegurð og fjölhæfni reiðhrossa. Mun svo vera enn að í héraðinu séu margar fallegar og hryssur og nokkrir ljómandi fallegir gæðingar, sem vert væri að sýna á slíku landsmóti. Þá er líka v'st að stökkhestar eru hér nokkrir allgóðir. Hestamannafélagið Léttir stofnar til kappreiða á skeiðvelli félagsins 21. mai n. k. Er þá tækifæri til að velja hesta til þátttöku í kappreiðun- um á Þingvöllum. Þá er einnig tæki- færi fyrir þá sem eiga góðhryssur að koma með þær á kappreiðarnar og prófa þær þar ásamt öðrum til að senda á landssýninguna. Beztu gæðingarnir verða líka að vera til sýnis á kappreiðum Léttis, því að þar eða liílu síðar verða valdir tveir héðan til að taka þátt í góðhesta- keppninni á Þingvöllum. Það er sérstaklega óskað eftir, að formenn hestamannafélaganna geri nákvæma skýrslu um það, hve marg- ir menn komi ríðandi á Þingvöll úr þeirra byggðarlagi, og hve marga hesta þeir hafi meðferðis. Er því nauðsynlegt að allir sem ætla sér með hesta á mótið, gefi sig fram fyrir lok þessa mánaðar við Jóhann- es Jónasson, Eyrarlandsveg 20 eða Arna Magnússon, Glerárgötu 9, Ak- ureyri. Gefa þeir allar nauðsynlegar upplýsingar um landsmótið og fyrir- hugaðar ferðir frá Akureyri þangað. Þ. Þ. Fró Skógræktarfélagi Eyfirðinga Gróðursetning trjáplantna hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga fer nú að hefjast. Eins og að undanförnu heitir félagið á bæjarbúa til Ilðveizlu við gróðursetninguna. Ákveðnar hafa verið vinnuferðir með sjálf- boðaliða eins og hér segir: Þriðju- daga og fimmtudaga kl. 7.45 e. h. og tvær ferðir á laugardaga kl. 1.30 og kl. 4 e. h. Farið verður frá Hótel KEA. Vinnunefnd félagsins hefir þegar skipt með sér störfum til að annast þessar ferðir, en til að auð- velda framkvæmdina er fólk vinsam- lega beðið að láta skrá sig með nokkrum fyrirvara til þessara vinnu- ferða annað hvort í Blómabúð KEA eða hjá Þorsteini Þorsteinssyni á skrifstofu Sjúkrasamlags Akureyrar. Það eru einnig tilmæli félagsins, að þeir sem eiga bifreiðar og kynnu að hafa möguleika til að aka sjálfboða- liðum að og frá vinnustað, þegar með þyrfti, hafi samband við sömu aðila og leggi fram aðstoð sína. — Fyrstu vinnuferðirnar verða farnar n. k. laugardag 20. þ. m. Þeir, sem hafa pantað trjáplöntur hjá félaginu ættu að spyrjast fyrir um þær í síma 464 mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga eftir kl. 5 s. d. Byrjað er að afgreiða pantanir á birki og gulvíði (garðaplöntur). Bæjarstjórn skorar á Afþingi að at- nema skðmmt- un á bygg- ingavörum. Á bæjarstjórnarfundi 9. þ. m. fluttu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi ályktun, er samþykkt var með 11 samhljóða atkvæðum: 1. Bæjarstjórn skorar á Alþingi, að samþykkja þingsályktunartillögu alþm. Jóhanns Þ. Jósefssonar um afnám skömmtunar á byggingavör- um og hömlum þeim, sem nú eru á byggingu hæfilegra íbúðarhúsa o. fl. 2. Verði þingsályktunartillaga þessi ekki samþykkt, þá skorar bæj- arstjórn á Fjárhagsráð, að leiðrétta þegar á þessu sumri þann ójöfnuð, er Akurevrarbær varð fyrir á s. 1. ári, samanborið við Reykjavík, um úthlutun fjárfestingarleyfa til bygg- inga á íbúðum. Greinargerð: Úthlutun fjárfestingaleyfa fyrir árið 1949 var miðuð við mannfjölda kaupstaðanna, kauptúna og sveita ár- ið 1947. Akureyri telst það ár hafa haft 6516 íbúa en Reykjavik 51690, er þá hlutfallið 73:575. Á árinu 1949 fékk Reykjavík úthlutað fjárfesting- arleyfum fyrir 486 íbúðum, en Ak- ureyri 43 íbúðum, en hefði eftir hlutfallstölunni átt að fá úthlutað 61 íbúð á móti 486 í Reykjavík. Akur- eyrarkaupstaður var því á árinu 1949 verulega afskiptur samanborið við Reykjavík. Þess utan var Reykjavík seint á árinu úthlutað leyfi fyrir 100 íbúð- um, er byggðar yrðu á árinu 1950. Á þessu ári mun hafa verið sótt um fjárfestingarleyfi héðan úr bæn- um fyrir 59 húsum með 79 íbúðum. Ekkert leyfi hefir enn borizt fyrir þessum íbúðum og því tímabært, að bæjarstjórn láti málið til s:'n taka bæði vegna húsnæðiseklunnar og at- vinnulífsins í bænum. Fró Barnaverndarnefnd Barnaverndarnefnd Akureyrar leyfir sér, að marggefnu tilefni, að vekja athygli foreldra og forráða- inanna barna á því, hve óheppilegt og í mörgum tilfellum hættulegt er, að láta börn og unglinga innan 16 ára aldurs hafa mikla peninga með höndum. Eru það eindregin tilmæli nefnd- arinnar til áðurnefndra aðila, að þeir stilli fjárráðum barna sinna mjög í hóf, en reyni eftir beztu getu að venja þau á hófsemi í meðferð fjármuna. Munið, að sparsemi er dyggð, sem öllum er nauðsynleg, og „það ung- ur nemur gamall temur“.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.