Íslendingur


Íslendingur - 17.05.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 17.05.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. maí 1950 ÍSLENDINGUR 3 AUGLÝSING Ráðuneytið vill vekja athygli útgerðannanna, er hafa í hyggju að stunda sumarsíldveiðar fyrir Norðurlandi á þessu surnri, á því, að samkvæmt ákvæðum 3. greinar reglugerðar nr. 46, 22. apríl 1950, um verndun fiskimiða fyrir Norðurlandi, ber þeim að sækja um leyfi til ráðuneytisins fyrir 1. júní n. k. og skal tilgreint í um- sókninni nafn skips og hvers konar veiðarfæri verði notuð. Sjávarútvegsmálaráðuneytið, ]0. maí 1950. AUGLÝSING nr. 7/1950, frá skömmtunarstióra. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir verið ákveðið, að taka upp skömmtun á rúsínum þeim, er nú nýlega hafa komið til landsins. Innflytjendum er því óheimilt að afhenda nokkuð af þessum rúsínum, nema með sérstöku leyfi frá Skömmtunarskrifstofu rík- isins. Smásöluverzlunum er óheimilt að afhenda nokkuð af rúsínum þessum nema að þær fái sér samtímis afhenta löglega skömmtunar- reiti fyrir rúsínunum. Jáfnframt hefir verið ákveðið að „Skammtur 11“ af núgildandi öðrum skömmtunarseðli 1950, skuli vera lögleg innkaupaheimild fyrir 1 kílói af rúsínum, á tímabilinu frá og með 13. maí til 30. júní 1950. Rekjavík, 12. maí 1950. Skömmtunarst'jóri. TILKYNNING Eftir kröfu oddvitans í Dalvíkurhreppi og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram, á kostnað gjaldenda en ábyrgð Dalvíkurhrepps, að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar, fyrir ógreiddum útsvörum, sem féllu í gjalddaga 1948 og 1949 svo og hafnargjöldum frá sama tíma. Skrifstofu Eyj afj arðarsýslu 8. maí 1950. Gæzla barnaleikvallanna Þær konur, sem vildu taka að sér umsjón og gæzlu barnaleik- valla bæjarins á komandi sumri, skili umsóknum sínum á skrif- stofu bæjarstjóra fyrir 25. maí n. k. — Grunnlaun kr. 350.00 á mánuði miðað við 42 stunda vinnu á viku. Bæjarstjórinn. Námskeið lyrip knattspyrnudömara verður haldið á Akureyri 23. til 30. maí n. k. — Kennari verður Hermann Stejánsson. Þátttaka tilkynnist honum eða Sveini Krist- jánssyni. Knattspyrnuráð Akureyrar. Skjaldborgar-bsó / kvöld kl. 9: HÆTTUFÖR SENDIBOÐANS (Confidential Agent) Ný amerísk kvikmynd eftir skáldsögu Graham Greene. Aðalhlutverk: CHARLES BOYER, LAUREN BACALL, PETER LORRE. Bönnuð ytigri en 16 ára. — Nýja - bsó — í kvöld kl. 9: PÁSKASKRÚÐGANGA (EASTER PARADE) Amerísk dans- og söngvamynd, tekin í eðlilegum litum. Aðalhlutverkin leika: Fred Astaire, Judy Garland, Peter Lawford, Ann Milles. STULKUR OSKAST 2 stúlkur óskast til afgreiðslu- starfa. — A. v. á. RAFHELLA (tvíhólfuð) til sölu. — A. v. á. 11-13 ára stulka óskast að gæta 2ja ára drengs frá kl. 1—6 daglega. — Upp- lýsingar í síma 308. Stúlka óskast til hússtarfa. Sérher- bergi. — Uppl. í síma 24. Stúlka óskast í vist nú þegar, um óákveðinn tíma. Gunnlaug Thorarensen, Hafnarstræti 104. LÉREFTSTUSKUR kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h f Við þökkum hjartanlega auðsýnda sarnúð og virðingu við and- lát og jarðarför, Sessetju Sigurðardóftur, Arnarstöðum. Sérstakar þakkir viljum við þó færa þeiin, sem heiðruðu minningu hihnar látnu, með peningaframlögum í Raforkusjóð Saurbæjar- hrepps. Börn, tengdabörn og barnabörn. Hreinsun löða Hérmeð er lóðareigendum fyrirskipað að ann- ast um að hreinsa lóðir sínar í bænum og fjar- lægja rusl og annan óþrifnað af þeim fyrir hvíta- sunnu. Heilbrigðisnefnd Akureyrarkaupsfaðar. TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í Reykjavík og Hafnarfirði: Rúgbrauð, óseydd.... 1500 gr. kr. 3.25 Normalbrauð.......... 1250 gr. kr. 3,25 Annars staðar á landinu má verðið vera kr. 0.20 hærra hvert brauð. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Ver ðþetta gengur ekki í gildi fyrr en tekið er til notkunar rúg- mjöl, sem greitt er eftir 19. marz s. 1., og eldri birgðir þrotnar. Reykjavík, 11. maí 1950. Verðlagsstjórinn. |oooo»o<>c»o<&oo««^g<w»o^froc<»g>ooooooœoeoo<>oooeo »♦»♦♦»»» E. C. A. veitir Islaudi 82.5 milj. krúna til virkjunar Laxár og Sogs. Efnahagssamvinnustjórnin í Was- hington samþykkti þann 10. maí urn- sókn ríkisstjórnarinnar um að veita 3.955.000 dollara eða 64.4 milljónir krónur til stækkunar Sogsvirkj unar- innar og 1.110.000 dollara eða 18.1 milljón kr. til stækkunar Laxárvirkj- unarinnar. Þessi dollaraveiling gerir virkjun- unum fært að kaupa í Bandaríkjun- um allar vélar, rafbúnað og annað efni, sem stjórnir virkjananna, að fengnum tilboðum frá ýmsum lönd- um, telja hagkvæmast að kaupa þar. Aðalsamningarnir eru þegar til- búnir til undirskriftar og gera þeir ráð fyrir að vélar og efni komi til landsins sumarið og haustið 1951. Aðalsamningar Sogsvirkj unarinnar um vélakaup þessi verða við raf- magnsfirmun Westinghouse Electric International Co. og General Elec- tric International Co., en aðalsamn- ingar Laxárvirkj unarinnar við West- inglmuse Electrie International Co. og túrbínufirmað James Leffel & Co. Með þessum nýju virkjunum eykst vélaafl Sogsvirkjunarinnar úr 16.000 kw., sem nú eru í Ljósafossi, upp í 48.000 kw. eða þrefaldast. Vélaafl Laxárvirkjunarinnar þrefaldast einn- ig úr 4000 kw. upp í 12000 kw. Samanlagt vélaafl allra almenn- ingsrafveitna í landinu er nú 44.000 kw. Með hinum nýju virkjunum Sogs og Laxár, sem væntanlega taka lil starfa á árinu 1952, bætast við 40.000 kw. og verður þá samanlagt vélaafl allra stöðva til almennings- þarfa 84.000 kw. fyrir utan smærri stöðvar, sem bætast við á sama tíma- bili. Þétta þýðir, að vélaaflið sem næst tvöfaldast á næstu þremur ár- um. Virkj unarkostnaður Sogsvirkjun- arinnar er áætlaður um 140 milljón kr. og Laxárvirkjunarinnar um 44 millj. kr., eða samtals 184 millj. kr., en þar af er erlendur kostnaður 106.8 millj. kr. Framangreind fjárveiting efna- hagsstofnunarinnar tryggir því um 45% af stofnkostnaðinum og um 77% af erlenda kostnaðinum. 12. maí 1950. Viðskiptamálaráðuneytið, Reykjavík.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.