Íslendingur


Íslendingur - 24.05.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 24.05.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg. Miðvikudagur 24. maí 1950 23. tbl. verður -O—O- Frumvarp þess etnis samþykkt á Alþingi í þinglok. Skömmu fyrir slit Alþingis á dög- unum var lagt fyrir þingið frumvarp frá fjárhagsnefnd um breytingu á lögum nr. 54 25. maí 1949 um Lax- árvirkjunina. Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þing- manna. Er frumvarpið svohljóðandi: 1. grein. í stað orðanna „allt að 22 milljónum króna" í 2. gr. laganna komi: allt að 38 milljónum króna. 2. grein. 3. gr. laganna orðist svo: Ríkissjóður getur hvenær sem er gerzt meðeigandi að Laxárvirkj un- inni. Frá því lög þessi ganga í gildi og þar til lokið er næslu framhalds- virkjun á hann rétt á að gerast eig- andi að 15 hundraðshlutum, að 35 hundraðshlutum, þegar henni er lok- ið, en að helmingi, þegar lokið er næstu aukningu virkj unarinnar þar á eftir. Kaupir ríkissjóður þá tiltölu- legan hluta af þeim mannvirkjum, sem fyrir eru í fyrirtækinu. Kaup- verðið eða' hluta þess má ríkissjóð- ur inna af hendi með því að taka að sér greiðslu á tilsvarandi hlula lána og annarra greiðsluskuldbindinga fyrirtækisins. Kaupverð mannvirkja, sem fyrir eru, þegar lög þessi ganga í gildi, skal, ef samkomulag fœst ekki, ákveðið með mati samkvœmt lögum um framkvcemd eignarnáms, en kaupverð þeirra mannvirkja, sem gerð eru eftir þann tíma, skal vera kostnaðarverð þeirra, að frá dreg- inni eðlilegri fyrningu. (Lbr. hér.) Þegar ríkissjóður er orðinn með- eigandi að Laxárvirkjuninni, fram- kvæma Akureyrarkaupstaður og rík- issjóður í félagi aukningar virkjun- arinnar og kosta þær að réttri tiltölu við eignahlutdeildir þeirra, unz fall- ið við Brúar er fullvirkjað, nema samkomulag verði milli aðila um aðra tilhögun. Ríkisstjórnin getur þá heimilað stjórn Laxárvirkj unarinnar að ráðast í virkj unaraukingar, þeg- ar þeirra er þörf að dórhi ríkisstjórn arinnar, og tekið til þess lán eða á- byrgzt lán, sem stjórn Laxárvirkj un- arinnar tekur í því skyni, að upphæð allt að 45 milljónum króna. 3. grein. 4. gr. laganna orðist svo: Þegar ríkissjóður er orðinn með- eigandi að Laxárvirkjuninni, skal stjórn fyrirtækisins falin nefnd 5 manna, sem nefnist stjórn Laxár- virkjunarinnar. Þar til ríkissjóður er orðinn eigandi að helmingi Laxár- virkjunarinnar, tilnefnir bæjarstjórn Akureyrar 3 menn í stjórnina, en rlkisstjórnin 2. Þegar ríkissjóður er orðinn eigandi að hálfu fyrirtækinu, tilnefnir bæjarstjórn 2 menn í stjórn ina, ríkiss'.jórnin 2, en hæstiréttur tilnefnir þá 5. manninn. Stjórnin skal skipuð til þriggja ára í senn. Stjórn Laxárvirkjunarinnar hefir á hendi stjórn og rekstur hennar, undirbúning og framkvæmd aukn- inga og breytinga á mannvirkjum hennar. Hún getur ekki skuldbundið eigendurna að því er snertir ábyrgð á lánum og greiðsluskuldbindingum til aukinna framkvæmda eða breyt- inga á mannvirkjum, nema að fengnu samþykki þeirra hvors um sig. Þegar ríkissjóður er orðinn með- eigandi að Laxárvirkjuninni, skulu nánari fyrirmæli um stjórn og rekst- ur virkj unarinnar sett í reglugerð, sem síjórn Laxárvirkjunarinnar set- ur með samþykki beggja eigenda og ráðherra staðfestir, sbr. og 1. gr. 4. grein. Lög þessi öðlast þegar gildi. í greinargerð, sem frumvarpinu fylgir, segir m. a. svo: Lög um Laxárvirkjunina, nr. 54 25. maí 1949, gera ráð fyrir því, að Akureyrarkaupstaður muni sjálfur annast þá viðbótarvirkjun, sem nú er fyrirhuguð, og er í lögunum ekki um annan stuðning frá hendi ríkis- ins til þeirrar framkvæmdar að ræða en ábyrgð ríkissjóðs á lánum, sem Akureyrarkaupstaður tæki til virkjunarinnar, allt að 85% af kostnaðarverði hennar. Hafði Akur- eyrarkaupstaður þá leitað nokkuð fyrir sér um öflun nauðsynlegs fjár til framkvæmdanna, en þó var enn allt í óvissu, á hvern hátt það mætti takast. Ríkisstjórnin hefir síðan unnið að öflun fjár bæði til Sogsvirkjunar- innar og Laxárvirkjunarinnar, og hefir í því efni ávallt verið látið eitt yfir báðar vjrkjanirnar ganga. Er nú svo komið, að tryggð eru ECA-lán til þeirra beggja fyrir andvirði meiri hluta þess efnis, sem kaupa þarf frá útlöndum, og má telja líklegt, að með tilstilli Alþingis og ríkisstjórn- arinnar takist að tryggja virkjunun- um það, sem á vantar fyrir erlenda kostnaðinum og fyrir innlendum kostnaði, að^því leyti er kaupstaðirn- ir ekki sjá fyrir fé til virkjananna, en sem stendur er gert ráð fyrir, að kaupstaðirnir annist útvegun á sem nemur um 9 hundraðshlutum af heildarf j árþörf inni. Með því breytta viðhorfi, sem verð ur við þetta, þykir eðlilegt að gera ráð fyrir því, að framhald samvinnu ríkis og Akureyrarkaupstaðar um framkvæmd viðbótarvirkjunar Laxár verði einnig með sama hætti og er milli ríkis og Reykjavíkur við Sogs- virkjunina, en sem kunnugt er hefir ríkið gerzt meðeigandi í Sogsvirkj- uninni og samningur verið gerður milli Reykjavíkurkaupstaðar og rík- isstjórnarinnar um sameignina 'og reksturinn. Nú heimila lögin um Laxárvirkjunina ekki, að ríkissjóður gerist meðeigandi að henni fyrr en síðar, og þarf því að gera á þeim lögum nokkra breytingu til þess að samskonar samvinna geti orðið um hina fyrirhuguðu aukningu Laxár- virkjunarinnar sem um Sogsvirkjun- ina. Með frv. þessu, ef að lögum verður, er gerð sú breyting á lögum nr. 54 1949, um Laxárvirkjunina, sem nauðsynleg er til þess að nú þeg- ar sé hægt að ganga til samninga um sameign og samvinnu um fram- kvæmdirnar." Helztu rökin, sem færð munu hafa verið fyrir frumvarpinu, eru þau, að í fyrsta lagi sé ríkið áður orðinn meðeigandi að annarri 6tór- virkjun, þ. e. Sogsvirkjuninni, í öðru lagi sé Laxárvirkjuninni ætlað að sjá miklum hluta Mið-Norðurlands fyrir raforku og í þriðja lagi mæði mest á ríkinu að annast f járhagshlið málsins. Margir munu hafa ótrú á, að vel fari á sameign ríkissjóðs og ein- stakra bæjarfélaga á fyrirtækjum. Reynsla mun lítil vera fyrir hendi á slíkri sameign og samábyrgð. Sú er þó bót í máli, að gert er ráð fyrir, að Akureyri eigi 3 af 5 stjórnendum fyrirtækisins meðan ríkissjóður á ekki helming þess, og að kaupverð þeirra mannvirkja, sem fyrir eru, skuli ákveðin með mati, ef samning- ar nást ekki um kaupverð.. Gulltoss binn nýi kominn lieim. Síðastliðinn laugardag kom hið nýja farþegaskip Eimskipafélagsins, „Gullfoss", til Reykjavíkur, og fór þar fram hátíðleg athöfn til að fagna skipinu, en þúsundir manna söfnuð- ust saman við höfnina. Ræður fluttu Eggert Claessen formaður stjórnar Eimskipafélags íslands og Olafur Thors sjávarútvegsmálaráðherra, en lúðrasveit lék. Fjórir „Fossar", sem staddir voru í Reykjavík, héldu fán- um prýddir út úr höfninni til móts við Gullfoss, og flugvélar sveimuðu yfir honum. Stjórn Eimskipafél. hefir ákveðið, að Gullfoss fari nú í vikunni í hring- ferð norður og austur um land, til þess að sem flestum landsmönnum gefist kostur á að skoða þetta glæsi- legasta skip íslenzka siglingaflotans. Viðkomustaðir verða: Patreksfjörð- ur, ísafjörður, Sauðárkrókur, Siglu- fjörður, Akureyri, Húsavík, Seyðis- fjörður, Norðfjörður, Reyðarfjörð- ur og Vestmannaeyjar. Verður skip- ið væntanlega statt hér á Hvítasunnu- dag. TVEIR BREZKIR TOGAR- AR TEKNIR í LANDHELGI Á SKAGAFIRÐI Fyrra mánudag kom varðskipið Óðinn hingað til Akureyrar með tvo brezka togara, er hann tók að veið- um tæpa hálfa sjómílu innan land- helgi, norður af Málmey á Skaga- firði. Annar togarinn var nýlegur (ársgamall) og heitir Cape Cleveland frá Hull, en hitt var gamall togari, Lacerta frá Grimsby. 1 undirrétti voru skipstjórarnir dæmdir í 80 þús. kr. sekt hvor en afli og veiðarfæri upptækt gert. Skip- stjórarnir vildu ekki viðurkenna, að þeir væru brotlegir og hafa báðir áfrýjað dómunum. Alþingi slitið 17.mai Þingslit fóru fram 17. þ. m., en þá hafði þingið staðið 185 daga og því verið meðal lengstu þinga. Af- greiddi það 62 lög og 17 þingsálykt- anir en hafði alls fengið 17ð mál til meðferðar. Tvisvar var skipt um rík- isstjórn á þingtímanum, enþrátt fyrir mikla erfiðleika á stjórnarmyndun fram eftir vetri, afgreiddi þingið eitt mesta stórmál síðari ára, lögin um gengisskráningu o. fl. Steingrímur Steinþórsson forsæt- isráðherra sleit þinginu í forföllum forseta, en Jón Pálmason forseti Samein. Alþingis, ávarpaði þing- heim og hvatti til meira samstarfs og meiri gagnkvæms skilnings með- al þingfulltrúa, þótt þeir hefðu oft eldað grátt silfur á vettvangi þjóð- málanna. YMSAR FREGNIR Landliðskeppni í skák var nýlega háð i Reykjavík, og voru þátttak- endur 12. Baldur Möller varð skák- meistari íslands, hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum. Annar varð Guðm. Ágústsson með 8 og þriðji Guðjón M. Sigurðsson með 7x/2 vinning. » Rétt fyrir helgina vildi það slys til í Olafsvík, að 5 ára gamall drengur varð undir vörubíl og beið bana af samstundis. Geysimikil flóð hafa að undan- förnu verið í Rauðánni, sem fellur í gegnum Winnipegborg í Canada, þar sem fjöldi Vestur-íslendinga býr. Hefir um þriðjungur borgarbúa ver- ið fluttur á brott, og er tjónið af flóðinu lauslega áætlað um 300 milj. dollara. * Fyrir nokkrum dögum varð stór- bruni í Þórshöfn í Færeyjum. Brunnu þar mörg vörugeymsluhús við höfnina, og varð stórtjón á hús- um og vörum. * Húsaleigulögin hafa verið til með- ferðar á Alþingi, og voru gerðar á þeim breytingar. Hámark húsaleigu skv. þeim er ákveðið 7 krónur á fer- metra íbúðar sem byggð er fyrir 1945, en 8—9 krónur í nýrri húsum. Yms ákvæði laganna falla úr gildi á næstu mánuðum íl. okt. 1950 og 14. maí 1951) og önnur ákvæði 14. maí 1952. Þó geta bæja- og sveitastjórnir ákveðið að halda einstökum ákvæð- um í gildi lengur, en bera þá sjálf allan kostnað af framkvæmd þeirra.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.