Íslendingur


Íslendingur - 24.05.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 24.05.1950, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 24. maí 1950 m Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgSannaður: lakob Ó. Pctursson. Auglýsingar og afgreiSsla: Árdís Svanbergsdóttir. Skrifstofa GránufélagsgaU 4. Sími'áSÍ PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Sukk ð sukk ofan Það hefir nokkrum sinnum verið sýnt fram á það hér í blaðinu og víðar, að hvenær sem ríkið leggur undir sig einhvern rekstur, sem áð- ur hefir verið í höndum einstaklinga og gefið þeim sæmilegan arð, snýst öll afkoman við. Þar sem áður^ var hagnaður, hefst nú taprekstur, þégar hið opinbera kemur til skjal- anna. Eitt nærtækasta dæmið eru fólks- og póstflutningar á landi. Svo mikið afhroð hefir ríkissjóður gold- ið fyrir það glapræði að þjóðnýta þessa flutninga á helztu samgöngu- leiðum. að þeir hafa nú verið boðnir út. Þrátt fyrir þessa reynslu láta vinstri flokkarnir hana sér aldrei að kenningu verða, heldur heimta meiri og meiri þjóðnýtingu, þ. á. m. á allri verzlun, en slíkt feigðarflan hefir þó enn tekizt að stöðva. Innkaupastofn- un rikisins er að vísu verzlunarfyrir- tæki, en hún mun engum arði hafa skilað. Tap póststjórnarinnar á Hafnar- fjarðarleiðinni mun hafa komizt upp . yfir þúsund krónur á dag um lengri tíma, en meðan einstaklingar önnuð- ust ferðirnar var ekki annars getið, en afkoma þeirra hefði verið sæmi- leg. Nokkru fyrir þingslit flutti form. fjárvéitinganefndar Alþingis, Gísli Jónsson, þingsályktunartillögu um, að ríkisstjórnin gerði nú þegar raun- hæfar ráðstafanir til að draga veru- lega úr reksturskostnaði dýpkunar- skipsins Grettir og stuðla að því, að hafnarframkvæmdir þær, er skipið vinnur að, verði sem ódýrastar fyrir viðkomandi aðila. í greinargerð, sem fylgir tillög- unni, getur flutningsmaður þess, að á skipinu sé 14 manna áhöfn, þar á meðal 2 matsveinar til að matreiða handa áhöfninni. Meðallaun allrar skipshafnar sé rúml. 43 þús. kr. á ári, auk fæðis, trygginga, orlofs, sjúkrasamlagsgjalda o. fl. hlunninda. Skipið liggi lengst af við land, nema rétt á meðan það flytur milli hafna, og liggi oft athifnalaust. Matvöru- kostnaður hafi numið yfir 10 þús. kr. á mann yfir árið, en þar sé ekki tekinn með eldsneytiskostnaður, á- haldakostnaður né Iaun matsveina, og muni því láta nærri, að allur fæð- iskostnaður sé um 15000 kr. á mann, en það svari til 75 þús. kr. á hverja 5 manna fjölskyldu. Og síðan segir flm.: „Má nærri geta, hvaða launa- kjör þyrfti almennt í þessu Iandi, ef hverri 5 manna fjölskyldu ætti að ;'//// '¦'/'",'"/"'///"///, '////.7///¦'///' V////i/////,w//////////////////////,7//, ..... ^Mjkm, Hvers vegno ekki Marshollhjálp? Það munu allir vera á einu máli um það, að æskilegt h efði verið, að íslehdingar hefðu ekki þurft á neinni Marshallhjálp að halda. En hinu verð ur ekki neitað, að eftir hið gegndar- lausa fjársukk atvinnumálaráðherra kommúnista í nýsköpunarstjórninni á Skagaströnd og Siglufirði og 5 síldarleysisár í viðbót, vorum vér iítils megnugir til framkvæmda. Ef vér hefðum ekki notið Marshallað- stoðarinnar, væri margt ógert af því, sem unnið hefir verið síðustu árin, og afstaða kommúnista til hennar sýnir nú orðið svo ljóst sem verða má, að þeir vildu fá fjárhags- iegt hrun miklu fyrr, þar sem það er bezti jarðvegurinn fyrir eyðilegging- arstarfsemi þeirra. Austur-Evrópumarkaður. Kommúnistar hafa verið mjög hneykslaðir yfir því, að íslenzka rík- isstjórnin skuli ekki hafa fengið Rússa til að kaupa af okkur fram- leiðsluvörur okkar. Þó haía komm- únistar sjálfir viðurkennt, að þeim mundi þykja framleiðslukostnaður okkar of hár til þess að hægt væri að skipta við okkur. Og sú stað- reynd, að Sovétríkin lækkuðu við- skipti sín við Júgó-Slavíu niður í einn áttunda af samningsbundnum viðskiptum, strax og þeim mislíkaði við stefnu Títós, bendir ekki tii, að mikið sé að reiða sig á samnV.gshald herraþjóðarinnar í Austurvegi. Eins og ekkert hefði skeð! Einhver A. F. er hneykslaður yfir því í Verkam. s. 1. föstudag, að ís- lendingur hafi ekki minnst á töku brezku togaranna á dögunum „frek- ar en ekkert hefði skeð" og Dagur aðeins sagt frá atburðinum í „smá- klausu". Það er rétt, að ekkert var sagt frá atburðinum í síðasta blaði ísl., og stafaði það einfaldlega af því, að ritstj. vissi ekki um það fyrri en bú- ið var að brjóta um blaðið, að hand- ritið af fregninni og fleiri frétta- handrit höfðu ekki verið sett, þar tryggja 75 þús. kr. éingöngu til fæðisútgjalda." Það er ekki vonum fyrr, sem sL'kt sukk er tekið opinberlega til með- ferðar. Væri fróðlegt að fá til sam- anburðar fæðiskostnað skipshafna á skipum einstaklinga eða hlutafélaga. Þetta dæmi er enn ein sönnun þess, hve lítið eftirlit er með kostnaði við hinn opinbera rekstur, sem skatt- þegnarnir í landinu fá að súpa seyð- íð af í síhækkuðum tollum og skött- um. Sukk á sukk ofan virðist einkenna opinberan rekstur hjá oss, og því viljum vér láta herða á eftirliti með honum, ef ekki er unnt að losna al- veg við hann. sem blaðið var þá orðið yfirfullt af efni. ísl. hefir ekki sýnt landhelgis málum vorum meira tómlæti en önn ur blöð staðarins og hefir enga til hneigingu til að þegja við landhelg isbrotum „vissra" þjóða eins og Verkam. En hvað smáklausuna : Degi varðar, þá er hún eilítið fyrir ferðarmeiri en sama fregn í Verka manninum á föstudaginn. Brauð og brennivín hækkar. Nýlega hefir verð á brauðum hækkað. Það sem fyrst vekur at- hygli í auglýsingu verðlagsstj óra er það, að brauðin má selja 20 aurum dýrara hvert hér á Akureyri og t. d. Akranesi en í Hafnarfirði og Reykja- vík. Ef flutningskostnaður frá Reykjavík upp á Akranes er orðinn svo mikill að nemi 20 aurum á þá hveitilúku, sem fer í 1 franksbrauð, þá er nú meiri ástæða en nokkru sinni fyrr til að kreíjast beinna sigl- inga með helztu þungavörur frá út- löndum til allra stærstu hafna lands- ins. Vér getum, með því að áætla brauðneyzlu Akureyringa og þeirra nágranna, er kaupa hér brauðvörur, en það munu vera í kringum 8000 manns, ef ekki fleiri, farið nokkuð nærri um, hve gífurleg skattlagning er hér á ferðinni, sem á engan hátt er bætt í hærra kaupi. En brauðið er aðeins einn vöruflokkur af mörg- um. Þá hefir Áfengisverzlun ríkisins hækkað verðlag vína og áfengra drykkja um 10—15 krónur á flösku, og mun hyggjast með því að reyna að kroppa nokkrum miljónum króna meira en áður úr vösum landsmanna. En slík tekjuöflunarleið er mjög hæpin. Allt frá árunum fyrir stríð hafa daglaun verkamanna og vel- flestra launþega haldizt nokkurn veginn í hendur við verð brennivíns- flöskunnar, og var svo allt fram að þessari hækkun. Nú hafa engar launahækkanir átt sér stað, og hefir því ríkisstjórnin með þessari hækk- un rofið gömul hlutföll, þar sem hún ætlast til að vínneytendur vinni nokkuS á annan dag fyrir flöskunni. Að sjálfsögðu mun hik koma á ærið marga við þessa verðhækkun, sem áður hafa gert sér „glaSan dag" stöku sinnum, og því óvíst, hver bú- hnykkur þetta er. En því er ekki brennivíniS nokkrum krónum dýr- ara á Akureyri en í Reykjavík, þar sem á þaS leggst flutningskostnaS- ^^¦^^^^¦^^ ^^^- RÚTH HERMANNS, fiðluleikari, héit hljómleika í Nýja Bíó s.l. sunnu- dag á vegum Tónlistarfélags Akur- eyrar, og voru þaS 2. tónleikar fé- lagsins á þessu ári. Dr. V. Urbants- chitsch aSstoSaSi. Tónleikarnir voru vel sóttir, og áheyrendur luku á þá miklu lofsorði. VerSur nánar um þá ritaS í næsta blaSi. ÍÞRÖTTAÞÁTTUR <.—~~~~ Hraðkeppni í handknattleik Þór hraðkeppnimeistari í kvennaflokki, KA í karla- flokki. Fyrsta handknattleiksmc/ið fór ,fram á handknattleiksvelli ÍBA á túninu viS lögreglustöSina fyrra sunnudag og hófst kl. 1,30 í ágætu veSri meS leik MA og KA í kvenna- flokki. MA byrjaSi með stórsókn, tókst að skora 2 mörk en KA jafn- aði og hafði yfir í hálfleik. Séinni hálfleik átti KA alveg, og lauk leikn- um með 6 : 2 KA í vil. SíSan léku KA og MA í karlaflokki. KA hafSi 8 : 2 í fyrri hálfleik og 13 : 4 í leiks- lok. Markamunurinn gefur ekki réUa hugmynd um getu liðanna. Annars lék MA-liðið ekki vel. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem lið frá Ak. sigrar MA í karlaflokki.. Kl. 8 e. h. fór fram úrslitaleikur í kvennaflokki. Þór sigraði KA með 2 : 1 eftir skemmtilegan Ieik, sem lofar mjög skemmtilegu keppnisumri milli þessara félaga. í karlaflokki áttust nú við Þór og KA. KA vann með 8 : 4 eftir harðan og skemmti- legan leik. Um liðin er fáít að segja. Karlalið MA brást algerlega vonum manna. Þórsmenn voru sýnilega óæfðir, og af þessum ástæðum og augljósum sigurvilja KA, sem hafði einnig beztu skyttuna (Einar), sigruðu þeir. Lofar lið KA miklu í sumar, ef það æfir vel. Kvennaliðin eru í mjög lítilli æf- ingu, Guðrún bezt í Þórs-liðinu, Hanna í.MA og María í KA-liðinu. Vafalaust styrkist KA-liðið mjög mikið, þegar Árnina og Guðrún fara að leika með því í sumar. Dómarar voru Sverrir Magnússon og Axel Kvaran og dæmdu lýtalaust. Handknattleiksráð sá um mótið. KNATTSPYRNUMÓTIN ERU BYRJUÐ Hraðkeppni í kna'.tspyrnu vann Þór auðveldlega með því að sigra KA í úrslitum með 2:0, en KA hafði 15 mín. áður sigrað MA með 3:1. Þreytumerki voru augljós á liði KA, en Þórsliðið all-gott og í töluverðri æfingu. MA-liðið ekki gott, átti þó allgóða sóknarlínu. AkureyrarmótiS. í III. fl. vann Þór KA með 2 :0 en í II. fl. vann KA Þór með 2 : 1 eftir skemmtileg- an og tvísýnan leik. Um leikina er lítið að segja, en æfingarleysi liðanna augljóst, sókn og vörn fumkennd, staðsetningar lélegar, en einstaka góðum leikmanni bregður þó fyrir, svo sem: Tryggva Georgs, Hinrik Lárussyni, Hauk ,———.-..„*—~~~~~± Jakobssyni og Guðm. Guðmunds- syni. Hafsleinn Guðmundsson, íþrótta- kennari frá Rvík, landliðsmaður í knattspyrnu og handknattleik, er kennari hjá KA um þessar mundir. Finnska landliðið í handknattleik er komið til Reykjavíkur, en mun ekki koma til Akureyrar eins og hálf- vegis hafði verið ráðgert. Sabú. Kappreiðar Hestamannafélagsins Léttis Sunnudaginn 21. maí sl. fóru hin- ar árlegu kappreiðar Hestamannafé- lagsins Léttir fram á skeiðvelli félags- ins við Eyjafjarðará. Reyndir voru 22 hestar, 5 í folahlaupi 250 m., 10 í 300 m. hlaupi og 7 í 350 m. hlaupi, 8 hestar höfðu verið tilkynntir til þátttöku í því hlaupi, en einn heltist og gat ekki tekið þátt í því. Urslit urðu þessi: I 250 m. hlaupi sigruðu Brúnn Stefáns SigurSssonar og Sörli Vil- helms Jensen á 20,6 sek. og skiptu þeir I. og II. verSlaunum, III. verS- laun hlaut Þór Eddu Pétursdóttur. I 300 m. hlaupinu náSi enginn hestanna áskyldum tíma til I. verS- launa, en Logi Helga Jónssonar hlaut II. verSlaun, tími hans var 24,8 sek., Stígandi Jóns Arnasonar hlaut III. verSlaun, tími hans var 25 sek. Gráni Kristjáns Jónssonar hlaut flokksverSlaun. I 350 m. hlaupinu sigraSi Þytur þeirra bræðra Svavars og Jóhanns Konráðssona á 27,5 sek. og hlaut I. ve/ðlaun, Hrani Stefáns Steinþórs- sonar hlaut II. verðlaun, tími hans var 27,8 sek. og Bóatýr Gunnbjörns Arnljótssonar hlaut III. verðlaun, tími hans var 28,3 sek. Neisti Alfreðs Arnljótssonar hlaut flokksverðlaun, tími hans í undanrás var 27,8 sek. Þrátt fyrir það, að völlurinn væri mjög góður, eSa eins og hann getur beztur veriS, náSist ekki eins góSur árangur meS flýtir eins og merin hefSu getað vonast eftir, samkvæmt fyrri reynslu. Veðbanki var starfræktur og veit- ingar seldar á staðnum. Allar fóru kappreiðarnar vel fram enda var veður hið bezta og fjöldi fólks þarna samankomið. UNGUR MAÐUR óskar eftir VINNU strax. — Flest kemur til greina. — A. v, á.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.