Íslendingur


Íslendingur - 24.05.1950, Side 3

Íslendingur - 24.05.1950, Side 3
Miðvikudagur 24. maí 1950 ÍSLENDINGUR 3 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns og föður okkar, Kristján Magnússonar. Eugenia Jónsdóttir og börn. ATVINNA Karl eða kona getur fengið starf sem nætursímavörð- ur við Landssímastöðina hér, frá 1. júní n. k. Umsóknir sendist mér fyrir 27. þ. m. Símastjórinn. KARM. NÆRFÖT STUTTAR BUXUR og BOLIR SPORTBOLIR DRG. NÆRFÖT Hvítir BRAUNS-verzluíi Páll Sigurgeirsson kvensloppar með stuttum ermum. Orðsending Gjalddagi Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar er nú 1. iúní. Þeir, sem síður vilja láta innheimta ársgjaldið hjá atvinnurekend- um ættu því að gera skil á skrifstofu félagsins fyrir mánaðamótin, Gjaldkerinn. Hluthafatundnr í ÚTGERÐARFÉLAGI AKUREYRINGA h. f. Skuldabrét BRAUNS-verzSun Páll Sigurgeirsson 5% handhafa skuldabréf landssímans eru til sölu á skrifstofu minni kl. 10—12 og 13—16 daglega. Athugið, að með því að kaupa þessi skuldabréf ávaxtið þér fé yðar á hagkvæman og tryggan hátt. Símastjórinn. Gagatræðaskóli Akureyrar Sýning á handavinnu nemenda verður á annan í hvítasunnu (29. þ. m.), opin frá kl. 10 árdegis til kl. 10 síðdegis. Skólanum verður slitið miðvikudaginn 31. þ. m., kl. 8 síðdegis. Akureyri, 23. maí 1950. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri. ÍBÚÐ íbúð Snorra Lárussonar sím- ritara í húsi félagsins við Grænugötu hér í bænum, er til sölu. — Félagar Byggingar- samvinnufélagsins Garður, sem óska að neyta forkaups- réttar að íbúð þessari gefi sig fram við formann félagsins Svafar Guðmundsson, banka- stjóra fyrir 28. þ. m. Félagsstjórnin. Auglýsið í Islendingi! verður haldinn í Samkomuhúsi bæjarins fimmtu- daginn 25. þ. m. kl. 8,30 e. h. Fundarefni: Rætt um aukningu hlutafjár- ins með kaup á nýjum togara ^fyrir aygum. S t j ó r n i n . Nr. 14/1950. TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið eftir- farandi hámarksverð á blautsápu: Heildsöluverð án söluskatts............ kr. 4.33 Heildsöluverð með söluskatti .......... kr. 4.46 Smásöluverð án söluskatts í smásölu .... kr. 5.39 Smásöluverð með söluskatti............. kr. 5.50 Reykjavík, 17. maí 1950. Verðlagsstjórinn. GREIPAR GLEYMSKUNNAR „Það vona ég — eða öllu heldur, ætti ég að vona það? Færir það mér gleði eða sorgir?“ „Hver veit — þetta tvennt vill oft blandast hvað öðru.“ Hún andvarpaði og leit niður fyrir sig. Allt í einu leit hún upp aftur. - Hvernig komst þú inn í líf mitt — livers vegna dreymdi mig þig?“ „Þú sást mig svo oft, meðan þú varst veik.“ „Hvernig stóð á því, að gamla þjónustukonan þín var hjá mér og stundaði mig, er ég kom til sjálfrar mín aftur?“ „Frændi þinn fól mér að vernda þig. Eg lofaði að gæta þín í fjarveru hans.“ „Og hann kemur aldrei aftur. Hann hefir hlotið refsingu fyrir glæp sinn, að horfa aðgerðalaus á morð bróður míns.“ Hún greip hendinni fyrir augun eins og hún vildi byrgja þá voðasjón. „Pauline“, sagði ég, sem óskaði að beina huga hennar inn á aðrar brautir. „Segðu mér, hvei'nig þú sást mig í draumum þínum. Hvað dreymdi þig um mig?“ Það fór hrollur um hana. „Mig dreymdi að þú værir hjá mér í herberginu og horfðir með mér á glæpinn. Þó vissi ég, að það gat ekki verið rétt.“ „Hvað svo?“ „Ég sá andlit þitt oft og mörgum sinnum. Það var alltaf á ferðalagi, það virtist ferðast í skýjum. Eg sá varir þínar bærast, og mér virtist þær segja: „Ég ætla að finna sannleikann,“ og ég beið því þolinmóð þess að þú kæmir aftur.“ „Dreymdi þig mig aldrei áður?“ Það var farið að skyggjá. Ég var ekki viss um, hvort heldur það var rökkrið, sem olli því, að kinnar hennar sýndust dekkri, eða hvort það var vegna þess að hún roðnaði. * r „Eg get ekki sagt það! Eg veit það ekki! Spurðu mig ekki! sagði hún vandræðalega. Síðan sneri hún sér við. „Það er farið að kólna og skyggja. Við skulum fara heim.“ Eg fylgdi henni. Það var orðin svo föst venja hjá mér að eyða kvöldinu með henni, að ég beið þess ekki, að hún byði mér inn. Við vorum vön því að leika sam- an á hljóðfæri og syngja nokkra stund á hverju kvöldi. Hið fyrsta, sem Pauline óskaði að fá, er henni var batnað, var píanó. Þar sem hún vissi ekki annað, en hún ætti að erfa miklar eignir, þá hikaði hún ekki við að biðja um það, sem hana langaði til að eignast, og ég hafði lagt svo fyrir við Priscillu, að enga peninga skyldi sparað til þess að gera henni lífið sem þægileg- ast, og hún hafði því fcngið sent píanó frá næstu borg. Hún hafði náð allri sinni fyrri leikni. Rödd hennar var nú jafnvel þróttmeiri og fegurri en nokkru sinni fyrr. Þrásinnis hafði hún töfrað mig eins og eitt sinn forðum, er ég átti enga von á því, hve hræðilega sá söngur endaði, né heldur að örlög mín og hennar yrðu svo mjög samtvinnuð. Ég varð því mjög undrandi, er hún þessu sinni sneri sér við á tröppunum og sagði: „Nei, ekki núna. Lof- aðu mér að vei'a einni í kvöld.“ Eg hreyfði engum mótmælum, heldur rétti henni * hendina og kvaddi hana. Eg ætlaði að ganga urn í stjörnuskininu og hugsa um hana. Er við skildum leit hún á mig einkennilega og næst- um hátíðlega. „Gilbert“, sagði hún á ítölsku, því Priscilla stóð nú í opnum dyrunum. „Á ég að óska þess, að hið gleymda rifjist upp fyrir mér aftur, eða á ég að vona, að það verði alltaf gleymt? Hvort verður betra fyrir mig •— og fyrir þig?“ Án þess að bíða eftir svari smeygði hún sér fram hjá Priscillu, sem stóð nú og beið þess að ég kæmi inn líka. „Góða nótt, — Priscilla“, sagði ég. „Ég kem ekld inn núna.“ „Ætlið þér ekki að koma inn, herra Gilbert, ungfrú Pauline mun þykja það mjög leitt.“ „Hún er þreytt, og henni líður ekki sem bezt. Þú ættir að fara til hennar. Góða nótt.“ Pi'iscilla kom út á tröppurnar og lokaði hurðinni á eftir sér. Það var eitthvað í svip hennar, sem kom mér til að skilja, að í þetta sinn ætlaði hún eftir mætti að beita við mig öllu því valdi, sem hún liafði yfir mér, er hún gætti mín sem barns, valdi sem ég beygði mig fyrir löngu eftir að ég var farinn að ganga í síðum buxum. Ég er viss urn, að hana langaði nú til þess að taka í öxl mér og hrista mig duglega. I þess stað varð hún nú að láta sér nægja að leggja alla sína gremju í röddina. „Það er eðlilegt, að hún verði veik, þegar eiginmað- urinn býr undir öðru þaki en hún. Og svo eru allir hér í nágrenninu ákafir í að fá að vita, hvers konar sam- band eiginlega sé á milli ykkar, þeir spyrja mig allra

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.