Íslendingur


Íslendingur - 07.06.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 07.06.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg. Miðvikudaginn 7. júní 1950 25. tbl. Sjötugur; Kristján Árnason kaupmaður Kristján kaupmaður Árnason varð sjötugur 4. þ. m. og kona hans Hólm- fríður Gunnarsdóttir hálísjötug 5. þ. m. Þau voru suður í Reykjavlk á af- mælinu hjá syni sínum. Þessi valin- kunnu sómahjón hafa nú dvalizt á Akureyri samfleytt frá 1909, og má óhætt fullyrða, að þau hafa áunnið sér mikla hylli og vináttu samborg- ara sinna. Kristján og Hólmfríður eru ákaflega hlédræg, en hjúskapar- og heimilislíf þeirra hefir verið ást- ríkt og fagurt. Kristján er fæddur á Lóni í Keldu- hverfi, en þangað hafði faðir hans flutt búferlum vorið 1875. Árni Kristjánsson var maður vel að sér og fékkst við opinber störf langa ævi, var hrepps'jóri, sýslunefndar- maður, amtsráðsmaður og í verzlun- ar-umsýsli fyrir sveitunga sína. Hann hafði fengið staðgóða fræðslu, lært eitthvað undir skóla hjá Sauðaness presti, en einhverra hluta vegna varð ekki af skóla-lærdómi. Ekki stóð þó á gáfum né lærdómshug Árna. — Af þessu má sjá, að hann var vel að sér, eftir því sem tíðkaðist um bænd- ur. Hann var sýsluskrifari hjá Lár- usi Sveinbj örnssyni á Húsavík og byrjaði snemma að fást við verzlun, fyrst með „spekulant". — Einna fyrstur bænda norður þar byrjaði Árni að fá kennara handa börnum sínum og annarra. Hjá honum var fyrst Tómas Davíðsson um hííð og síðan kom Guðmundur Hjaltason, inn merki kennari, fyrirlesari og fé- lagsmála-forkólfur. Var hann 2—3 mánuði á vetri, og þótti ágætur kenn- ari. Hann kenndi sumar greinir í fyrirlestrum. Nemendurnir hlökkuðu til, þegar hann kom, og kviðu fyrir, þegar hann fór. — Árni bóndi sá þannig vel fyrir menntun barna sinna. Sjálfur kenndi hann til byrj- unar reikning, skrift og ofurlítið í dönsku. Kona Árna í Lóni og móðir af- mælisbarnsins var Anna Hjörleifs- dóttir prests á Skinnas'-að Guttorms- sonar prófasts á Hofi í Vopnafirði, þess sem stofnaði sjóðinn, Þorsteins- sonar. Þær Skinnastaða-systur voru sjö, og sungu allar eins og englar og móðir þeirra þó allra bezt, Guðlaug Björnsdóttir prests í Kirkjubæ í Tungu Vigfússonar prests í Garði í Kelduhverfi Björnssonar. Frú Guð- laug var eftir seinni konu sr. Björns Önnu Stefánsdó:tur prests Scheving að Presthólum. — Kristján hafði mikið ástríki af móður sinni. •Faðir Arna í Lóni var Kristján bóndi í Ærlækjarseli Árnason. Kona hans og móðir Árna var Sigurveig Guðmundsdóttir bónda í Ærlækjar- seli Árnasonar. Þótti hún sérlega mikilhæf. Foreldrar Kristjáns í Ærlækjarseli voru þau Arni Þórðarson, stúdent og umboðsmaður í nyrðra hluta Munkaþverárklausturs, síðast í Arna- nesi í Kelduhverfi, og Jóhanna Gunnarsdó'.tir frá Ærlæk. Arni þótti dugnaðarmaður. og var vel að sér. Hann drukknaði í Djúpá fyrir 99 árum. Foreldrar Árna voru þau Þórður Pálsson á Kjarna (inn mikli ættfað- ir) og Björg Halldórsdóttir frá Æsu- stöðum í Eyjafirði Björnssonar, en hún var systir sr. Björns á Eyja- dalsá, síðar í Garði, föður sr. Hall- dórs í Sauðanesi, en hann var afi Þórhalls biskups Bjarnarsonar. Gaman væri að rekja lengra, en þetta verður að nægja í bili. Kristján kaupmaður Árnason dvaldist heima fram undir tvítugt og vann á búi foreldra sinna. Þá dró músikin hann til Akureyrar. Var hann þar vetrarlangt að læra að leika á orgel hjá Magnúsi organista Emarssyni. Var Kristján snemma mjög hneigður fyrir söng og alls- konar hljómlist (úr móðurættinni eins og fyrr segir). Frá Akureyri réðst hann að Grund í Eyjafirði til Magnúsar kaupmanns og stórbónda Sigurðssonar,og var verzlunarmaður þar samfleytt til 1909. Eitthvað stund aði Krisíján nám á Grund, því að Magnús hélt þar unglingaskóla um hríð, og var Ingimar Eydal kennar- inn. Þótti það góður skóli. Svo var það, að Magnús á Grund stofnaði verzlun á Akureyri („Grundarverzlun"), og fluttist Kristján þá þangað og tók við for- stöðu hennar. Átti hann verzlunina móti Magnúsi. Það er verzlunin „Eyjafjörður". Síðar keypti Kristján hlut Magnúsar í verzluninni og rak hana síðan einn. Hefir hún löngum síðan verið stærsta kaupmanns-verzl- un í bænum og er það enn. Er hún stofnuð vorið 1909, og hefir hún verið rekin alltaf á sama stað og Kristján verið heimilisfastur í þessu húsi allan þennan tíma. Sá félagsskapur, sem Kristjáni er einna kærastur, mun vera Góðtempl- arareglan. Hefir hann verið í henni um eða yfir 40 ár/Bindindismaður hefir hann verið alla ævi. Hefir á- hugi hans á bindindismálum alltaf verið samur og jafn. — Kristján hef- ir látið sér hægt um svokölluð opin- ber mál og allt það skvaldur, sem fylgir pólitíkinni. Ég held, að hann hafi aldrei haft mikinn áhuga á stjórnmálum. En bæjarmálum hefir hann sinnt talsvert, að óskum sam- borgara sinna. Bæjarfulltrúi var hann nokkur ár, og reyndist hann á því sviði bæði duglegur, tillögugóð- ur og skyldurækinn, en dró sig út úr því sem fyrst hann gat (því miður bæjarins vegna, því að slíka ráðs- menn sem hann er gott að hafa). Átt hefir hann sæti í sjó- og verzlun- ardómi lengi og enn í dag. Endur- skoðandi bæjarreikninga var hann einnig nokkurt skeið. Loks er þess að geta, að hann er í verzlunarráði íslands. I Reglu Góðtemplara hefir hann gegnt mörgum trúnaðarstörf- um. Ég kynntist Kristjáni Árnasyni fljótt eftir það, að ég kom hingað til bæjarins, og hefir verið með okkur vinátta um þrjá tugi vetra. Þakka ég Kristjáni vináttu hans, mér til handa. á þessum merku tímamótum í ævi hans. Við kynntumst fyrst í „bank- anum" hjá Bjarna Jónssyni og Solveigu, þeim öndvegishj ónum. ¦— Kristján er glaðsinna, fjörmaður mikill og hlær innilega. Það er bæði andleg og líkamleg hressing að vera með slíkum mönnum. ¦— Glaðværð- ina tel ég fyrst af einkennum Krist- jáns, svo iðjusemina. Honum fellur aldrei verk úr hendi. Síðast en ekki sízt er að telja ást hans á Musica. Hann er söngvinn mjög, ann bæði söng og alls konar hljómlist. Mér er sagt, að Kristján sæki alla concerta hér og hljóml'eika, og heima blótar hann sönggyðjuna einnig. •— Spila- maður er hann góður, en í seinni tíð Sjálfvirka símastöðin opnuð s.l. láugardag. Sjálfvirka símastöðin hér í bæ var opnuð s.l. laugardag 3. júní, éins og áður hafði verið gert ráð fyrir. Á sunnudaginn var blaðamönnum boðið að skoða hana. Haarde verk- fræðingur, sem séð hefir um upp- setriingu hennar, fylgdi blaðamönn- unum um húsakynni stöðvarinnar og útskýrði fyrir þeim gerð og gang kerfisins, sem er svo margþætt og margvíslegt, að engin tök eru á að lýsa því fyrir lesendum. En hver, sem á það lítur, hlýtur að fyllast undrun yfir því hugviti, sem að baki því liggur. Sá kostur fylgir hinni nýju stöð, að frá henni ér hægt að fylgjast með öllu bæjarkerfinu, og verði þar bil- ana vart, er þegar gert við þær, oft fæst hann miklu minna við þá íþrótt en áður fyrr. Þess er áður getið, að Kristján reki stóra verzlun. Sveitamenn hafa alltaf verzlað mikið við hann, og ég hygg óhætt. að fullyrða, að bæði bæjar- og sveitamenn, sem við hann hafa verzlað, séu sammála um það, að hjálparsamari kaupmanni hafi þeir ekki kynnst og alúðlegri. Krist- ján hafði Iengi mikla lánsverzlun og hefir enn, og oft voru það fátækustu mennirnir, sem leituðu til hans, þeg- ar önnur sund voru lokuð. Þar fengu þeir alltaf úrlausn. — Ég held mig mega fullyrða, að Kristján hafi aldrei stefnt manni fyrir skuld eða annað, þó að hann hafi rekið stóra j verzlun' í höfuðstað Norðurlands í 40 ár. Er það næsta athyglis- vert og lýsir manninum vel. Alveg er söm greiðvikni Kristjáns um á- byrgðir eins og um vörulán. Ég held, að hann geti helzt ekki neitað að liðsinna mönnum, svo framúr- skarandi öðlingur er hann. En þó að Kristján hafi tapað nokkru fé fyrir hjálpsemi sína, munu menn al- veg furðanlega hafa staðið í skiluin við hann, þó að hann hafi ekki „rukkara" á hælum viðskiptamanna sinna með nýjum og niðum. Þau Hólmfríður og Kristján eiga tvo sonu, Arna píanóleikara í Reykja- kvík, kennara við Tónlistarskólann, og Gunnar Höskuld, er tekið hefir nú við stjórn verzlunarinnar „Eyja- fjörður" fyrir nokkrum árum með föður sínum. Eg árna þessum heiðurshj ónum árs og friðar á þessum tímamótum í ævi þeirra og bið þeim blessunar, bæði þessa heims og annars. B. T. áður en símanotandinn sjálfur verð- ur bilunar var. Gengur stöðin fyrir rafhlöðum, og eru þær margar og stórar. Er gert ráð fyrir, að raforka frá geymunum endist til 6 eða 7 daga, þannig að þótt rafstraumur frá Laxárvirkjuninni rofni það lengi, myndi síminn vera í eðlilegu lagi. I tilefni af opnun sjálfvirku stöðv- arinnar hér kom Guðmundur Hlíð- dal póst- og símamálastj óri norður og með honum C. Berglund, yfir- verkfræðingur og E. Sundkvist Verk- fræðingur, báðir frá firmanu L. M. Ericsson í Stokkhólmi, er sjálfvirka kerfið gerði. Auk þess voru nokkrir gestir aðrir í förinni, svo sem yfir- menn Landsímans og Bæjarsímans í Reykjavík, verkfræðingur Landsím- ans og skrifstofustjóri, Sigurður E. Hlíðar yfirdýralæknir, sem greiddi mjög götu þessa máls, meðan hann sat á Alþingi og Magnús Jónsson, formaður Fj árhagsráðs, en hann fékk samþykkt í ráðinu fjárfestingar- leyfi fyrir sjálfvirku stöðinni. Kon- ur margra fyrrnefndra gesta voru með í förinni hingað. Á sunnudagskvöldið bauð Póst- og símamálastjórnin til kvöldverðar á Hótel KEA, og sátu .boðið fyrr- nefndir gestir hennar og nokkrir bæjarbúar, en hóf þetta var haldið í tilefni af opnun stöðvarinnar. Gunnar Schram símastjóri stjórn- aði hófinu. Flutti Guðm. Hlíðdal, póst- og símamálastjóri, ræðu, og rakti þar sögu stöðvarmálsins frá upphafi og þakkaði þeim mönnum, er mest og bezt hafa unnið að fram- kvæmd þess og uppsetningu stöðvar- innar, en það verk hefir Haarde símaverkfræðingur unnið með ágæt- um. Aðrir ræðumenn voru: Sigurð- ur E. Hlíðar, fyrrv. alþm., Jónas G. Rafnar alþm., Steinn Steinsen bæj'- arstjóri, C. Berglund yfirverkfræð- ingur, Jakob Frímannsson framkv.- stjóri, Haarde símaverkfræðingur, Svavar Guðmundsson bankastjóri, Steindór Steindórsson bæjarfulltrúi, Bernharð Stefánsson alþm., Indriði Helgason rafvirkjam., Magnús Jóns- son form. Fjárhagsráðs og Gunnar Schram símastjóri. I öllum ræðunum kom fram ánægja yfir hinum gagnmerka áfanga í símamálum bæjarins, er nú er náð með opnun sjálfvirku stöðv- arinnar. Var Gunnari Schram síma- stjóra sérstaklega þakkað hans ötula starf við framkvæmd málsins, svo og öðrum þeim, er að því hafa unnið á einn og annan hátt.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.