Íslendingur


Íslendingur - 07.06.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 07.06.1950, Blaðsíða 2
f6LENDIN@UR Útgefandi: Útgáfufélag Islendings. Ritstjórí og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Árdís Svanbergsdóttir. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Nýr áfangi í símamáium Eins og öllum bæjarbúum er kunnugt, var hinn sjálfvirki sími opnaður s.l. laugardag. Opnun hans stóð heima við áður gerða áætlun. Á þeirri stundu komust um 250 ný heimili hér í bænum í símasamband í fyrsta skipti. í símaskrá bæjarins eru nú þegar 994 númer, en stöðin er aðeins fyrir 1000 númer, og má því segja, að hún sé þegar of lítil fyrir þenna hraðvaxandi bæ. En Stöðvarhúsið rúmar þó véla- samstæðu fyrir 1000 númer til við- bótar, og hlýtur það því að fara eftir gjaldgetu Landssímans og gjaldeyr- isgetu þjóðarinnar, hvenær unnt verður að auka stöðina að því skapi. Opnun sjálfvirku stöðvarinnar er fyrst og fremst merkisatburður í sögu Akureyrarbæjar og í öðru lagi nýr áfangi í íslenzkum símamálum. Hún gerir öll viðskipti manna á meðal léttari en áður, og betri en til þessa hafa þekkzt, og kemur heilum bæjahverfum, er byggð hafa verið síðustu árin, í samband við náung- ann. Gamla stöðin var löngu ofhlað- in, en þar sem símastjórinn vildi, eftir því sem hann gat, verðá við óskum borgaranna um nýja síma, hlaut af því að leiða of mikið álag á stöðina, er orsakaði því örðugri þjónustu sem fleiri númerum var bætt við. Símastjórinn, Gunnar Schram, hefir sýnt mikinn og lofs- verðan dugnað við að koma nýju stöðinni upp í tæka tíð og hvorki sparað sér önn né erfiði til þess að standast þá áætlun, er hann fyrir löngu hefir gert, og eins og áður er sagt, tekizt það fullkomlega. En margir aðrir en hann eiga þar þakk- ir skildar. Það er ekki ýkja langt síðan að fyrsti íslenzki ráðherrann fékk eím- ann lagðan um landið í fullri and- stöðu viS mikinn hluta þjóSarinnar. En smátt og smátt hefir borgurunum skilizt, aS síminn sé eitt hiS mesta nauSsynjatæki, er vér þekkjum. Og ef til vill er hvergi meiri þörf fyrir símann en hér, í þessu strjálbýla landi. Vonandi tekst, á tiltölulega skömmum tíma, aS koma landinu öllu í símasamband, og hefir í því efni veriS gert stórt átak hin síSustu ár. — Hvergi er símans meiri þörf en í strjálbyggSu landi eins og hér, og verSur því aS kosta kapps um aS koma honum inn á sem flest heimili. Bré! Brauö og leikir Nokkur orð um í leiKhúsinu • Herra ritstjóri. í niSurlagi greinar ySar um frum- sýningu sjónleiksins UPPSTIGNING í íslendingi h. 3. maí, segir svo: „Brestir og brak pínubekkj- anna trufluSu nokkuS áhrif sýningarinnar eins og vant er. Þegar fólkiS fer aS þreytast, reynir þaS aS hagræSa sér, og brakar þá mjög í sætunum. Hve lengi á þetta að ganga?" Ritstjóri Dags tekur mjög í sama streng í leikdómi h. 4. maí, ög segir m. a.: „Vonandi er að þessi sigur Leikfélagsins yfir erfiðum að- stæðum stuðli að því, að að því ráði verði nú horfið að gera samkomuhússsalinn hér að leikhúsi, með þeim búnaði, sem slík stofnun krefst. Allt of lengi hefir verið látið drag- ast að gera verulegar endur- bætur á leiksalnum og aðbúð leikara og áhorfenda. Það er engan veginn ofvaxið getubæj- arfélagsins að gera hér nauð- synlega bragarbót á. Eftir er að reyna, hvort það er enn of- viða skilningi og áhuga valda- manna í bænum ...." . Blaðið „Verkamaðurinn" lætur einnig þessi mál til sín taka, og í grein sem nefnist „Orðið er laust" segir „Leikhúsgestur" m. a. á þessa leið: .,1 hvert einasta skipti, sem maður fer í leikhúsið hér í bæ, fer ekki hjá því, að maður komist í vont skap vegna sæt- anna í Samkomuhúsinu. Komi það fyrir, að einhver þurfi að hreyfa sig, þótt ekki sé nema örKtið, brakar og brestur í bekkjunum, og er það vægast sagt ófögur tónlist og ekki í miklu samræmi við það, sem fram fer á leiksviðinu." .... Og ennfremur segir í niðurlagi greinarinnar: „En það er krafa leikhús- gesta hér í bæ, að nú þegar verSi undinn aS því bráSur bugur aS fá ný og góS sæti í Samkomuhúsið og þaS efni, Síminn er orSinn nauSsynlegur þátt- ur í viSskiptalífinu og jafnframt í daglegu lífi fólksins. Hann er ekki óþarfur munaSur, heldur óhjá- kvæmileg nauSsyn, sem enginn get- ur veriS án, sem reynt hefir nota- gildi hans og þýSingu. En í sambandi viS sjálfvirku stöS- ina hér á Akureyri er skylt aS geta þess, aS fyrrverandi þingmaður bæj- arins, Sigurður E. HlíSar, átti þar drjúgan hlut aS máli, og margir aSr- ir hafa sýnt málinu mikinn og góS- an stuSning. „pínubekkina" á Akureyri. sem til er í þau, verSi ekki lát- iS liggja ónotaS lengur....." Þetta voru þá orS blaSamannanna, — og hafi þeir þökk fyrir þau. Eg hripa þessar línur vegna þess, aS mér finnst sjálfsagt að þeir bæj- armenn, sem eitthvað láta sér annt um leikhúsið, láti til sín heyra, ef það mætti á einhvern hátt verða til framdráttar því máli, sem hér verð- ur drepið á. Það er ekki von, að rit- stjórar biaðanna geti einir staSiS í því, — þeir munu hafa um fleira aS hugsa og skrifa. I EFTIR AÐ HAFA látiS leikhús- mál bæjarins afskiptalaus um hríS, atvikaSist það svo, að ég setti á svið síðustu sýningu Leikfélags Akureyr- ar, Uppstigningu, — og það verð ég að segja, að ég bar kinnroða fyrir hönd Leikfélagsins fyrir það, að þurfa að bjóða leikhúsgestum upp á önnur eins ósköp og sætin í leik- húsinu eru. Þau eru, eins og eitt blaðið orðaði það, hvorki boðleg heimamönnum né gestum. Og þetta er í sjálfu Samkomuhúsi bæjarins, sem að auki er ráðhús! — Mér er kunnugt um, að stjórn Leikfélagsins hefir fyrir sitt leyti reynt að hafa áhrif á að þessu yrði kippt í lag, með því að skrifa bæjarstjórn um málið, bæði fyrr og síSar, en allt hefir þetta reynst árangurslaust til þessa dags. — Fyrir alllöngu síSan kom upp kvittur um það, að komnar væru nýjar setur í væntanlega stóla í leikhúsið, en svo heyrist ekkert meira, og alltaf er sami „söngur- inn" í bekkjaskríflunum. UM ÞAB HEFIR víst líka verið deilt, hvort sætin — þegar þar að kemur — eigi að vera laus eða föst. — En ástæðan, sem fram hefir ver- ið borin fyrir því, að ekki megi festa sætin, er sú, að þá sé ekki hægt að halda dansleiki í salnum. Þetta er að vísu rétt, svo langt sem það nær. — En er svo mikill skaði skeður, þótt ekki væri dansað í Samkomu- húsinu? Að minnsta kosti tveir aðr- ir góðir danssalir eru til í bænum, nefnil. Hótel Norðurland og Hótel KEA. Auk þess má benda á, að um flestar helgar vetrarins mun vera meira og minna dansað í skólum bæjarins, bæði Menntaskólanum og Gagnfræðaskólanum, og víðar, og er sjálfsagt ekkert nema gott um það að segja. EN HVAf) SEM öllu þessu líSur, þá má þaS ekki líSast lengur, aS ekki fáist sómasamleg sæti í leikhús- ið, ekki sízt ef eitthvað af efninu er þegar fyrir hendi. Ég er þeirrar skoðunar, að lang heppilegast vœri að hafa sœtin föst. Þá gæti þetta orð- ið mjög sæmilegt leikhús og um leið Hugleiðingar út af nýja símanum. — Hver er nœturlœknir? — Bókin um Fyrsta barnið. — Heimilisvélar í happdrœtti. „GAMALL símanotandi" hefir sent mér eftirfarandi huglelSingar í sambandi viS opnun sjálfvirku símastöSvarinnar: „Þá er nú sjálfvirki síminn tekinn í notkun, og líkar hann ágætlega. Mönnum konsertsalur, og einnig mætti nota salarkynnin til fundarhalda, fyrir- lestra o. m. fl. eftir sem áður. Það má ekki miða allt við skröllin og kjördaginn! Fáist því hins vegar ekki framgengt, að hafa sætin föst, mætti vitanlega Iíka festa stólana á lausa palla eða fleka, smáhækkandi eftir því sem framar drægi í húsinu, og yrði að því mikil bót. Þessa palla mætti þá bera burtu, þegar dansa þarf. Þetta var gjört í Iðnó í Reykja- vík fyrir mörgum árum síðan, og gafst víst sæmilega. Síðan þarf að rífa niður hliðarsvalirnar, en í þess stað stækka aftursvalir inn í húsið, svo að þar fengjust t. d. sex stóla- raðir, og gæfi þetta þá jafnmörg sæti og nú eru í húsinu, eða því sem næst, og gæti auk þess orðið smekklegt, ef rétt er að farið. •— Og svo síSast, en ekki sízt, aS mála allan leikhússalinn, svo allt þaS ó- smekklega útflúr, sem þar er nú, hverfi. EINHVERJUM KANN AÐ FINN- AST þetta hégómamál, en þaS er langt frá að svo sé. Þetta er fyllsta alvörumál — og menningarmál. Það er mikið menningarlegt atriði fyrir hvaða borg eða bæ sem er, að eiga boðlegt leikhús. Enda mun það mála sannast, að allar menningarþjóðir, hversu fátækar og smáar sem þær eru, telja sér skylt að liðsinna leik- listinni og Ieikhúsunum sem bezt, hver eftir sinni getu. — Hjá okkur Islendingum er nærtækasta dæmið hið nýja veglega Þjóðleikhús í höf- uðstaðnum. Eg þori að fullyrða — og það kom raunar greinilega í ljós við vígslu hússins, að nær allir landsmenn telja það nú þegar einn af dýrmætustu helgidómum þjóðar- innar. Og ég er jafn sannfærður um hitt, að allir byggjendur höfuðstað- ar Norðurlands, og ótal margir fleiri munu fagna þeim degi, þegar lokið væri að gera þær umbætur á leik- húsinu á Akureyri, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, — og þá væri vissulega tilefni til að draga fána að hún á þessari gömlu bygg- ingu, sem hefir svo margar helgar minningar að geyma. Ágúst Kvaran. Miðvikudaginn 7. júní 1950 bregður við, að þurfa ekki að snúa sveif, þangað til þeir verða máttlausir í hand- leggnum eða að bíða langa stund eftir að losna við skakkt númer, sem oft gat kom- ið fyrir áður. En hinum sjálfvirka síma fylgja líka þeir annmarkar, að viðtala- fjöldi er takmarkaður á hverju tímabili, þ.e. við 800 upphringingar á hverjum 3 mánuðum. Fari viðtalafjöldi fram úr þeirri tölu, ber að greiða ákveðið gjald fyrir hvert viðtal þar framyfir. Þetta leiðir til þess, að menn nota &ímann síður > en áður að ástæðulitlu, því að nægilega dýrt mun flestum finnast að halda símann, þótt ekki bætist mikil aukagjöld við stofn- gjald og ársfjóiðungsgjald. Er því einnig af sömu ástæðu sjálfsagt fyrir þá, er þurfa að fá síma léðan hjá nágrannanum að greiða fyrir það sem svarar greiðslu fyrir umframviðtal. Símaskráin, sem út kom um leið og nýja stöðin var opnuð, er í hæfilegu broti og vel úr garði gerð. Þó hefði ég talið rétt, að auk þeirra númera, sem prentuð eru framan á kápuna, hefði þar einnig verið númer slökkvistöðvarinnar og jafnvel lög- regluvarðstofunnar. Ef menn ekki muna þessi númer, getur leit að þeim orðið ör- lagarík. Auk þess hefði verið mjög æski- legt, að slökkvistöðin a.m.k. hefði haft að- eins tveggja talna númer eða þá auðvelt. númer eins og t.d. 1111. Að sjálfsögðu sakna ýmsir þess, að heyra ekki framar rödd símameyjanna, en þeir verða þá að reyna að bæta sér það upp með því að stemma úrið sitt svo sem einu einni á dag." TIL viðbótar þessum hugleiðingum „Símanotanda" vildi ég leyfa mér að benda á eftirfarandi: Þegar fólk hefir þurft að ná í nætur- eða helgidagalækni, munu stúlkurnar á „Miðstöð" oftast hafa vitað. hver hann var hverju sinni og gefið sam- band við hann. Nú er því ekki lengur að heilsa. E.t.v. hafa verið gerðar sérstakar ráðstafanir til að bæta hér úr við tilkomu sjálfvirka símans, þótt mér sé það ekki kunnugt. En hafi svo ekki verið gert, legg ég til, að lögregluvarðstofan ltafi jafnan tkrá yfir næturlæknana og geti gefið upp- lýsingar um, hvert fólk á að hringja til að ná í þann rétta. FYRIR fám dögum síðan varð mér gengið inn í bókabúð, og fór þar af rælni að handleika nýja bók, er nefnist „Fyrsta barnið". Hún opnaðist af tilviljun á bls. 24—25, og las ég þar eftirfarandi leiðbein- ingar til hinnar nýorðnu móður: „Reyk- ingar, þær œttu að vera í minna lagi, en þó þarf ekki að leggja þær alveg niður. Bezt er að reykja ekki meira en 5 vindl- inga á dag. — Áfengi, það má ekki drekka að staðaldri, á meðan barnið er á brjósti. Eitt staup eða svo við og við sakar ekki, en betra er að drekka ekki meira en eitt eða tvö staup í einu." (Lbr. mínar.) Þá vitið þið það ungu mæður! Reyk- ingar œttu að vera í minna lagi meðan barnið er á brjósti, enda getur askan úr sigarettunni hæglega dottið í augun á hvítvoðungnum, meðan hann sýgur, ef þið hafið hana uppi í ykkur á meðan. Og þó að þið drekkið að staðaldri (þ.e. renni varla af ykkur), meðan þið gangið með, þá er betra að þið séuð „bMedrú" annað slagið, meðan barnið er á brjósti. Og þó, — eitt staup eSa tvö í einu viS og viS (ja, kannske á hálftíma til klukkutíma fresti?) sakar ekki! Ja-jæja, tóbak og áfengi voru Framh. á 5. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.