Íslendingur


Íslendingur - 07.06.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 07.06.1950, Blaðsíða 4
ISLENDINGUR Miðvikudaginn 7. júní 1950 Siómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um land s.l. sunnudag. Hér á Akur- eyri var keppt í róðri á laugardags- kvöldið, og tóku þátt í keppninni tvær drengjasveitir, 6 kvennasveitir og 4 sveitir karlmanna. Vegalengd var 500 metrar hjá drengjunum og karlmönnunum en 400 metrar í kvennakeppni. Sigurvegari drengjaflokka varð sveit Hauks Konráðssonar á 2 mín. 44.2 sek. Sigurvegari kvennafl. Netahnýt- ing Kaldbaks á 2 mín. 39.0 sek. Sigurvegari karlafl. Vélstjórafél. Akureyrar á 2 mín. 33.5 sek. Nokkur sunnanvindur var, er róð- urinn fór fram, en mjög mikill mann- fjöldi horfði á keppnina. Veðbanki var rekinn í sambandi við hana. Á sunnudaginn hófust hátiðahöld- in kl. að ganga 11 með hópgöngu sjómanna um götur bæjarins. Var síðast gengið í kirkju og hlýtt á sjó- mannamessu hjá sr. Benjamín Kristj- ánssyni. Kl. 1.30 e.h. var sýnd björg- un úr skipi við höfnina, og Halldór Jónsson frá Gili flutti kvæði í til- efni dagsins. Kl. 3.30 var keppt í björgunar- og stakkasundi í sund- laug bæjarins en síðan keppt í reip- togi, naglaboðhlaupi og handknatt- leik á túninu sunnan sundlaugarinn- ar. Úrslit keppnanna urðu þessi: Björgunarsund, 25 m.: 1. Magnús Lórensson 36.8 sek. 2. Vilhehn Þor- steinsson 37.2 sek. Stakkasund, 25 m.: 1. Baldvin Þorsteinsson 40.7 sek. 2. Vilhelm Þorsteinsson 43.2 sek. f reiptogi kvenna vann Kvenna- deild Slysavarnafélagsins kvenna- flokk frá Niðursuðuverksmiðju K.J. & Co. í karlaflokki kepptu Vélstjóra- félag Akureyrar, Sjómannafélag Ak- ureyrar, Kaldbakur og Svalbakur og vann Vélstjórafélagið. í naglaboð- hlaupi kvenna kepptu 4 sveitir. Ur- slit urðu þau, að Netahnýting Kald- baks vann á 2 mín. 12.0 sek., en næst varð sveit Glerárþorps á 2 mín. 19.5 sek. í handknattleik kepptu Kvenna- deild Slysavarnafél. og Sjómanna- dagsráðið, og vann Kvennadeildin með 4 mörkum gegn 2. Lúðrasveit Akureyrar lék undir stjórn Jakobs Tryggvasonar milli annarra dagskrárliða. Dansleikir voru um kvöldið að Hótel Norður- landi og í Samkomuhúsinu. Merki dagsins og Sjómannadagsblaðið var selt á götunum, og var salan með mesta móti. Fánar blöktu við hún á hverri stöng í bænum, og skip á höfninni voru prýdd fánum og veif- um. Veður var bjart og hlýtt á sunnudaginn, og mannfjöldinn, sem tók þátt í hátíðahöldunum meiri en nokkru sinni áður.- Fyrir beztu íþróttaafrek dagsins hlaut Vilhelm Þorsíeinsson Atla- stöngina. Þá heiðraði Sjómanna- dagsráðið frú ÓlaLu Pálsdóttur, Gránufélagsgötu 1 hér í bæ með gull- merki sínu fyrir mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu Sjómannadagsins um mörg ár. Sextugur varð Sveinn Bjarman, bókari, 1. mánudag. Greinargerð um hækk- un símgjaldanna Vegna gengisfellingar íslenzku krónunnar hefir orðið að hækka símagjöldin allverulega, því að geng- isskerðingin hefir mjög víðtæk áhrif til hækkunar á kostnað við síma- reksturinn og símaframkvæmdir. Öll skeytagjöld og símtalagjöld milli landa reiknast í gullfrönkum. Skeytagjöldin ákveðast af alþjóSa- ráðstefnum þannig, að hvert land, sem símskeytið fer frá, fer um og kemur til, fær fyrir hvert orð sinn hluta gjaldsins í gullcentimes. ísland fær því sjálft ekki nema nokkurn hluta af þeirri upphæð, sem innheimt er hjá skeytasendendum fyrir sím- skeyti til útlanda, en fær hinsvegar dálítinn hluta (í gulli) af þeim skeytum, sem send eru frá útlöndum til íslands. Mismuninn eða það, sem á vantar til að greiða öSrum aSilum fyrir flutning skeyta frá íslandi til útlanda, verSur ísland aS greiSa í gullfrc. Þessi mismunur nemur í öll- um skeytaviSskiptunum viS útlönd á ári (1948) ca. kr. 528.000 gullfrc. eSa ísl. kr. ca. 2.820.000 meS nú- verandi gengi. Aukinn árlegur kostn aSur í ísl. krónum á þessum liS vegna gengisskerSingarinnar 20. marz 1950 verSur því ca. kr. 1.200.000. í talsímaþjónustunni milli landa er greiSslufyrirkomulagiS og hlut- falliS svipaS. Mismunurinn, sem Is- land verður að greiða til útlanda á ári vegna talsímaþjónustunnar við útlönd. nam 1948 ca. 75.000 gullfrc. eða ca. ísl. kr. 400.000, þar af auk- inn árlegur kostnaður þessarar þjón- ustu vegna gengisfallsins 20. maz 1950 ca. kr. 170.000. Hækkun á erlendu efni til árlegs reksturs og framkvœmda símans, svo og hækkun á tollum, flutningsgjaldi og vátryggingu miðað við meðal- innflutning 4 síðustu árin reiknast ca. kr. 5.205.000. Árlegur kostnaðarauki vegna gengisfellingarinnar á öllu því, sem keypt er hjá verzlunum innanlands, á rekstri bifreiða landssímans, á öðr- um flu^ningskostnaði innanlands og á ýmsu öðru því, sem þarf til rekst- urs símans, er áætlaður ca. kr. 1.080.000. Samtals verður þá allur aukinn árlegur kostnaður landssímans vegna gengisfellingarinnar 20. marz. 1950 ca. kr. 7.655. 000. Verði dregið úr framkvæmdum lækkar þessi upphæð nokkuð. Auk þessa kemur fram í eitt skipti (20. marz 1950) gengistap á ó- greiddum gjöldum vegna skeyta- og talþjónustunnar við útlönd fram til 20. marz 1950 og á efnisskuldum við erlend firmu, er nemur ca. kr. 2.362.000. Áætlað er að símgjaldahækkunin samkvæmt hinni nýju gjaldskrá sím- ans gefi ca. kr. 5.010.000 auknar tekjur á ári. (Fréttatilkynning jrá póst- og símamálastjórninni til útvarps og blaða.) 27. maí 1950. —X— Leiðrétting. í kvæði mínu til Gullfoss í ísl. 31. maí, hefir slæðst í prentun komma í næst síðasta vísuorð síðara erindis, sem breytir efni, ef tekið er tillit t)l hennar. í síðasta vísuorði var prentað band í stað þankastriks, frá minni hálfu. — S. G. S. GAGNFRÆÐÁSKÓLA AKUREYRAR var slitið 31. maí s.l. Flutti skóla- stjórinn, Þorsteinn M. Jónsson, skólaslitaræðu og afhenti gagnfræð- ingum prófskírteini þeirra. I ræðu sinni gat skólastjóri þess, aS 20 ár væru nú HSin, síSan skól- inn var stofnaSur. Fyrsti skólastjóri hans var Sigfús Halldórs frá Höfn- um, og gegndi hann því starfi um 5 ára skeiS, en núverandi skólastjóri hefir gegnt starfinu síSan. Frá upp- hafi hafa alls 1327 nemendur innrit- azt í skólann en 566 gagnfræðingar útskrifazt. Þeir nemendur, sem nú luku gagnfræðaprófi, eru þeir fyrstu, er útskrifuðust eftir nýju skólalög- gjöfinni. Handknatf-leikskeppní fór fram hér á nýja íþróttasvæð- inu s.l. laugardag milli 5. bekkjar Menntaskólans í Reykjavík og K.A. Urslit urðu þau, að Reykvíkingarnir unnu með 17:9 eftir mjög skemmti- legan leik. Á mánudaginn kepptu Reykvíkingarnir við Þór og unnu með 14:0 eftir aðeins 30 mín. leik. Lið Reykvíkinganna er hið lang- bezta, er hingað hefir komið til keppni í handknattleik. LÉREFTSTUSKUR kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h f GREIPAR GLEYMSKUNNAR ur og vesæll kvöldið áður en hann átti að fá að vita, hvort ást hans væri endurgoldin eða ekki, eins og ég var nú, en áreiðanlega hefir enginn nema ég átt von á hinu örlagaríka svari af vörum konu, sem var þeg- ar orðin eiginkona hans. Það var orðið mjög áliðið, þegar ég hélt heimleiðis úr gönguför minni. Ég gekk framhjá glugga Pauline, staðnæmdist þar fyrir neðan, horfði upp og velti því fyrir mér, hvort hún væri nú einnig vakandi og bryti heilann um framtíð okkar. Jæja, á morgun skyldum við bæði losna við allar efasemdir. Það var lygnt og hlýtt og glugginn hennar var því galopinn. Áður en ég gekk burtu, datt mér nokkuð í hug. Eg sleit rós úr runna í garðinum og mér tókst að henda henni inn um opinn gluggann. Hún kynni að finna rósina í fyrramálið og geta sér þess til, frá hverjum hún væri. Ef hún bæri hana, þá var það góðs viti. Gluggatjaldið hristist er rósin lenti á því, ég óttað-^Jj' ist þá að vekja eftirtekt og flýtti mér burtu. Morguninn var heiður og fagur. Eg klæddi mig von- \! góður og hratt frá mér hugarórum næturinnar. Jafn- skjótt og ég gat vænzt þess, að Pauline væri komin á fætur, fór ég að hitta hana. Hún var þá nýfarin út. Ég fékk að vita, í hvaða átt hún hefði farið og hélt á eftir henni. Eg náði henni brátt, en hún gekk hægt og var niður- lút. Hún heilsaði mér af sinni venjulegu alúð, og við gengum áfram hlið við hlið. Ég gætti vandlega að því, hvort hún væri með rósina, en svo var ekki. Ég reyndi að hugga mig við það, að hún hefði ekki fundið hana, en engu að síður varð ég órólegur við þetta. En annað verra var þó á seyði. Hún var berhent og ég tók brátt eftir því, þar sem ég gekk við hlið hennar, að hún var ekki lengur með giftingarhringinn. Hinn gullni baugur, sem t-il þessa hafði glitrað á hendi hennar sem viti vonarinnar, var nú horfinn. Eg missti allan kjark. I sambandi við orð hennar kvöldið áður, þá var þýðing þessa augljós. Þótt hún vissi, að hún væri konan mín, þá óskaði hún þess að losna úr þeim tengslum. Pauline elskaði mig ekki. Sannleikurinn, sem hafði smám saman orðið henni augljós, varð til þess að hryggja hana. Þegar hún nú hafði fengið minn- ið, þá óskaði hún að gleyma. Hún hafði tekið ofan hringinn til þess að reyna að gera mér ljóst, án þess að þurfa að segja mér það, að hún vildi ekki vera konan mín. Hvernig gat ég nú spurt hana? Ég hafði þegar feng- ið svarið, áður en ég hafði borið fram spurninguna. | Hún tók eftir því, að ég starði á hina litlu, hvítu hendi 1 hennar, en hún leit bara niður og sagði ekkert. Það < var augljóst, að hún vildi hlífa mér við því, að segja mér sannleikann berum orðum. Ef ég gæti haft mig til þess þá var ef til vill bezt fyrir mig að yfirgefa hana eins fljótt og ég gæti — yfirgefa hana og koma aldrei aftur. Þótt ég yrði dapur og sorgbitinn við þessa uppgötv- un, þá tók ég brátt eftir því, að Pauline var mjög breytt. Hún var óll önnur. Það var eins og kominn væri veggur á milli okkar, sem gerbreytti okkar góða kunningsskap, svo að hann varð nú ekkert annað en almenn kurteisi. Nú lysti feimni og hlédrægni sér í hverju orði hennar og hverri hreyfingu, og ef til vill hefir verið alveg sama máli að gegna um mig. Við eyddum deginum saman eins og venjulega, en sá fé- lagsskapur hlýtur að hafa verið þreytandi fyrir okkur bæði, vegna þess hve samband okkai hafði breytzt til hins lakara. Þá um kvöldið var ég bugaður maður. Þegar ég þóttist alveg að ná því takmarki, sem ég hafði svo lengi keppt að, þá höfðu skyndilega allar vonir mínar brostið. Þannig liðu nokkrir dagar. Pauline gaf mér ekkert tilefni til nýrra vona. Eg gat alls ekki þolað þetta leng- ur. Priscilla, sem sá, að eitthvað var að, var alveg óþolandi. Hún lét mig ósvikið heyra meiningu sína, svo að mig fór að gruna, að hún hefði þegar fram- kvæmt hótun sína um að segja Pauline allt saman. Ég hafði því tilhneigingu til þess að kenna henni um, hvernig komið var, vegna þess að hún hefði verið of hvatvís. Allt kynni að hafa farið vel, ef ég hefði haft viku eða hálfan mánuð enn til þess að ná ástum konu minnar. Eg fór að halda, að hún væri óhamingjusöm og að nærvera mín væri henni til óþæginda. Hún sýndi þó alls enga löngun til þess að forðast mig, heldur tók hún alltaf á móti mér er ég kom og fór með mér út eins og áður, en mér fannst, að hún myndi verða ham- ingjusamari, ef ég færi. Ég ákvað því að yfirgefa hana. Eg vissi að eina Ieiðin til þess að framkvæma þessa ákvörðun mína, var að gera það þegar í stað, og ákvað ég því að fara þegar daginn eftir. Ég tók sam- an farangur minn og bað um far með ákveðnum vagni. Ég myndi hafa þrjár klukkustundir morguninn eftir til þess að gefa Priscillu fyrirskipanir og til þess að kveðja konu mína í síðasta sinn. Eg gat ekki farið, án þess að gefa henni nokkrar skýringar. Ég þurfti þó ekki að kvelja hana með því

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.