Íslendingur


Íslendingur - 21.06.1950, Page 1

Íslendingur - 21.06.1950, Page 1
XX XVI. árg. MiSvikudagur 21. júní 1950 27. tbl. Hátíðahöldin 17. jání Eins og gert hafði verið ráð fyrir hófust hátíðahöldin 17. júní kl. 1,15 síðdiegis á Ráðhústorgi. Meðan fólk safnaðist saman þar lék Lúðrasveit Akureyrar nokkur lög undir stjórn Jakobs Tryggva sonar. Frá torginu var gengið í skrúðgöngu til hát.’ðasvæðisins á túninu sunnan við sundlaugina. Lúðrasveitin lék í broddi fylking- ar og lék göngulög, þar næst gengu skátar undir fjölmörgum islenzkum fánum, þá kornu nýju stúdentarnir, þá hópur lítilla barna hvert með sinn ístenzkan fána, þá karlakórarnir og loks fjöldi bæjarbúa. Fánar nokkurra félagasamtaka voru bornir í skrúðgöngunni. Um kl. 2 hófust hátíðahöldin á túninu með því að skátar drógu fána að húni fánastangar, sem reist hafði verið á hátiðasvæðinu og lék Lúðrasveitin á meðan lagið »Rís þú unga íslands merki...« Formaður hátíðarnefndar, Bjarni Halldórsson, flutti þá stutt ávarp og setti hátíðina. Að ,-lokinni ræðu hans fór fram guðþjónusta, séra Pétur Sigurgeirsson predik- aði, kirkjukórinn söng en Lúðra- sveitin annaðist undirleik. Lýð- veldisræðuna flutti Brynleifur Tobíasson, menntaskólakennari, en Halldór Þ, Jónsson talaði úr hópi hinna nýútskrifuðu stúd- enta. Karlakór Akureyrar og Geysir sungu undir stjórn Ás- kiells Jónssonar, og að lokum lék Lúðrasveitin þjóðsönginn og karlakórarnir sungu með. í Þ R Ö T T I R Fyrsti þáttur íþróttanna var íslenzk glíma og var byrjað með því, að glímumennirnir glímdu nokkrar sýningarglímur, en að því búnu hófst bændaglíma milli Akureyringa og Þingeyinga, og voru einungis fjórir í hvoru liði. Bændur voru þeir Pétur Sigurðs- son (Akureyri) og Haraldur Jónsson (Þing.) úrslit urðu þau að Þingeyingar unnu glímuna og stóðu tveir uppi af liði þeirra, þegar allir Akureyringarnir voru fallnir. Haukur Aðalgeirsson lagði alla Akureyringana. Þá sýndi íþróttaflokkur úr KA fimleika undir stjórn Haraldar Sigurðssonar, íþróttakennara. Að lokum 'fóru fram tveir hand knattleikir. Fyrri leikurinn var milli kvennaflokka úr KA og Þór og sigraði KA með 4:2. í 2. fl. karla keppti lið úr Vík- ing við lið Akureyringa og lauk þeim leik með sigri Víkinga 14: 10. Á vegum hátíðanefndarinnar voru haldnir dansl'eikir í Sam- komuhúsi bæjarins og Hótel K. E.A. ennfremur var dansað á Ráðhústorgi. Fjöldi manns sótti hátíðahöld- in og munu urn 3. þús. manns hafa verið við aðalhátíðahöldin á túninu, enda var veður hið ákjós- anlegasta, og fóru þau fram í alla staði með hinum mesta mynd arbrag. Þá var það og mjög ánægjulegt og bæjarbúum til mikils sóma, hversu áfengis- nautnar yarð lítið vart enda þótt margt væri um manninn. KENNARAMÓT Á AKUREYRI Vikuna 4.—10. júní hélt samband norðlenskra barnakennara mót á Ak- ureyri. Mótið sóttu nær 70 kennarar af félagssvæðinu, en það nær yfir Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og báð- ar Þ'ngeyjarsýslurnar. Stjórn sam- bandsins undirbjó mótið ásamt námsstjóra. Mót þetta var þríþætt: námskeið, skólavinnu og kennslu- tækjasýning og umræðufundir. Á mótinu fluttu nokkrir merkir skólamenn og uppeldisfrömuðir er- indi og var bæjarbúum almennt gef- inn kostur á að hlýða á sum þeirra. I lögum sambandsins er svo á- kveðið, að kennaramót skuli haldin annað hvert ár og flytjast til milli héraða. Er stjórnin skipuð kennur- um; af því svæði, þar sem mótin eru haldin hverju sinni. Fráfarandi stjórn skipuðu Akur- eyrarkennararnir: Eiríkur Sigurðs- son, Eiríkur Stefánsson og Júdith Jónbjörnsdóttir. Nú var stjórnin kosin úr Þingeyjarsýslu. Kosningu hlutu: Sigurður Gunnarsson, skóla- stjóri, Jóhannes Guðmundsson og Þórgnýr Guðmundsson. 57 stfltíentar fltskritast flr M. A. MERK NÝJUNG Haraldur Kristjánsson, slökkviliðs- stjóri, í Hafnarfirði hefir fundið upp nýja saltfiskþvottavél, sem getur fullþvegið rúmlega 2000 fiska á klst. og lætur það nærri að afköst vélar- innar séu um 450—500 skippund á sólarhring. Eins og gefur að skilja mun vél þessi gera saltfiskverkun mun auðveldari og fljótunnari, auk þess sem hún léttir af fólki einum erfiðasta þætti hennar, MÓT Menntaskólanum á Akureyri var slitið laugardaginn 17. júní kl. 11 f. h. með athöfn er fram fór í hátíða- sal skólans. í upphafi var sunginn skólasöngurinn „Undir skólans menntamerki“ og að því loknu flutti skólameistari skýrslu sína. Kvað hann um 350 nemendur hafa stund- Guðmundsson, er festur skyldi upp í hátíðasal skólans. Að lokum talaði skólameistari nokkur orð til hinna nýju stúdenta. Ræddi hann um þann bjartsýnisanda, er ríkt hefði í byrjun aldarinnar og hver breyting væri þar á orðin nú í dag. í ljós hefði nú komið að vís- menntaskólakennara á Akureyri Nú í vikulokin verður haldið hér á Akureyri mót menntaskólakennara, og er þetta í 4. skipti sem slíkt mót hefir verið haldið hér, en tvisvar hefir það verið háð í Reykjavík. Tilgangur móta þessara er aðal- lega sá, að gefa kennurunum kost á að ræða hagsmunamál sín og kennslumál, auk þess sem þau auka á kynningu innan stéttarinnar og eru til skemmtunar. Aðalumræðunefnið, sem fyrir þessu rnóti liggur mun verða varð- andi hina nýju reglugerð um mennta- skólana. Aðalfundur Utgerðarfél. Akureyringa Þann 15. þ. m. var haldinn aðal- fundur Utgerðarfélags Akureyringa i Samkomuhúsinu. Fundarsljóri var Erlingur Friðjónsson og fundarritari Pétur Hallgrímsson. Helgi Pálsson, formaður félags- stjórnar, flutti skýrslu um reksturinn • á s.l. ári. Kaldbakur varð söluhæsti * i iogarinn á árinu, fór 13 veiðiferðir | og var meðalsala 10.300 sterlings- pund. Svalbakur fór 7 veiðiferðir og var meðalsala 9871 sterlingspund. Rekstrarafgangur varð 368.474.00 I kr., þó var samþykkt að greiða hlut- j höfum ekki arð að þessu sinni enda stendur félagið nú í fjárfrekum framkvæmdum. Fyrrverandi félagsstjórn var end- j urkosin, sömuleiðis endurskoðertdur. 1 j i MARÍUERLUHREIÐUR í ELDHÚSINU í eldhúsinu í Naustaborgum hefir | maríerla verpt í vor. Komst hún þar inn um gat á glugga, og var ekki búin að unga út um helgina síðustu. En daglega vitjar hún um hreiðrið, þótt umgangur hafi verið þar öðru hverju að kvöldlagi, og mun hún vænlanlega hafa frið til að koma ungum sínum á legg þar. að nám í skólanum í vetur eða nær því nákvæmlega jafn marga og sl. vetur. Árið 1950 væri merkilegt í sögu skólans fyrir þá sök að þetta væri síðasia árið, sem gagnfræða- deild starfaði við skólann, en hyrfi nú samkvæmt hinum nýju fræðslu- lögum. Taldi hann þá breytingu ákaflega varhugaverða, þar sem stór ábyrgðarliluti væri ávallt að breyta því sem vel hefði reynzt, og raunar stórt spor aftur á bak. Ræddi hann síðan nokkuð hina nýju fræðslulög- gjöf. Sagði að það væri nú þegar á almanna vitorði að Menntaskólinn á Akureyri væri andv'gur löggjöf þess- ari og teldi hana af.urför í mennta- málum landsmanna. Sú hefði verið venjan að skólastjórar héraðsskól- anna hefðu sent efnilega pilta í Menntaskólann á Akureyri, er síðar hefðu hlotið alla sína menntun þar. Nú væri tekið fyrir þessa venju. Vél- rænt allsherj arpróf hefði komið i staðinn og væri óhætt að segja að það rnyndi bola burt öllum anda úr kennslunni, er fram líða stundir. Skólarnir legðu þá ekki allt kapp á að sannmenn.a nemendur sína held- ur yrði kennslan eingöngu afmörkuð við það að troða í nemendur þeirri fræðslu einni, er gerði þeim kleift að standast það fyrirbrigði, er lands- próf væri nefnt. Þessi ráðstöfun hlyti að afmá öll einstaklingseinkenni, frumleik og sjálfstæði úr skólum landsins — einmitt það sem sízt mætti hverfa. Þá afhenti skólameis ari hinum brautskráðu stúdentum skírteini sín. Þá talaði Magnús Jónsson af hendi 10 ára stúdenta og færði Menntaskól- anum málverk af Sigurði Guðmunds- syni skólameistara fyrir hönd þeirra, málað af syni hans Orlygi. Því næst kvaddi Halldór Kolbeins [jrestur í Vestmannaeyjum sér hljóðs óg flutti ræðu á lalínu. Skólameistari þakkaði ræðuna á sömu tungu. Þá færði Hallgrimur Björnsson formaður Stúdentafélagsins skólan- um gjöf frá félaginu. Var það áletr- aður minningarskjöldur um Sigurð indin gætu ekki leyst allan mannleg- an vanda, heldur yrði þar eitthvað annað að koma til. Bað hann hina nýju stúdenta að hafa það hugfast, að hamingjunnar væri ekki að leita í hóglífi heldur í starfi og stríði. Máladeild. 1. Asgeir Beinteinsson Hafnarf. I. 6.32 2. Baldur Hólmgeirsson Ak. II. 5.71 3. Brynhildur Jónsdóttir Ak. II. 5.73 4. Brynjar Valdimarsson Ak. I. 7.00 5. Elsa Þorsteinsdóttir Ak. I. 6.27 6. Erlendur Jónsson Noröfirffi II. 5.75 7. Eyjólfur Kolbeins Vestm. I. 7.20 8. Guðmundur Ilansen Skagaf. II. 4.82 9. GuSrún Friðgeirsdótlir Rvík I. 6.00 10. Gunnar Schram Ak. I. 6.48 11. Gunnlaugur Kristinsson Ak. I. 6.21 12. Halldór Þ. Jónsson Skag. II. 5.73 13. Haukur Eiríksson Ak. I. 6.72 14. Jón D. Ármannsson Ak. II. 5.33 15. Jón Pétursson S-Múl. II. 5.36 16. Magnús Oskarsson Ak. I. 6.11 17. Rannveig Jónsdóttir Ak. II. 5.56 18. Róta Steingrímsdóttir Ak. I. 6.34 19. Sigurjón Einarsson Barðastr. III. 4.25 20. Stefán Lárusson Skag. II. 5.97 21. Sveinn S. Höskuldsson Borgarf. I. 6.86 22. Vilhelmína Þorvaldsdóttir Ak. I. 7.11 23. Þórný Þórarinsdóttir Borgarf. I. 6.88 U tanskóla: | 1. Gísli Þórðarson Barðastr. I. 6,53 2. Guðfinnur Magnússon Is. II. 5.24 i 3. Guðrn. Bjarnason Barðastr. I. 6.35 j 4. Jóhann AxeLson Ak. I. 6.23 5. Jón Þorláksson Rvík II. 5.06 6. Rannveig Ágústsdóttir Ak. I. 6.46 j 7. Trausti Helgi Árnason Skag. I. 6.35 . StœrSfrœSideild: j 1. Baldur Vilhelmsson Skag. III. 4,26 2. Bjarni Kristjánsson V.-Skaft. I. 6.88 I 3. Björg Ólafsdóttir Ak. I. 6.42 , 4. Björgvin Sæmundsson Ak. I. 6.79 5. Einar Pálsson Sigluf. I. 6.92 6. Einar Orn Björnsson S.-Þing. II. 5.63 j 7. Gunnar Hermannsson S.-Þing. I. 7.20 , 8. Gunnlaugur Elísson Strandas. I. 7.38 j 9. Ingólfur Lilliendahl Ak. I. 6.12 10. Kristján Jónasson S.-Þing. I. 7.05 11. Magnús Agústsson Ólafsf. I. 6.45 12. Oddur C. Thorarensen Ak. II. 4.93 13. Sigt. Guðmundsson N.-Þing. II. 5.97 14. Sigurður Björnsson Skag. I. 6.86 15. Sig. Óli Brynjólfsson Eyjaf. I. 6.80 16. Sigurður Pálsson Árness. III. 4.30 17. Snorri Sigurðsson Skag. III. 4.25 18. Stefán Aðalsteinsson N.-Múl. I. 7.42 19. Stefán Yngvi Finnbogason Ak. I. 6.12 20. Svavar Hjörleifsson Skag. II. 5.68 21. Sverrir Haraldsson Seyðisf. I. 6.58 22. Tórnas Guðmundsson II. 5.90 23. Þórarinn Gumundsson Ölafsf. II. 5.03 24. Örn Guðmundsson S.-Þing. II. 5.80 U tanckóla: 1. Brynleifur Steingrímsson Hún. I. 6.79 2. Ilrólfur Ásvaldsson S.-Þing. I. 7.26 3. Þorsteinn Jónsson Mýr. II. 4.66

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.