Íslendingur


Íslendingur - 21.06.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 21.06.1950, Blaðsíða 4
N Ý Á L L , dr. Helga Péturs samstæður, alls 6 bindi í góðu bandi. Verð nú aðeins kr. 200,00 Örfá eintök óseld. Bókoverzlun Björns Árnasonar. Gránufélagsgötu 4 — Akureyri. Icitdinaur Miðvikudagur 21. júní 1950 ■M unMMwnaÉBMaMMMMMWilillMa Málaflutningsskrifstofa Jónas G. Rafnar Hafnarstræti 101 Sími 1578 Rún □ 59506247:. Frh. H:. V:. Útiguðsþjónusta verður á Akureyri n. k. sunnudag í sambandi við hátíðahöld kven- félagsins „Framtíðin“. BrúSkaup. Þann 17. júní voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Karlotta Jóhanns- dóttir og Sigurður Karlsson ráðsmaður. Heimili þeirra er að Hóluni í Hjaltadal. Brúðkaup. Þann 17. júní s. 1. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Angela Bald- vin.dóttir og S'.efán Pálsson loftskeyta- maður, Skólastíg 11, Akureyri. Brúðkaup. Þann 17. júní s. 1. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ólöf Þór og Gunnar Hafsteinn Sigurðsson sjómaður. Heimili þeirra er að Norðurgötu 3, Akur- eyri. Jónsmessuhátíð. Kvenfélagið Framtíðin heldur hina árlegu Jónsmessuhátíð sína um næstu helgi. Hefjast hátíðahöldin á laugardagskvöldið 24. júní kl. 8.30 með útiskemmtun á íþróttasvæðinu íunnan sundlaugarinnar. Verða þar fjölmörg skemmtiatriði, sem kvenfélagið og skátar munu sjá um. — Sunnudaginn 25. júní kl. 2 e. h. halda hátíðahöldin áfram á sama s!að, með fjölbreyttum skemmtiatriðum. Dansleikir verða svo um kvöldið í Sam- komuhúsinu og á Hótel Norðurland. Allur ágóði af skemmtunum þessum rennur í elliheimilissjóð. Menn eru ein- dregið kvattir til þes- að fjölsækja á há- tíðahöldin um næstu helgi og styrkja með því gott málefni jafnframt því að njóta ágætrar skemmtunar. Slcákfélag Akureyrar fer um næstu helgi að Reykjum í Hrútafirði, til þess þar að þreyta skákkeppni við Taflfélag Reykja- víkur. Þeir félagar, sém vilja fara með, skrifi sig á lista, sem liggur frammi á vörubifreiðastöðinni „Stefni". Frá kvenjélaginu Hlíf. í tilefni af vígslu dagheimilisins Pálmholts bárust eftirfar- andi gjafir: Frá ýmsum kr. 945.00, frá ónefndri konu til minningar um látinn son sinn, kr. 500.00; frá frú Soffíu Jóhannes- dóttur og Kristjáni Jakobssyni (vinna og akstur vegna rörlagninga) kr. 1229.25 — allt frá Akureyri. Einnig þakkar Hlíf séra Pétri Sigurgeirssyni, kirkjukórnum, Lúðra- sveit Akureyrar, ásamt stjórnanda hennar, Jakobi Tryggvasyni, og svo öllum, sem með nærveru sinni gerðu daginn hátíðleg- an. — Kærar þakkir. — Stjórnin. Dánarfregn. Þann 9. febrúar s.I. andað- ist á sjúkrahúsi í Winnipeg Guðrún Is- leifsdóttir Gunnlaugsson 75 ára að aldri. Guðrún tál. var Eyfirðingur að ætt, fædd og uppalin að Neðri-GIerá í Kræklinga- hlíð, en fluttist vestur um haf árið 1902 með tveim börnum sínum ungum, en mann sinn, Jón Jósefsson frá Neðri-Dálksstöð- um á Svalbarðsströnd, hafði hún misst skömmu áður. — Fyrir vestan giftist Guð- rún sál. svo Sigvalda Brynjólf:syni, Gunn- laugssonar, og var heimili þeirra ætíð síð- an í íslenzku byggðinni í Argyle. — Ekki auðnaðist Guðrúnu sál. að sjá átthaga sína aftur, eftir að hún flutti héðan af r—-----------------------------------—--------------------- IÞRÓTTAÞÁTTUR ÍSLANDSMÓTIÐ: Fram Islandvsmeistari í hand- knattleik 1950. íslandsmótið hófst s. 1. sunnudag með hópgöngu keppenda frá íþrótta- húsinu á völlinn með lúðrasveit í broddi fylkingar. Þorsteinn Einars- son setti mótið, en strax á eftir hófst fyrsti leikur mótsins. Ármann — Víkingur 24:7. Þeim leik lyktaði með algjörri uppgjöf Víkings og verður ekki markmanni algjörlega um kennt, þótt illa færi, því að kærulausari vörn hefir vart sézt hér á stórmóti. 2. leikurinn hófst strax á eftir með leik Fram og KA 12:5. Áhorfendur biðu þess hvort lið KA megnaði nokkurs í þessari keppni, og mörgum mun hafa þótt illa horfa, er í hálf- leik stóð 9:0 fyrir Fram, en heima- menn sóttu fast á í síðari hálfleik og náðu 5:3, en illa dugði sá móralski sigur. Um kvöldið kl. 8 kepptu Ármann og KA, 16:4. KA hafði 2:0 fyrst í leiknum en hafði ekki keppniskunn- áftu til að hagnýta sér kraftana og náðu Ármenningar algjörri yfirhönd í síðari hálfleik. Frain og Víkingur 10:2. Víkingar spiluðu í þessum leik upp á að halda knetti og tefja svo að ekki yrði alvar- legt burst, en yfirburðir Framara voru augljósir. Mánudag kl. 8 hófst svo síðasta umferð. Víkingur og KA 7:6, neyð- arleg úrslit fyrir KA, en eini sigur Víkings í mótinu og ekki óþarfur. KA hafði yfir í hálfleik og lengi fram í leikinn, en í annað sinn kunnu þeir ekki að hagnýta yfirhöndina. Víkinga- sóknin var hörð með Bjarna Guðna- son sem miðpunkt alls hreyfanleika. Úrslitaleikurinn Fram og Ármann 8:6, er stræsti sigur Framara í langa tíð, þar sem Ármann hafði borizt verulegur liðsauki að sunnan til að verja titilinn, en allt kom fyrir-ekki. Með tækni og þrautseigju tókst Fram að verða íslandsmeistari og var það verðskuldaður sigur. landi til langdvalar í fjarlægri heimsálfu, enda þótt hún hefði fullan hug á því. Trúlofun sína hafa nýlega opinberað ungfrú Auður Jónsdóttir frá Keflavík og Sverrir Hermann son, trésmiður, Aðalstr. 54, Akureyri. Barnaskóladrengir hér á Akureyri, sem muni áttu á sýningunni eru beðnir að j vitja þeirra í skólann í kvöld eða annað j kvöld kl. 20—21. Stig féllu þannig: 1. Fram 6 stig, unnu alla leikina á þoli, hörku, góðri vörn og hraða. Þeir höfðu flest það, sem gott hand- knaltleikslið verður að hafa. 2. Ármann 4 stig, liprir og hraðir. Herzlumuninn vantaði, því að þeir hefðu unnið mótið á jafntefli (vegna markanna á Víking). 3. Víkingur 2 slig. Ekki telst liðið sterkt. Vörnin er aldrei mjög sterk. 4. KA 0 stig. Liðið keppnisóvant. Hefir hér norðanlands ekki nógu sterkt lið að keppa við og þess vegna þróast ekki betri handknattleikur á Akureyri. Dómarar: Hafsteinn Guðmunds- son dæmdi mjög vel, en annars fannst töluverður Reykjavíkurkeim- ur að dómum Braga, Axels og Hauks, en þeir dæmdu leiki KA og utanbæ j arliðanna. Þökk sé keppendum fyrir drengi- lega leiki og þátttöku. KA sá um mótið með prýði. # K. A. MÓTIÐ Á innanfélagsmóti KA um fyrri helgi, voru sett 2 Akureyrarmet í frjálsíþróttum: Ofeigur Eiríksson kasiaði spjótinu 52,87 rti., eldra metið átti hann sjálf- ur 52,75 m. í fimmtarþraut náði Haraldur Jóhannsson 2529 stigum, eldra met- ið áttu Ófeigur Eiríksson og Baldur Jónsson 2369 stig. Einstakir árangr- ar Haralds voru: langstÖkk 6,27, spjót 41,90, 200 m. 25,2, kringla 34,19 og 1500 m. 5,06,2. Þá hljóp Hreiðar Jónsson 800 m. á 2.10,6 mín. # HANDKNATTLEIKSMÓT AKUREYRAR 1950 fór fram á íþróttasvæðinu 10. og 11. júní. KA varð Akureyrarmeistari í karla- og kvennafl. Meistaraflokkur kvenna í KA vann Þór með 3 : 1 eftir skemmtilegan leik. Meistara- flokkur karla KA vann Þór með 13 : 8, en hefir oft sýnt hetri leik. Lið Þórs er í öruggri framför. II. fl. karla: KA vann Þór með 8 : 5. II. fl. kvenna: Þór vann KA með STÚLKA óskast hálfan daginn. — A.v.á. 4 : 1 (leik þenna mun KA hafa kært, og er beðið dóms í því máli). III. fl. karla: Þór vann KA með 9:6. III. fl. kvenna: Jafntefli, 2 : 2. Dómarar voru Axel Kvaran, Har- aldur Sigurðsson og Ragnar Stein- bergsson. Axel fer nú að teljast hér aðaldómari, enda gegnir hann skyldu sinni til hins í.rasta. Haraldur dæmdi vel, enda er hann reyndur dómari. Ragnar fékk til meðferðar erfiðasta leikinn, Þór og KA í karlaflokki, of erfitt hlutverk fyrir byrjanda. — Handknattleiksráð sá um mótið. Dömu- sporíbuxur í mörgum lilum, nýkomnar. Brynj. Sveinsson h f — Sími 1580 — Skjaldborgarbíó í kvöld kl. 9: - HANN, HÚN OG HAMLET Bráðskemmtileg dönsk gaman- mynd — fyxsta tal- og söngva- mynd, sem Litli og Síóri leika í. — Nýja - bíó — Miðvikudag 21. júní kl. 9: Á HÁLUM BRAUTUM (Nightmare Alley) Amerísk stórmynd frá 20th Cen- tury Fox. — Leikstjóri: Edmund Goulding. Aðalhlutverkið leikur: TYRONE POWER. Börn yngri en 16 ára fá ekki að- gang- Sportpeysur i Laxafluaur (enskar) Silungsspænir Nælongirni. og V E S T I fyrir herra. Brynj. Sveinsson h f — Sími 1580 — Brynj. Sveinsson hf KAUPUM RABARBARA. — Sími 1580 — Öl og gosdrykkir h.f. Aðaifundur Flugfélags íslands h.f. verður haldinn í Kaupþingssalnum í Reykjavík föstudaginn 14. júlí 1950, kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Afhending atkvæða- og aðgöngumiða að fundinum fer fram í skrifstofu vorri í Lækjargötu 4, miðvikudaginn 12. og fimmtudag- inn 13. júlí, kl. 2—4 e. h. Það tilkynnist þér með, að Skóverzlun M. H. Lyngdals er flutt í húsnæði Brynjólfs Sveinssonar h.f., Skipagötu 1. Akureyri, 21. júní 1950. Gunnar H. Steingrímsson. Nokkrar stiilkur vantar til síldarsöltunar á Siglufirði í sumar. Upplýsingar hjá Friðrik Hjalfalín, sími 1186.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.