Íslendingur


Íslendingur - 28.06.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 28.06.1950, Blaðsíða 2
1 ISL£NHN«!JR MiSvikudaginn 28. júní 1950 Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tómas Tómasson. Auglýsingar og afgreiðsla: Árdís Svanbergsdóttir. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 1354. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Afurðasala og v&ruvOndun Úað tnun sennilega vart leika á tveim tungum, að eitt af erfiðustu vapdamálum . þjóðar okkar sé núna þaðj á hfern hátt þjóðin. geti aflað þess erlends gjaldeyris, setn hún þarfnast til kaupa, á hrýnustu nauð- synjum. Vandamálið er með öðrum orðúin þetta, á hvern hátt getum við áúkið útflutningsgetu okkar og hagnýtt enn betur en orðið er þau verðmæti, sem til útflutnings eru htéf; 'og hvernig getum við dregið úr innflutniiignum, án þess þó að herða um of á mittisólunum? Afurðasölumál hverrar þjóðar eru ofin mörgum þátturn og mismunandi eðlis. Fjöldi þessara þátta er ekki í höndum-þjóðarinnar sjálfrar, heldur háðir ulanaðkomandi öfium, sem henni eru á engan hátt gefin ráð yfir, og verður hún að því leyti að hlíta þeim sveiflum og breytingum, ., sern viðskiptalífið er undirorpið, þegar heimsmrakaðurinn er opinn „ fyrir frjálsri samkeppni. Við erum „ekki lengur einráðir á þeim rnark- .ÍAJ'.sB ... „ ° . ' aði, sem við höfum, eins og við vorum á styrjaldarárunum, og væri þjóðinni vafalaust hollara að minn- ast þess oftar en hún virðist gera. Á hinn bóginn eru ýmsir þættir afurðasölunnar þess eðlis, að okkur eru gefnar um það all rúmar hendur, hvernig á þeim er haldið. Einn af þeim þáttum er sá, og ekki íivað þýðingarminnstur, aS svo sé vandað til framleiðslunnar allrar, að hún standi framleiðslu . annarra þjóða fyllilega á sporði og helzt, að hún sé henni fremri, svo að hún slandist samkeppnina og það jafnvel þó að hún sé heldur dýrari. Styrjaldarárin og allt fyrirhafnar- leysið, sem þá ríkli um sölu afurða okkar, virðist hafa sljóvgað svo vandvirknikennd og varkárni í meðferö útflutningsvörunnar, að talsvert átak þurfi til þess að rífa okkur þar upp úr, enda mun það vart vera að ástæöulausu, að sam- band stærstu útflytjendanna, fisk- fraihleiÖendanna, hefir margítrekaö áskoranir sínar til þeirra urn að vanda framleiðslu sína eins og frek- ast er unnt. Það var svo komið á árunum fyrir stríð, að íslenzkur saltfiskur var orðin eftirsótt vara í Miöjarðar- hafslöndunum óg víðar, og var bú- inn að vinna á sig það orð, að eng- Bændafðr Gyflrðioga Þann 12. júní s. 1. lagði hópur bænda og konur þeirra ásaint fleiru sveitafólki af stað suður á land í tveimur 26 manna bílum og tveim fólksbílum. Til Blönduóss var komið af af- liðnu hádegi og þar snæddur hádeg- isverður í boði Búnaöarsambands Austur-Húnvetninga. Þaðan var ferðinni heitið frarn í Valnsdal í fylgd með húnvetnskum bændum, er sýndu fólkinu ýmsa sögufræga staði. Að Ási í Valnsdal bauð Kvenfélag Vatnsdæla til kaffidrykkju. Þaöan var svo ekið til Þingeyrar og skoð- uð þar kirkjan, sem mun vera ein fegursta og sérkennilegasta kirkja landsins. Síöan var ekið að Reykjaskóla í Hrútafiröi og þar borðaður kvöld- verður í boði Búnaðarsambands Vestur-Húnvetninga og gist þar. Þar var kominn Ragnar Ásgeirsson íáðu naulur, sem ráðinn var fararstjóri. Næsta dag var snemma risið úr rekkju, því að nú var feröinni heit- ið að Reykholti og þar skyldi borða hádegisverð í boði Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar. Frá Reykholti var haldið að Hvanneyri tog staður- inn skoðaður, og þótli mönnum þar búsældarlegt um að litast. Síðan bauð skólastjórafrúin öllum til kaffi- drykkju. — Frá Hvanneyri var hald- ið að Klébergi í Kjós. Var þar margt manna saman komið til að fagna Eyfjrðingunum og bjóða þeim til kvöldverðar. Eftir skannna viðdvöl þar var ekið til Þingvalla og gist í Valhöll. Daginn eftir var lialdið af stað eftir hádegi, eftir að hafa skoðað staðinn all-rækilega, og var þá ferð- inni heitið að Sogsárvirkjuninni, hún skoðuð og síðan drukkið kaffi í boði bæjarstjórnar Reykjavíkur. Þaöan var svo haldið upp í Laugar- dal að Laugarvatni og gist þar. . Morguninn eftir, 4. dag ferðarinn- ar, var svo Gullfoss skoðaður, en þar sem sól skein ekki, mun hann ekki hafa sýnl sinn fegursta skrúða. Þaðan var svo haldiÖ upp í Hauka- dal, og skyldi nú skoða mesta furöu- verk veraldar — Geysi. Biskups- tungnamenn tóku eins og aðrir, rausnarlega á móti hópnum, fylgdu honum um hverasvæðið og buðu síðan til hádegisverðar og skemmtu með söng. Þótti nú Sigurði Greips- syni skólastjóra vissast að fara að ýta við kunningja sínum, gamla Geysi, og hélt af stað með skammt- inn hans, sem eru 60 kg. af sápu, og mataði liann á þessu. Leið þá ekki á löngu þar til hann gaus einu af sínum fegurstu gosum. Síðan var ekiö niður Hreppa um Skeið og Flóa að Selfossi til gisting- ar. Búnaðarsamband Suðurlands bauð til kvöldverðar. Síðan var liópnum boðið til Stóru-Sandvíkur og var þar margt merkilegt að skoða. Þar er búskapartækni á háu stigi, og þar er auk búskaparins framleitt mikið af vikurplötum. Að lokum var svo öllum boðin hressing an fisk væri betra að fá en íslands- fiskinn, og þá var það auðvelt að selja 60 þúsund sinálestir miðað við þurrkaðan salfisk. Nú er hins vegar svo komiö að fullerfitt ætlar að reynast að selja helmingi minna magn miöaö við óverkaðan fisk (20. þús. smál., miðaS við þurrkaðan fisk). Það virðist því full nauðsyn og ekki að ástæðulausu, að spyrnt sé við fæti og að hafin sé aftur rnark- viss sókn að því að vinna aftur markaði fyrir útflutningsvörur okk- ar með því að vanda þær sem bezt og auka þannig gæði þeirra, gera þær að úrvals vörum, því að eins og þjóðfélagshögum okkar er nú háltað, þá er hin leiöin algjörlega lokuö fyrir okkur að virina markað- ina með því að lækka vöruverö okk- ar. Það er löngu ljóst, að á því sviði erum við ekki samkeppnisfærir á erlendum markaöi, eins og nú stend- ur. Þó að hér hafi lauslega aöeins verið drepið á vöndun við fiskverk- un og hverjar afleiðingarnar verða þegar það er trassaö, þá er ]ió því míður víðar pottur brotinn í þess- um efnum. Á hinn bóginn eru þessar línur alls ekki skrifaðar sem ádeila á vissa menn. Óvandvirknin og kæruleysiö, sem ríkir á fjöhnörgum sviöum með þjóðinni, er afleiðíng styrjaldarár- anna, en á þessu þarf að ráða bót og það hið bráðasta, ella getur það orðiö um seinan. Afurðasölu íslendinga er nú að mestu þannig háttað, að megin hluti verzlunarsamninga við útlönd fara fram á vegum utanríkismálaráðu- neytisins, og hefir nú á undanförn- um árum verið unnið að því sleytu- laust, undir ágætri forystu utanrík- ismálaráðherra Sj álfstæðisflokksins, fyrst Ólafs Thors og síðan Bjarna Benediktssonar, að afla sem víðast markaða fyrir íslenzkar afurðir, og bæta okkur þannig upp þann sam- drátt, sem orðiö hefir á markaði þeim, sem við höfðum á stríðsárun- um, og hafa nú nýverið verið gerðir viðskiptasamningar við nokkur Mið- Evrópuríkin og Ítalíu og Spán svo að nokkuð sé nefnt. Það kemur til kasta lands- manna að vernda þessi viðskipta- sambönd og önnur, sem unnin hafa verið, og mun okkur til þess reynast notadrýgst að vanda vöru okkar sem bezt, svo að viðskiptaþjóðir okkar geti verið ánægðar, en verði ekki fyrir vonbrigðum. í hinu stóra og vandaða íbúðarhúsi, sem eingöngu er byggt af ábúend- unum sjálfum. Næsta dag var haldið austur á Rangársanda, komiS að Gunnars- holti og sandgræðslan skoðuð, síðan ekið að Sámstöðum í Fljótshlíð og þar skoðað margt merkilegt undir leiðsögn Klemensar. Áfram var svo lialdið austur Fljótshlíðina að Múla- koti, garðarnir liennar Guðhjargar skoðaðir og síöan snæddur hádegis- verður. Enn var svo áfram haldiö austur undir Eyjafjöll og skoðaður hinn einkennilegi foss, Seljalandsfoss, og þá Skógafoss og fleira merkilegt. AS Vík í Mýrdal var komið kl. 7,30 um kvöldið og gist þar. Morguninn eftir var svo ekið austur yfir Mýrdalssand og Skaftár- eldahraun og austur að Kirkjubæj- arklaustri og borðaður hádegis- verður í boði Búnaðarsambands Vestur-Skaftfellinga. AS því búnu var haldiö lengra austur á Síðuna og þar skoÖaðir ýmsir merkilegir staöir. AS því búnu var aftur haldið til Kirkjubæjarklausturs til gisting- ar. Næsta dag, sunnud. 18. júní, var haldið til Reykjavíkur og komið þar kl. 7 s. d. Á mánudagskvöld bauð stjórn Eyfiröingafélagsins öllum ferðafé- lögunum til kaffidrykkju í Breið- firðingabúð. Á þriðjud. var svo farið suður í HafnarfjörÖ og komið að Bessa- stöðum og þar skoðaður staðurinn. Síðan bauð forsetafrúin öllum upp á hressingu. Búnaðarfélag íslands bauð svo öllum í Þjóðleikhúsið um Framhald á 4. síðu. | UTAN ÚR HEIMI | Averill Harriman, sem verið hefir sérstakur sendifulltrúi Efnahags- I samvinnustofnunarinnar (ECA) í Evrópu, hefir nú látiÖ af þeim starfa, en verið skipaður sérfræðilegur ráðunautur Trumans forseta. ' Við starfi Harrimans tekur nú Milton Katz, en hanö hefir verið ; einn af nánustu samstarfsmönnum Harrimans og hefir verið aðalskrif- ^ stofustjóri ECA í Evrópu frá 1948. Hann varð prófessor í lögum við 1 Harvard háskólann 1940, en gekk í j sjóherinn snemma á árinu 1944. I # I I Samvinnunefnd Evrópu í efna- i hagstnálum hefir nýlega Íokið aðal- fundi sínum í Genf.Sænski hagfræö- I ingurinn Gunnar Myrdal er formað- í ur nefndar þessarar, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna, og það má segja, að þetta sé eina stofnun- in, sem á vegum þeirra starfar, þar sem austrið og vestrið geta unnið I saman í nú sem stendur, enda þótt ! þar komi einnig til harðra pólitískra 1 átaka slundum. Það kom fram á fundinum, að endurreisnarstarfinu í Evrópu hefði miðað mjög vel áfram á s. 1. ári og að verstu afleiðingum styrjaldarinn- ar hefði nú víðast hvar verið hrund- ið úr vegi, en hinsvegar hefðu nú nýir og hættulegir erfiðleikar skotiö upp kollinum og væru flestir afleið- ing kalda stríðsins. # BANDARÍKIN: Acheson, ulanríkisráðherra Banda ríkjanna hélt nýlega ræðu í Harward háskólanum. Hann sagði að samtök lýöræðisþjóðanna hefðu stöðvað út- breiðslu kommúnismans, og hefl yfirgang Rússa, sem rekið hefðu skefjalausa útþenslustefnu og lagt undir sig lönd og þjóðir með ger- ræðisfullum aðferðum, og þegar þeir liefðu ekki getað beitt sínum eigin her, þá hefðu þeir beitt fyrir sig alþjóðlegum koinmúnisma. Hann kvað Bandaríkin vera stað- ráðin í því að koma í veg fyrir nýja styrjöld og vopnavaldi þeirra yrði aöeins beitt til varnar, en ekki til þess að heyja árásarstríð. # BRETLAND: Winston Churchill og Clement Davis, leiðtogi frjálslyndra, haía ný- verið lagl fram í neðri málstofu hrezka þingsins þingsályktunartil- lögu þess efnis, að Bretar íaki þegar í stað þált í ráöstefnunni um sam- einingu þungaiðnaðarins í Evrópu, en tillögur, sem ganga í þá átt hefir Schuman, utanríkisráðherra Frakka fyrir nokkru borið fram opinber- lega. Vilja flutningsmennirnir að Bret- ar áskilji sér frjálst val að hætta þátttökunni, ef þeir á einhverju stigi málsins telja tillögurnar ekki fram- kvæmanlegar. Það er talið að með þessari til- lögu liafi brezka stjórnin verið sett í mikinn vanda, enda er ialið að ýmsir þingmenn Verkamannaflokks- ins séu andvígir stefnu stjórnarinn- ar í þessu máli. Á fundi í þingflokki Verkamanna- flokksins, sem haldin var í viku- lokin deildi Herberl Morrison ákaf- lega hart á forustumenn stjórnarand- stæðinga fyrir flutning þessarar til- lögu. # Atvinnuleysi er nú mikiö meðal sjómanna í Grímsby að sögn brezka blaða. 80 togurum hefir verið lagt, vegna þess að ekki borgar sig að gera þá út og 2000 sjómenn, ganga þar atvinnulausir. # FRAKKLAND: Stjórn Bidault valt úr sessi s. 1. laugardag. Tillögur stjórnarinnar í kj aramálum opinberra starfsmanna urðu henni að fótakefli. Raddir eru uppi um það, að Bid- ault vilji að nýjar kosningar verði látnar fara fram,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.