Íslendingur


Íslendingur - 28.06.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 28.06.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 28. júní 1950 f SLEWDINGUR 3 0 E Uilltey r isgr eiöslnr til danskra, finnskra, norskra og sænskra ríkis- borgara, sem búsettir eru hér ó landi. Hinn 1. desember 1949 kom til framkvæmda milliríkjasamn- ingur Norðurlandanna um gagnkvæmar greiðslur ellilífeyris. Sam- kvæmt þessu eiga danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborg- arar, sem dvalizt hafa samfleytt a íslandi 5 síðastliðin ár og orðnir eru fullra 67 ára, rétt til ellilífeyris á sama hátt og íslenzkir ríkisborgarar. Þeir eiga og rétt til lífeyris fyrir börn sín undir 16 ára aldri, sem hjá þeim dvelja á þekra framfæri, og koma til greina við ákvörðun uppbótar á lífeyrisgreiðslur, til jafns við íslenzka ríkisborgara. Þeir erlendir ríkisborgarar, sem samningurinn tekur til, og vilja njóta þessara réttinda, eru hér með áminntir um að snúa sér með umsóknir sínar til umboðsmanns Tryggingastofnunar ríkisins og leggja fram sönnunargögn fyrir óslitinni dvöl bér á landi 5 síðustu árin. Þeir, sem áður hafa lagt fram umsó'kn og fengið úrskurðaðan lífeyri, þurfa þó ekki að endurnýja umsókn sína fyrir næsta bóta- tímabil, 1. júlí 1950 til 30. júlí 1951. Reykjavík, 22. júní 1950. Tryggingastofnun ríkisins. Nr. 22/1950 TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið, að öll verðlagsákvæði á barnaleikföngum, bæði að því er snertir framleiðslu og verzlun, skuli úr gildi fallin. >> g Reykjavjk, 22. júní 1950. Verðlagsstjórinn. | — Nýjo-bíó — Fimmludagskvöld kl. 9: LADY HAMILTON Hin heimsfræga enska stórmynd Sir Alexander Korda Aðalhlutverkin leika: VIVIEN LEIGH — LAURENCE OLIVER | Nr. 23/1950 TILKYNNÍNG Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárbagsráðs hefir ákveðið eftirfarandi bámarksverð á gúnnniskóm, framleiddum innan- lands: Heildsöluverð: SmasóluverS án söluskatts: með söluskatti: án söluskatts: No. 26—30 No. 31—34 No. 35—39 No. 40—46 kr. 17.48 — 18.93 — 21.36 — 23.79 kr. 18.00 — 19.50 — 22.00 — 24.50 kr. 22.00 — 23.85 — 27.00 — 30.15 KARLMANNSUR x • fannst í Vaglaskógi s.l. föstuag. Uppl. ó Húsgagnaverkstæði Kr. Aðalsteinssonar & Co. Sími 1430. PENINGAVESKI með ökuskírteini tapaðist s. 1. laugardag. Skilist gegn fundar- launum í AMARÓBÚÐINA. Hámarksverð þetla, miðað við ópakkaða skó, gildir í Reykja- vík og Hafnarfirði, en annars staðar á landinu má bæta við verðið sannanlegum flutningskostnaði. Séu skórnir seldir pakkaðir, skulu framleiðendur leita sam- þykkis verðlagsstj óra fyrir umbúðarverðinu, er bætist við ofan- greint hámarksverð í smásölu án álagningar. Með tilkynningu þessari fellur úr gildi auglýsing verðlags- sljóra nr. 8/1949. Reykjavík, 23. júní 1950. Verðlagsstjórinn. v. Tl LKYNNIN G fró SJÚKRASAMLAGS AKUREYRAR Iðgjöld samlagsmanna hækka úr kr, 15,00 í jv kr. 18.00 á mánuði, frá og með 1. júlí n. k. Sjúkrasamlagið. GREIPAR GLEYMSKUNNAR tið ræða samband okkar, en ég varð að segja lienni, að lnin myndi ekki fá þann arf, sem hún vonaðist eftir. Kg varð einnig að segja henni, að hún hefði nóg til jiess að lifa á, án þess jafnframt að segja henni, að ég tnyndi sjá fyrir henni. Þegar þessu væri lokið, varð ég ; ð kveðja hana í hinsta sinn. Jafnskjótt og ég hafði lokið við að þykjast neyta morgunverðar, þá hélt ég heim til Pauline. Enn vissi liún ekkert um fyrirætlun mína. Ég hélt liendi hennar nokkru lengur en venjulega þar til ég að lokum gat þvingað mig til þess að segja: r r „Eg er kominn til þess að kyeðja. Eg fer til London í dag.“ Hún svaraði engu, en ég fann, að hendi hennar titr- ði í minni. Ég gat ekki séð í augu hennar. „Já, ég er þegar búinn að slæpast hér nógu lengi,“ sagði ég og reyndi að sýnast rólegur. „Ég þarf mörgu að sinna í borginni.“ Pauline leit alls ekki sem bezt út þennan morgun. Hún var fölari en nokkru sinni, síðan ég hafði komið, <ig hún virtist þreytuleg og niðurdregin. Vafalaust liafði nærvera mín valdið henni óþægindum, en vesal- ings stúlkan myndi nú brátt losna við þau óþægindi. Þar sem hún tók eftir því að ég þagði við, þá lók hún loks til máls, en jafnvel rödd hennar virtist mun veiklulegri en venjulega. „Hvenær ferðu?“ var allt sem hún sagði. Hún minnt- isl ekki einu orði á það, að ég kæmi aftur. „Eg fer með miðdegisvagninum. Ég hefi enn nokkr- ar klukkustundir til stefnu. Þar sem þetta er nú í síð- asta skipti, eigum við þá ekki að ganga saman út í rjóðrið?“ „Langar þig til þess?“ „Ef þú hefir ekkert á móti því. Auk þess þarf ég að tala við þig varðandi sjálfa þig — uA viðskipta- mál,“ bætti ég við, til þess að hún þyrfti ekki að kvíða erindinu. „Eg skal koma,“ sagði hún og.flýtti sér út úr her- berginu. Ég beið stundarkorn. Allt í. einu kom Priscilla inn. Hún leit mjög reiðilega til mín, þótt ég ælli það engan veginn skilið af henni. Rödd hennar var hranaleg og skipandi og minnti mig á, hvernig hún hafði talað lil mín í æsku, er ég hafði gert eitlhvað af mér, sem erti skap hennar. „Ungfrú Pauline biður ]>ig að fara og bíða ekki eftir sér. Ilún segist rnunu koma og liitta þig í rjóðr- inu.“ Eg greip liatt minn og hjóst til að fara. Priscilla hafði enn ekkert sagt, sein gaf til kynna, að hún vissi um hina ákvörðuðu brottför mína, en er ég var að fara út úr húsinu, sagði hún reiðilega: „Þú ert meiri heimskingi, en ég hafði lialdið, herra Gilbert.“ Þessum ummælum varð ekki tekið þégjandi, þólt þau kæmu frá gamalli og dyggri þjónustukonu. Ég sneri því við lil þess að andmæla, en Priscilla skellti aftur hurðinni við nefið á mér. Eg hélt burtu. Þótt ég fengi þella framan í mig, þá voru það smámunir einir, samanborið við annað, sem ég hafði orðið að þola. Ég gat eðlilega ekki vænzt þess, að Priscilla setti sig í mín spor, til þess að skilja afstöðu mína. Annars varð ég einnig að hitta hana og eiga langar viðræður við hana áðuji’ en ég færi. Rjóðrið, sem við nefndum svo, var í hlíð þarna skammt frá. Við liöfðum rekizt á það af tilviljun á einni af gönguferðum okkar. Mjög fáfarinn stígur lá að þessum stað, þar sem trjám og öðrum skógargróðri hafði verið rutt burtu. Þaðan var dásamlegt útsýni yfir hæðirnar hinum megin við dalinn og niður yfir ána. Þetta var eftirlætisstaður minn. Þarna hafð ég tímun- um saman setið og talað við Pauline, þarna hafði ég í diaumum mínum ausið út þeim ástarorðum, senr ég jnáði að segja henni í vöku, og þárna átli Óg nú að kveðja liana í síðasta sinn. sem blóðið i mér færi að sjóða, er ég sá liann og minnt- ist glæpa hans- Ég vissi ekki, livað á daga hans hafði diifið, síðan ég sá hann síðast, vissi ekki hve marga hann liefði svikið, en nú var loks að því komið, að hann hlyti makleg n.álagjöld. Ilann þekkti mig, og hefir ef til víll haldið, að ég væri kominn til þess aö horfa á hann tekinn af lífi. ILum leil á mig lialursfuilum augum, nam staðaf og formælti méi. Varðmenninur ráku liann áfrain, en liann leit urn öxl og liélt áfram formælingum sínum, þai lil einn hcrmannanna sló hann á munninn. Það kann að teljast grimmdarlegt, en Kommúnistum var lílil miskunn sýnd urn þetta leyti. Varðmennirnir hurfu nú með fangana fyrir horn á fangelsinu. „Eigum við að sjá endalokin?“ spurði vinur minn og sló öskuna af vindli sínum. „Nei, þakka þér fyrir.“ En við heyrðum endalokin. Tíu mínútum síðar gall við skolhríð úr rifflum, og þá vissi ég, að liinn síðasti

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.