Íslendingur


Íslendingur - 05.07.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 05.07.1950, Blaðsíða 1
XX XVI. árg. Miðvikudagur 5. júlí 1950 29. tbl. FLÓTTAFÓLK Eitt af allra alvarlegustu vandamálunum, sem risu upp ejtir styrjaldarlokin, var flóttamanna vandamálið. Sameinuðu þjóðirnar tóku málið í sínar hendur, en þrátt fyrir að mikið hefir áunnizt eru þó enn tugir þúsunda flóltamanna, sem hvergi hafa fengið landvistarleyfi. Alþjóðlega flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna (ÍRO) hefir nýlega gert samning við stjórn lsrael og hafa með honum ca. 3000 flóttamenn fengið ný heimili í Israel. — Á myndinni sést hvar verið er að hjálpa þýzkum Gyðingi, sem þjáðist af hjartasjúkdómi, um borð í ísraeliskt skip í Neapel. IRO greiðir 2.5 millj. dollara til Israel til fyrirgreiðslu flóf.amönnunum. Frá bæjarstjórninni: Tvær söngskemmtanir Einar Krisrjánsson, óperusöngvári. hélt söngskemmtun hér í Nýjá-Bíó s. 1. miðvikudag. Við píanóið var frk. Guðrún Kristinsdóttir. Söngvar- inn söng lög eftir Schubert, Melar- tin, Grieg, Donizetti, Puccihi, Björgvin Guðmundsson, Sigfús Ein- arsson og Sigvalda Kaldalóns. Var söngvaranum tekið forkunn- arvel, enda unun á hann að hlýða, og varð hann að syngja 3 aukalög. Aulikki Rautawaara. hélt söngskemmtun í Nýja-Bíó í gær- kvöldi á vegum Tónl'starfélags Ak- ureyrar. Undirleik annaðist Jussi Jalas. Söngskráin skiptist í tvo þætti, fyrst söng söngkonan lög eftir Hán- del, Brahms, Wolf og Respighi. Síð- ar lög ef ir Rangström, Jalas og Si- belius. Húsið var þéttskipað áheyr- endum og fögnuðu þeir finnsku listamönnunum ákaft. Otsvarsskráin 1950 í morgun kom út skrá yfir skatta og útsvör í Akureyrarkaupstað árið 1950. Eftirtaldir einstaklingar hafa yfir 10 þús. kr. í úrsvar: Auðun Auðunsson 18170.00 Friðjón Axfjörð 15650.00 Bergsveinn Guðmundss. 13390.00 Edvard Sigurgeirsson 12500.00 Hallur Helgason 15520.00 Helgi Skúlason 15750.00 Höskuldur S. Steindórss. 12260.00 Jakob Frímannsson 11800.00 Jakob Karlsson 28970.00 Jón Kr. Guðmundsson 17570.00 Jón E. Sigurðssqn 13930.00 Jónas Þorsteinsson 13310.00 Kristinn Guðmundsson 12080.00 Kr. Nói Kris'jánsson 13220.00 Bernharð Laxdal .13220.00 Oskar S. Gíslason 10920.00 Páll Sigurgeirsson 13560.00 Pálmi H. Jónsson 10550.00 Pétur Jónsson 11970.00 Sverrir Ragnars 11180.00 Sigurður Jónsson 10380.00 Sigurður Pálsson 11120.00 Sigurður Sölvason 11200.00 Sæmundur Auðunsson 27710.00 Samningur um Laxárvirkjun sam- Brynleifur Tobiasson sæmdur Fálkaorðunni. I tilefni 50. þings Stórstúku ís- lands hefir forseti íslands sæmt Brynleif Tobiasson, menntaskóla- kennara, riddarakrossi Fálkaorðunn- ar, en eins og menn munu vita, þá hefir Brynleifur verið einhver helzti forvígismaður bindindismála hér á landi um langt skeið. ISLAND VANN landskeppnina með 18 srigum Landskeppni í frjálsum íþróttum milli Islands og Danmerkur var háð í Reykjavík mánudag og þriðjudag sl. Lauk keppninni með sigri íslend- inga, hlutu þeir 108 stig, en Danir fengu 90 stig. Eftir fyrri daginn voru stigin 50:49 íslendingum í vil. Keppnin var afar hörð og jöfn enda fuku þar bæði islenzk og dönsk met. SÍLD Undanfarna daga hefir verið all- góð síldveiði á austursvæðinu, á Þistilfirði og út af Langanesi. Fá skip eru enn komin á miðin, en mörg á leiðinni. Flest öll Akureyrarskipin eru þeg- ar farin út eða eru alveg í þann veg- inn að fara. Oddur C. Thorarensen 21960.00 Valgarður Stefánsson 21290.00 Þorsteinn Auðunsson 18590.00 Sverrir Þór 14840.00 Fyrirtœki yjir 20000.00 kr.: Amaro 47910.00 Byggingarvöruv. T. Bj. 22080.00 Kaffibr. Akureyrar 24270.00 KEA 140450.00 Nýja Bió 23930.00 Prentv. O. Björnssonar 25690.00 SÍS 116590.00 J. S. Kvaran, Skóv.sm. 20720.00 Smjörlíkisg. Akureyrar 26310.00 Útg.félag Akureyringa 49380.00 Útgerðarfélag KEA 22870.00 Verzl. Eyjafjörður 22580.00 þykktur. Fðst sæti sett í Samkomuhðsið. LAXÁRVIRKJUNIN. Á síðasta fundi s'num samþykkti bæj arstj órnin eftirfarandi tillögu um frumdrög þau að samningi, sem fyrir lá, milli Akureyrarbæjar og ríkisins: „Bæjarstjórn samþykkir að gefa bæjarstjóra fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita samning milli ríkisstjórnarinnar og bæjar- stjórnar Akureyrar um að Laxár- virkjunin verði sameign þeirra, eins og uppkastið liggur fyrir." Meginatriði samningsins eru þau, að Laxárvirkjunin verði sameign ríkisins og bæjarins, verði sjálfstætt fyrirtæki með sérstöku reiknings- haldi, en selji Rafveitu Akureyrar og Rafmagnsveitum ríkisins raforku við kostnaðarverði að viðbættum allt að 5%. Tekjuafgangur, er verða kann af rekstri virkjunarinnar, renn- ur í varasjóð hennar. Eignahlulföll eru sem hér segir: Frá undirskriftardegi verður Ak- ureyrarbær eigandi að 85% en rík- issjóður 15%, og helzt þetta hlut- SENDIHERRA DANA DVALDI Á AKUREYRI Sendiherra Dana á íslandi, frú Bodil Begtrup, dvaldi hér norðan- lands í vikulokin síðustu. Frúin kom hér til Akureyrar á fimmtudag, fór austur að Mývatni á föstudag, en hélt svo suður aftur á sunnudag, en stanzaði á Skagaströnd og sat þar fund Sambands norðlenzkra kvenna, en sendiherrann er sem kunnugt er þekktur leið'.ogi í málefnum kvenna. Frúin skoðaði bæinn hér og ná- grenni, kirkjuna, nýja sjúkrahúsið, barnaheimilið , lystigarðinn o. fl. Á laugardagskvöldið flutti frúin ávarp á Jónsmessuhátíð , Framtíðarinnar* og var það mikill fengur fyrir kven- félagasamtök bæjarins. Eaugardaginn kl. 4—6 hafði Bald- uin Ryel, danskur konsúll hér í bæ, boð inni sendiherranum til heiðurs og var þangað boðið fjölda manns, og var það allt með þeim rausnar- brag sem vænta mátti. fall þar til lokið er næstu viðbótar- virkjun í Laxá, en að henni lokinni verður Akureyrarbær eigandi að 65%, ríkissjóður að 35%. Þetta eignahlutfall helzt þar til enn verð- ur aukið við virkjunina og eftir það verður skipt til helminga. Ríkissjóður og bæjarsjóður Ak- ureyrar bera sameiginlega, báðir fyrir annan og annar fyrir báða, ábyrgð gagnvart þriðja aðila á öll- um skuldbindingum Laxárvirkj un- arinnar. Á bæjarstjórnarfundinum var einnig samþykkt eftirfarandi tillaga: „Með tilvísun til ákvörðunar um undirskrift sammngs við ríkisstjórn- ina um sameign Akureyrarbæjar og ríkisins á Laxárvirkjun, felur bæjar- stjórn bæjarstjóra að skrifa ríkis- stjórn, þar sem fram sé tekið, að bæjarstjórn Akureyrar treysti því, að samningur ríkis og bæjar á Lax- árvirkjun samkvæmt umræddum samningi gangi ekki í gildi fyrr en ; gengið er frá fjármálum fyrirtækis- ins og bygging orkuversins tryggð. Jafnframt, að í reglugerð Laxár- virkjunar komi ákvæði samkvæmt munnlegum loforðum ríkisstjórnar- innar um, að stjórn virkjunarinnar verði búsett á Akureyri eða grennd og heimili og varnarþing verði á Akureyri." Fulltrúar bæjarins í stjórn virkj- unarinnar voru kosnir eftirtaldir menn: Steinn Steinsen, Kristinn Guð- mundsson og Steindór Steindórsson. SÆTI í SAMKOMUHÚSIÐ. Á síðasta fundi bæjarstjórnarinn- ar var einnig samþykkt að sett skyldu föst sæti á hallandi 'gólfi í Samkomuhúsið. Um þetia mál hefir mikið verið deilt i blöðum og annars staðar. En vafalaust verður ekki um það deilt, að nauðsyn sé á víðtækari umbótum á Samkomuhúsinu. en þær að að sett séu föst sæti í húsið, til þess að það verði sæmilega boðlegt til leik- s' arf semi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.