Íslendingur


Íslendingur - 05.07.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 05.07.1950, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 5. júlí 1950 Úlgcíandi: Útgáíuiélag íglendingb. Kitbljóri ug ábyrgðartnaður: Tómas Tómasson. Auglýsingar ug afgreiðsla: Ardís Svanbergsdótlir. Skrifstofa Gránuíélagsgala 4. Sími 1354. I'rentsmiðja Björns Jónssonar h.j. Pílatusarþvottur kommönista. Við lok slðustu heimsstyrjaldar, einhvers ægilegasta hildarleiks, sem um getur í sögu heimsins, var það sameiginleg og einlæg von allra lýð- frjálsra og frelsisunnandi þjóða, að skapa mæ'.ti friðareiningu og bræðralag allra þjóða. Upp úr þess- ari von milljónanna uxu samtök . Sameinuðu þjóðanna, sem var ætlað það hlutverk m. a. að gæta friðar og öryggis í heiminum. Enda þótt starf S. Þ. hafi á mörg- um sviðum verið geysi þýðingarmik- ið, þá verður þó alls ekki hægt að segja það að vonir manna um eilíf- an frið hafi verið skuggalausar frá styrjaldarlokum. Miklar deilur hafa verið uppi meðal stórþjóðanna, svo að útlitið hefir oft og tíðum verið ískyggilegt og hafa Rússar all.af með frekju og þverlyndi hindrað að fullkomið samlyndi næðist. Aldrei hefir þó heimsfriðnum verið stofnað í jafn alvarlega hætLu og hann cr í nú eftir hina tilefnis- lausu innrás kommúnistahers N.- Kóreu inn í S.-Kóreu. Innrás þessi hefir tvímælalaust verið þaulhugs- uð og vel undirbúin, og hafði her N.-Kóreu leppstjórnarinnar undir- búið her sinn með rniklu af vopnum bæði léttum og þungum skriðdrek- um og flugvélum. Her S.-Kóreu- manna er hins vegar mjög illa búinn að vopnum, en í undirbúningi var að endurskipuleggja alla atvinnu- hætii landsmanna og efla landvarnir og her, og hafði verið veitt til alls þessa lán frá Bandaríkjunum. Það er og augljóst, að Rússland stendur á bak við þessa árás, og hafa þeir gert allt, sem þeir megna til þess að hindra að S. Þ. geti gert nokkrar þær ráðstafanir í þessu máli, er að haldi gætu komið og komið aftur friði á. Það er hins vegar nú eins og alla jafna áður, að Rússar sverja af sér og leppstjórn sinni alla ábyrgð. Þeir segjast vera alveg jafn engilsaklaus- ir af þessari styrjöld og þeir heyi aðeins heilagt varnarstríð hér eins og þeir gerðu forðum við Finnland og mönnum er enn í fersku minni!! Auk þess geti menn haft það til marks um það, að Rússar fari ekki í stríð, að þeir og leiguþý þeirra um heim allan séu stöðugt á „friðar- þingurn" núna um þessar mundir, og þeir hafi ekki tíma til þess að hugsa um stríð núna því allur hug- ur þeirra snúist um undirskrifta- Siglufjarðarför ÞÖRS Laugardaginn 24. júní 1950 kl. 7 árdegis lögðu af stað áleiðis til Siglufjarðar 25 drengir úr III. fl. íþróttafélagsins Þór. Fararstjóri var Rafn Hjaltalín, en bifreiðarstjórinn var Þorsteinn Svanlaugsson. Var þe'.ta hvort tveggja í senn skemmti- og keppnisferð. Fyrst var ekið að Sauðárkróki og þar undirbúin keppni í knattspyrnu drengja og handknattleik kvenna. Þaðan var haldið að Hólum í Hjalta- dal og staðurinn skoðaður. Þá var ekið að Hofsósi, og var ætlunin að fá þar einhverja hressingu, en þar var þá allt lokað og hátíð mikil í til- efni 30 ára afmælis kaupfélagsins þar, svo að halda varð ferðinni áfram, unz komið var til Siglufjarð- ar, en þá höfðu drengirnir ekki feng- ið'neitt að borða frá því að þeir fóru að heiman frá sér um morgun- inn. Nú var knatlspyrnuvöllurinn og kaupstaðurinn skoðaður eftir því sem tími vannst til, en um kvöldið ! áttu drengirnir að leika sinn fyrri leik við jafnaldra sína á Siglufirði. Klukkan 13.00 sama dag lagði annar hópur frá Þór af stað til Siglu- fjarðar. Voru það handknattleiks- stúlkur 9 að tölu, en alls var 25 manns í ferð þessari. Fararstjóri var Kári Sigurjónsson, varaform. Þórs, en bifreiðarstjórinn var Þórarinn Þorvaldsson. Var ætlunin að báðir hóparnir fylgdust að, en því varð ekki við komið, þar sem margir þátt- iakendanna voru bundnir við vinnu fil hádegis. Var nú ekið sem leið liggur til Siglufjarðar með viðkomu áHofsósi, en þar hugðust menn gæða sér á kaffi, og átti fyrri hópurinn að sjá um að það væri til reiðu. En það fór á aðra leið, eins og fyrr getur. Nú var ekki um annað að gera en halda ferðinni áfram. söfnun að „friðarávarpinu“! Og svo ætlast kommúnistar til þess að þetia séu nógu haldgóð rök fyrir friðar- ást Rússa og því, að þeir og lepp- stjórn þeirra heyi varnarstríð. Það skal ekki dregið í efa, að Rússum og öðrum austan járntjalds- ins, sé þetta fullgild rök og nægileg fyrir einvaldann til þess að blinda fólkið, enda er þar ekki gert ráð fyrir því að fólkið fari sjálfstætt að brjóta til mergjar hverjar orsakirn- ar séu til atburðanna austur á Kó- reu, en að íslenzkum lesendum skuli vera boðið upp á aðra eins fyrru í blöðum kommúnista hér á landi, Jjað keyrir um þverbak. Það er ekki hægt að telja Islend- ingum trú um það, að sá litli og veiki ráðist á þann stóra og sterka með styrjöld, eins og kommúnista- blöðin hafa revnt bæði um Finn- landsstríðið og nú Kóreustríðið.' Og það er annars einkennilegt að kommúnistar heyja alLaf „varnar- stríð“ sin og „})jóðveldisbaráttu“ við miklu veikari andstæðinga! Is- lendingum er það einnig fullljóst, að Til Siglufjarðar var komið efiir tæpar sex klukkustundir frá því að lagt var af stað að heiman. Ekið var að barnaskólanum, J)ar sem flokk- arnir áttu að halda til. Þar var okk- ur tjáð, að matur væri reiðubúinn. Var riú borðað sem skjótast. Um kl. 20.30 hófst kappleikur drengjanna.Völlurinn var blautur og pollar sums staðar, og rigningar- skúrir annað slagið. Strax ef.ir að Ieikurinn hófst skoruðu Siglfirðing- ar mark. Var nú leikur aftur hafinn en það fór á sömu leið, annað mark. Leið nú nokkur tími, að ekkert mark varð skorað, en á 26. mínútu fá Sigl- firðingar vítaspyrnu á Þór og varð úr mark. í hálfleik höfðu K. S.-ingar 3 mörk gegn engu. í slðari hálfleik fór á sömu leið. Þá setti K. S- þrjú mörk og unnu því með 6:0. Um leik þennan er það að segja, að Siglfirðingar höfðu algjörlega yfirhöndina; þeir voru yfirleitt stærri, sneggri voru þeir og Jjrótt- meiri og miklum mun leiknari í knatimeðferð. Fyrirhuguð handknattleikskeppni kvenna féll niður, — Á eftir buðu K. S.-ingar á dansleik. Á surinudaginn kl. um 13.30 hófst handknattleikskeppni kvenna milli Knattspyrnufélags Siglufjarðar og Þórs. Fór keppnin fram á knatt- spyrnuvellinum, sem er malarvöllur. Var völlurinn nú orðinn sæmilega Jjurr. —- í fyrri hálfleik gerði Þór 2 mörk, en K. S. 1. í þeim síðari setti Þór 2 mörk, en K. S. ekkert, og sigraði Þór með 4 mörkum gegn 1. Leikur þessi var tilþrifalítill. Sigl- firzku stúlkurnar eru lítt æfðar, en Hafsteinn Guðmundsson, sem hér var fyrir nokkru þjálfari hjá K. A., hefir nú leiðbeint þar um tíma. — Hann dæmdi þennan leik. Þórsstúlk- friðarslepjan, sem konunúnistar um heim allan drógu yfir sig á meðan þeir voru að undirbúa og fram- kvæma innrásina í lítið og vesælt nágrannariki, er einungis sauðar- gæra, sem þeir drógu yfir sig og ætluðu með þvi að skýla úlfshárun- um, en þau leyndu sér ekki, hvorki hjá kommúnistaleppunum í Norður- Kóreu né hjá hljóinpípum þeirra hér á landi. Á sömu síðum í mál- gögnum þeirra hér á landi, er ann- ar helmingur heilög vandlæting og fordæming á ófriði en á hinum eru lofsungnir sigrar kommúnistahers, í styrjöld sem þeir sjálfir hefja og heyja gegn nágrannaríki sínu. Nei, konnnúnistum verður erfilt að fela fyrir íslendingum úlfshárin, þótt þeir séu. eins og Loki forðum, öllum slyngari í blekkingarstarfsemi. Það Jjarf vissulega slægvizku, kjark og óskammfeilni, en þó um- fram allt gerspillt hugarfar, til Jiess að treystast til þess að veifa framan í alheiminn með annarri hendinni „friðarávarpi“, en reka með hinni hendinni rýtinginn í náungann. urnar voru mjög óduglegar, þrátt fyrir það að þær ynnu leikinn. Strax að loknum leik stúlknanna kepptu drengirnir aftur. — Leikur þessi var miklu jafnari, en kvöldið áður. Endaði hann svo, að ekkert mark var skorað, 0:0. Fengu K. S.- ingar vítaspyrnu á Þór í síðari hálf- leik, en hún varð árangurslaus, knötturinn lenti fyrir utan mark- stöngina. Siglfirðingarnir voru nú ekki eins hættulegir og áður; Þórsliðið var líka mun betra, og gerðu þeir nokkr- um sinnum sókn að marki Síglfirð- inganna, án þess þó að skora mark. Dómari báða leikina var brezkur maður, sem búsettur er á Siglufirði, Frank að nafni. — Vegna tímaleysis var þessi leikur aðeins 20 mínútur á hvort mark, en 30 mínútur kvöldið áður. Stúlkurnar léku 10 mínútur á hvort mark. Að þessum leikjum Ioknum buðu K. S.-ingar öllum keppendum til kaffidrykkju. Þar þakkaði varafor- maður Þórs Siglfirðingunum fyrir keppnirnar og móttökurnar, og fyrir það, að geta farið með þennan stóra hóp í þessa skemmti- og keppnisferð. Þórir Konráðsson talaði af hálfu Siglfirðinga. Þakkaði hann Þór komuna og vonaðist eftir að dreng- irnir ættu eftir að hitíast oftar á knattspyrnuvellinum. Stigum við nú upp í bifreiðar okkar, sem biðu ferðbúnar og klukk- an var 16.00. Við áttum að keppa á Sauðárkróki um kvöldið, en Sigl- firðingarnir héldu aftur út á völl- inn, því að þar var að hefjast knatt- spyrnukappleikur við Ólafsfirðinga, sem þangað voru komnir. Nú var ekið í einum áfanga til Sauðárkróks og komið þar nokkru fyrir klukkan 20.00. Þar var se'zt til borðs og kaffi drukkið, en síðan haldið til keppninnar úti á knatt- spyrnuvellinum, en hann er rétt ofan við sjávarkambinn og á bersvæði, og var Jjar æði næðingssamt. Þegar upplýst var, hvernig lið Tindastóls var skipað, en í því voru fimm piltar, sem eldri voru en Iög mæla fyrir um — þeir áttu ekki nægilega marga drengi í III. aldurs- flokki —, var ekki laust við að nokk- ur uggur væri i okkar litlu drengj- um. Þar við bættist, að nokkrir urðu að ganga úr leik vegna þreytu og erfiðs ferðalags. Settum við því inn varamenn, sem til voru, og auk þess einn eldri dreng. Nú hófst leikurinn og dæmdi Þor- steinn Svanlaugsson. Þór varð óheppinn, því að hann varð að leika fyrst móti töluverðum stormi. Setti Tindastóll 6 mörk í fyrri hálfleik gegn engu. — I síðari hálfleik setlu þeir (þ.e.a.s. Þórsmenn sjálfir) 1 mark, og unnu með 7:0. Leikur Tindastóls var gjörólíkur leik Siglfirðinganna; spyrnur voru yfirleltt langar og ónákvæmar send- ingar knattarins manna á milli. Þá hófst leikur stúlknanna á öðr- um velli við hlið knattspyrnuvallar- ins. Þar voru leikar jafnari. í fyrri hálfleik selli Þór 1 mark gegn engu. Fengu Þórsstúlkur vítakast, en ekki varð mark úr. Strax í upphafi síð- ara hálfleiks setti Tindastóll mark. og endaði leikurinn með jafntefli, 1:1. — Verður að segja, að Þórs- stúlkurnar sluppu vel með að gera jafntefli við Tindastól. Dómari var Rafn Hjaltalín. Eftir leikina hafði Þór dansleik á Sauðarkróki, og var dansað til mið- nættis. Höfðu Þórsdrengirnir sjálfir fjögurra manna hljómsveit úr sín- um hópi og lék hún fyrir dansinum. Nú var búizt til heimferðar, enda mál til komið, klukkan tuttugu mín- útur yfir miðnætti. — Var nú ekið í hendingskasti heim og komið til Akureyrar kl. 3 á mánudagsnótt. — Dreifðist hópurinn fljótt, eftir að hver og einn hafði fengið sinn svefn- poka og sína tösku, því að nú voru fáir tímar þar til mæta varð aftur til sinna daglegu starfa, og því stuttur svefntíminn. Þrátt fyrir það, hve veður var óhagstætt — t. d. krapahríð á Siglu- fjarðarskarði —, voru allir glaðir og reifir, og mjög ánægðir yfir ferðalaginu. Um áhuga litlu drengjanna fyrir ferðinni má geta þess til gamans, að þeir sváfu vart né neyttu matar síð- ustu dagana áður en lagt var af stað, og mættir voru þeir um og rétt úr kl. 6 morguninn, sem lagt var af stað. Vil ég svo færa öllum þáttlakend- um fararinnar þakkir fyrir ánægju- legt ferðalag, svo og öðrum, bæði hér í bæ og þar sem við kepptum, fyrir að gera okkur kleift að fara ferð þessa. Þetta er fjölmennasta skemmti- og keppnisferð, sem Þór hefir farið. Kári Sigurjónsson. RAFLAGNIR og VIÐGERÐIR. Roforka h. f. Kaupvangstorgi 3. Sími 1048. TIL SÖLU 6 manna tjald úr grænum dúk, með tveim súlum og mænisás. Upplýsingar í Verzl. Péfurs Lórussonar. RITVÉL til sölu. Upplýsingar gefur Jóhannes Jónsson, Verzl. Ásbyrgi. TILSÖLU hvítur kape, lítið númer, svart- ur karlmannsfrakki, meðal stærð. Mjög ódýrt. Eiðsvallagata 14, miðvikudag og fimmtudag frá kl. 6—8. LANDBÚNAÐAR-JEPPI í góðu ásigkomulagi og vel út- lítandi lil sölu. Afgr. vísar á.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.