Íslendingur


Íslendingur - 05.07.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 05.07.1950, Blaðsíða 3
Í&LENÐINGUR ----- ' ~' Miðvikudagur 5 júlí 1950 Heti kaupanda að tveggja til fjögurra herbergja íbúS eSa einbýlishúsi. Mikil útborgun. Jónas G. Raínar Hafnarstræti 101 Sími 1578 og 1618. TILKYNNING fró verðlagseftirlitinu ó Akureyri. MeS tilvísun til tilkynningar nr. 20, 1950 frá verSlagssljóra, um ökugjald í Reykjavík, hefir verSIagseftirlitiS heimilaS aS frá og meS 16. júní 1950 breytist ökugjald á Akureyri í samræmi við gjaldskrá bifreiSastjórafélagsins „Hreyfill“, sem verSlagsstjóri hef- ir staSfest meS nefndri tilkynningu. Innanbæjarakstur á'Akureyri telst þaS, þegar ekiS er um svæSi, sem takmarkast þannig: Að sunnan af Gróðrarslöð.; að vestan af Hlíð og Skarðsvegi; að norðan af Glerá. Akureyri 16. júní 1950. TrúnaSarmaður Verðlagsstjóra. | AIJGLÝSING Nr. 13, 1950. fró skömmtunarstjóra. ÁkveSiS hefir veriS aS „skammtur 10“ af öSrum skömmtunar- seöli 1950, skuli vera lögleg innkaupaheimild fyrir einu kílói af rúsínum til og meS 31. júlí 1950. Jafnframt hefir veriS ákveSiS aS „skammtur 11“ af öSrum skömmtunarseSIi 1950, skuli halda gildi sínu fyrir einu kílói af rúsínum til og meS 31. júlí 1950. Reykjavík 30. júní 1950. Skömmtunarstjóri. -Nýja-bíó — Næsta mynd: EINSKIS SVIFIST — (Desperate) Amerísk sakamálakvikmynd gerS af RKO Radio Pictures. ASalhlutverk leika: Steve Brodie Audrey Long Raymond Burr. Börn yngri en 16 ára fá ekki aSgang. SkjaBdborgarbíó ATÓMNJÓSNIR Ákaflega spennandi amerísk kvikmynd. ASalhlutverk: GARY COOPER LILLI PALMER. BönnuS yngri en 16 ára. MANN VANTAR síldarpláss á skipi. — Vanur bæSi hrin'gnótar- og snurpu- nótarveiSum. — Afgr. vísar á. 30 ÞÚS. KR. LÁN «► óskast iil eins árs, gegn trygg- ingu í nýju húsi eSa bíl. -— Þeir, sem vildu sinna þessu leggi nöfn sín í umslagi á af- greiSslu „Isl.“ fyrir næstu helgi, merkt „Lán“. I { | | $ AUGLÝSING Nr. 14, 1950. fró skömmtunarstjóra. Samkvæmt lieimild í 3. gr. reglugerSar frá 23. sept. 1947, mn vöruskömmtun, takmörkun á söiu, dreifingu og afhendingu vara, hefir verið ákveðiS aS úthluta skuii nýjum skömmtunarseSii, er giidir frá 1. júlí 1950. Nefnist hann „þriðji skönnntmiarseSill 1950“, prentaSur á hvítan pappír, í brúaum og fjólubiáum iit, og gildir liann samkvæmt því sem hér segir: Reitirnir: Sykur nr. 21—30 (báðir meStaldir) gildi fyrir 500 gr. af sykri hver reitur. Reitir þessir gilda lil og meS 30. sept. 1950, þó þanihig, aS í júlímánuSi 1950 er óheimilt aS afgreiSa sykur út á aSra aí þessum nýju sykurreit- um en þá, sem bera númeriS 21, 22 og 23. Reitirnir: Smjörlíki nr. 11—15 (báðir meScaldir) gildi fyrir 500 gr. af smjörlíki hver reitur. Reitir þessir gilda til og meS 30. september 1950. „ÞriSji skömmtunarseSill 1950“ afhendist aSeins gegn því, aö úthlutunarstjórum sé samtímis skilað stofni af „ÖSrum skönnntun- arseðli 1950“ meS áletruSu nafni og lieimilisfangi, svo og fæðing- ardegi og ári, eins og form hans segir til um. Jafnframt hefir verið ákveSið að „skammtur 7“ af „Fyrsta skömmtunarseSli 1950“ skuli lialda gildi sínu fyrir 250 gr. af smjöri til og meS 31. júlí 1950. Neöantaldir skömmtunarreilir lialda gildi sínu eins og hér segir: „Skammtar 7 og 8“ (rauður litur) af „Fyrsta skömmtunarseSli 1950“ gildir hvor fyrir 250 gr. af smjöri til og meS 31. júlí 1950. „Skammtur 9“ (fjólublár litur) af „Öðrum skömmtunarseSli 1950“ gildir fyrir einu kílógrammi af sykri til sultugerðar, til og meö 30. september 1950. „Skammtar 10 og 11“ (fjólublár litur) af „Öðrum skömmtunar- seðli 1950“ gilda hvor fyrir einu kílói af rúsínum til og með 31. júlí 1950. Fólki skal bent á að geyma vandlega „skammta 12—17“ af þess- um „ÞriSja skömmtunarseSli 1950“, ef til kæmi, að þeim yrSi gefið gildi síðar. j ■ i. i i ÝUl'JÉ® Reykjavík, 30. júní 1950. Skömmt'unarstjóri. GREIPAR GLEYMSKUNNAR Lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á því, að vegna misgánings varð nokkurt brengl á sögunni í síðasta blaði. í síðasta dálki hafði slœðzt inn kafli, sem þar átti alls ekki heima. Mér var rnjög þungl í skapi, er ég kom út í rjóðrið. Ég fleygði mér niður og horfði í þá átt, seni ég vissi, að Pauline mundi koma úr. Höfðinu hallaði ég upp að föllnum trjábol. Laufið á trjánum umhverfis skrjáf- aði fyrir þýðri golunni, hinn jafni niður árinnar var sem sefandi vögguljóð, nokkrir hvítir skýhnoðrar liðu hægt yfir himininn. Þetta var svæfandi og dreymandi fagur morgunn. Eg hafði vart sofnað blítnd síðustu tvær til þrjá næturnar. Það var því engin furða, þótt augu mín lokuðust og svefninn, sem ég var í sárri þörf fyrir, ræki um stund allar sorgir og áhyggjur á brott. Var þetta svefn? Jú, það lilaut að vera, því engan dreymir, nema hann sé sofandi. Væri þessi draumur veruleiki, þá væri lífið sannarlega ntikils virði. Mig dreymdi, að konan mín væri við hlið mér, héldi í hönd mína og kyssti hana innilega og að kinn hennar snerti næstum mína, svo að ég fann þýðan andardrátt hennar. Svo raunverulegur virtist þessi draumur, að ég sneri höfðinu á hintun hrjúfa kodda í áttina til hinnar töfrandi draumsjónar, en þá hvarf hún um leið. Ég opnaði augun. Paúline stóð frammi fyrir mér. Hin stóru, tinnudökku augu hennar voru nú ekki hulin undir augnalokunum, heldur voru þau opin og mættu augum mínum. Eg sá þau rétt sem snöggvast, þar sem ég hafði komið henni að óvörum, en það nægði til þess að koma blóðinu til að þjóta um æðar mínar, koma mér til að spretta á fætur, gefa mér kjark til þess að grípa hana þegar í faðm mér, láta kossunum rigna á andlit henni og endurtaka í sífellu þau einu orð, sem við áttu á þessu augnabliki: „Eg elska þig — elska þig — elska þig!“ Því sannarlega hefir eng- inn maður séð í augum konu þann ljóma, sem ég sá í augurn Pauline, nenta að konan elski hann framar öllu öðru í heiminum. Ég á engin orð til þess að lýsa hrifningu þessa augnabliks og þeirri skyndibreytingu, sem varð á til- finningum mínum. INú var hún mín — mín að eilífu. Ég vissi það, fann það í hvert sinn, sem ég kyssti varir liennar. Hinn skyndilegi roði, sem færðist um andlit hennar lýsti því, að hún færðist ekki undan hinu ákafa kjassi mínu staðfesti það, en ég vildi þó heyra það af hinum yndislegu vörum hennar. „Pauline! Pauline!“ kallaði ég. „Elskaðu mig?“ „Elska ég þig?“ sagði hún og faldi hið rjóða andlit sitt við öxl mína. Það var nægilegt svar, en allt í einu leit hún upp og kyssti mig innilega. „Ég elska þig — já, ég elska þig, eiginmaður minn! “ „Hvenær vissirðu það? Hvenær minntist þú þess?“ Hún svaraði ekki þegar. Hún losaði sig úr faðmi mér og dró upp úr barmi sér giftingarhringinn, sem hafði hangið á bláum borða um hálsinn. Hringurinn virlist ljóma af gleði í sólskininu. Hún leysti hann af og fékk mér liann. „Gilbert, ástin mín, maðurinn minn, ef þú vilt að ég sé konan þín, ef þú telur mig þess verða, þá láttu nú þennan hring þar sem hann á að vera.“ Er ég nú í annað sinn dró þennan hring á fingur hennar og kyssti hana innilega um leið, þá fann ég um leið, að nú voru allar þrautir mínar á enda. „En hvenær vissirðu það — hvenær fékkstu minnið aftur?“ „Ástin“, hvíslaði hún og mér fannst rödd hennar hljóma sem fagur söngur. „Ég vissi það, þegar ég sá þig standa á árbakkanum, þegar þú komst. Þá var sem rynni upp fyrir mér ljós allt í einu. Allt til þess mundi ég ekkert. Er ég sá andlit þitt vissi ég allt.“ „Hvers vegna sagðirðu mér það ekki?“ Hún varð niðurlút. „Eg vildi fá að vita, hvort þú elskaðir mig. Hví skyldirðu hafa gert það? Ef þú gerðir það ekki, þá gátum við skilið og ég ætlaði þá að gefa þig lausan, ef unnt færi. En, Gilbert, nú get- urðu ekki framar losnað við mig.“ Fyrir henni hafði þá vakað hið sama og mér. Það var ekki að undra þótt ég hefði misskilið hana. Sú hugmynd, að hún væri að bíða eftir að fá að vita, livort ég elskaði liana, virtist svo fram úr hófi fráleit. „Þú hefðir hlíft mér við margra daga sorgum, ef ég hefði vitað, að þér þótti vænt urn mig. Hvers vegna tókstu ofan hringinn, Pauline?“ * „Það höfðu liðið svo ntargir dagar, án þess að þú segðir nokkuð. Hringinn hefi ég geymt við hjarta mitt æ síðan og beðið þess, að þú seltir hann aftur á fingur mér, þegar þú óskaðir þess.“ Ég kyssti hendina, sem hringurinn ljómaA nú á. „Þá liggur þetta nú allt ljóst fyrir þér, elsku konan mmr „Nei, ekki alveg allt, en nógu mikið. Ég man tryggð þína, ást og umönnun, og allt þetta ætla ég að endur- gjalda, eftir þvfelsem ég get.“ Með þessum orðum getur frásögninni af ástamálum olckar lokið, hið annað skal vera okkur einum helgað. Aðeins trén umhverfis gátu vitað, hvað fram fór á milli

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.