Íslendingur


Íslendingur - 12.07.1950, Page 1

Íslendingur - 12.07.1950, Page 1
a Fyrirhugaðar fram- kvæmtiir Landssimans GEGN EITURLYFJANOTKUN. Hér á myndinni sézt Gary Cooper, kvikmyndaleikarinn góðkunni, sem allir kvikmyndahúsgestir kannast við, ásamt Benjamin Cohen, en hann er einn af nánustu samstarfsmönnum Tryggve Lie hjá SameinuSu Þjóðunum. — Gary Cooper heimsótti nýlega aSalbœkistöðvar S.Þ. í Lake Success og annaðist þá útvarpsdagskrá, sem var þar tekin á plötur, og fjallaði hún um störf nefndar þeirrar, sem starfar á vegum S.Þ. um heftingu ólöglegrar verzlunar með eiturlyf. Bærinn að Tjörnnm brennur Á vegum Landssímans eru nú í þann veginn að hefjast allmiklar íramkvæmdir við lagningu jarðsíma- strengja út frá Akureyri, bæði til norðurs og suðurs. Eftir því sem síms'.öðvarstjórinn Gunnar Schram, tjáði blaðinu, verð- ur nú alveg á næstunni hafist handa um að grafa fyrir jarðsímastreng norður á Moldhaugaháls, er það byrjun á fyrirhuguðum jarðstreng, sem ná á til Reykjavíkur. Jafnhliða þeim streng verður og lögð jarðlína sem ætlað er að halda áfram út fjörð- inn. í fyrstu verða þessir strengir notaðir til þess að létía álagið á línum þeim, sem liggj a i sveitina ut- an Akureyrar og Glerárþorpið. Samtímis þessu, þá verður einnig ráðizt í að leggja jarðstreng suður á Kristneshæli, og er honum ætlað er frá líður að ná inn allan fjörð. Líklegt er að þessu verki verði ekki lokið fyrr en í haust, en ekki er enn hægt að segja með fullri vissu, hversu margt manna muni fá vinnu við Konnnúnistar boðuðu til almenns launþegafundar næstliðið mánu- dagskvöld að Hótel Norðurlandi. Sögðu þeir .,flest launþegafélög bæj- arins“ standa að fundinum en aug- lýstuhann í nafni fulltrúaráðs verka- lýðsins. Fundurinn hafði verið ræki- lega auglýstur, bæði á götum úti og í útvarpinu og hátölurum hafði ver- ið komið fyrir bæði innan húss og utan á fundarstaðnum. Á þeim tíma sem fundurinn skyldi hefjast voru engir mættir utan kommúnistafor- sprakkanna sjálfra, en af 'launþégum bæjarins, sem munu frekar skipta þúsundum en hundruðum sást hvorki íangur né tetur. Fundur þessi átti að hefjast klukkan 8.30. Á tí- unda tímanum steig Jón Ingimars- son í stólinn og aflýsti fundinum. Voru þá mættir 37 menn til þess að hlýða á sálumessú kommúnista í dýrtíðar- og launamálunum. í þeltd sinn gáfu bæjarmenn kommúnislum ótviræð og viðeig- andi svör. Þunnskipuð fylking þeirra 1. maí í vor og tómt fundarhús í framkvæmdirnar, né heldur liversu miklu fé verði til þeirra varið, en vonir s'anda til, að þær muni veru- lega bæta úr þeim alvinnuskorti, sem verið hefur hér á Akureyri að undan- förnu. NÍUTÍU ÁRA Jóhanna Þorsteinsdóttir frá Oxn- hóli í Hörgárdal, riú til heimilis að Skjaldarvík, verður 90 ára 21. þ.m. Ifún hefir verið sérstæð dugnað- arkona, hraustbyggð og heilsugóð allá sína löngu ævi. Óheflaður hefir vegur hennar verið, alloft örðugur og andbyr svalur. Hún hefir smalað hæðir og hálsa berfætt og soltin. Hún hefir fengið 20 krónur í árs- laun. Hún hefir hokrað í afdala- moldarkofum við harðæri og þröng- an kost, og haldlð velli, en komið á legg mannvænlegum barnahóp. Eitt þeirra er Snæbjörn Magnússon, vél- smiður, EiðsvallagöUi 13, Akureyri. St. júlíbyrjun eru þau svör almennings, sem þeir verða að skilja, hve sárt sem þelm annars svíður það. Þetta er ekki amiað en bein afleiðing af framferði þeirra í íslenzkum stjórn- málum síðast liðin ár. Ábyrgðar- lausar, háværar kröfur á hendur ríkisins og bæjarins en undir niðri hljómar sami grunntónninn: Hvað varðar okkur um þjóðarhag. Akur- eyrskir launþegar sýndu á áþreifau- legan hátt fyrra mánudagskvöld að þeir sjá í gegnum blekkingarvef „leiðtoga almennings“, að þeir eru orðnir þreyttir á marklausu hjali þeirra, jafnt sem sálufélaga þeirra, sem þessa dagana klóra friðardúf- unni á bringunni með hægri hend- inni um leið og þeir höggva sjálf- stæða . smáþjóð í spað með þeirri vins'ri. Kommúnistar munu ekki fyrr komast iil áhrifa í launþega- samtökum landsins á nýjan leik fyrr en þeim skilst að kröfur verða að vera bornar fram af ábyrgðartil- finningu og að réttindum fylgja einnig skýldur. Tvö hörmuleg slys 1. júlí sl. vildi það hörmulega slys til vestur í Arnarfirði, að sex ára gömul telpa* Halla Ragnarsdóttir, hrapaði í svonefndum Lokinhömr- um og lemstraðist hún svo, einkum á höfði, að hún lézt um það bil sól- arhring síðar. Þá vildi það sviplega slys til suð- ur á Álftanesi 3. júlí sl., að tveggja ára stúlkubarn, Sigríður Rakel Karlsdótti/', kafnaði. Slysið mun sennilega hafa orðið með þeim hætti, að litla stúlkan hafi verið að reyna að skríða undir girðingu, en húfan hennar festst í girðingunni, og við það hafi kverkbandið þrengt svo að hálsi hennar að hún kafnaði. Síldarverðið 65 og 110 kr. Bræðslusíldarverðið hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins var ákveðið sl. miðvikudag. Atvinnumálaráð- herra samþykkti tillögur frá meiri- hluta síldarútvegsnefndar urn. að fastákveðið verð skyldi vera 65 kr. fyrir málið. Er verð þetta 25 krón- um hærra en greitt var fyrir málið í fyrra. Bæði fulltrúar kommúnista og Alþýðuflokksmanna í nefndinni báru þar fram ýmsar sýndartillögur um síldarverðið, en meirihlutinn hafnaði þeirn. Þá hefir saltsíldarverðið einnig verið ákveðið og varð síldarútvegs- nefnd sammála um, að lágmarks- verð skuli i sumar vera 110 krónur fyrir hverja uppsaltaða tunnu síldar. í fyrra var saltsíldarverðið 60 kr. fyrir tunnuna. TOGARARNIR AFLA VEL Um sl. helgi voru allir togararnir á Akureyri inni nreð fullfermi af karfa. sem landað er í Krossanes- verksmiðjuna lil bræðslu. Landað var úr Jörundi á laugar- daginn var rúmlega 359 tonnum. Á sunnudaginn var landað úr Svalbak 420 tonnum og i fyrradag úr Kald- bak. • Verksmiðjan hefir nú unnið að hræðslu á karfa i um það bil 2 mán- uði og hefir vinnzlan gengið ágæt- lega, en í ráði er að hætta strax bræðslu karfa og síld berst, því að þá mun verksmiðjan verða tekin til síldarbræðslu. Þegar hafa verið hrædd um 350 mál síldar, sem Snæ- fell landaði þar. 10 skip munu leggja síld upp í Krossanesi í sumar og er það nokkru | fleira en var á sl. sumri. Þau hörmulegu tíðindi gerðust um kl. 4 e.h. á laugardaginn var, að það kviknaði i íhúðarhúsinu að Tjörnum, innsta bænum í Eyjafirði I auslan árinnar, og brann húsið allt, I það sem brunnið gat, en það er svo til nýtt steinhús. Hjónin voru ekki heima, þegar þessi tíðindi gerðust. en heima voru piltur og slúlka um tvítugs aldur og 5 börn yngri. Elzti sonur hjónanna, sem vinnur hér á Akureyri, var á heimleið og sá þegar eldurlnn brauzt út. Ekki var viðlit að reyna að slökkva eldinn með vatnshurði, þar eð alllangt er í vatn, og þau svona fáliðuð heirna en langt til næstu bæja. Börnunum tókst þó með dugnaði að hjarga út úr hinu brennandi húsi svo að segja öllum innanhúsmunum öðrum en þeim, sem í eldhúsinu voru. þar hrann allt. en ialið er að j kviknað hafi i út frá olíukyntri elda- vél. Fyrir 4—5 árum síðan brann íbúðarhúsið á þessum sama bæ og J hjó þá sami bóndinn þar. Þá brann | allt til kaldra kola, óvátryggt. I Það rná því segja, að hver raunin I annarri þyngri hlaðist á bóndann af elds völdum, og er tjón hans núna alveg ómetanlegt. F. U. S. VÖRÐUR hefir ákveðið að gangast fyrir skemmtiferð að Hólum í Hjaltadal. Lagt verður af ■ stað héðan laugar- daginn 12. ágúst og gist að Hólum. Ferðin er farin í samhandi við væntanleg hátíðahöld þar og vígslu minnismerkis Jóns Arasonar. Nánar verður tilkynnt síðar uro tilhögun ferðarinnar, en áskrifialisti liggur frammi í Bókabúð Axels. VEGNA surraarleyfa í í prenf-smiðjunni k o m a j . ; I t ekki fleiri fi-bl af íslend- ingi í þessum mónuði. —j Næsfa blaö kemur út miðvikudaginn 2. ógúst. —---------------------------J

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.