Íslendingur


Íslendingur - 12.07.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 12.07.1950, Blaðsíða 2
2 ISLENDINGUR MiSvikudagur 30. júlí 1950 Einstein segir: Afvopnist og myndið alheimsstjórn. Útgefandi: Útgáfufélag ísleudings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tómas Tómasson. Auglýsingar og afgreiðsla: Árdís Svanbergsdóttir. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 1354. PrentsmiSja Bj'órns Jónssonar h.j. Ós vífin misnotkun Undanfarnar vikur hafa blöð kommúnista alls staðar hér á landi verið full með einkennilegu sam- blandi af friðarhjali og sigurgleði yfir því hversu jábræðrum þeirra austur á Kóreuskaga gengur vel „varnarstríðið“ og „þj óðfrelsisbar- áttan“, sem þeir heyja þar við „ný- lendukúgarana“. Það er í sjálfu sér alls engin nýlunda að allt stangist hvað á annars horn, og myndi það í sjálfu sér alls ekki vera umtalsvert, ef ekki kæmi fleira til. Menn hregða sér heldur ekki nú orðið upp við það hér á landi, þó að allir landsmenn, aðrir en komm- únistar, séu í „friðarboðunum“ stimplaðir merki landráðamannsins, enda vita allir landsmenn það, að kommúnistar, livar sem er í heimin- um, víla ekki fyrir sér að ofurselja ættlöiid s'n ægivaldi rússneska bjarnarins, hvenær sem þeini gefst þess nokkur kostur, og nægir þessu til sönnunar að vitna í ununæli eins aðalleiðtoga kommúnismans í Vest- urlöndum. Frakkans Thorez, en hann kvaðst, hvenær sem væri, reiðubúinn að berjast með rússnesk- um her, ef hann þyrfti öryggis síns vegna að ráðast inn ó franska grund. Þá vita allir það líka, að komm- únistar hafa hvergi komizt til valda á friðsamlegan hátt í anda lýðræðis. Valdaferill þeirra liggur alls staðar gegnum blóðsúthellingar og hryðju- verk, og þeir halda ekki völdunum öðruvísi en með stöðugum hreinsun- um og voldugri öryggislögreglu, svo að nienn geta gert sér fyllilega grein fyrir því. hvernig kommúnis'ar framkvæma .,friðarh.reyfinguna“ í verki. Þá kunna og allir þess ýms dæmi úr sögunni, að árásarríkin sölsi und- ir sig nágrannaríki sín og undirjbúi sig undir stórátök í nafni friðarins. Friðaráróður ofbeldisríkjanna hefir alla tíð verið eitthvert stórvirk- asta meðalið, sem þau geta beitt. til þess að grafa undan og sundra and- stæðingunum. Hitler vildi frið með- an hann var að innlima Mið-Evrópu r kin, og hélt hann margar fjálgleg- ar ræður um þe'.ta ,,einkaáhugamál“ sitt. Og nú vill Stalin frið, enda hef- ir hann verið að sölsa undir ok sitt nágrannaríkin hæði í Evrópu og Asíu, og það vantar ekki að málpíp- ur hans um heim allan blási honum dýrð. vegna þess að hann vilji frið! Nei, mönnum er þáð fyllilega ljósl hvílíkur fádæma skrípaleikur Blaðinu hefir nýlega borist bréf frá »bíógjesti«, þar sem ræð- ii nokkuð um aðbúnað kvik- myndahúsgesta, og svo fram- komu ýmissa, er kvikmyndahús- in sækja. Þar sem ekki verður annað sagt, en að »bíógestur« hafi nokkuð til síns máls þá þyk- ir mér rétt að birta nokkra kafla úr bréfi hans. »Það hefur verið margt ritað núna upp á síðkastið í blöð bæj- arins um bekkina í Samkomu- húsinu og þá niðurlæingu, sem við Akureyringar erum í, á því sviði, og tel ég óþarfa að fjöl- yrða frekar þar um, enda munu allir vera á einu máli um það, að alls ekki sé hægt að bjóða leik- urum né leikhúsgestum upp á þann aðbúnað, sem ;er í Sam- komuhúsinu, einn vetur í viðbót, hvað þá nreir. En Samkomuhúsið er alls ekki eini skemmtistaðurinn hérna, sem ófullnægjandi er hvað öll þægindi snertir. Það eru 3 kvikmyndahús starfrækt hér í bænum, og ekkert þeirra verður með sanni talið fyrsta flokks. í tveitn þeirra eru sætin laus, svo alls ekki er hægt að styðjast við þau, þegar fólki et hleypt framhjá, án þess að allur bægslagangur Kremlblaðanna er í „friðaráróðrinum" og óbeilind- in eru þar auðsæ. En það er aðferðin, sem þessir sjálfkjörnu „friðarboðar“ heita í friðaráróðrinum, sem hlýtur að fá menn til þess að staldra ögn við. I rannnagrein á forsíðu í síðasta tbl. Verkam. er skýrt frá því, að friðarráðstefna kommúnisla og fylgifiska þeirra í Reykjavík fagni þvi. að prestastefna Islands, sam- bandsþing kennara, stórstúka Is- lands, samband íslenzkra kvenna o. fl. aðilar „hafi hér á landi tekið upp merki friðarbaráttunnar“. Er nokkur furða þó að menn spyrji: Hvenær hafa þessir aðilar ekki haldið merkjum friðarins á lofti? Hefir ekki kirkja þessa lands beðið mönnum friðar frá fyrstu tíð og löngu áður en kommúnismi varð þekkt fyrirbæri? Það er von að „friðarbóðarnir11 séu útblásnir og hrifnir af sjálfum sér, að hafa nú um síðir getað feng- ið þessa aðila hér á íslandi iil þess að laka upp merki friðarins!! Það er varla hægt að verjast brosi, þegar menn standa andspænis slík- um eindæma brjólæðiskenndum áróðri, en um leið hljóta menn og að fyllast viðbjóði, því að þáð skyldi enginn efast um, að kommúiiistar eru vafalaust þeirrar hjargfastrar trúar, að það sé skelegg barátta þeirra fyrir friði. sem knúð hefir fyrniefnda íslenzka aðila til þess að „taka upp merki friðarbaráUunnar“. eiga það á hættu að allt steypist í gólfið. í Nýja bíó eru reyndar föst sæti, en þau eru langt frá því að vera nógu þægileg.« Ýmislegt fleira telur bréfritar- inn upp, sem hann telur aðfinnslu vert í rekstri kvikmyndahúsanna: að sýningarvélarnar séu vafalítið mjög lélegar í öllum húsunum, enda slitni filmurnar oft, og alls- konar ljósbrigði og myrkvanir komi fram, sem alls ekki eigi að vera, að aðeins ieitt húsanna sé byggt senr kvikmyndahús, hin séu venjulegir samkomusalir með flötum gólfum, svo að þeir sem aftarlega sitji sjái ekkert, þegar setzt sé í sætið fyrir framan þá, að ekki sé minnst á ósköpin, ef það er nú stór maður eða frú með barðastóran hatt, seni byrgi allt útsýni. »Úr því að ég ter nú farinn að skrifa þér á annað borð um kvik- myndahúsin, þá gtet ég ekki látið hjá líða að drepa rétt á hegðun sumra kvikmyndahúsgestanna. Fyrsta korterið eftir að mynd er byrjuð er fólk á stanslausu rápi inn í bekkina og með öllum þeim skruðningi og látum, senr því fylgir, þá missa þeir, sem stund- vísir eru og vilja gjarnan njóta þeirrar skemmtunar, sem þeir hafa keypt sér aðgang að, algjör lega af fyrsta þættinum, og verð- ur þetta til þ,ess, að í fjölmörgum tilfellum á fólkið miklu erfiðara með að átta sig á því, út á hvað myndin gangi. Þá eru og sumir með allskonar pískur, eru að skýra fyrir sessunaut sínum hvað sé að gerast í það og það skiptið oft inisjafnlega viturlega. Þá láta unglingarnir oft tómar gos- drykkjaflöskur vélta niður hall- andi gólfið (þar sem það er) og veldur slíkt auðvitað hávaða mikl urn. Fleiri ósóma mætti auðveld- lega telja, en ég læt hér staðar nunrið að sinni, en vil eindregið skora á kvikmyndahúseigendur að gera nú alvarlega tilraun til þess að bæta hið allra bráðasta úr þessu hörmungarástandi eftir því sem þeim er inögulegt.« Við þetta bréf »bíógests« þarf V'tlu að bæta. P(eir kaflar úr bréfi hans, sem birtir eru tala ljóslega sínu máli, og skýra hvað bréf- ritarinn á við, en erfitt hygg ég að kvikmyndahúseigendum verði að bæta úr þeim ágöllum er hann telur upp, og óstundvísi manns bæði á skemmtisamkomur og við annað er þjóðar löstur, sem hat- rammlega hefir verið barizt gegn i blöðum og annarstaðar án þess þó að unnt sé að merkja þar nokkra breytingu til hins betra, enda þótt allir viðurkenni og viti að slíkt er frámunalegur ómenn- ingarvottur, sem er þjóðinni bæði til skömm og skaða. Ólíkt höfumst viö aá. Þá hefir blaðinu og borizt bréf um svartamarkaðsbrask, og ráð- stafanir gegn því frá A. S. og fylgir því úrklyppa úr dönsku blaði, Politiken, 25. maí 1950, og ei þar sagt frá tveim dóinum, er Fréttamaður hjá útvarpi Samein- uðu þjóðanna átti fyrir skömmu tal við Albert Einstein, gráhærða öld- unginn, sem löngu er heimsfrægur orðinn fyrlr vísindastörf sín. Hér fer á eftir samtal þeirra, laus- lega þýtt. Fréttamaðurinn: Eru það öfgar að segja, að nú sé framtíð heimsins að veði? Einstein: Nei, það eru engar öfg- ar. Orlög heimsins eru alltaf í hættu, en þó aldrei eins og nú. F.: Hvað á að gera til þess að koma mönnum í skilning um, hversu alvarlegt útlitið sé? E. : Eg hygg að þessu verði svar- að á einn veg. Það verður ekki gert með stríðsundirbúningi heldur því að gengið sé út frá því sem stað- reynd, að öryggi gegn hernaðar- eyðileggingu verði einungis náð með þolinmóðum samningaumleit- unum og með því að skapa lögfræði- legan grundvöll að lausn alþjóða deilumála, sem styðjist við nægilega sterkt framkvæmdavald — í stuttu máli sagt, með því að koma á al- heimsstjórn. F. : Leiðir atómvígbúnaður stór- þjóðanna til nýrrar heimsstyrjaldar — eða girðir hann fyrir nýtt stríð, eins og margir halda? E. : Kapphlaup stórþjóðanna í vígbúnaði er alls ekkert ráð til þess að forða frá styrjöld. Hvert skref á þeirri braut færir okkur einungis nær hruninu. Það er þvert á móti kerfisbundin alþjóða afvopnun, sem leitt gæti til varanlegs friðar. F. : Er það mögulegt að búa sig bæði til stríðs og stofnunar alheims- ríkis í sama mund? E.: Það er vitanlega ósamrýman- legt að vinna að friði og stríði sam- tímis. F.: Gelum við forðað frá styrj- öld? E.: Þessu er hægt að svara á mjög einfaldan hátt. Ef við höfum þor lil þess að vera ákveðnir fylgis- menn friðar. þá öðlumst við frið. kveðnir voru upp yfir mönnum, sem selt höfðu bifreiðar á svört- um markaði. Var hagnaður af bifreiðasölunni í báðum tilfellum gierður upptækur og þungar sekt ir dæmdar að auki. Bréfritarinn bendir með rétti á hversu ólíkar þessar aðferðir virðast vera og þær, sem hér eru notaðar til þess að fyrirbyggja brask með allskonar vörur á svörtum markaði, því áð hér dafni svarti markaðurinn vel, og sé augljós, án þfess þó að nokkrar verulegar rannsóknir hafi farið fram, um það hverjir séu þar helztu forsprakkarnir, en auðvit- að ætti að drag þá fyrir lög og dóm. F.: Hvernig? E. : Með aðstoð fasls ásetnings okkar um að vinna saman. Við erum ekki leikarar í sjónleik, heldur erum við raunverulega í þeirri aðstöðu að yfirvofandi hætta ógnar tilveru okkar, og ef við höfum ekki fastan ásetning um að leysa vandann frið- samlega, þá komumst við heldur aldrei að friðsamlegri lausn. F. : Hver haldið þér að verði áhrif atómorkunnar á menningu vora næstu 10—20 árin? E. : Þetta hefir í sjálfu sér enga. þýðingu nú. Við höfum þegar ráð á nægum vísindalegum möguleikum, ef við aðeins notfærum þá rétti- lega. F. : Hvað álítið þér um gagngera breytingu á lífsháttum vorum, sem nokkrir vísindamenn þykjast sjá fyrir, t. d. tveggja stunda vinnudag? E. : Við erum stöðugt þeir sömu. * Það verður engin gagnger breyting á okkur. Vandamál okkar liggja á sviði félags- og fjárhagsmála, á al- heimsáætluninni. F. : Hvað álítið þér, að eigi að gera við atómsprengjurnar, sem nú eru til? E. : Koma þeim undir stj órn al- þjóðanefndar, sem stendur ofar ein- stökum þjóðum. Ein einhliða af- vopnun er ómöguleg og útilokuð. Vopnavaldið verður algjörlega að komast í hendur alþjóðavalds, sem hefir umsjón með afvopnuninni. V iljinn til friðar, og það að vera fús til hlýðni við ýmsar varúðar- reglur, sem settar kunna að vera svo að takmarkinu verði náð, er það nauðsynlegasta. F. : Útvarp S. Þ. séndir til næstum allra hluta jarðarinnar. Hvað mynd- uð þér vilja að við sendum út til fólksins, ef hæltan ykist nú enn? F.:Fljótt á litið hygg ég, að Gandhi hafi verið einna réttsýnast- ur allra stjórnmálamanna vorra tíma. Við skulum leitast við að vinna í hans anda: nota ekki vald, þegar við berjumst fyrir málefnum okkar. og taka aldrei þátt i neinu því. sem við álítum illt. STEINÞÓR LEÓSSON varð 70 ára 10. þ.m. Faðir hans var Leó Halldórsson, er lengi bjó á Syðri-Tjörnum og síðar á Rúgstöð- um í Eyjafirði, en systkini hans eru Haraldur Leósson. kennari á ísa- firði og Guðrún, ekkja Eggerts Jónssonar í Holtseli. — Steinþór er maður prýðdega gefinn og vel að sér í öllum greinum, enda eftirsóttur barna- og unglingakennari. Hefir jafnan haft mikinn áhuga á lands- málum. llann hefir nú um margra ára skeið á:t heimili í Holtseli í Hrafnagilshreppi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.