Íslendingur


Íslendingur - 12.07.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 12.07.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 12. júlí Í950 fSLENDINGUR Nr. 26, 1950. TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið nýtt hámarksverð á harðfiski og verður það framvegis sem hér segir: I heildsölu: Barinn og pakkaður.. kr. 14.00 pr. kg. Barinn og ópakkaður. kr. 12.80 pr. kg. 1 smásölu: Barinn og pakkaður . kr. 17.00 pr. kg. Barinn og ópakkaður. kr. 15.80 pr. kg. Reykjavík, 6. júlí 1950. Verðlagsstjórinn. Nr. 25, 1950. TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið nýtt hámarksverð á kaffibæti og verður það framvegis sem hér segir: Heildsöluverð án söluskatts .. kr. 7.28 Heildsöluverð með söluskatti ... — 7.50 Smásöluverð án söluskatts í smásölu. — 8.82 Smásöluverö með söluskatti í smásölu . — 9.00 Reykjavík, 6. júlí 1950. V erðlagss tj órinn. Dráttarvél (MASSEY HARRIS) ásamt sláttuvél og ýtu, allt í góðu lagi og lítið notað, til sölu. TÓMAS BJÖRNSSON, Akureyri . Sími 1155. Skjaldborgarbíó LAUN SYNDARINNAR (Synden frister) Mjög áhrifamikil finnsk-sænsk kvikmynd, er fjallar um barátt- una gegn kynsjúkdómunum. Aðalhlutverk: Kerstin Nylander Kylikki Forsell Leif Wager. Bönnuð yngri en 16 ára. — Nýja-bíó — sýnir í kvöld kl. 9: DICK TRACY OG „KLÓIN" (Dick Tracy’s Dilemma) Aðalhlutverk: Ralph Byrd Kay Christopher lan Keith iack Lambert. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. HEFI TAPAÐ tveim sjálfblekungum. Annar nýr' Evershurp (rauðleitur), hinn merktur Axel Axelsson. Jón Sveinsson, sími 1358. TAPAZT HEFIR silfureyrnalokkur með hrafn- tinnusteini. Finnandi vinsam- legast skili honum í Hlíðar- götu 4 (niðri) gegn fundar- launum. VIL SELJA Royal Enfield mótorhjól. Afgr. vísar á. Nr. 24, 1950. TILKYNNING Ríkisstj órnin hefir ákveðið nýtt hámarksverð á skömmtuðu smjöri sem hér segir: í heildsölu ..... kr. 23.90 pr. kg. í smásölu ....... kr. 25.40 pr. kg. Reykjavík, 3. júlí 1950. Verðlagsstjóri. Stúlkur vanar saumaskap, er vildu taka að sér skyrtusaum í heimahúsum, tali við okkur sem allra fyrst. Verksm. DRÍFA. Lokafl vegna sumarleyfa fró 15.—21. júlí. Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. Sendi beim Spyrjið um það sem yður vantar í síma 1238. Sé það til. verður það sent heim um leið ó tímabilinu kl. 3—6. Engu lofað sem ekki er efnt. Verzlunin ESJA. GREIPAR GLEYMSKUNNAR okkar, en þau köstuðu skugga sínum á okkur þar sem við sátum og skiptumst á ástarorðum klukkustundum saman þennan síðari og hinn raunverulega brúðkaups- dag okkar. Loks risum við þó á fætur, en hikuðum enn stundarkorn, þar sem við vildum ógjarna yfirgefa þennan stað, þar sem við höfðum íundið hamingjuna. Við lituðumst um enn einu sinni og kvöddum hæðirn- ar, dalinn og ána. Við horfðumst lengi í augu, kysst- umst enn einu sinni innilega og héldum síðan af stað út í heiminn, þar sem nýtt og unaðsríkt líf beið okkar. Við gengum sem í draumi þar til við sáum hús og fólk nálægt. „Pauline“, hvíslaði ég. „Geturðu farið héðan í kvöld? Við skulum fara til London.“ „Og síðan hvert?“ spurði hún með eftirvæntingu. „Þarftu að spyrja þess? Auðvitað til Ítalíu.“ Hún leit til mín með þakklæti og þrýsti hönd mína. Við vorum nú komin heim til hennar. Hún yfirgaf mig og fór fram hjá Priscillu, sem stóð og blíndi á mig. Priscilla hafði kallað mig heimskingja í morgun og nú varð ég að hefna þess. „Priscilla“, sagði ég alvarlega. „Eg fer héðan með kvöldvagninum. Ég skrifa þér, þegar ég kem til Lon- don.“ Ég hafði hefnt mín rækilega. Þessi gamla kona, féll mér næstum grátandi til fóta. „Ó, herra Gilbert, gerðu það ekki, gerðu það ekki herra. Vesalings unga konan, ungfrú Pauline verður alveg frávita. Hún elskar jafnvel jörðina, sem þú geng- ur á.“ Ég hafði búizt við ásökunum, en ekki tilfinninga- semi af þessu tagi. Ég lagði hendina á öxl henni. „En, Priscilla. Ungfrú Pauline, frú Vaughan, kon- an mín, fer með mér.“ Priscilla grét nú ákafar en áður, en nú grét hún gleðitárum. Tíu dögum síðar stóð Pauline við gröf bróður síns. Samkvæmt ósk hennar fór hún þangað einsömul, en ég beið hennar við kirkjugarðshliðið, þar til hún kom aftur. Hún var mjög föl, og það var bersýnilegt, að hún hafði grátið mikið, en hún brosti, er hún sá kvíða- fulllan svip minn. „Gilbert, maðurinn minn,“ sagði hún. „Ég hefi grátið, en nú brosi ég. Látum fortíðina geyma sitt. Látum geisla hamingju okkar dreifa skuggum fortíð- arinnar. Sú ást, sem ég bar til bróður míns, sameinast annarri og meiri ást, ást minni til þín. Við skulum snúa bökum við hörmungum fortíðarinnar og horfa fram til okkar björiu framtíðar. Ég hefi vart meira að segja. Þó er enn eitt. Mörgum árum seinna var ég staddur í París. Styrj- öldinni milli Frakka og Þjóðverja var lokið. Fullur friður var kominn á milli þessara ríkja, en allt logaði í óeirðum. Frakkar höfðu sjálfir eyðilagt það, sem Þjóðverjar höfðu látið eftir óskemmt. Þessi fagra borg var brennd og svert af kyndlum hennar eigin borgara, þótt bálin hefðu verið slökkt og uppreisnarmönnunum svikalaust refsað. Vinur minn, ungur og skemmtilegur liðsforingi, fór með mér að sýna mér herfangelsi. Við stóðum saman þar fyrir utan þvaðrandi og reykjandi, þegar lítill hópur hermanna kom í ljós. Þeir höfðu meðferðis þrjá menn í hlekkjum. „Hvaða fangar eru þetta?“ spurði ég. „Kommúnistaþorparar.“ v „Hvað á að gera við þá?“ „Það sem ætti að gera við þá alla — skjóta þá,“ sagði Frakkinn og yppti öxlum. Hvort sem menn eru glæpamenn eða ekki, þá vekja þeir a. m. k. athygli, ef ekki samúð, er þeir eiga aðeins fáar mínútur eftir ólifaðar. Eg virti þá vandlega fyrir mér, er þeir fóru fram hjá. Einn þeirra leit upp og blíndi framan í mig. Það var Macari Mér brá, er ég sá hann, en ég blygðast mín ekki fyrir að játa, að ég fann ekki til samúðar með honum. Þrátt fyrir það, sem Ceneri hafði gert á hluta minn, þá kenndi ég í brjósti um hann, og hefði hjálpað hon- um, ef ég hefði getað, en þessi glæpamaður, lygari og svikari skyldi hafa hlotið sinn dóm, þótt ég hefði get- að bjargað honum, með því að lyfta litla fingri. Ég hafði fyrir löngu hætt að hugsa um hann, en samt var sem blóðið í mér feeri að sjóða, er ég sá hann og minnt- ist glæpa hans. Ég vissi ekki hvað á daga hans liafði drifið, siðan ég sá hann síðast, vissi ekki hve marga hann hefði svikið, en nú var loks aö því komið, aö hann hlyti makleg málagjöld. Hann þekkti mig, og hefir ef til vill haldið, að ég

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.