Íslendingur - 02.08.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg.
Miðvikudagur 2. ágúst 1950
31. tbl.
Islendingar gætu náð meginhluta fisk-
markaOsíns í heiminum í sínar hendur
segir amerískur sérfræöingur.
í byrjun vikunnar barst fslendingi skýrsla sú, sem bandaríska
sérfræðinganefndin, seni ríkisstjórnin hafði kvatt sér til aðstoðar
til rannsókna á íslenskum f iskiðnaði og til þess að gera tillögur til
úrbóta á honum, hefur sent til ríkisstjórnarinnar.
Afkastageta og ábyrgðarverb.
í skýrslu þessari er margan
fróðleik að finna um það, á hvern
hátt megi efla og hagnvta betur
en nú er gert, fiskveiðarnar og
fiskiðnað landsmanna.
Þar er réttilega bennt á það,
að allsstaðar, þar sem fast
ábyrgðarverð er ákveðið, hvort
sem það er á fiskafurðum eða
öðru, þá sé í sjálfu sér verið að
skaða viðkomandi iðngreinar
stóriega, þar eð afköst og gæði
rýrni, »því það sé ekkert sem ýti
undir að auka afköstin og skera
niður framleiðslukostnaðinn, þar
sem ákveðið verð sé tryggt fyrh'
framleiðsluna.«
Þá er og bennt á nauðsyn þess
að auka fjölbreytni í fiskfram-
leiðslunni, því að enda þótt það
geti leitt til minni fiskmagns, þá
leiði slíkt þó alls staðar, þar sem
það er gert, til aukinna árlegra
tekna bæði fyrir mannskap á
bátunum og útgerðarmenn.
Markaðsmál.
Þá er því og beint til ríkis-
s'.jórnarinnar og útgerðarsam-
banda að vísiand geti vel athug-
ab möguleikana á því, ab ná und-
ir sig mestum hluta heimsmark-
absins, eklci eimingis fyrir fros-
inn fisk, éem þó var aðallega til
athugunar í skýrslu þessari, held-
ur einnig fyrir saltaban, niður-
soðinn, reyktan og öbruvísi fram
leiddan fisk,« og nefndin byggir
þiessa skoðun sína á eftirfarandi
atriðum:
— Það er ótakmörkuð fiski-
gengd.
— Það eru til fleiri fiskteg-
undir á miðunum hér, en hjá
þeim þjóðum, sem keppa við
okkur um markað.
— Fiskimiðin eru nær landi
og fiskiðjuvíerum en annars-
saðar þekkist.
— Við veiðum betri fisk að
gæðum, en hægt er að fá ann-
arsstaðar.
— Sambærileg laun eru
eins lág eða jafnvel lægri held-
ur en í samkeppnislöndunum.«
Fyrir Ameríkumarkað er lagt
mikið upp úr því að pökkun og
allur f rágangur sé vandaður sem
bezt og auglýsingaherferð sé haf
in þar i landi til þess að kynna
fiskiðnaðarvöru okkar, og er t.d.
bent á að prýðisgóðar rækjur
sem hér á landi eru framleiddar,
hafi aldrei verið boðnar á ame-
rískum markaði.
Þá er og flyðra mjög eftir-
sótt vara í Ameríku, ef hún er
réttilega með farin, og fleira
mætti telja af þessu tagi. Og það
má segja að í Amleríku væri auð-
velt að afla markaða fyrir afurð-
ir úr mörgum þeim fisktegund-
um sem tæpast hefur verið reynt
að selja á erlendum markaði.
Framleibslan.
Þá er það talið í skýrslunni að
miklu hagkvæmara væri að reka
fiskiðnaðinn í færrj en stærri fisk
iðjuverum heldur en nú er gtert,
myndi það bæði lækka fram-
ieiðslukostnaðinn og auka á gæði
^furðanna, því þá væri hægt að
hafa hvert iðjuver betur búið
allskyns nýtízku tækjum.
Þá er í skýrslunni tekin upp
nokkur ummæli þeirra, sem haft
hafa með höndum sölu íslenzkra
fiskflaka í Ameríku, og satt að
segja er langur vegur frá, að þau
séu íslenzku framleiðslunni hag-
stæð.
Þar er greinilega tekið fram,
að framleiðslan sé á engan hátt
fullnægjandi, það skorti mjög á
vandvirkni við framleiðsluna og
varan sé oft og tíðum skemmd.
Margskomar fisktegundir eru
síundum í sama pakka, og pökk-
tinin er mismunandi frá ýmsum
stöðum. Þetta allt leiðir til þess,
að einn kaupmaðurinn segist þá
aðeins kaupa íslenzk fiskflök,
þegar framboðið sé svo lítið, að
viðskiptavinirnir kaupi hvað sem
er, án þess að kvarta.
Nibursta,ban.
Nefndin kemst að þeirri eðli-
legu niðurstöðu, að eina lausnin
sé: umsetning með fyrsta flokks
vöru, pakkaðri í viðhlítandi um-
búðir og sé fáanleg á samkeppn-
isfæru verði.
»Þetía vandamál er alls ekki
óvinnandi, en það verður að ná
því með gætni og á vel skipulagð
an hátt, af því að það er afar
þýðingarmikið að vel takist með
lausn þess fyrir íslenzku þjóðina,
og það verbur ab gera það meb
þeim heilindum, sem stendur of-
<w öllum persónulegum haga
munum.«
Biskupinn yfir íslandi veröur
sextugur á morgun
Mac Arthur
Á morgunn, 3. ágúst, verður
biskup landsins, séra Sigurgeir
Sigurðsson, sextugur. Hann er
fæddur í Túnprýði á Eyrarbakka
3. ágúst 1890, sonur Sigurðar
Eiríkssonar organista þar, sem
lengi var regluboði. Hann lauk
stúdentsprófi 23 ára gamall og
guðfræðiprófi 4 árum síðaf, árið
1917. Sama ár var hann vígður
eðstoðarprestur til I'safjarðar-
prestakalls, en veitt Eyrarþing
í Skutulsfirði árið eftir.
Hann var prófastur í N-fsa-
fjarðarprófastsdæmi frá árinu
1927 og þar til hann var skipað-
ur biskup yfir íslandi árið 1939.
Auk alls þessa hefur hann
gengt fjölmörgum öðrum trúnað-
arstörfum, bæði á hinu andlega
og veraldlega sviði.
Hann hefur oft dvalið lerlendis,
ó Norðurlöndum, Þýskalandi,
Englandi og í Bandaríkjunum.
íslendingur óskar biskupnum
allra heilla á þessu merkisafmæli.
ameríski hershöfðinginn, sem jrœgastur
varð jyrir sigra sína á Japönum á Kyrra-
hafseyjunum í síðustu styrjöld. Enda þótt
hann hafi í fyrstu orðið að láta undan
síga jyrir ojurejli hins japanska liðs,vegna
þess hversu ameríski herinn var gjörsam-
lega óviðbúinn hinni tilefnislausu og
fálskulegu árás Japana, þá tilkynnti hann
þó, að hann myndi koma aftur, þegar
hann hefði búið her sinn nauðsynlegustu
tœkjum. Þetla loforð sitt efndi hann á
eftirminnilegan hátt.
Nú stjórnar þessi frœgi hershöjðingi
aðgerðum hers þess, sem fyrir áskorun
Sameinuðu þjóðanna hefir tekið að sér
að verfa S.-Kóreu lýðveldið fyrir inn-
rásarher kommúnista.
HÆTTULEGUR
LEIKUR
Síðastliðinn laugardag vildi það
slys til að vörubifreið ók yfir 13
ára gamlan dreng hér í bænum. Var
drengurinn á reiðhjóli og var á leið
upp í sundlaug, en hefir verið orð-
inn þreyttur á að stíga hjólið og
ætlaði að létta undir fyrir sér með
því að hanga aftan í vörubíl, sem
var á leið upp brekkuna. Hann
beygði að bifreiðinni, en svo illa
tókst til, að hjólið lenti inn undir
vörupallinum framan við afturhjól-
ið svo að drengurinn féll í götuna.
Það má heita Guðs mildi, að
ekki skyldi verða stórslys þarna, því
að afturhjólið á bifreiðinni fór bæði
yfir fótlegg drengsins um hnéð og
handlegg hans. Var farið með
drenginn strax á sjúkrahúsið til
rannsóknar, en síðan var hann flutt-
ur heim. Mun hann eins og gefur
að skilja hafa marizt illa, en ekki
brotnað.
Það hefir vafalaust oft verið brýnt
fyrir þessum dreng, eins og öðrum
börnum, að gera sér ekki að leik að
hanga aftan í bifreiðum, því að fyrr
en varir getur hent slys sem þetta,
og það er alls ekki víst að sá næsti
sleppi eins vel og þessi drengur
gerði þó.
Síldarleitarflugvélin eyðileggst
í lendin£u.
Það einstaklega óhapp vildi til
á laugardaginn var, að síldar-
leitarflugvélinni sem hlefur haft
bækistöð á flugvellinum inn á
Melgerðismelum, hlekktist svo
illa á í lendingu, að líklegt má
telja að hún hafi gjöreyðilagst.
Flugmennina, þá Pál Magnús-
son og Valberg Lárusson, sakaði
hvorugan, og má það teljast ein-
stakt lán í þessu óláni.
Blaðið átti tal við Pál Magn-
ússon um tildrögin að slysinu, og
segist honum svo frá:
»Við vorum að koma úr síld-
arleit í glampandi vieðri, eftir
langvarandi hlé á leitinni vegna
stormatíðar. Á heimleiðinni urð-
um við varir við að nokkurt mis-
vindi var uppi, en þegar við kom
umst í samband við flugstöðina
var okkur tjáð að þar væri ágætis
veður; við lækkuðum því flugið
og vindur fór lægjandi eftir því
siem neðar dróg. Við létum skjóta
upp rakettum til þess að sjá
hvort um nokkurt misvindi væri
að ræða á vellinum, og reyndist
svo ekki vera.
Lendingin sjálf gekk alveg
prýðilega, og í alla staði eðlilega,
og við höfðum þegar hægt svo á
vélinni að hún rann hægt eftir
vellinum og áttum ekkert eftir að
gera en að stöðva hana alveg,
þegar þessi rokna hvirfilvindur
rýkur aftur undir vélina, rýfur
hana upp með sér og feykir henni
með ofsahraði út af brautinni og
upp á barðið fyrir ofan. En það
sem bjargaði því að við fórum þó
ekki ver en varð, var að með
ósjálfráðu snarræði tókst okkur
að kyppa upp hjólunum, svo að
hún hfentist eftir bakkanum á
maganum, en stakkst ekki koll-
hnýs. Nokkru eftir að svona var
komið, var dottið á dúnalogn aft-
ur.«
Vélin var af Hudson gerð, tví-
hreyfla, og er mjög þung.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
slys verða á flugvélum á vellinum
inni í firði með sama hætti og
hér varð. Hann er af kunnum,
talinn hættulegur vegna mis-
vindanna.