Íslendingur


Íslendingur - 02.08.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 02.08.1950, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 2. ágúst 1950 Úlgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tómas Tómasson. Auglýsirjgar og afgreiðsla: Árdís Svanbergsdóllir. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 1354. I'rentsmiðja Björns Jónssonar h.f. IOnaOur og gjalfleyrir Á tímum gjaldeyrisörðugleika, fjárkreppu og atvinnuvandræða, þá fer ekki hjá því að mönnum verði tíðhugsað og tíðrætt um horfur og möguleika á að bæta þar úr. Islenzka þjóðin hefir alla tíð, átt við slíka örðugleika að etja, að undanskild- um gullárum stríðsins, en hún hefir alltaf reynt efiir fremsta megni að klóra í bakkann og bjarga sér. — Það mun alls ekki leika á tveim tungum að við höfum núna miklu betri möguleika í baráttunni við að- steðjandi erfiðleika heldur en þjóð- in hefir áður haft, og það væri því undarlegt, ef barlómurinn myndi nú draga svo kjark og þrek úr lands- mönnum, að árar yrðu lagðar í bát og þjóðarfleyið látið fljóta and- spyrnulaust að feigðarósi. Á síðastliðnum árum hafa gjald- eyrislekjur þjóðarinnar farið hríð- minnkandi, er þetta bæði vegna markaðsörðugleika erlendis og afla- brests hér heima. Það er örðug glíman við þessa vágesti og okkur að mestu leyti ekki sjalfráð, en það mætti draga afarmikið úa þeirri hættu, sem aflabrestur á miðunum og uppskerubrestur til landsins valda. ""~M , Atvinnuvegir landsmanna eru orðnir of einhæfir. Það er orðið alltof mikið í húfi, ef miður iekst til um aflabrögð. Þá er öllum löngu ljóst, að hér á landi má hagnýta útflutningsafurðir okkar miklu betur en nú er gert. Orkulyndir eru nægar. Þá má einn- ig spara geysimikinn erlendan gjald- eyri með því að flytja inn meiri er- lend hráefni en gert er, og vinna úr þeim hér til neyslu á heimamarkað- inum og okkur ætti ekki síður en öðrum þjóðum að vera ókleift að flytja slíkar iðnvörur aftur á erlend- an markað, ef svo væri í haginn bú- ið fyrir ísL framleiðendur, að þeir gætu keppt á svipuðum grundvelli og hinir erlendu keppinautar. Af skýrslu sem Fjárhagsráð létirá sér fara um iðnaðinn eftir ýtarlega rannsókn á árinu 1947, sézt glögg- lega hversu þýðingarmikill þáttur iðnaðurinn er í þjóðarbúskapnum og hversu mikill hann gæti verið, ef um fulla hagnýtingu, þó ekki væri nema þeirra véla sem nú eru til í land'nu. vrori að ræða, en nýsköp- unarstjórnin skilaði í hendur lands- manna þeiin fullkomnustu fram- leiðslutækjum, sem fáanleg voru í móigum greinum. Af skýrslunni kemur meðal annars fram að % hluti landsmanna gæti haft framfæri af iðnaðinum einum, ef um full afköst væri að ra'ða. Það er ekki einasta að iðnaðurinn skapi gjaldeyri heldur sparar hann hann einnig. Þá er og honum sam- fara mikill dulinn hagur fyrir þjóð- aibúskapinn — skapar örugga og trygga atvinnu fyrir fjölda manns svo að skaltþol þegnanna eykst o.fl. En þrátt fyrir þetta þá var þó allt til stríðsáranná ríkjandi mikið skilningsleysi forráðamanna þjóðar- innar á alvinnuvegi þessum, en þó að mikið hafi þar breyzt til balnað- ar eru þó v^ða agnúar, og það er ekki nóg þó að framleiðslutækin hafi verið keypt, það þarf meira til. Það verður að teljast harla lítt skiljanlegar ráðstafanir að hafa flutt til landsins fyrsta flokks verksmiðju- vélar. afka&amiklar en dýrar, en hindra svo að þær geti verið starf- ræktar að nokkru eða öllu leyti með því að veita ekki gjaldeyri til lítil- vægra hjálparvéla, ýmissa nauðsyn- legra áhalda, auk þess sem þær verk- smiðjur, sem vinna úr erlendu hrá- efni hafa oft og tíðum orðið að stöðva vinnslu vegna hráefnaskorts. Þess konar ráðsmennska er þeim mun ver skiljanleg, þar sem vitað er að kuigfiestar vinnuvélar verða á til ölulega skömmum tíma úreltar, svo að nýta þarf þær sem bezt áður en þeim er varpað fyrir ofurborð vegna þess að nýjar fullkomnari vélar koma á markaðinn, sem út- rýma þeim eldri og þá jafnt þeim, sem óslitnar eru vegna notkunarleys- is, og hinum sem nýttar hafa verið til hins ýtrasta svo að enginn skaði er í að leggja þær af. Þá er þessi tregða um veitingu gjaldeyris til iðnaðarins þeim mun sorglegri sem innflutningur á alls konar ónauðsynlegum varningi virðist að litlu einu hafa rénað og nægir í því sambandi að minnast á bifreiðainnflutninginn, sem ekkert lát virðist ælla að verða á, og er þó í því tilfelþ um hreina gjaldeyris- eyðslu að ræða bæði nú og fram- vegis, þar sem ekkert kemur í aðra hönd. Það er á fleiri stóðum en þessum, sem skórinn- kreppir að, þó að ekki verði rakið meir að sinni, en þess er að vænta, að Fjárhagsráð og stjórnarvöld landsins fari að gefa iðnaðinum meiri gaum og sýna hon- um meiri ræktarsemi, eftir að þeir hafa kynnt sér til hlýtar öll þau gögn, sem safnað var að tilhlutan Fjárhagsráðs, og varpa allskýru ljósi á þýðingu iðnaðarins og hvar þarfir hans séu mestar, enda er því slegið föstu í skýrslunni, að iðnað- urinn eigi fullkomlega rétt á sér og sé þýðingarmikill þáttur fyrir gjald- eyrisöflun þjóðarinnar. Styrkair samtakaiðnrek enda í öriim vexti Iínrekendur úr Reykiavík: heiinsækja stéttar- bræínr sína á Akureyri. Vaxandi skilningur íorráíamanna Jjóíarinnar á nauísyn og gildi íslenzks verksmiíjuiínaBar íyrir íjárhgslega aíkomu íióíarinnar. HEIMSÓKN IÐNREKENDA. Um miðjan júlí sl. komu hingað til Akureyrar milli 20 og 30 iðnrek- endur úr Reykjavík, var það stjórn og varastjórn Félags íslenzkra iðn- rekenda og ýmsir meðlimir þess fé- lags. Dvöldu þeir hér í þrjá daga Kristján Jóh. Kristjánsson, formaður Fél. ísl. iðnrekenda. um helgi og skoðuðu hér ýmsar verksmiðjur og iðjuver og ræddu við forustumenn iðnaðarins hér um sameiginleg áhuga- . og vandamál, sem iðnaðurinn á og hefir átt við að etja. Félag ísl. iðnrekenda í Reykjavík bauð fjölmörgum iðnrekendum og öðrum gestum hér í bæ til hófs að Hótel KEA. Voru margar ræður fluttar og rædd þau mál, sem efst eru nú á baugi meðal félagsmanna. Þá var og farið austur í Vaglaskóg í boði Iðnrekendafélags Akureyrar, auk þesssem nágrenni bæjarins var skoðað. Tilgangur þessarar kynnisfarar er auðvitað fyrst og fremst sá að auka kynni og samvinnu meðal einstakra iðnrekenda innan félaganna, 'ræða sameiginleg hagsmuna- og réttinda- mál og kynnast þörfum hverra ann- arra, svo að traust samstarf geti verið grundvallað á þekkingu og skilningi. í tilefni af þessari för sneri blað- ið sér til Vigfúsar Þ. Jónssonar, for- manns Iðnrekendafélags Akureyrar og leitaði hjá honum upplýsinga um ástand og horfur í iðnaðarmálum landsmanna og um samtök þau, sem iðnrekendur hafa nú á síðari árum bundist, til baráttu fyrir framgangi iðnaðarins og þá um leið íil far- sældar fyrir landsmenn í heild. FÉLAGSSAMTÖK. Félag ísl. iðnrekenda var stofnað árið 1933 og var Sigurjón Pé'.ursson frá Álafossi aðalhvatamaðurinn að félagsstofnuninni. Var hann formað- ur félagsins óslitið fyrstu 12 árin. Stofnendur voru alls 14 verk- smiðjur í Reykjavík, en á síðast- liðnu ári voru verksmiðjur þær, sem að félagsskapnum stóðu orðnar 124. Tilgangur félagsins var að safna öll- um íslenzkum iðnrekendum í einn félagsskap til eflingar og verndar ís- lenzkum iðnaði og vera málssvari hans í hvívetna. Að þessu marki hefir verið unnið einhuga síðan. Félagið hefir haldið uppi baráttu fyrir því að íslenzk verksmiðjuframleiðsla yrði viður- kennd sem sjálfstæð atvinnugrein, og að FÍI yrði um leið viðurkennt sem rétímætur og sjálfsagður full- trúi þeirrar atvinnugreinar gagnvart því opinbera. Félagið hefir látið mikið til sín taka í öllum þeim málum, sem fé- laga þess varða, svo sem tollmálum, innflutnings- og gjaldeyrismálum, skömmtunarmálum og mörgum fleiri, og hefir árangurinn oft orðið undra góður. Ennfremur hefir það verið sjálfkjörinn málssvari verk- smiðjurekenda í kaupgj aldsmálum, annast alla vinnusamninga fyrir þeirra hönd, og verið sjálfsagður aðili, ef deilur hafa risið milli þeirra og iðnverkafólks. Hefir það jafnan reynt með sanngirni og réttsýni að miðla þar málum, þannig að báðir aðilar mæ'.tu vel við una. Þá hefir félagið haldið uppi all- mikilli kynningarstarfsemi, til þess að gera bæði almenningi og ráða- mönnum þjóðfélagsins ljóst hversu geisiþýðtngarmikill iðnaðu>inn er fyrir þjóðarbúskapinn í heild. Það gekkst t.d. fyrir því árið 1946, að ríkisstjórn og alþingismönnum var boðið að skoða fjölmargar verk- smiðjur í Reykjavík. Þá íók félagið og virkan þátt í Reykjavíkursýning- unni 1948 og hafði þar mjög mynd- arlega sérstáka deild, sem vakti ekki hvað minnsta athygli þeirra þús- unda, sem sóttu sýninguna. Fyrir at- beina félagsins lét Fjárhagsráð á-ár- inu 1947 fara fram rækilega og svo nákvæma rannsókn á íslenzkum iðn- aði sem tök voru á, og má segja að skýrsla sú, sem rannsóknarnefndin gaf um störf sín, sé eina sæmilcga heimildin um þróun og ástand iðn- aðarins hér á landi síðustu árin. Formaður félagsins nú síðastliðin 5 ár hefir verið Kristján Jóh. Kristj- ánsson, og hefir hann ætíð rækt þann starfa með sérstökum dugnaði og áhuga. Páll S. Pálsson hefir verið fram- kvæmdarstjóri félagsins frá árinu 1947 og hefir með frábærum dugn- aði einbeitt sér að fjölmörgum þýðingarmiklum málum, sem til heilla hafa mátt horfa fyrir félags- menn. Hann er nú varamaður for- manns Fj árhagsráðs, að eindreginni Páll S. Pálsson, . framkvœmdastjóri Fél. ísl. iðnrekenda. ósk félagsins, þar eð það var þess fullvíst, að með því móti öðlaðist Fjárhagsráð frá fyrstu hendi ör- ugga vitneskju um þarfir iðnaðar- ins, enda mun Páll nú vera einhver fróðasti maður hérlendis um þau mál. Árið 1947 var stofnað félag iðn- rekenda á Akureyri að tilhlutan Fél. ísl. iðnrekenda og fyrir forgöngu f ramkvæmdarstj óra f élagsins og Sveinbjarnar Jónssonar. Félagið var stofnað með 12 verk- smiðjum: Efnagerð Akureyrar, for- maður félagsstjórnar, Valgarður Stefánsson; Sindri h.f. kolsýru- vinnsla, forstj. Egill Sigurðsson; Amaro, nærfatagerð, forstj. Skarp- héðinn Ásgeirsson; Dúkaverksmiðj - an h.f., forstj. Vigfús Þ. Jónsson; Iðja, amboðagerð, forstj. Lárus Vigfús Þ. Jónsson, form. Iðnrekendafél. Akureyrar. Björnsson; Leifsleikföng s.f., forstj. Leifur Ásgeirsson; Verksm. Drífa h.f., forstj. Ottó Pálsson; Bernhard Framhald á 5. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.