Íslendingur


Íslendingur - 02.08.1950, Síða 3

Íslendingur - 02.08.1950, Síða 3
Miðvikudagur 2. ágúst 1950 ÍSLENDINGUR 3 Íbúðarskípti, Akurcyri - Rvík Óska eítir íbúð á Akureyri í skiptum fyrir 3ja herbergja íbúð í Reykjavík. —- Kaup á íbúð á Akureyri koma til greina. Upplýsingar gefur Eggert Jónsson, hdl. TILKYNN I NG Nr. 27, 1950. Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið, að öll verðlagsákvæði á öli og gosdrykkjum, bæði að því er snertir framleiðslu og verzlun, skuli úr gildi fallin. Reykjavík, 18. júlí 1950. Verðlagsstjórinn. TILKYNNING fró Fjármólaróðuneytinu. Að gefnu tilefni skal athygli vakin á 5. gr. laga nr. 56 1950 um breyting á lögum nr. 39 1943 um húsaleigu, en þar segir svo: „Hámark þeirrar húsaleigu, að viðbættri vísitöluuppbót samkv. 6. gr., sem ákveða má fyrir íbúðarhúsnæði, skal vera 7 krónur á mánuði fyrir hvern fermetra gólfflatar íbúðarinnar, séu húsin byggð fyrir árslok 1944, en 8—9 krónur fyrir hvern fermetra í húsum, sem byggð eru 1945 og síðar. Nú er lofthæð íbúðar minni en 2,5 m., og lækkar þá hámark þetta hlutfallslega sem því nemur, er hæðin er minni en 2,5 m. Nú er greidd hærri húsaleiga en ákvæði laga þessara heimila, og skal leigan þá lækkuð samkv. há- marksákvæðum hér að framan.“ Það er sameiginlegt álit ráðuneytisins og yfirhúsaleigunefndar að þessa grein beri að skilja þannig, að hækkun á húsaleiguvísi- tölunni heimili ekki hækkun á húsaleigu upp fyrir það hámark, sem í ofannefndri lagagrein segir, og ef húsaleiga er reiknuð hærra sé það gagnstætt lögunum og refsivert. Félagsmálaráðuneytið, 20. júlí 1950. BIFREIÐ Fimm manna fólksbifreið ný uppgerð til sýnis og sölu á bif- reiðastæðinu við Lögregluvarðstofuna eftir kl. 19 næstu kvöld. Nánari upplýsingar gefur Björn Guðmundsson. Miðvikudaginn 9. ágúst næstkomandi fer fram vörujöfnun til allra viðskiptamanna vorra er hafa vörujöfnunarseðil frá 1950 (bláan), gegn reitum 3 og 4. Sýna ber vörujöfnunarseðilinn við inngöngu í vefnaðarvöru- deildina. Verzl. Eyjafjérður h.f. mwmmm* Auglýsið í íslendingi — Nýja - bíó — Sýnir í kvöld kl. 9 T Ý N D I E R F I N G I N N Spennandi sakamálamynd frá Exclusive Film. Leikstjóri: GODFREY GRAYSON Helstu leikarar: VALENTINE DYALL JULIA LANG Skjaldborgarbíó BLÚNDUR og BLÁSÝRA (Arsenic and old lace) Amerísk mynd gerð eftir sam- nefndu leikriti. Aðalhlutverk: Cary Grant Peter Lorre o. fl. Bönnuð yngri en 16 ára. BARNAVAGN óskast keyptur. Upplýsingar í síma 1854. Óska eftir íbúð Ung hjón, með barn á öðru ári, óska eftir íbúð til leigu, mætti jafnvel vera eitt her- bergi ásamt eldhúsi eða eld- unarplássi. Töluverð húshjálp getur komið til greina ef óskað er. A. v. á. Píanoharmonika til sölu. Stefán Halldórsson, Ægisgötu 18. RAFLAGNIR og viðgerðir. RAFORKA H.F. Kaupvangstorgi 3, sími 1048 R E Y K T U R S I L U N G U R HAFNARBÚÐI N h.f. í B Ú Ð ÓSKA EFTIR 4ra herbergja íbúð til leigu um 15 septem- ber n.k. Upplýsingar gefur Sigurð- ur Olafsson, í Utgerðarfélagi K.E.A. — Bergur Pólsson, skipstjóri. Greiðsliibandalag Evrópn. Rikisstjórnin hefur sent hlaðinu greinargerS um inngöngu Islands i Greiðslubandalag Evrópu, og fer hún hér á eftir aö meginefni. Ríkisstj órnin hefir ákveðið að ís- land skuli taka þátt í greiðslubanda- lagi Evrópu, European Payments Union, sem nú er verið að setja á laggirnar. í sambandi við þátttöku í greiðslubandalaginu fær ísland frá efnahagssamvinnustj órn Bandaríkj - anna, ECA, 4 milljóna dollara fram- lag, sem jafngildir 65 milljónum kr., á tímabilinu frá 1. júlí 1950 til 30. júní 1951. Þessi upphæð verður hot- uð samkvæmt ákveðnum reglum til að greiða halla á viðskiptum við Evrópuríkin, sem þátt taka í Mars- halláætluninni, og kemur hún til við- bótar dollaraframlögum, sem ECA veitir íslandi vegna nauðsynlegra innkaupa frá dollarasvæðinu. Marshallaðstoðin var á sínum . tíma ókveðin með það fyrir augum, að löndin, sem yrðu hennar aðnjót- andi, stofnuðu til víðtækrar sam- vinnu sín á milli til úrlausnar sam- eiginlegum vandamálum. Aðstoðinni var ætlað það markmið, að löndin sem heild gætu staðið á eigin fótum fj árhagslega við lok Marshalltíma- bilsins um mitt ár 1952. Til þess að koma á slíkri samvinnu, var þegar í upphafi sett á laggirnar í París efna- hagssamvinnustofnun Evrópu, OEE C, með þátttöku allra þeirra ríkja, sem slanda að Marshalláætluninni. Einn mikilvægasti þáttur þessar- ar samvinnu er sá að koma á frjáls- ari greiðsluviðskiptum milli þátt- tökulandanna og helzt að afnema hvers konar höndur á yfirfærslum milli þeirra. Haustið 1948 urðu þótt- tökuríkin ásátt um að koma á fót greiðslukerfi sín á milli, svokallað „drawing rights“-kerfið. ísland liefir ekki verið virkur aðili að þessu greiðslukerfi Mars- lialllandanna, enda kom framan af ekki til mála, að ísland fengi „óbeina aðstoð“ í formi „drawing rights“, þar eð landið hafði þá greiðsluafgang gagnvart öðrum þátt- tökuríkjum. Island naut þó, vegna óbeinnar aðildar sinnar að greiðslu- kerfinu, góðs af því á þann hátt, að Grikkjum var selt mikið af saltfiski gegn sterlingspundum, sem voru hluti af þeim „drawing rigths“, sem Bretland lét Grikklandi í té. Fljótlega kom í ljós, að þetta greiðslukerfi var ófullnægjandi og að nauðsynlegt var að gera víðtæk- ari ráðstafanir til þess að koma á raunhæfu, marghliða greiðslufyrir- komulagi í stað liins ríkjandi tvíhliða greiðslufyrirkomulags. Stofnun greiðslubandalagsins stendur í nánu sambandi við sam- þykkt'r samvinnustofnunarinnar (OEEC) um, að löndin afnemi liöft á innflutningi og duldum greiðslum að vissu marki, og stuðli þar með að aukningu viðskipta og bættri af- komu landanna í heild. Ríkisstjórn Islands hefir fram að þessu ekki tal- ið sér fært að létta af innflutnings- liöftum í samræmi við ákvarðanir OEEC og tilfærir ástæður fyrir því, sem hafa að svo stöddu verið tekn- ar gildar af samvinnustofnuninni. Með stofnun greiðslubandalagsins er komið á fullkomnu, marghliða greiðslufyrirkomulagi, sem gerir það að verkum, að hvert þátttöku- ríki þarf að jafnaði ekki að skeyta um gjaldeyrisafkomu sína gagnvart hverju öðru þátttökuríki, þar sem það er einungis greiðslujöfnuðurinn við þátttökulöndin í heild, sem hefir þýðingu. Nokkur lönd fá byrjunarinneign („initial position“) hjá greiðslu- bandalaginu, og er hún notuð til þess að jafna fyrirsjáanlegan greiðsluhalla, sem á rót sína að rekja til sérstakra erfiðleika, sem verður ekki bætt úr á annan hátt að sinni. ECA ákveður að rannsökuðu máli, hvaða lönd skuli fá byrjunar- inneign í greiðslubandalaginu og hve hárri upphæð hún skuli nema. Hefir í þessu skyni verið lagt til hliðar fé af fjárveitingu Bandaríkja- þings vegna efnahagssamvinnu Ev- rópurikjanna á árinu 1950—1951. Er hér um að ræða óendurkræft framlag til hlutaðemandi lands til viðbótar dollaraframlaginu til þess. Skal því hluíaðeigandi móttökuland greiða í eigin mynt í mótvirðissjóð jafnvirði byrjunarinneignar. sem notuð hefir verið. Síðastliðin tvö ár hefir gjaldeyris- afkoma Islands gagnvart öðrum þátttökuríkjum breytzt mjög mikið landinu í óhag, í stað nokkurs greiðsluafgangs gagnvart þeim er nú kominn greiðsluhalli. sem gera má ráð fyrir að nemi mjög hárri upp- hæð á yfirstandandi ári. ísland hef- ir því ríka þörf fyrir að vera að- njótandi þeirra hlunninda. sem fvlgja þátttöku i liinu fyrirhugaða greiðsluhandalagi. fvrst og fremst að því er snertir möguleika á að fá úthlutaða byrjunarinneign hjá því. Á liinn bóginn hefir verið ástæða til að ætla, að greiðsluhalli íslands | gagnvart öðrum þáttlökuríkjum | væri þess eðlis. að hann réttlætti : sérstakt framlag af hálfu ECA í 1 formi byrjunarinneignar hjá greiðslubandalaginu samkvæmt Framhald á 4. síðu.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.