Íslendingur - 02.08.1950, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR
Miðvikudagur 2. ágúst 1950
Greiðsiubandalag
Evröpu.
Framh. af 3. síðu.
þeim reglum, sem settar haía verið
uni veitingu slíkrar aðstoðar.
Ríkisstjórnin ákvað af þessum
sökum að athuga möguleika á sjalf-
stæðri þáttiöku íslands í greiðslu-
bandalaginu. Þurfti fyrst að ganga
úr skugga um, hvort það væri sam-
rýmanlegt áframhaldandi aðild ís-
lands að sterlingsvæðinu. Var það
mál lagt fyrir hlutaðeigandi brezk
stjórnarvöld, sem svóruðu málaleit-
aninni á þann veg, að þátttaka í
greiðslubandalaginu væri samrým-
anleg áframhaldandi aðild að ster-
lingsvæðinu, og að Island mundi
ekki á neinn hátt eiga á hættu að
missa þau hlunnindi, sem það nýtur
sem meðlimur sterlingssvæðisins,
þó að það sækti um upptöku í
greiðslubandalagið.
I júnímánuði bar ríkisstjórnin
fram þau tilmæli við efnahagssam-
vinnustofnunina í París að Island
fengi inngöngu í greiðslubandalag-
ið á sama grundvelli og önnur þatt-
iökuriki. Jafnframt var, með skír-
skolun til fyrirsjáanlega mikils
greiðsluhalla vegna erfiðleika á sölu
íslenzkra afurða, farið fram á þacf
við ECA, að Islandi yrði veitt byrj-
unarinneign í greiSslubandalaginu.
Þann 10. júlí tilkynnti Milton
Katz, forstjóri Evrópuskrifstofu ECA
í París, sendiherra Islands þar, að
ECA hafi ákveðið, að Island fái ár-
ið 1950—51 byrjunarinneign að
upphæð 4 milljónir dollara eða 65
milfjónir króna eftir ákveðnum regl-
um, sem síðar verða settar og gegn
því að jafnvirði þessarar upphæðar
sé greitt í íslenzkum krónum í mót-
virðissjóð. Kvóti íslands í greiðslu-
bandalaginu verður sennílega 15
milljónir dollara sem hámark. Yrði
nokkuð af kvótanum notað, yrði það
ekki fyrr en búið væri að nota að
fullu byrjunarinneignina. Má ekki
gera ráð fyrir, að kvótinn verði hag-
nýttur svo nokkru nemur, eins og
þessum málum er háttað.
Þess skal getið, að auk íslands
munu eftirgreind þáttiökulönd fá
byrjunarinneign í greiðslubandalag-
inu sem hér segir:
Austurríki 80 milljónir dollara,
Grikkland 115 millj. dollara, Hol-
land 30 millj. dóllara, Noregur 40—
70 millj. dollara (hluti af því lán
frá greiðslubandalaginu, sem endur-
greiðist) og Tyrkland 25 millj. doll-
ara (öll upphæðin lán frá greiðslu-
bandalaginu). Austurríki og Grikk-
land fá ekki kvóta í greiðslubanda-
laginu, þar sem byrjunarinneignin,
sem þeim er úthlutuð, er hærri en
kvótinn mundi verða.
T A P AÐ
Drengjaúlpa brúnköflótt tap-
aðist á bílveginum Grund ¦—
Merkigil h. 30. júlí. Finnandi
skili að Grund gegn fundar-
launum.
Kórea, atvðllur storveidanoa
I Anstur - Asíu
Það er alls ekkert nýtt í sögu
Kóreuskagans, að hann sé notaður
sem atvöllur í stórveldapólitískum
átökum í Austur-Asíu, enda er hann
eins og hernaðarlega mikilvæg brú
milli meginlandsins (Mansjúríu) og
Japan.
Áður en núverandi styrjöld braust
þar út, þá hafði Kórea á síðustu 60
árum tvívegis orðið bitbein nær-
liggjandi stórvelda, Kínversk-Jap-
anska stríðið 1894 og Rússnesk-
Japanska stríðið 1905.
Þessi ólánssaga landsins verður
að mestu skýrð með hernaðarlega
mikilvægi þess. Aðalborgin í suðri,
Pusan, sú sem nú er hatrammlegast
barist um og Mc Arthur hefir til-
kynnt að verði varin, hvað sem það
kosti, er einungis um 120 mílur frá
Japan. En norð-austur horn lands-
ins er á hinn bóginn um 100 mílur
frá Vladivostok, sem er einhver að-
alhafnarborg og herskipahöfn
Rússa í Síberíu.
Japanir eru vanir að kalla landið
„ríting, mundaðan að hjarta Jap-
an", og þetta gæti það verið, þó
raunin hafi hins vegar orðið sú, að
Kórea hefir miklu frekar verið brú-
arsporður fyrir innrásir Japana á
meginland Asíu.
Rússland fór ekki fyrir alvöru að
taka þátt í kapphlaupinu um áhrif
í Kóreu fyrr en 1860, þegar þeir
höfðu tryggt aðstöðu s'na í suð-
austur héruðum Síberíu, og komist
með því að landamærum skagans.
Ágætt dæmi um sögu Kóreu —
lítið ríki, sem gefst upp, eftir frelsis-
og sjáifsiæðistíma, fyrir ofurkappi
stórvelda — finnast hvað eftir ann-
að löngu fyrir 19. öldina. Það var
að vísu svo, að á fyrstu öldum kristn-
innar, þegar norður hluti skagans
var óaðskilinn hluti úr kínverska
keisaraveldinu, þá var hagurinn af
utanaðkomandi afskiptum miklu
meiri en óhagræðið.
Kínverjar fluttu fyrstu menning-
arsáðkorn'n til skagans, og á Han-
límabilinu var menning N.-Kóreu á
allháu stigi og hefir þetta komið
ljóst fram af ýmsum fornleifafund-
um. Þegai Han-veldið leið undir
lok, þá komst Kórea í hendur þjóð-
flokka þeirra, sem byggðu steppu-
löndin norð-vestur af landinu, og
voru þeir hálfgerðir villimenn.
INNRÁS KÍNVERIA.
Þjóðflokkar þessir (Tungus) smá-
blönduðust upprunalega íbúunum
og myfiduðu þjóðina og konung-
dæmið Kóreu, en það tók ekki ein-
asta yfir N.-Kóreu heldur og Austur-
Mansjúríu. Um sama leyti, á 5. og
6. öld eftir Krist, risu upp tvö smá
konungsdæmi í Suður og Suð-aust-
ur Kóreu.
Nyrsía og öflugasta konungsdæm-
ið, en eftir því hefir allur skaginn
fengið nafn, var nógu sterkt til þess
að verjast árásum kínversku Sui og
Táng keisaraveldanna um nokkur
ár, áður en það að lokum varð að
lúta í lægra haldi árið 668 fyrir vel
skipulagðri kínverskri innrás, en þá
var gerð samtímis innrás af sjó á
suður konungsdæmin og her settur
þar á land, og árás hafin á Kóreu
úr vestri.
Eftir þetta var Kórea yfirráða-
svæði Kína, þar til Táng keisara-
ættin leið, en þá, á 10. öld, fékk hún
sjálfstæði, en tapaði þó öllu man-'
sjúriska landsvæðinu, sem fyrra
konungsdæmi Kóreu tók yfir, og
varð nú Yalu áin mörk ríkisins að
norðan og hefir verið það síðan.
Eftir þetta varð skaginn aldrei
framar hluti af Kínaveldi, þó að
konungsríkið Kórea væri lengi síðar
skattland hinna voldugu kínversku
keisaraætta.
En þegar Kóreubúar losnuðu úr
hættunni við kínverska landvinn-
inga í landi þeirra, varð þeim strax
ógnað með yfirgangi Japana. Langt
og óútkfjáð stríð var háð á s'ðari
hluta 15. aldar milli japanska inn-
rásarherja og herja Ming keisara-
veldisins. Að lokum drógu Japanir
sig til baka, en þó miklu frekar
vegna ólgu og vandræða heima fyr-
ir heldur en kínverskra sigra.
HARKALEG TRUFLUN.
Undir Manchu keisaraveldinu
mókti Kórea um nokkurra alda
skeið, greiddi skatta sína til Peking,
en var óáreitt af Japönum. Vegna
þessa dvala kölluðu fyrstu vestrænu
ferðamennirnir landið „Klausturrík-
ið".
Við fall Tokuganz Skoguns gerð-
ist Japan aftur virkur þátttakandi í
heimsveldastreitunni og löng ein-
angrun Kóreu var skyndilega rofin.
Hin gamla deila meginlandsveldis
Manchus keisaradæmisins og stór-
veldisins á eyjunni Japan hófst bráð-
lega á ný.
Vandamálið um hernaðarmikil-
vægi Kóreu hefir til þessa verið
reynt að leysa á þrennan hátt: inn-
limun í Kínaveldi, sjálfstæði og
japönsk stjórn. Sú lausnin, sem tví-
mælalaust hefir reynst Kórubúum
verst, er 40 ára yfirráðatími Japan.
Það er svo langt síðan að Kína
réði beint yfir Kóreu, að erfitt er að
gera sér grein fyrir, hver áhrif það
hafði, og sem alls ekki myndi koma
til greina nú, sjálfstæði og samein-
ing er eina lausnin, sem Kóreubúar
myndu styðja. Til allrar óhamingju
varð það fyrir slysni ákveðið á
Yalta-ráðstefnunni, að Kóreuvanda-
málið skyldi leyst á þann veg, sem
alls ekkert hafði til síns ágætis né
nokkur skapaður hlutur mælti með
— skipiing landsins — og það sem
verra var, skipting, sem ekki studd-
ist við nein landfræðileg landa-
merki, heldur algjörlega upphugs-
uð — 38. breiddarbaugurinn.
Árásargjörnum kommúnistum var
Innilegar þakkir vottum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
Guðbjargar Þóru Þorsreinsdóftur.
Börn, tengdabörn og barnabörn hinnar látnu.
Jarðarför mannsins míns,
Pérurs Rust-ikussonar,
sem andaðist 31. júli fer fram frá Akureyrarkirkj u laugardaginn
5. ágúst n. k. .
Lundi, Akureyri, 1. ágúst 1950.
Hallfríður Björnsdóttir.
7
-~---~------------~~-~~.----------------^^^^^.----------------->
INNILEGAR ÞAKKIR fœri ég öllum þeim, er heiðruðu mig
með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á sextugsafmœli mínu.
ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON.
með þessu móti gefið kærkomið
tækifæri upp í hendurnar. Enginn
Kóreubúi, hvorki að sunnan né
norðan, æskir eftir þessari tvískipt-
ingu, og-í sjálfu sér er það aðalat-
riðið í augum Kóreubúa að koma á
sameiginlegri stjórn, og það má
gera ráð fyrir, að margir Kóreubú-
ar líti svo á, að sameining undir
stjórn annars hvors aðilans, sé æski-
legri heldur en barátta milli þeirra.
En eins og áður geiur hefir N.-
Kóreu verið lagt upp í hendurnar
það vopn áróðursins, bæði gegn
stuðningsmönnum og andstæðing-
um, að þeir væru að koma á fót
hinni þráðu sameiningu, en S.-Kórea
getur aðcins kraflst þess að landa-
mærin verði aftur sett við 38. breidd-
arbaug, nema þá að stefnubreyting
eigi sér stað.
INNLENDIR LEIÐTOGAR:
Á hinn bóginn geta Bandaríkin
og bandamenn þeirra ekki tekið upp
þá stefnu (að hernema N.-Kóreu og
sameina hana S.-Kóreu), þar eð
slíkt myndi talíð í Kreml gefa fulla
ástæðu til styrjaldar.
Við lok stjórnartíma Japan í
Kóreu, var landið algjörlega án
hæfra innlendra leiðtoga, sem gætu
annast nútíma landsstjórn. Japanir
höfðu alla tíð Iokað öllum mikil-
vægum áhrifastöðum fyrir Kóreu-
búum. I gleði sinni yfir endurheimt
frelsisins voru þeir hins vegar afar
óvinsamlegir öllum bendingum um
það að þeir væru alls ekki færir um
að stjórna sér sjálfir strax. Þeir eru
stolt þjóð, sem á sér forna og alls
ekki ófræga, sögu.
Áhrif og vald Sameinuðu þjóð-
anna hvíla nú algjörlega á því, að
herjum þeirra í Kóreu gangi vel. En
ef styrjöldin þar á að enda með því
að endurreist verði landamæri 38.
breiddarbaugs, þá munu Kóreubúar
vafalaust verða mjög óánægðir með
þau úrslit.
Reynsla sögunnar er sú, að þá
fyrst séu líkindi fyrir friði, að skag-
inn sé undir sameiginlegri stjórn og
sé frjáls.
(Lauslega þýtt og stytt úr „The
Times weckly edition".)
ST Ú L K U
vantar nú þegar, til hreingern-
inga. Upplýsingar í Verzlun
London.
T I L SÖ L U
Tvö tjöld, 6 og 10 manna.
Valnabátur (gúmmí), og
veiðimannagalli og fl.
SÖLUSKÁLINN, sími 1427.
MARCONI
viðtæki til sölu. Verð eitt þús-
und krónur.
LÚTHER JÓHANNSSON,
rafv.m. Lundargötu 17
AF MIÐUNUM
I gær fengu fjögur skip síld á
Grímseyjarsundi. Er það fyrsta síld-
in, sem þar veiðist. Skipin voru:
Sigurður 650 mál, ísborg 300 íunn-
ur, Björn 400 tunnur og Einar Hálf-
dánsson 300 tunnur.
Auður kom inn með fullfermi í
gærkvöld, og hafði hún fengið síld-
ina austur við Digranes. Um 400
mál voru sóltuð og fryst, en afgang-
urinn, um t 700 mál, lagður upp í
Krossanesi til bræðslu.
Súlan kom til Húsavíkur um há-
degið í dag með um 250 mál, sem
hún hafði einnig fengið fyrir aust-
an.
Fjöldi skipa er nú á vesturleið frá
Þistilfirði síðan fréttist um aflann á
Grímseyjarsundi í gærdag.
Ekkert hefir veiðst þar síðan í
gærkveldi, en þá skall á svariaþoka
svo að ekki sér út úr augunum og
helst hún enn.
Ferðir jrá Ferðaskrifstofunni um verzl-
unarmannahelgina. 1. Laugardaginn 5. ág.
Hópferð austur á Hérað. Helztu viðkomu-
staðir: Mývatnssveit, Egilsstaðir, Hall-
ormsstaður, Detlifoss og Asbyrgi. Þáttaka
tilkynni: l fyrir hádegi á föstudag. — 2.
Sunnud. 6. ág. Hópferð til Siglufjarðar
með viðkomu í Ólafsfirði. Þátttaka til-
kynnist fyrir hádegi á fó'studag. — 3.
Laugardag, sunnudag og mánudag 5., 6.
og 7. ág. Sætaferðir í Vaglaskóg. Þar sem
búast má við mikilli þátttöku í ferdunum
austur í Vaglaskóg, er æskilegt að fólk
panti farseðla sem fyrst.