Íslendingur


Íslendingur - 02.08.1950, Blaðsíða 5

Íslendingur - 02.08.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. ágúst 1950 ÍSLENDINGUR Samtðk iðnrekenda Framhald af 2. síðu Laxdal, klæðaverksm.; Ofnasmiðja Steindórs H. Sleindórssonar; Neta-. gerð Akureyrar, forstj. Oli Konráðs- son; J. S. Kvaran h.f., skóverksm., forstj. Einar Sigurðsson; Öl og gos- drykkir h.f., forstj. Marinó Stefáns- son. Tvö ný iðnfyrirtæki hafa síðan bæzt í hópinn: Súkkulaðiverksm. Linda h.f., forstj. Eyþór Tómasson og Saumastofan Brynja. Félagið hefir að vonum starfað að sömu og svipuðum málum og FII í Reykjavík, enda tekið fullan þátt í störfum þess. Iðnrekendafélag Akureyrar hefir frá stofnun eitt að öllu leyti annazt kjarasamninga fyrir meðlimi sína hér á Akureyri við Iðju félag verk- smiðjufólks. Þá hefir félagið og reynt eftir fremsta megni að greiða fyrir og styðja félagsmenn í vand- ræðum þeim, sem skapazt hafa vegna gjaldeyrisvandræðanna. Stjórn félagsins hafa skipað frá stofnun þeir: Vigfús Þ. Jónsson, formaður, Egill Sigurðsson, ritari, og Skarphéðinn Ásgeirsson, gjald- keri, og hafa þessir menn unnið mik- ið og óeigingjarnt starf í þágu fé- lagsins. ÚTLIT OG HORFVR. Á síðustu árum hafa félagssamtök iðnrekenda eflst afar mikið og fyrir baráttu þeirra er nú svo komið að stjórnarvöld landsins hafa öðlast aukinn skilning á nauðsyn og þörf- um iðnaðarins, þannig að í ríkari mæli er nú farið að óskum þeirra manna, sem samtökin hafa kosið til þess að vera málssvarar sínir. En eftir því sem samtökunum hefir vax- ið fiskur um hrygg, þá hefir og þróun iðnaðarins tekið stórstígum framförum á síðasta áratugnum, og kemur þeUa glöggt fram í skýrslu Fjárhagsráðs. StÖrvirkar vinnuvél- ar af fullkomnustu gerð hafa verið fluttar til landsins svo að afköst í einstökum greinum hafa margfald- ast. Verðmæti framleiðslu fyrir- tækja, sem nota innlend hráefni sem aðalefni, var fyrstu 9 mánuði árs- ins" 1947 26 milljónum króna meiri en allt árið 1946, en með fullum af- köstum var áætlað að verðmæti iðn- vörunnar yrði 270 millj. kr. meiri árið 1948. Þetta er aðeins tekið sem dæmi úr skýrslu ráðsins en sömu söguna er að segja um allan iðn- rekstur. I skýrshmni er heldur ekki farið dult með það, að iðnaðurinn sé einn veigamesti þáttur í ísl. atvinnullfi, og að hann gæti orðið það í enn rikari mæli, og þess vænst að iðnað- urinn megi á næstu árum verða sá atvinnuvegur þjóðarinnar, sem mest fer fyrir, og það íalið leiða til þess að auka verðmæti útflutningsafurð- anna og minnka gjaldeyrisverðmæti innfluttu vörunnar. Þar er bent á að nauðsynlegt sé fyrir þjóðiua að hverfa frá þeim Molbúa hætti, sem ríkt hefir í milliríkj averzlun henn- ar, sem sé þeim að flytja út hráefn- in að mestu eSa öllu óunnin, en flytja svo inn sams konar vörur unnar. AfstaSa ríkisvaldsins til iSnaSar- ins á auSvitaS aS markast fyrst og fremst af því, hvaS iSnaSinum má verSa til mestrar eflingar og aS hon- um séu búin slík starfsskilyrSi, aS afköst og gæSi sé í fyllsta máta sam- íkeppnisfær viS iSnaSarvöru annarra landa, og svo aS unnt sé aS kveSa niður það vantraust, sem þjóðin hef- ir fengið á íslenzkum iðnaði, fyrir það eitt að allsendis ófullnægj andi hefir verið að honum búið, en slíkt vantraust er og verður alltaf einhver verstur Þrándur í Götu iðnaðinum að því sæti, sem h'önum ber með réttu í íslenzku atvinnulífi. Ákureyrarbær. TILKYNNING Ar 1950, þann 28. júlí, framkvæmdi notarius publicus í Akur- eyrarkaupstað 7. útdrátt á skuldabréfum bæjarsjóðs Akureyrar fyrir 4% láni frá 1943 til aukningar Laxárvirkjunar. Þessi bréf voru dregin út: LITRA A, nr. 3, 25, 27, 60, 69, 71, 75, 127, 137, 157, 158, 168, 219, 230, 233, 250, 253, 258, 266. LITRA B, nr. 2, 54, 101, 112, 124, 127, 156, 181, 185, 191, 208, 228, 235, 237, 246, 250, 253, 306, 353, 363, 365, 370, 371, 380, 390, 394, 405, 407, 435, 441, 457, 460, 562, 592, 632, 637, 640, 666, 685, 695, 698, 716, 756, 785, 790, 805, 850, 857, 862, 865, 868, 874, 889, 909, 961, 969, 970, 976, 981, 984, 986, 989. Skuldabréf þessi verða greidd á skrifstofu bæj argj aldkerana á Akureyri eSa í Landsbanka íslands í Reykjavík þann 2. janúar 1951. Bæjarstjórinn á Akureyri, 29. júlí 1950. Steinn Steinsen. Almenn skrining atvinnulausra manna í AkureyrarkaupstaS fer fram á VinnumiSl- unarskrifstofunni dagana fimmtudag, föstudag og laugardag, 3.— í 5. þ.m., kl. 14—17 alla dagana. Skráningin nær til verkamanna, verkakvenna, iSnaSarfólks og atvinnubílstjóra. Akureyri, 1. ágúst 1950. Bæjarstjóri. TILKYNNING Innflutnings- og gj aldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið eftir- farandi hámarksverð á benzíni og olíum: • Benzín .............. pr. líter kr. 1.46 Ljósaolía ............ pr. tonn kr. 1050.00 Hráolía .............. pr. tonn kr. 670.00 Hráolía .............. pr. líter kr. 0.58 Að öðru leyti eru ákvæði tilkynningar verðlagsstjóra hr. 7 frá~ 31. mars 1950 áfram í gildi. Verðlagsstjórinn. é Lögtak Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og að undangengnum úr- skurði verða lögtók látin fara fram, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir ógreiddum söluskatti, veitingaskatti, skatti samkvæmt 17. gr. eignakönnunarlaga, bifreiðaskatti, skoðunargj aldi af bifreiðum, vátryggingargjaldi ökumanna, aðflutningsgjöldum og útflutnings- gj öldum. Bæjarfógetinn á Akureyri, 28. júlí 1950. GREIPÁR GLEYMSKUNNAR formælti mér. Varðm'enmrnir ráku hann áfram, en hann væri kominn til þess að horfa á hann tekimi af lífi. Hann Ieit á mig hatursfullum augum, nair staðar og leit um öxl, og hélt áfrám formælihgum sínum, þar til einn hermanna sló hann á munninn. Það kann að teljast grimmdarlegt, en Kommúnistum var lítil miskuun sýml um þetta leyti. Varðmennirnir hurfu riú n;eð íangana fyrir horn á fangelsinu. »Eigum við að sjá endalokin?« spurði vinur minn og sló öskuna af vindli sínum. »Nei þakka þér fyrir.« En við heyrðum endalokin. Tíu minútum síðar gall við skothríð úr rifflum, og þá vissj ég, að hinn síðasti og sekasti af morðingjum Anthony March hafði hlotið vfarðskuldaða refsingu. Ég minntist loforðsins við Ceneri. Með mikilli fyrir- höfn tókst mér að fá sent bréf, sem ég gat vonast til, að kæmist alla leið. Sex mánuðum síðar fékk ég bréf, stimplað með fjölmörgum óskiljanlegum póststimplum. Það skýrði mér frá því, að fanginn, Eíem ég hafði skrif- að hefði dáið tveim árum eftir að hann kom til nám- anna. Þannig naut hann ekki ánægjunnar af þvíað fá að vita um endalok manns þess, sem hafði svikið hann. Saga mín ier á endá. Við Pauline byrjuðum sameigin lega að njóta lífsins,v er við snérum frá" kirkjugarðinum og ákváðum að gleyma fortíðinni. Síðan höfum við lif- að saman rólegu og hamingjusömu lífi. Er ég nú skrifa þefta á sveitasetri mínu, hamingjusamur hjá konu og börnum, þá á ég bágtt með að trúa því, að ég hafi eitt sinn vterið blindi maðurinn, sem heyrði hin skelfandi hljóð og sá síðan.hina hræðilegu sýn, að þð hafi verið ég, sem ferðaðist yfir þvera Evrópu og mikinn hluta Asíu, til þess að uppræta grun, sem ég roðna við -að hugsa um. Getur það verið að Pouline, konan mín, sem hjá mér'situr, andrík, ástúðleg og skemmtileg, sé hin sama, sem eitt sinn var mánuðum eða ánam saman svipt réttu ráði? Jú, þannig hlýtur þetta að vera. Hún hefir lesið al'.a þessa sögu nu'na, og er við nú sitjum hér, og crum að fara yfir síðustu blaðsíðuna leggur hún handleggiiiii utan um mig og segir, og krfefst þess, að ég skrifi orð hennar niður: »Þú hefir sagt of mikið, allt of mikið frá mér, en ekki nögu mikið um þ'að, sem þú gerðir og hefir alltaf gert fyrir mig.« Mbð því að skýra f rá þessu eina ágreiningsefni okkar lýk ég gögu minni. E N D I R Ný framhaldssaga. / nœsta blaði hefst ný, afarspennandi framhaldssaga, fjall- ar hún um ástir og afbrot. — Sagan er þýdd úr ensku og nefnist ÁKÆRÐUR TVISVAR. Nokkrar stúlkur vantar mig nú þegar til síldarsöltunar á Raufarhöfn. Fríar ferðir. — Kauptrygging. Nánari upplýsingar gefnar í síma 1439, Akureyri. Valtýr Þorstetnsson. æntiur Nokkrar snúningsvélar, fyrir einn hest, væntanlegar með næsta skipi. Verzl. Eyjafjörður h.f. ^vvt '¦ "'¦¦ mMm^m^mmmmmmmmmmm

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.