Íslendingur - 09.08.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg.
Miðvikudaginn 9. ágúst 1950
32. tbl.
Viðbótarvirkjiin Laxar haíin
;uZ^-^.::^i*ó&&kM&$&
'•.VSr.s*.,':jip.«
Hafin er nú vinna við Laxárvirkjunina. Samning-
ar um verkið við byggingarfélagið Stoð h.f. voru
undirriraðir í vikulokin síðustu.
Stjórn virkjunarinnar hefir sent blaðinu eftir-
farandi greinargerð um gang málanna og hversu
það horfir nú.
Framkvæmdir við hina fyrirhug-
uðu virkjun í Laxá hefjast í næstu
viku. Samningar um byggingarfram-
kvæmdir og kaup á aðalvélum og
rafbúnaði hafa verið undirritaðir
og tilboð í þrýstivatnspípu, há-
spennulínu og stíflulokur liggja
fyrir, á síðastliðnu sumri voru
byggðir verkamannaskálar, efni-
geymslur og eitt íbúðarhús austur
við Laxá og var lokið við innrétt-
ingu á þessum húsum í sumar.
Á undanförnum árum hafa ítar-
legar rannsóknir verið gerðar á því
hvernig haga skuli virkjuninni. og
fullvirkjun gljúfranna við Brúar
yfirleitt. Hafa umfangsmiklar mæl-
ingar og j arðrannsóknir verið gerð-
ar í því sambandi og jafnframt hef-
ir verið athugað á sama hátt hvernig
komast skyldi hjá krapastíflum við
Mývatnsósa, en ætlunin er að byggja
nauðsynleg mannvirki þar, jafn-
skjótt og virkjunin er gerð. Hefir
raforkumálaskrifstofa ríkisins haft
þennan undirbúning með höndum
samkv. beiðni Akureyrarbæjar. Þeg-
ar ákveðið haf ði verið hvernig haga
skyldi virkjuninni í aðalatriðum
tóku rafmagnsveitur ríkisins við
verkinu og buðu út byggingarvinnu,'
vélar, rafbúnað og annað efni til
virkjunarinnar,
Fallið fyrir neðan núverandi virkj
un er um 37 m. Bæði af tæknilegum
og fjárhágslegum orsökum er ekki
talið rétt að virkja allt þetta fall og
verður hinni nýju virkjun hagað
þannig að virkjuð verður 29 m.
fallhæð. Fást við það 11.500 hö. eða
8000 kw. og er þá áin fullvirkjuð á
þessum stað. Þrýstivatnspípan og
siöðvarhúsið verður á austurbakka
árinnar og stíflan nokkru fyrir ofan
brýrnar, sem liggja yfir ána.'Verður
efra vatnsborðið við stífluna í sömu
hæð og neðra vatnsborð núverandi
virkjunar. Höfð verður ein 11.500
ha. vélasamstæða á lóðréttum ás og
verður hægt að stjórna henni hvort
heldur er á staðnum eðá frá gömlu
stöðinni. Rétt fyrir ofan stöðvarhús-
ið verður þrýslivatnsturn til útjöfn-
unar á vatnssveiflum í pípunni.
Afl núverandi virkjunar er 6400
hö. og eykst aflið með nývirkjun-
unni því upp í um 18.000 hö. eða
sem næst þrefaldast. Er þörfin fyrir
þessa aukningu orðin mikil, eins og
kunnugt er, bæði fyrir Akureyrar-
bæ og nærsveitir, en byrjað er nú
að leggja rafmagn til annarra staða
á orkuveitusvæði Laxárvirkjunar og
má búast við að sú þróun haldi
áfram.
Á þessu sumri vai gerður samn-
ingur um sameign ríkis og Akureyr-
arbæjar varðandi Laxárvirkjunina.
Samkvæmt þeim samningi á Akur-
eyrarbær í upphafi 85% en ríkið
15%. Þegar nývirkjuninni er lokið
verða hlutföllin 65% og 35% og við
fullvirkjun gljúfranna helmingaeign
og helzt svo áfram. Um leið og sam-
eign varð var skipuð sérstök stjórn
fyrir Laxárvirkjunina og eiga þar
sæti þrír fulltrúar frá Akureyrarbæ
þeir Steinn Steinsen, Steindór Stein-
dórsson og Kristinn Guðmundsson
og tveir frá ríkinu þeir Jakob Frí-
mannsson og Indriði Helgason. Hef-
ir stjórnin falið Knut Otterstedt, raf-
veitustjóra. framkvæmdarstjórn á
reks'.ri Laxárvirkjunarinnar en
rafmagnsveiUim ríkisins hins vegar
að hafa á hendi framkvæmdarstj órn
við að koma hinni nýju virkjun upp.
Tilboð bárust frá ýmsum löndum
í vélar og rafbúnað og ákvað stjórn-
in að taka tilboðum amerísku firm-
anna Westinghouse og James Leffel
en tilboð þeirra voru hagstæðust
bæði hvað verð og afgreiðslu snert-
ir. Er afgreiðslutíminn 11 mánuðir.
I byggingarvinnuna bárust 4 inn-
lend og 2 erlend tilboð. Var bygg-
ingarfélagið Stoð h.f. lægstbjóð-
andi og ákvað stjórnin að taka til-
boði þess.
Reiknað var með að ljúka mætti
virkjuninni í árslok 1951 og var þá
miðuð við að vinna hæfist í byrjun
maí s.l. Verður enn stefnt að þessu
marki, en þar sem nú er orðið álið-
ið sumars eru hins vegar líkur til
þess að ekki takist að ljúka verkinu
fyr.r en sumarið 1952.
Miðað við verðlagið síðastliðið
vor er áætlað að virkjunin kosti 45
milljón krónur, þar af innlendur
koslnaður 21.7 millj. kr. og erlendur
kostnaSur 23.3 niillj. kr. Er innan-
landsfjáröflun með þeim hætti að
Akureyrarbær leggur fram 3 millj.
kr. en tilætlunin er sú að annað
innlent fjármagn fáist úr mótvirðis-
sjóði. Hvað erlenda fjáröflun snert-
ir hefir þegar verið veitt lán frá
Marshallstofnuninni að upphæð
18.1 millj. kr. til kaupa á aðalvélum,
rafbúnaði og fleira frá Bandaríkjun-
um og mismunurinn, 5.2 millj. kr.,
sem nota á til k aupa á efni í Evrópu,
er ráðgert að fá annað hvort frá
greiðslubandalagi Evrópu eða frá
Alþjóðabankanum.
ir
Leikflokkurinn „6 i biV' sýnir
BRÚIN TIL MÁNAN3
eftir Cliiford Odets
Ungi píanósnillingurinn, Þórunn
Jóhannsdótiir, dvelur nú um þessar
mundir hér í bænum, og mun hún
halda hér- píanóhlj ómleika í Sam-
komuhúsinu annað kvöld kl. 9 e. h.
Þettá eru fyrstu hlj ómleikarnir
hennar hér á landi að þessu sinni,
en síðar í sumar mun hún einnig
halda hljómleika bæði á Isafirði og
í Reykjavík.
Þórunn hefir nú í fjögur ár sam-
fleytt stundað nám í The Royal Aca-
demy of Music í London. I fyrra út-
skrifaðist hún úr .juniol" deild skól-
ans, og hefir síðan stundað nám í
aSal-skóIanum. En ennþá á hún eft-
ir um þriggja ára nám viS þann
skóla.
Hún hefir hlotiS mikiS lof kenn-
ara sinna og annarra hljómlistar-
fræSinga, sem-heyrt hafa hana spila.
Næsta ár verSur lilla undrastúlk-
an 12 ára gömul, en þa öSlast hún
rétt til þess að koma opinberlega
fram i Bretlandi og halda sjálfstæða
hljómleika, og hefir hún þegar haf-
ið undirbúning aS slíku.
Auk p'anóleiks hefir hún sótt tíma
bæSi í tónsmíðum og fJSluleik, en
hún segir að lögirt, sem hún semji
séu ennþá bara ..pínulítil".
Það er mikill fengur fy.rir alla
hljómlistarvmnendur að fá þenna
unga píanósnilling hingað og þeir
fagna komu hennar af alhug, enda
er þess að vænta að þeir fjölsæki í
kvöld í Samkomuhúsið, og njóti þar
hinnar ágætustu listar ungu stúlk-
unnar, sem stöðugt er að þroskast
og fá á sig persónulegri blæ, en um
leið gera þeir henni einnig hægara
fyrir að brjótast áfram á langri og
iorsóltri námsbrautinni.
í gærkvöldi hafSi leikflokkurinn
„6 í bíl" fyrstu sýningu sína á leik-
ritinu Brúin til mánans, eftir ame-
ríska leikritaskáldiS Clifford Odets,
hér í Samkomuhúsinu á Akureyri.
Var húsiS þéttskipaS áhorfend-
um og fögnuSu þeir leikendum á-
kaft og voru þeir ívívegis klappaSir
fram í leikslok.
Leikflokkurinn .6 í bíl" var stofn-
aSur í fyrra vor af 6 ungum leikur-
um í Reykjavík og meS þaS fyrir
augum aS fara í leikför um landiS
þá um sumariS. Sýndu þeir þá
„Candidu" efdr G. B. Shaw, og var
þeim þá tekiS forkunnarvel.
Nú hefir þeim bætzt einn nýr leik-
andi svo aS „6 í bíl" eru orSnir
sjö.
Að þessu sinni er aðalleikrit hjá
leikflokknum „Brúin til mánans"
og er höfundurinn einn af þekktustu
yngri leikritahöfundum Bandaríkj-
anna, en þetta leikrit valdi hann
sjálfur í safnritiS „Bezta verk mitt"
þar sem 93 beztu rithófundar Banda-
ríkjanna leiddu fram hesta sína.
Leikritið er sambland. af fjöri og
kátínu annars vegar og glímu við
hversdagsleg vandamál lífsins hins-
vegar.
ASal uppistöSur leiksins eru þær,
aS ungur efnilégur iannlæknir, sem
gæti átt glæsilega framtíS fyrir sér,
ef hann væri sjálfstæSari og ein-
beittari gagnvart konu sinni. Faðir
hennar og hún hötuðust innilega og
töluðust alls ekki við, hann ætlaði
að koma fótunum undir tengdason
sinn, því hann var vellaúðugur, en
hún réSi manni sínum meS miklum
fortölum frá að þiggja þá aðstoð og
bar því við að með því væri stefnt
út í öryggisleysi.
Hjónaband þeirra var ekki farsælt
undir nlðri, þó með felldu væri hið
ytra, og var það svo frá því er hún
hafði eignast barn og misst það í
fæðingunni. og gat svo ekki orðið
barnshafandi framar.
A læknastofunni vann ung og
falleg aðstoðarstúlka. Til þess að
breiða yfir, að hún væri af fátæku
bergi brotin og ætti bágt líf, þá varp-
aði hún yfir sig hulu stoltsins og
slærilætisins.
Svo fór aS tannlæknirinn braut
þó þann múr, sem hún hafði byggt
um sig, og hún sagði honum allt af
létta og þau játuSu hvort öðru ást
sína.
Gamli tengdapabbinn var heldur
ekki af baki dottinn. Hann varð líka
ástfanginn af stúlkunni. og ætlaði
hann sér að vinna hana með auðæf-
unum. Þeir háSu aS lokum baráttu
um stúlkuna, en tannlæknirinn var
þó ekki nema hálfvolgur í þeim á-
tökum. Hann var of bundin í fjötra
hjúskapar síns, þrátt fyrir það að
hann elskaði hana. Það fór því að
lokum svo að stúlkan hafnaði báð-
um, hún ætlaði sér að ná í þann, sem
elskaði, hana og hjálpaði henni
vegna ástarinnar að verða kona.
Aðrar persónur koma svo við
söguna, en hafa lítilvægari áhrif á
gang leiksins.
Það verður ekki annað sagt en
að leikendur hafi allir gert hlutverk-
um sínum ágæt skil, og aðalhlut-
verkin, Cleo Singer, aðstoðarstúlk-
an, leikin af Guðbjörgu Þbrbjarnar-
dóttir, Ben Stark, tannlæknir, leik-
inn af Jóni Sigurbjörnssyni og
Prince, iengdafaðir hans, leikin af
Baldvin Halldórssyni, hafi öllum
Framhald á 4. síðu.
SÍLDVEIÐARNAR
ískyggilega horfir um síldveið-
arnar í sumar, og hjálpast þar að
bæði afar stirð veðrátta og svo afla-
tregða, þegar á sjó gefur.
I gær var þoka og bræla fyrir
austan, og voru skipin sem óðast að
fara til lands, sum þeirra með slatta.
Á sundinu var hins vegar gott
veður, en þó hafSi í gærkvöldi ekki
fréttzt um neina veiði þar.
Rauðáta var þó allmikil við
Grímsey.
Reknetabátar urðu þó varir nokk-
urrar síldar djúpt á sundinu.
I gær lönduðu í Krossanesi Eldey
með 237 mál og Kristján með um
150 mál. Ekki var vitað um að
nokkur skip væru á leiðinni.
Til Dagverðareyrar komu engin
skip í gær, en vitað var um nokkur
skip á leið inn og voru nokkur þeirra
með einhvern slatta.
UPPGRIPAAFLI
HJÁ TOGURUNUM
Engin breyting hefir enn orðiS á
aflasæld togaranna á karfaveiSun-
um. Um s. 1. helgi komu báSir tog-
arar UtgerSarfélagsins inn. Kald-
bakur var meS um 460 tonn, og er
það melafli hjá skipinu. Svalbakur
hafði kringum 360* tonn.
Verið var að landa úr Jörundi í
gær, og var gert ráð fyrir að afli
hans væri um 300 tonn.