Íslendingur


Íslendingur - 09.08.1950, Síða 2

Íslendingur - 09.08.1950, Síða 2
2 [SIÆNT3TNCTÖTR MiSvikudaginn 9. ágúst 1950 Útgefandi: Útgáfuféiag Íslendings. Rítstjóri og ábyrgðarmaður: Tómas Tórnasson. Auglýsingar og afgreiðsla: Ardís Svanbergsdóllir. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 1354. / Prentsmiðja Björns Jónssonar h.j. GistihQs og teröamenn Á undanförnum árum hefir verið gert allmikiS aS því á vegum hins opinbera aS auglýsa Island erlendis, meS þaS fyrir augum aS hæna hing- að erlenda ferSamenn. Margir hafa einnig taliS, aS ó engan hátt hefði veriS gert nóg að slíku, og bent réttilega á það, hversu mikilvægur liður það gæti orðið í gjaldeyris- öflun þjóðarinnar ef aukinn straum- ur erlends ferðafólks beindist til Iandsins. Það munu sennilega allir vera á einu máli um það, að slík þróun myndi vera afar æskileg og að þessu marki ætti örugglega að vinna, og að ríkið, sem mest myndi bera úr býtum, ætti að ganga á undan í þeirri sókn að markinu. En raunin virðist því miður hafa orðið öll önnur. Þeir aðilar, sem hvað mest mæðir á og mest ríður á að séu vanda sínum vaxnir, þegar á hólminn er komið, eru gistihúsin í landinu, en það mun vera sannast orða, að ríkisvaldið hefir gert harla lítið iil þess að létta undir með þeim, við að gera þau þannig úr garði, að ferðafólki verði dvölin á þeim sem ánægjuríkust. í ýmsum blöðum landsins hefir oft verið haldið uppi harðvítugri gagnrýni á hótelmenninguna í landinu, og sökinni skellt á þá, sem reka gistihúsin, að öllu eða verulegu leyti. ÞaS mun auðvitað vera svo, að mörgu er ábótavant í stjórn ým- issa gistihúsa, en aðalorsakanna til þess, hversu öllum aðbúnaði ferða- fólks er víða ábótavant, er að leita dýpra, ef finna á ræturnar. * Blaðið sneri sér til eins gistihús- stjóra hér á Akureyri og leitaði hjá honum upplýsinga varðandi rekst- urinn, og skal nú drepið á það helzta, sem kom fram hjá honum. Vegna gjaldeyris- og viðskipta- örðugleika hefir það reynzt óger- legt nú að undanförnu að afla nauð- synlegs efnis til endurnýjunar og viðhalds. Á sl. hausti'vildi svo illa til, að gistihúsið hjá honum skemmdist allmikið að innan vegna elds, en um fjárfestingarleyfi fyrir smávægilegu magni af krossvið og timbri lil viðgerðar var synjað. Hann þurfti að snapa efni eftir bón- arleiðum og kunningsskapar. Synj- að var einnig um fjárfestingarleyfi fyrir sementi til þess að gera við þak hússins, en það lá allt undir skemmdum vegna leka. Borðbúnaður ljefir enginn feng- izt um langt skeið, en það er nauð- syrdegt atriði að hann sé smekklegur og er það ekki kostnaðarsamt. Það er ekki hægt að bera útlendingum öl með matnum í bollakrílum! Þá hafa og engar nauðsynlegar hjálparvélar fengizt. Gistihúsinu var t.d. neitað um leyfi fyrir stórri þvottavél, sem sérlega var gerð fyrir hólel, en húsmæðraskólarnir hafa fengið slíkar vélar, jafnvel þó vitað hafi verið, að litlar heimilisvélar eru miklu heppilegri kennslutæki í slíkum skólum. Það mætti lengur telja slíkar hindranir, sem eru í vegi gistihús- anna, sérstaklega þeirra, sem eru úti á landi — Reykjavík situr venjuleg- ast fyrir — og ríkisvaldið hefir ekki svo vitað sé reynt á nokkurn hátt að hrinda slíkum hindrunum úr vegi, þó að það sé auðvitað fyrsta skil- yrðið iil þess, að aðbúnaður gesta geti orðið viðunandi. Þá er gistihúsarekstur hér á landi þrautp'ndur með sköttum, eins og reyndar annar atvinnurekstur. Auk alira venjulegra skatta, beinna og óbeinna, er lagður á veitingaskattur 10%, söluskattur 3% og ætli gisti- húsin að rétta fjórhag sinn með því að halda skemmtanir, þá er þar lagður á þau skemmtanaskattur rúmlega 31%. Þá hafa skömmtunarvöldin ekki orð’.ð við ýmsum sanngirniskröfum gistihúseigenda, og má í því sam- bandi minnast á að þeim hefir ekki verið úthlutað sérstökum skammti af ísl. smjöri og smjörlíki fá þau ekki nlðurgreitt. Hreinlætisvörur liafa alla tíð verið af skornum skammti og fleira mætti telja. Þá eru auðvitað ýmsir almennir örðugleikar, sem gistihúsarekstur á við að stríða. Gistihúsin úti á landi munu flest vera byggð of Iítil, af því að veru- leg herbergjafjölda aukning myndi ekki hafa í för með sér verulega aukningu á starfsmannahaldi. Þá vill það og brenna við, að umgengni gesta sé talsvert ábóta- vant. enda þótt. þar eigi aðeins ör- fáir menn í hlut, þá getur slíkt þó orðið til verulegs kostnaðarauka fyrir gistihúsin. Þá er ferðamannastraumur al- mennt Jítill. Orlofstíminn er alltof sluttur, en á þeim tíma er hins veg- ar ógerningur að sinna öllum svo að vel sé, annan tíma ársins er svo harla lítið að gera. Skipulagðar utanferðir á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins draga og auðvitað stórlega úr ferðum innan- lands. Vegna ýmissa örðugleika, 6em auðvelt væri fyrir ríkisvaldið að kippa í lag, er alls ekki unnt að gera viðurgerning erlendra ferða- manna svo sem þeir eiga að venjast. Oftast nær eru þetta ríkir menn, sem vanir eru öllu því bezla, sem fáanlegt er, og það er ekki til neins að ætla sér að bjóða þeim annað England. Churchill sagði nýlega i ræðu, að hann áliti, að atburðirnir í Kór eu hefðu ekki verulega aukið hætt una á þriðju heimsstyrjöldinni, en hann tók það og fram, að hann hefði, áður en þeir gerðust verið all svartsýnn á friðarhorf- urnar. Hann sagði, að höfuðmunur- inn á Kóreu-viðburðunum og Berlínar-deilunni fyrir tveimur áruni síðan, væri sá, að nú hefði einræðisherran í Kreml atóm- sprengju undir höndum og væri því nú óragari. Hann taldi og að höfuðnauð- syn, til þess að varðveita mætti friðinn, væri sú, að brjóta á bak aftur kommúnista árásinna í Kór eu, og taldi það þá nryndi auð- veldara að komast að einhverju hér, sérlega þegar ferðalög hingað og hér eru svo dýr, sem raun er á. Þeir eru t.d. flestir vanir því að neyta lítillega víns með mat, og það verður að vera hægt að veita þeim það hér á landi, jafnvel þó að við flest telj- um það vott hálfgerðrar ómenning- ar. Enda er nú svo, að ríj^ið hefir tekið þennan sið upp á skipum, sem notuð eru til ferðafólksflutninga, það er líka svo að sala þess gefur drjúgar tekjur, og telja forráða- menn skipastólsins að sér væri óger- legt að annast fólksflutningana, án þessara tekna. « * Það stangast hvað á annars horn, að hæna ferðafólk til landsins, og gera svo ekkert til þess, að þeir sem koma, fái notið þess aðbúnaðar, sem nauðsynlegur er. Það þarf að gera ferðafólkinu allt til hæfis — það er undarlega dutlungafullt — svo að það bferi landinu vel söguna, en hafi enga ástæðu til þess að kvarta. Landkynning af vörum þeirra, sem sjálfir hafa dvalið hér, er þýðingarmeiri og drýgri á hvora sveifina, sem hún snýst, heldur en útgáfa bæklinga, jafnvel þó í stór- um stíl væri. Ríkisvaldinu ber því fyrst og fremst að létta á alla lund undir með gistihúsunum, hvar sem er á landinu, svo að þau geti fullnægt þeim sjálfsögðu kröfum, sem ferðafólk gerir til þeirra. Og ríkisvaldið þarf að örfa gistihúsaeigendur til frekari framtakssemi eftir því sem föng eru á, með því t. d. að létta af þeim þeim hluta skattabyrgðarinnaiv sem sérstaklega er á þá lagður. Það er öruggt, að við gætum auk- ið gjaldeyristekjur okkar drjúglega með því að selja útlendingum hér beina og fyrirgreiðslu, en það á við hér, ekki síður en annars slaðar, að við þurfum að vanda söluvöru okk- ar, en það verður einungis gert með því, að ríkisvaldið hrindi ýmsum þeim hömlum, sem það hefir sett á. úr vegi hið bráðasta. samkomulagi við Soviet-Rúss- land, heldur en eftir að þeir væru búnir að safna sér byrgðum af atómsprengjum. Aðgerðarleysi tiú væri hættulegast friðnum. Þjóðabandalaginu mistókst ekki vegna drengilegra ætlana, heldur vegna hins að meðlimirn- ir brugðust þegar á átti að herða. Við höfum ekki efni á að læra tvisvar af svo harkalegri reynslu. í umræðum sem urðu í brezka þinginu fyrir skemmstu, um Kór eustyrjöldina, þá hét Churchill stjórninni fullum stuðningi við stefnu hennar í því máli, en deildi hinsvegar á hana fyrir andvara- leysi og sagði, að þingið hefði aldrei, allan þann tíma sem hann hefði setið þar, fengið eins litlar upplýsingar um herstyrk brezka veldinsins og nú. Anthony Eden sagði við sama tækifæri smásögu frá fundi sín- um með Stalin í desember 1941, þegar þjóðverjar voru rétt við bæjarvegginn í Kreml. Við byrjuðum að tala um Hitl- er, og Stalin, marskálkur; sagði þá: »Við skulum ekki vanmeta Hitler. Hann er slunginn, en þó hefur honum orðið á ein skyssa. Hann skyldi ekki sinn vitjunar- tíma — vissi ekki hvenær hann átti að nema staðar.« Eg hefi sennilega brosað, því Stalin hélt áfram: »Eg veit af hverju þú ert að brosa, þú held- ur, að ég myndi ekki kunna að stanza á réttum tíma ef ég væri sá sigursælli. Þú hefur rangt fyrir þér, ég mun vita það.« Og Eden bætti við, að Iíklega væri Stalin nú búinn að gleyma þessum orðum sínum. Belgia. Lausn virðist nú endanlega fengin í konungsdeilunni í Belg- íu. Leopold lagði í fyrpi viku fyr- ir þingið valdaafsal sitt og Iagði jafnframt fyrir þingið, að það setti lög um valdatöku ríkisarf- ans, Boudouins. Um tíma leit svo út, að til stór tíðinda myndi draga í Belgíu, stórverkföll voru boðuð og gerð, og forvígismenn jafnaðarmanna létu óspart í ljós, að til byltingar myndi draga, ef Leopold léti ekki undan. Á báðar hliðar virðist fram- koman vera furðuleg. Það hefði verið einkennileg framkoma af konungsins hálfu að halda svo til A streitu rétti sínum til konungs- dóms, að það hefði kostað borg- arastyrjöld, í stað þess að fá syni sínum völdin í hendur, en um það virðist geta orðið sam- komulag. Nú hefur konungur séð að sér ! í t.'ma og forðað Belgíu frá svo hörmulegum örlögum. Á hinn bóginn er ekki síður stórfurðuleg framkoma jafnaðar- manna, undir forustu Paul Henri Spaak, sem hefur þó til þessa tal ið sjálfan sig til forustumanna friðar og lýðræðis í heiminum, og ( hefur verið framarlega í þeirri hreýfingu, sem nýlega hefur risið upp, um að stofna Bandaríki Evrópu. En við gætum rétt ímyndað okkur, hversu friðvæn- lega myndi horfa innan þeirrar ríkjasamsteypu, ef andi sá, sem nú er uþpi í jafnaðarmönnum í Belgíu, myndi vera þar ríkjandi, svo að sá, sem yrði í minnihluta við afgreiðslu mála á fullkom- lega lýðræðislegan hátt, myndi með allskonar skemmdarstarf- semi og byltingaráformum hindra framgang löglegra samþykktra mála meirihlutans. Jougóslavia. Þá er útlitið ekki síður svart | á Balkanskaga. Koniinform-lepp- ! ríki Rússa, hafa safnað miklu herliði að landamærum sínum og Jougóslavíu, og hætta er á; að þau hafi í huga að gera innrás í ríki Títós. Með því er hinsvegar mjög líklegt að heiminum verði hleypt í bál og brand, því að all- ar líkur benda til þess að Vestur- | veldin myndu einhuga styðja Tító, ef til vopnaðra átaka kæmi milli hans og Soviet-herja, enda er Jougóslavía í augum Vestur- veldanna orðin eins og óasi í eyðimörk Stalinismans, síðan vinátta Titos og Stalins kól, og það engu síður þótt lýðræðisgróð ur vestrænna þjóða vaxi ekki í þeim óasi. Kórea. Þátíaskil virðast nú í þann veginn vera að verða í Kóreu-styrjöldinni. Hersveitum þeim, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa kvatt til varnar Suður-Kóreu lýðveldinu gegn of- beldisárás handbenda Kreml-klík- unnar, virðist nú hafa vaxið veru- lega fiskur um hrygg, svo að á nokkrum hluta víglínunnar hafa þær hafið gagnsókn, en hafa annars- staðar stöðvað framsókn innrásar- manna að mestu. Baráttan stendur um hafnarborg- ina Fusan, sem er aðal uppskipunar- liöfn varnarherjanna, og er þar nú daglega skipað á land nýjum og nýjum liðssveitum og vopnum, með- al annars skriðdrekum og fallbyss- um. Fleiri og fleiri þjóðir verða nú við tilmælum ritara S. Þ. um að veita S.-Kóreumönnum virka aðstoð í baráttu þeirra við landræningjana. M. a. hafa Bretland, Ástralía og Kanada heitið þeim beinni hernað- aiaðstoði Truman forseti var fyrir nokkru spurður að því á fundi, sem hann hélt með blaðamönnum, hvort hann myndi fyrirskipa að beita kjarn- orkuvopnum í Kóreustyrjöldinni. Hann svaraði þessu afdráttarlaust neitandi. Hann kvaðst ennþá vona það, að takast mætti að varðveita heimsfrið- inn.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.